Alþýðublaðið - 23.06.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.06.1942, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐBÐ Auglýsing um skoðun á bifreiðum í lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur. Samkvæmt bifreiðalögum tilkynnist hér mað bif- reiðaeigendum, að skoðun fer fram frá 1. til 31. júlí þ. á., að báðum dögum meðtöldum, svo sem hér segir: Miðvikudagur 1. júlí á bifreiðum R. 1— 100 S s Fimmtudagur 2. — - 101 200 s s s Föstudagur 3. —- - 101 200 Mánudagur 6. — - 301— 400 s s s Þriðjudagur 7. — - 401 500 Miðvikudagur 8. — - 501 600 s $ s Fimmtudagur 9. — - 601 700 Föstudagur 10. i - 701 800 s s Mánudagur 13. — - 801 900 s Þriðjudagur 14. — - 901 1000 s s Miðvikudagur 15. — - 1001 1100 s Fimmtudagur 16. — - 1101 1200 s s s Föstudagur 17. — - 1201 1300 Mánudagur 20. — - 1301 1400 s s Þriðjudagur 21. — - 1401 1500 s Miðvikudagur 22. — - 1501 1600 s s Fimmtudagur 23. — - 1601 1700 s s j ls Föstudagur 24. — - 1701 1800 Mánudagur 27. — - 1801 1900 s Þriðjudagur 28. — - 1901 2000 s 'S Miðvikudagur 29. — - 2001 2100 s Fimmtudagur 30. — - 2101 2200 s ■ s Föstudagur 31. — - — 2201 og þar 1 s yfir. Enn fremur fer fram þann dag skoðun á öllum , s J8S bifreiðum, sem eru í notkun hér í bænum, en skrá- settar eru annars staðar á landinu. Ber bifreiðaeigendum að koma með bifreiðar sínar S S til bifreiðaeftirlitsins við Amtmannsstíg, og verður s skoðunin framkvæmd þar daglega frá kl. 10—12 f. h. S og frá kl. 1—6 e. h. ^ Bifreiðum þeim, sem færðar eru til skoðunar sam- $ S S kvæmt ofanrituðu, skal ekið frá Bankastræti suður Skólastræti að Amtmannsstíg og skipað þar í ein- falda röð. Við skoðunina skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram skírteini sín. Komi í ljós, að þeir hafi ekki fullgild skírteini, verða þeir tafarlaust látnir sæta ábyrgð og bifreiðarnar kyrrsettar. Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau á sama tíma, þar sem þau falla undir ii S S S S V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s \ s s s s s s \ \ skoðunina jafnt og sjálf bifreiðin. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoð- unar á réttum degi, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum. Ef bifreiðaeigandi (um- ráðamaður) getur ekki af óviðráðanlegum ástæðum fært bifreið sína til skoðunar á réttum tíma, ber hon- um að koma á skrifstofu bifreiðaeftirlitsins og tilkynna það. Tilkynningar í síma nægja ekki. Bifreiðaskatturinn, sem fellur í gjalddaga 1. júlí þ. á., skoðunargjald og iðgjöld fyrir vátrygging öku- manns, verða innheimt um leið og skoðunin fer fram. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í lagi. Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bif- reiða skulu ávallt vera vel læsileg, og er því hér með lagt fyrir þá bifreiðaeigendur (umráðamenn), sem þurfa að endurnýja númeraspjöld á bifreiðum, að gera það tafarlaust nú, áður en bifreiðaskoðunin hefst. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga' að máli, til eftirbreytni. Tollstjórinn og lögreglustjórinn í Reykjavík, 22. júní 1942. Jón Hermannsson. Agnar Kofoed-Hansen. Frambjóðendnr Alþýðnfiokfesins. Framh. af 4. síðu. Kvenfélags Alþýðuflokksins í Reykjavík 1937 og hefir átt sæti í stjórn þess sem ritari síð- an. Kosin í bæjarstjórn Reykja- víkur sem fulltrúi Alþýðuflokks ins 1938 og endurkosin 1942. Átti sæti í undirbúningsnefnd Húsmæðraskólans í Reykjavík 1940—1942. Erlendur Þorsteinsson, fram- bjóðandi Alþýðuflokksins í Eyjafjarðarsýslu, er fæddur 12. júní 1906 að Búðum, Fáskrúðs- firði. Var fulltrúi bæjarfógeta á Siglufirði 1928—1936. Skrif- stofustjóri síldarútvegsnefndar 1936—1939 og framkvæmda- stjóri hennar síðan 1939. Formaður Alþýðuflokksfélags Siglufjarðar síðan 1937. Hefir átt sæti í stjórn Alþýðuflokks- ins síðan 1938. Landkjörinn þingmaður sem varamaður Al- þýðuflokksins 1938 og síðan. Kosinn í bæjarstjórn Siglu- fjarðar 1938 og hefir átt sæti þar síðan. Kristján Sigurðsson, fram- bjóðandi Alþýðuflokksins í Eyjafjarðarsýslu, er fæddur 4. nóv. 1902 á Siglufirði. Lauk tré- smíðanámi 1922. Hefir verið verkstjóri lengst af síðan á Siglufirði, síðustu 12 árin við síldarútgerð Samvinnufélags ís- firðinga þar á staðnum. Hefir átt sæti í bæjarstjórn Siglu- fjarðar sem fulltrúi Alþýðu- flokksins síðan 1938. Ármann Halldórsson, fram- bjóðandi Alþýðuflokksins í Skagafjarðarsýslu, er fæddur 29. des. 1909 á Bíldudal. Stúd- ent á Akureyri 1931. Tók meist- arapróf í sálarfræði og uppeld- isfræði við háskólann í Osló 1936. Kennari við Kennaraskól- ann í Reykjavík 1936—1937, og aftur 1938—1941. Skólastjóri við Miðbæjarbarnaskólann í Reykjavík síðan 1941. Hefir verið formaður Menningar- og fræðslusambands alþýðu frá stofnun þess 1938. Ragnar Jóhannesson, fram- bjóðandi Alþýðuflokksins í Skagafjarðarsýslu, er fæddur 14. maí 1913 að Búðardal í Dalasýslu. Stúdent á Akureyri 1934. Lauk kandidatsprófi í norrænu við Háskóla íslands 1939. Var erindreki Alþýðu- flokksins 1940—1942. SMJAÐRIÐ FYRIR DREIF- BÝLINU Framh. af 4. síðu. býlinu“, að hvorki blöð hans né ræðumenn þora að minnast á það svo mikið sem einu orði að Reykjavík á þó að fá tvo þingmenn til viðbótar við þá sex, sem hún hefir nú, og Siglu- fjörður að verða einmennings- kjördæmi! Það er engu líkara en að Sjálfstæðisflokkurinn telji það einhvem glæp, að tek- ið sé í kjördæmaskipun lands- ins tillit til hins vaxandi mann- fjölda í bæjunum! Þó tekur alveg út yfir, þegar þetta lýðskrum Sjálfstæðis- flokksins fyrir „dreifbýlinu“ er komið á það stig, að Morgun- blaðið er, eins og það gerði í forystugrein sinni á sunnudag- inn, farið að leggja Framsókn það til lastp, að hún skuli áður fyrr hafa neyðst til þess að fallast á nokkra fjölgun þing- manna í bæjunum, samkvæmt kröfu Alþýðuflokksins! „Þann- ig“, segir Morgunblaðið, „bauð Framsókn kommúnistum upp á það 1931, að gera Siglufjörð að sérstöku kjördæmi. Og 1933 vildi Framsókn fjölga þing- mönnum í Reykjavík .... Það var Framsókn, er tók annað þingsætið af Gullbringu- og Kjósarsýslu og afhenti kaup- stað“! Ja, hvílík ósvífni, að þing- mönnum skuli áður hafa verið fjölgað,Reykjavík, að Hafnar- fjörðu®ígki;li hafa verið gerður að sérstöku kjördæmi, og að til tals skpILhafa komið^ að gera Siglufjiö^ð það einnig! Hvernig lízt Reykvíkingum á? Og hvern- ig Hafnfhðingum og Siglfirð- ingum?r/Hyor flokkurinn halda þeir aðrflpsuni reynast öruggari til að haj<la fram rétti þeirra og knýja; fram kjördæmabreyting- una, Alþýðuflokkurinn, sem aldrei hefir hikað í því máli, — eða Sjálfstæðisflokkurinn, sem ekki þorir að halda fram sjálf- sagðasta rétti bæjanna af ótta við að tapa bændafylginu í „dreif býlinu“ ? Kristján Dýrfjörð finmtupr. P IMMTUGUR varð í gær Kristján Dýrfjörð, raf- fræðingur á Siglufirði. Hann er Vestfirðingur, fæddur á ísafirði 22. júní 1892, og voru foreldrar hans þau Kristján Oddsson Dýrfjörð og Mikkalína Friðriks- dóttir. Kristján vann fram að þrí- tugsaldri hvers konar störf, bæði á landi og sjó. Þá sigldi hann til Noregs og tók þar að leggja stund á raffræði. Hefir hann undanfarin ár verið raf- fræðingur Síldarverksmiðja ríkisins. ' Dýrfjörð er fyrir margra hluta sakir merkur maður og hefir tekið virkan þátt í félagslífi bæði á Siglufirði og ísafirði. Mikinn áhuga hefir Kristján á Góðtemplarareglunni og hefir hann verið meðlimur stúkunn- ar Mjallhvít frá 7 ára aldri. Hann hefir einnig mjög mikinn áhuga á verkalýðshreyfingunni. Tók hann þátt í viðleitni Ólafs Ólafssonar til þess að stofna verkalýðsfélag, sem mistókst. Síðar var hann einn helzti stofnandi verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði 1. apríl 1916 og var kosinn varaformaður þess. Sat Kristján í stjórn Bald- urs, þar til hann flutti frá ísa- firði. Kristján kom frá námi 1923 og fór þá til Siglufjarðar. Hefir hann átt þar heima síðan og tekið virkan þátt í allri félags- starfsemi. Var hann m. a. einn af stofnendum gamla Jafnaðar- mannafélagsins. Hann hefir verið bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins og auk þess setið í mörgum nefndum fyrir flokk- inn. Dýrfjörð var einn fyrstur manna að sjá nauðsyn þess, að Þriðjudagur 23. júní 1942. Benóaý Benediktsson finmtngnr. Benóný benediktsson yfirvélstjóri á Siglufirði varð fimmtugur síðastliðinn sunnudag, 21. júní. Fæddist hann í Skjaldarvík í Eyjafirði og voru foreldrar hans þau Benedikt Davíðsson og Snjó- laug Jónsdóttir. Benóný stundaði framan af sjómennsku, fyrst á fiskiskútu, en endaði á gufuskipi. Var hann alla tíð vélstjóri. Árið 1918 vann Benóný að uppsetningu véla í síldarverk- smiðjunni Gránu, og var hann síðar yfirvélstjóri þar í fjögur ár. Eftir það var hann vélstjóri við Rauðku í fjögur ár, en Siglufjarðarbær rak þá verk- smiðju. Benóný réðst til ríkis- verksmiðjanna þegar er þær tóku til starfa 1930. Fyrst vann hann við niðursetningu véla, en hefir síðan verið yfirvélstjóri verksmiðjanna allra. í þessu yf- irgripsmikla starfi hefir Benóný unnið sér vaxandi vinsældir og traust allra. Benóný kvæntist árið 1918 Solveigu Þorkelsdóttur, systur Jóhanns Þorkelssonar, héraðs- læknis á Akureyri, Valgarðs skipstjóra í Keflavík, Þorláks og JónS skipstjóra á Siglufirði og þeirra bræðra. Eignuðust þau hjón fimm mannvænleg börn og eru þau öll á lífi. Benóný er þéttur maður á velli og þéttur í lund, fámáll að jafnaði og vill sem minnst láta hafa eftir sér, allra hluta sízt um sjálfan sig. Hann viður- kennir þó, að snemma hafi hug- ur hans beinzt að vélgæzlu- starfi. Benóný er frekar hlé- drægur og hefir því minna komið við opinber mál en efni standa til. Þó tók hann þegar í upphafi þátt í starfi alþýðu- hreyfingarinnar og hefir alla tíð verið óhvikull fylgismaður Alþýðuflokksins. Hann var eitt ár formaður verkalýðsfé- lagsins á Siglufirði og hefir undanfarin ár setið sem fulltrúi Alþýðuflokksins í ýmsum nefndum bæjarstjórnarinnar. Benóný hefir sökkt sér niður í hið umfangsmikla starf sitt, sem eykst með hverju árinu, sem líður, því að vélum fjölgar í verksmiðjunum. Hefir hann rækt starfið að allra dómi með hinni mestu prýði. Revyan 1942, Nú er það svart maður, verður sýnd í kvöld. komið væri á fót vinnumiðlun- arskrifstofu og stjórnaði hann henni á Siglufirði á vegum verkalýðsfélagsins í mörg ár. Dýrfjörð kvæntist árið 1927 Þorfinnu Sigfúsdóttur, sem er þekkt kona fyrir þátttöku í fé- lagsstarfi kvenna á Siglufirði, og hefir m. a. veitt sjómanna- stofu stúkunnar Framsókn for- stöðu. Þau hjónin eignuðust fimm börn, en aðeins þrír drengir eru' nú lifandi af þeim. Dýrfjörð er maður fölskva- laus og einlægur. Hefir hann unnið vel að hugðarefnum sín- um. Hann er mjög vinsæll, vill einskis manns fjandskap ávinna sér.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.