Alþýðublaðið - 24.06.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.06.1942, Blaðsíða 2
Æ^LdlM^£iM Eignaskattur ThorsQðl- skyldunnar hefir lækk- að um meira en helming! Vm SAMANBURÐ á útsvarsskrá Reykjavíkur nú og í fyrra kemur í ljós, að eignaskattur Thorsfjölskyld- unnar hefir tekið einkennilegum breytingum á þessu ema ari. f fyrra vor nam samanlagður eignaskattur allra eii^- staklinga Thorsf jölskyldunnar 26 150 krónum, en nú er þessi upphæð komin niður í 12 804 krónur! Hefir eignaskáttur Thorsfjölskyldunnar því lækkað um meira en helming síð- an í f yrrá Nú skyldu menn ætla af þessu, að eignir ThorsfJQl-* skyldunnar hljóti að hafa dregist meira en lítið saman á þessu eina ári. En nei, ástæðan er önnur: Eitt af þeim á- kvæðum, sem Ólafur Thors fékk með hrossakaupum sínum við Framsókn tekin inn í skattalögin við breytingarnar á þeim í vetur, hefir haft þessi furðulegu áhrif, að eigna- skattur Kvöldúlfsf jölskyldunnar hefir lækkað um meira en. helming, þó að eignir henna hafi áreiðanlega farið drjúgum vaxandi. Þetta ákvæði er þannig, að hlutabréf megi ekki metá til eignaskatts nema samkvæmt nafnverði, hvérsu hátt, sém þau eru stigin í verði! Það er forsjáll maður fyrir sig og f jölskyldu sína, Ólafur Thors. Fyrirlesfrar um f relsís bapáttu NTopðmannaé Prófessor Jakob S. Worm-Muller flyt- ur þá sumpart fyrir Norðmenn hér, en sumpart á vegum háskólans. ÉG fæ ekki dulið gleði mína yfir því að vera kom inn til íslands, en þó finnst mér ég vera kominn hingað 30 árum of seint, því að það var óskadraumur minn á námsárum mínum að sjá Island, og ég veit, að ekki er eins gott að sjá Noreg frá nokkru landi og Islandi." Þetta sagði Jakob S. Worm- Múller við blaðamenn, þegar hann bauð þeim til sín í húsa- kynni Norðmanna við Hverfis- götu á hádegi í gær. Prófessor Worm-Múller er ó- venjulega karlrnannlegur mað-, ur, hár og þrekinn, svipmikill og gáfulegur og iðar af fjöri, þegar hann fer að tala. — Og hvert er nú erindi yðar hingað annað en.það að kynna yður land og þjóð? „Ég hefi hugsað mér að halda hér fyrirlestra um hina örlaga- ríku frelsisbaráttu norsku þjóð- arinnar, þá sem nú stendur yfir. Ég veit, að íslendingar hafa á- huga á þeirri baráttu. Ég dvald- ist í Noregi til haustsins 1940, að ég komst til Englands, og fylgdist vel með því, sem gerð- ist frá því að norski herinn gaf upp vörnina ura vorið og þang- að til' Quislingsstjórnin tók við völdum 25> sept 1940. En margt af rþvíier- aðeins fáum;rnönnum áttu Norðmanna hefi ég m. a.; hugsað mérW gefa' allræMeg skil í fyrirlestrum mrnftm^f þVí sambandi mun ég taka til með- ferðar hið hvimleiða fyrirbrigði Quisling og gera grein fyrir honum." — Hvenær verða fyrirlestr- arnir haldnir? , „Tíminn er ekki enn að fullu ákveðinn, en þeir fyfirlestrar, sem ég held hér, verða ýmist f luttir á vegum Norðmanna hér á landi eða vegum Háskóla ís- lands." — Hvað segið þér um horf- urnar í baráttu Norðmanna? „Allir Norðmenn, að undan- teknum . Quislingunum, hvar sem þeir eru í heiminum, trúa á fulinaðarsigur Norðmanna og hinna lýðræðisþjóðanna, þó að við mikla erfiðleika sé enn að etja. Ég trúi því, að hin norska þjóð eigi eftir að rísa upp und- an oki nazismans glæsilegri og frjálsari en nokkru sinni' fyrr. Stríðið hefir fært okkur Norð- mönnum þungar raunir, en „fátt er svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott". Ekkert hefir bettlr sýnt en þessi harða barátta, yfir hve miklum kjarki og þrótti norska þjóðin býr. Ekker^ hefir glætt eins vel hetjulund og fórnarlund Nórð- manna og þrælatök nazist- anna." ' ' \' ' ¦''""" ''¦ "¦"¦ ' Ög pfóféssbf Worm-Muller Kánh- frá mörgu'að áégja. ^ið hlústum hugf ángnir, því að jafnvel þótt hahn ségi fráhin- úfn hfæðilegustu atb'ufðuni ér ;'"';' lii vFrh.;'a kf 'sím. \ Hættulegt framferði; Brezkir bermenn vinna m afgreiðslnstðrf hjá Efmskip! .'¦'.. WBW«------- ? 'i' .' ;.'--------n . . Deilan breiðist út: Verkamenn hjá Ríkisskip mæta ekki til vinnu sinnar. --------------*_—_— • *¦ "D REZKIR HERMENN vinna nú verk hjá Eimskipafé- •*¦-' lagi íslands, sem íslenzkir verkamenn hafa gengið frá vegna ósamkomulags við félagið. Þeir skipa nú upp og afgreíða í vörugeynlsluhús Eimskipa- félagsins vörum, sem íslenzkir innflytjendur eiga. Verkamannafélagið Dags- brún vakti athygli utanríkis- málaráðherra á þessu í gær með eftiríarandi bréfi: „í gær og í dag vinna brezkir hermenn að uppskipun á vörum til íslenzkra viðtakenda úr skipum, sem Eimskipafélag ís- lands hefir til afgreiðslu í Reykjavík. í gær voru vörurn- ar aðeins settar á hafnarbakk- ann, en í dag opnaði Eimskipa- félag íslands vöru'geymslur sín- ar í Hafnarhúsinu fyrir vörun- um- og nú vinna brezkir her- menn að móttöku þeirra í vöru- geymslum Eimskipafélags ís- lands. Stjórn Verkamannafé- lagsins „Dagsbrún" telur, að til alvarlegra árekstra kunni að draga milli verkamanna og at- vinnurekenda, ef erlendir her- menn vinna verkamannavinnu hjá íslenzkum fyrirtækjum eða við framkvæmdir, sem ein- göngu snerta íslenzka ríkisborg* ara. Enn fremur álítur stjórn- in, að sambúð setuliðsins og ís- lendinga kunni stórlega að versna við slíkar aðgerðir. Vér leyfum oss því að til- kynna yður þetta, svo að þér getið gert yðar til að afstýra frekari vandræðum. Afrit af þessu bréfi er sent stjórn Eimskipafélags íslands." Forstjóri Eimskipafélagsins skýrði blaði frá því í gær, að hann biði eftir aðgerðum ríkis- stjórnarinnár í deilu félagsins við verkamenn. Samkvæmt því virðist Eimskip hafa beðið um aðstoð ríkisstjórnárinnar. Engir verkamenn mættu til vinnu hjá Skipaútgerð ríkisins í gærmorgun. Munu verkamennirnir hafa gert kröfur um að fyrir hvern byrjaðan vinnudag greiðist full daglaun, og auk þesAs til uppbót- ar lVá klukkustund með eftir- vinnukaupi. Að ef tirvinna verkamanna hjá Skipaútgerð ríkisins reikn- ist frá kl. 6 til kl. 8 síðdegis og greiðist með kr. 4,30 á klukku- tíma að viðbættri dýrtíðarupp- bót,- f ...... ' ' Hér er það hinn illi andi gerðardómslaganna, sem veldur árekstrum. Verkamönnum er meinað að bæta kjör sín á venjulegan hátt — og nú fara þeir hina einu leið, sem þeim er skilin eftir. Það getur vel verið áð déila niegi um kröfur þeirra í einstökum atriðum — en -vefkámönnum; hefir omeð ikúg-* unarlögunum -verið sýnd slík ösvífnií áð énginíúrða er þött þWif láti hartiimæta foörðu;. í Hyíidarbeimili her- manoa í Mlðbœjar- bamaskólaoom. AMERÍKSKI Rauði krossinn hefir komið upp skemmti- og hvíldarheimili í Miðbæjar- barnaskólanum og geta her- menn og sjómenn, sem koma til bæjarins eða dveljast hér, farið þangað til þess að hvíla sig, lesa eðaskrifabréf, hlusta á útvarp,, leika á hljóðfæri, leika borð- tennis eða billiard. Heimili þetta er í sjö stofum á neðri hæð hússins. Hafa þær verið búnar hinum beztu hús- gögnum, svo þar er mjög vist- legt. Um miðjan daginn er veitt kaffi ókeypis fyrir hermennina. Staður þessi er þegar orðinn fjolsöttur og má þar sjá her- og sjómenn sitja að töflum, lesa eða skrifa bréf heim til sín, leika á ýms hljóðfæri, teikna myndir á töflurnar, leika borð- tennis og billiard o. s. frv. —-¦ Stundum kemur það fyrir, að hermenn sofna í hægindastól- unum og þá segjast forstöðu- kðnurnar vera ánægðar, því að þá vita þær, að þeim líður vel. Það ætti að vera okkur ís- lendingum gleðiefni, ékki síður en hermönnunum sjálfum, er slíkar stofnanir komast upp, því að því meira, sem þeir geta gert sér til dægrastyttingar, því minni líkur til þess að vandræði hljótist af sambúðinni. Að vísu getur þetta húsnæði aðeins verið til bráðabirgða, en vonandi tekst Rauða krossinum að finna annað húsnæði fyrir haustið, þegar skólinn verður rýmdur. TélstlörafMagifl kýs prjí heiðnrsfélaga. ADAIvFUNDUR Vélstjóra- félags íslands var haldinn 19. þ. m. Á fundinum voru kosnir þrír heiðursfélagar. Vélstjórarnir: Guðbjartur Guðbjartss., Sigur- jón Kristjánsson og Ólafur Jóns son.Þéssir þrír'me'nn'. erú elstu núlifandi vélstjórar á landinu ög hafa þeir staffað síðan um aldamót að yélstjórn. I stjórn Vélstjórafélagsins vóru kbshir: Hállgfífnur Jóhs- ,•,-, m - , v- : (Erh.-á 7,: síðuí-) Frambjóðandinn lel hæsta út- mfá er í kjori fyrir kommúflista! FRAMBJÓÐANDI KOMMÚNISTA á ísafirði hefir hæsta út- svarið af öllum frambjóð- endum við í hönd farandi kosningar. Það er Sigurður Thoroddsen verkfræðingur. Útsvar hans hér í Reykja- vík er 35 000 krónur! En auk þess hefir hann 21 940 krónur í tekju- og eigna- skatt og 7100 krónur í stríðsgróðaskatt, — samtals 64 040 krónur í útsvar, tekju-, eigna- og stríðs- gróðaskatt. Það er fínn kommúnista- frambjóðandi! Knattsoyrnumétin: Fyrstaflokksmótift hefst 30. þ. m, ffleistaraflokksmótii 6. ápst og Walt- erskeppnio 6. sept NÚ ER BÚIÐ að ákveða hvenær knattspyrnu- mótin (íslandsmótið stendur nú yfir) verða haldin. — Reykjavíkurmót 1. flokks hefst 30. þessa mánaðar, — Reykjavíkurmót meistara- flokks hefst 6. ágúst og: Walterskeppnin hefst 6. sept- ember. í Reykjavíkurmóti 1. flokks verða kappleikirnir í þessafi röð: Fram—K.R.: Dómari: Sighv. Jónsson. Valur — Víkingur: Dómari: Friðþj. Thorsteinssom Fram—Valur: Dómari: Haukur Óskarsson. Fram — Víkingurr Dómari: Guðmundur Sigurðs- sonj K.R.—Valur: Dómari: Árni M. Jónsson. K.R.—Víkingur: Dómari: Jóhannes Bergsteins- son. í Reykjavíkurmóti meistara- flokks verður röðin þes^i: Fram—Víkingur: Dómari Sig- urjón Jónsson. Varad. Þorst. Einarsson. Fram—K.R. Dómari: Guðm. Sigurðsson. Varad. Bald- ur Möller. Fram—Valur: Dóm- ari: Baldur Möller. Varad. Þofsteinn Einarsson. Víkingur —Valur: .Dómari: Þráinn Sig- urðsson. Varad. Sigurjón Jóns- son. Víkingur—K.R. Dómari: Jóhannes Bergsteinsson. Varad. Guðmundur Sigurðsson. Valur —K.R. Dómari: Guðjón Einars- son. Varad. Baldur Möller. Og í . Waltherskeppni yerða fyrstu tveir 161^™^-" þessir: Fram—^Valur: Dómari: Sig- hvatur Jónsson. Varad. Sigurj. Jónsson. Víkingur-—K.R. Dóm- ari; ,Þráinn Sigurðsson. Varád. Friðþj. Thorsteinsson. , . ,,-.,,-, ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.