Alþýðublaðið - 24.06.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.06.1942, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ MiSvikudagur 24. júni 1942» JÓNAS ST. LÚÐVÍKSSON: Ctgefaadl: Alþýðuflofckurinn Bitstjóri: Stefán PJetursson Ritstjórn og afgreiðsla i Al- þýðuhosinu við Hverfisgötu Sfmar ritstjémar: 4901 og 4902 Simar afgreiöslu: 4900 og 4906 Verð i lausasðlu 25 aura. Alþýðuprentsmlðjan h. f. Útsvörin. MENN setur hljóða við það svívirðilega óréttlæti, sem niðurjöfnun útsvaranna í Reykjavík í ár ber vott um. En þarna hafa íbúar höfuðstaðar- ins afleiðingarnar af makki Ólafs Thors við Framsóknar- höfðingjána um skattamálin á þingi í vetur. Og þarna hafa þeir útkomuna af því, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefir nú í fyrsta sinn hreinan meirihluta í niðurjöfnunarnefneL Það er ekki svo að skilja, að það sé í fyrsta sinn, sem fjöl- skyldufyrirtæki Ólafs Thors og öðrum stórgróðafyrirtækj- um er ívilnað um skatt og út- svarsgreiðslur á kostnað al- mennings í Reykjavík. í fyrra- vor tóku Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn höndum sam an' í niðurjöfnunarnefnd um það að hlífa Kveldúlfi við því útsvari, sem honum bar að greiða í samanburði við aðra gjaldendur bæjarins. Fyrir það fékk Kveldúlfur þá ekki nema 730 þúsund króna út- Svar, þó að hann hefði átt að greiða 2 milljónir. Og fyrir það varð allur almenningur í Reykjavík að greiða um 25% hærra útsvar en ástæða var til. En þrátt fyrir það lækkaði skattur og útsvar almennings hér í höfuðstaðnum í fyrra mjög verulega. Það hafði Al- þýðuflokkurinn tryggt með þeim áhrifum, sem hann hafði á endurskoðun skattalaganna í fyrravetur. Hann leit svo á, að nú væri tími til að létta of- urlítið skattabyrðina á al- menningi, sem allt of há gjöld hafði orðið að greiða á árum erfiðleikanna og atvinnuleysis- ins. Og þetta tókst, þrátt fyrir állt að tryggja í fyrravor, fyrir viturlegar tillögur Alþýðu- flokksins, sem þá höfðu náð fram að ganga við endurskoð- un skattalaganna. En nú voru það Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn einir, sem í vetur réðu hinum nýju breytingum á skattalögunum. Um þær var samið á bak við tjöldin af Ól- afi Thors og Framsóknarhöfð- ingjunum. Og samtímis var Sjálfstæðisflokknum með lög- um tryggður hreinn meirihluti í niðurjöfnunarnefnd. Það vantaði ekki, að þeir Ól- afur Thors og Eysteinn Jónsson töluðu nógu gleiðgosalega um það í útvarpið eftir nýjárið, — þegar þeir voru að reyna að réttlæta kúgunarlögin gegn launastéttunum, að nú skyldi stríðsgróðinn skattlagður. En samtímis því, sem stríðsgróða- Alpjðan og alíingiskosningarnar. KQSNINGARNAR til alþing is 5. júlí verða með nokkuð öðrum hætti en verið hefir, þar sem nú verður m. a. kosið beint um það, hvort viðhalda eigi enn þeirri ranglátu kjördæmaskip- un, sem ríkt hefir hér á landi, j og gert hefir þegnana misjafn- lega réttháa í þjóðféiaginu, eða hvort stíga eigi skref í þá átt að auka lýðræðið í landinu. En við þessar kosningar er það nauðsynlegt að hver ein- asti maður og kona íhugi málefnin nákvæmlega og geri sér ,f ulla grein fyrir því hver af- staða flokka þeirra, sem nu ] bjóða fram menn til þings, hefir verið til þessara mála, svo og annarra þeirra mála sem miða í áttina til aukins lýðræðis og hagsbóta fyrir alþýðuna í land- inu. Við skulum nú athuga það lítillega hér. Frá því að Alþýðuflokkurinn fyrst eignaðist þingf ulltrúa haf a þeir jafnan barizt fyrir auknum mannréttindum og hagsbótum fyrir alþýðu þessa lands. Það hefir verið unnið að því bæði utan þings og innan að stinga á ýmsum þeim göllum, sem verið hafa hér á, og allverulega hefir unnizt á til bóta, þó að enn sé all langt í örugga höfn. Hvað eftir annað fluttu þingmenn Al- þýðuf lokksins kröf ur um það að kosningarétturinn yrði færður niðu í 21 árf kröfur um endur- bætur á kjöfdæmaskipuninni, kröfur um það að vettur sveita- styrkur valdi ekki réttinda missi o. s. frv. Sjálfstæðisflokkurinn, sem Ólafur Thors sagði að teldi sig „aðahnálsvara lýðræðis og þing ræðishér á landi", barðist jafn- an heiftuglega gegn öllum um- bótmálum, þó að hann nú, þeg- ar hann treystir sér ekki leng- ur til að vera í opinberi and- stöðu við „réttlætismálið",reyni að skreyta sig með því. Það er rétt að minna hér á, hvernig íhaldið tók undir þessar kröf- ur á alþingi 1927. Jón Þorláks- son sagði: „Það er farið fram á að fella burt það skilyrði fyrir kosninga réttinum, að menn séu ekki í skuld fyrir þeginn sveitastyrk, og einnig aldurstakmarkið fært niður í 21 ár. Mér sýnist ekki rétt að fara að breyta þessu". Og hann telur ekki rétt að veita ungum mönnum og konum „um ráð yfir málefnum þjóðarinn- ar". Og enn sér hann ekki held- ur „ástæðu til þess að lækka aldurstakmark landkjörkjós- enda úr 35 árum niður í 30 ár--------". „Ég tel rétt að hálda svo lengi sem unnt er í aðalatriðum þeirri kjördæmaskipun, sem nú er í landinu". Og árið 1930 segir hann enn- fremur: „það er allhörð krafa þetta, að kjördæmaskipunin skuli tryggja kjósendum jafn- an rctt, hvar sem þeir búa". Og hann segist ekki geta „fall- ist á að greiða þeirri tillögu at- kvæði". Jón Þorláksson talaði í nafni Sjálfstæðisflokksins og túlkaði skoðanir hans, enda er það eðli íhaldsins að misjafna rétt manna á hvaða sviði sem er. Framsóknarf lokkurinn vill að sjálfsögðu viðhalda því rang- læti sem nú er, enda er það að vonum frá þeirra sjónarmiði, því að þeirra pólitíska tilvera hefir byggzt á því, að lýðræðið væri sem minnst í landinu, :þ. e. a. s. að kjósendur við sjóinn, sem eru sízt færri, hafi helm- ingi eða meira en helmingi minni réttindi. Þeir berjast því méð oddi og egg gegn öllum leið réttingum á kjördæmaskipun- inni og nota m. a. þá fásinnu að vopni að verið sé að draga á- hrifavald sveitanna út úr hönd- um þeirra. Kommúnistar þykjast vera meðmæltir þessum breyting- um, en það er nú jafnan svo \ með þá, að þeir þykjast fylgja skatturhm var hækkaður að nafninu til, var bara sett inn í skattalögin annað ákvæði, sem bannaði bæjarfélögunum að leggja útsvar á nokkrar tekjur umfram 200 þúsund krónur! Þannig voru öll loforðin um skattlagningu stríðsgróðans raunverulega svikin, það,. sem stríðsgróðafyrirtækin greiddu í auknum stríðsgíóðaskatti, tekið aftur með því að skjóta þeim undan útsvari, og allri útsvara- hækkuninni og miklu meira til skellt yfir á almenning! Útkomuna geta menn nú séð: Útsvörin á öllum almenn- ingi í Reykjavík eru hækkuð um allt áð 100%, en útsvar KveldúKs lækkað úr 730 þús- undum niður í 95 þúsundir! Og þótt stríðsgróðaskatturinn hafi verið hækkaður, nemur sú hækkun ekki meifu en þyí, að samanlagðar skatt- og útsvars- greiðslur Kveldúlfs eru, svo til alveg þær sömu nú og í fyrra! Sem sagt: Kvéldúlfur greiðir samtals það sama og í fyrra, en verkamenn, sjómenn, iðn- aðarmenn, skrifstofufólk, — launastéttirnar yfirleitt — tvö- falt útsvar á við það, sem þær urðu að greiða í fyrra! Þannig eru Reykvíkingar rúnir til þess að fjölskyldufyr- irtæki Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, og önnur stríðsgróðafyrirtæki Sjálfstæð- ismanna, geti haldið áfram að græða. Og til þess að tryggja það, er skriðið fyrir Framsókn- arhöfðingjunum og bandalag gert við þá, ýmist leynt eða ljóst. Það er ekki að furða, þó að Ólafi Thors sé brátt að kom- ast aftur í flatsængina hjá Framsókn, eins og orð hans á fundinum í Keflavík bera vott um. En Reykvíkingar eru búnir að fá nóg af svikum Kveldúlfs- flokksins og samvinnu hans við Framsókn. Þeir munu áreiðan- lega minnast niðurjöfnunar- j innar í ár við ' kjörborðið, 5. j júlí og nota tækifærið til að ' kvitta fyrir hana. öllum þeim málum, sem þeir haldia að þeir geti grætt á. Þeirra fylgi er lítils virði í þessu máli sem öðrum, enda eru þeir aldrei teknir alvarlega. En það eru fleiri mál en þetta, sem vert er að minnast á í þessu sambandi. Þegar Jón Baldvinsson flutti árið 1921 frumvarp um hvíldartíma há- seta á togurum sá Jón Þorláks- son ekki „ástæðu til að greiða þessu frumvarpi atkvæði til 2. umræðu", -— en þá þykir máh. gerð sérstök háðung. Pétur Otte sen sagði:„Það er allsengin þörf á að setja lög um þetta efni" og að hvíldatíminn myndi „óhjá- kvæmilega draga úr aflabrögð- um hér við land". Síðan segir sveitabóndinn P. O. „ég berst hér fyrir góðum og heilbrigð- um málstað". Áið 1929 sagði Ólafur Thors um frumvarpið um verkamánna bústaði að „niðurstaðan af slíkri löggjöf yrði almenningi til skaða" og „béint skaðleg". Magnús Jónsson atvinnumála- ráðherra telur „mest um vert að hægt sé að byggja ódýrt. En ég held, að bezta ráðið að því marki sé að gera engar ráð- stafanir". Og árið 1930 segir þessi sami Magnús Jónsson úm frumvarpið um ríkisútgáfu. námsbóka: „Það sem mér líkar verst við þetta frumvarp er það, að með því á að taka ágóðann af' atvinnu fárra manna, til þarfa fjöldans". Og um þingsályktunartillög- una um alþýðutryggingar árið> 1930 segir hann ennfremur, a& þar sé „tekið stórfé af atvinnu- fyrirtækjum", og að hann. „muni greiða atkvæði á mótl þessari tUlögu". Það verður nú að miklu leyti,. eins og að undanförnu, kosið- um stef nu þess f lokks og þeirra manna, sem hafa skoðanir eins og hér að framan hefir verið- lýst, annarsvegar, og stefnit Alþýðuflokksins þ. e. a. s. hug- sjónir alþýðunnar í landinu,, hinsvegar, sem sagt, milli. stefnu íhaldsins og stefnu Al- þýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn hefir bar- izt fjnrir öllum umbótamálum alþýðunnar, og það sem áunn- izt hefir, hefir áunnizt fyrir baráttu hans. Hann kom á lög- unum um verkamannabústaði, 21 árs kosningarétti, togara- vökulögum, vinnumiðlunarskrif" stofunum, hátekjuskattinum, leiðréttingu á kjördæmaskipun inni, skipulagningu á afurða- söluna, alþýðutryggingunum,. lögum um nýbýli og samvinnu- byggðir, fræðslulögunum og f ramfærslulögunum, ríkisút- gáfu skólabóka, o. m. fl.. Gegn öllum frámfaramálum. Frh. á 6. síðu. JétfCbð n v. TÍMINN segir það nú um- búðalítið, að Ólafur Thors hafi lofað Framsóknarhöfðingj unum því, að kjördæmamálinu skyldi ekki verða hreyft á þing- inu í vetur eða vor. Tíminn seg- ir um þetta í forystugrein sinni á sunnudaginn: „Kjördæmatareytirigin er Sjálf- stæðismönnum sannkallað girnd- arráð.....Þeir svífast þess ekki að ganga á gerða samninga eins og glöggt kom fram í þeirri yfir- lýsingu Ólafs Thors, „að Fram- sóknarflokkurinn hefði haft á- stæðu til að ætla, að kjördæma- málið yrði ekki tekið upp á þessu þingi." Og þessi ástæða getur naumast hafa verið annað en hans eigin orð, eða samningar við ráð- herra Sjálfstæðisflokksins í ríkis- stjórn." Það skyldi þó ekki eiga eftir að koma upp úr dúrnum, að Ólafur Thors hafi tryggt sér stuðning Framsóknar til þess að skjóta Kveldúlfi undan út- svari á kostnað almennings í Reykjavík meðal annars með því að lofa henni, að réttlætis- málinu skyldi ekki hreyft á þessu ári? * Tíminn reynir þrátt fyrir allt enn að tala um fyrir Sjálfstæð- isflokknum, vara hann við kjör- dæmabreytingunni og hvetja hann til áframhaldandi sam- vinnu á móti hinum róttækari flokkum. Þannig skrifaði Gunn- ar bóndi í Grænumýrar- tungu í Tímann fyrir helgina: „Ef til vill kunna sumir sjálf- stæðiskjósendur að álíta, að: þeirra stefnumál verði meiru ráð- andi eftir en áður, ef þetta nær fram að ganga. En þá gæta þeir þ'ess ekki, að Framsóknarmenn. standa þeirri þó næst að skoðun- um, og eigi þeir svo framvegis samstarf um stjórnarfar yið verka- lýðsflokka landsins, verður aðstað- an óhjákvæmilega veikari til að stilla í hóf kröfum hinna róttæk- ari flokka." Jú, þeir eru farnir að finna til skyldleikans við íhaldiðr Framsóknarmennirnir. Ótti Sjálfstæðisflokksins við Þjóðólfslistann fer vaxandi með degi hverjum. Rétt fyrir helgina sagði Morgunblaðið: „Það er því næsta broslegt, ef ekki annað verra, þegar menn rísa upp og' predika mönnum þá pólitísku heilbrigðisráðstöfun, að svíkja og kljúfa flokka, eins og t. di ¦•.... .'. hinir svonefndu Þjóð- ólfsmenn gera nú hér í Reykjavík. •— Það á að mynda eitthvert afl, sem er „ofar öllum flokkum," þ. e. hreina skýjaborg og óskapnað, „hristing" úr öllum flokkum, sem endar í nýrri flokksgorkúlu, og áður en varir í heilu gorkúlusafni. Hér er merki upplausnarinnar, byrjunin á endinum, ef kjósend- ur hafa ekki vit fyrir þessum flugumönnum, og neita þeim alger- lega um fylgi." Já, hér eru vissulega „merki upplausnarinnar, byrjunin á endinum" — á Sjálfstæðis- flokknum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.