Alþýðublaðið - 24.06.1942, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 24.06.1942, Qupperneq 5
Miðvikudagur 24. júní 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ & Verða pað pýzku konurn- ar, sem steypa Hitler? Þær áttu enikiran þátt I að hefja hann til valda« EFTIRFABANDI grein, Jþar sem skýrt er frá því, hvern þátt konurnar á Þýzkalandi eiga í því að viðhalda trúnni á Hitler meðal Þjóðverja, er eftir Ernst Klein. í grein- inni lætur höfundurinn ennfremur í ljós, að ef til vill verði það konurnar, sem steypi Hitler. | . AÐ er alveg óhætt að full- j * yrða, að Hitler hefði aldrei komizt til valda á Þýzkalandi, ef þýzku konumar hefðu ver- ið honum mótsnúnar. Þær voru miklu æstari í hrifningu sinni á honum en karlmennirnir. Það var miklu auðveldara að æsa eftirstríðskonurnar á Þýzka- landi gegn Gyðingum en karl- mennina. Ef til vill er hægt að finna skýringu á því fyrirbrigði í skapferli þýzku konunnar. Hún er harðgerð og stolt, ef til vill dálítið grófgerð og grimm og uppreisnargjörn. Langt aft- ur í germanskri goðfræði birt- ist þetta skapferli konunnar. Gyðjur Olympstinds voru yndis legar verur, en ásynjur Valhall ar gátu barizt, brugðið sé á hest bak og drukkið eins og karl- menn. Gertnanir dáðu hina mjaðmamiklu, vöðvastæltu val kyrju, Brynhildi. Á hinum stormblásnu svæð- um við Norðuríyóinn bjuggu menn, sem þekktu lítið til nátt- úrufegurðar, sólskins og hlýju. Þegar hinir fyrstu Germanir komu út úr dimmum skógunum og inn í fegurð suðrænnar ver- aldar, voru rómversku hermenn irnir jafnvel hræddari.við kon- urnar en karlmennina. Þær stóðu með börnin í fanginu og ráku menn sína fram til orrustu með hræðilegum öskrum. Ef mennirnir féllu og biðu ósigur, drápu þær fyrst börnin, en því næst sig sjálfar, til þess að falla ekki í hendurnar á óvin- unum. Bíllinn, tálsíminn, flug- véli‘n,i hárbylgjiV og varalit- ur hafa ekki breytt skaphöfn þýzkra kvenna að miklum mun. Satt er það, að hetjudýrkun er ekki einungis til meðal þýzkra kvenna. Aðdáim þýzkra kvenna á Hitler á vafalaust rót sína að rekja til samskonar dul- úðar og dýrkun miðaldakvenn- anna á Jesú Kristi. Hitler var Messías, sendur af forsjóninni til þess að leiða þýzku þjóðina til sigurs og frægðar. Konur líta alltaf persónulega á málin og eru móttækilegri fyrir pre- dikarann en boðskapinn. * Að kvöldi hins 30. janúar 1933 gengu þrjátíu þúsund S. A.-menn með logandi blys eftir Unter den Linden og Wilhelm- strasse í sigurgöngu heim til Hitlers, sem Hindenburg gamli marskálkur hafði gert að kansl- ara þá um morguninn. Hundruð þúsunda áhorfenda voru á göt- unum, sem æptu sig hása. Villt- astar af öllum voru konurnar. Þær höfðu troðið sér hópum saman upp að gluggum kanzl- arabústaðarins og veifuðu naz- istafánum og vasaklútum. Marg ar þeirra höfðu komið með börn sín með sér. Þær lyftu þeim upp og sögðu, þegar hin dýrlega á- sjóna ,,foringjans“ kom í ljós: — Hortfið á hann! Horfið á hann! Að vísu var óhætt að segja, að milljónir kvenna á Þýzka- landi hafi ekki dáðst að Hitler í annarri eins blindu og þessar konur. Til voru margar konur, sem áttu gyðinga að kunningj- um og vinum og földu þá og stofnuðu lífi sínu í hættu. Einn ig voru til margar þýzkar mæð- ur, sem höfðu nægilegt siðferð- isþrek til þess að neita að senda börn sín í félagssskap Hitlers- æskunnar eða í Bund Deutsch- er Mádel (Bandalag þýzkra kvenna). En þessar hugrökku, þýzku konur fengu líka að vita, hvað það kostaði að snúast gegn nazistunum. Nazistamir vissu, ’hvernig þeir áttu að haga sér við þær konur, sem áriæddu að sýna þeim andúð og fyrirlitningu. Það voru fljótlega bygðar fanga búðir fyrir konur, og þar var þeim misþyrmt á allan hugsan- legan hátt. * Nazismi Hitlers snerist frá því fyrsta gegn konunum. Naz- Anglýslng um hámarksverð. Dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum hefir samkvæmt heimild í lögum 29./maí 1942 ákveðið að setja eftirfarandi hámarksverð: Harðfiskur óbarinn cif. Reykjavík kr. 4,50 pr. kg. í heildsölu barinn, ólpakkaður — 5,65 >— — í smásölu ------- ------- — 6,70 — — Reykjavík, 23. júní 1942. x Dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum. istamir afnámu fljótlega allt það jafnrétti, sem þeim hafði verið tryggt af Weimerlýðveld- inu. Árið 1930, þegar síðustu lög legar kosningar fóru fram til ríkisþingsins voru 37 konur kosnar á þing, en alls var þing- ið skipað 577 þingmönnum. Eng in kona á sæti í ríkisþingi Hitlers, og engin kona fær að hafa opinbera stöðu. í ræðu, sem Hitler flutti á kvenna- fundi flokksins 8. sept 1934, sagði þann þeim, hvar hann hefði ætlað þeim stað: ,,Við á- lítum ekki rétt, að konur taki þátt í opinberum málum. Við álítum að kynin eigi að byggja hvort sinn heim. Karlmennimir eiga að taka þátt í baráttunni á opinberum vettvangi, en kon- urnar að sjá um heimilin, og sérhvert barn, sem hún elur, eflir þjóðina í baráttunni fyrir tilveru sinni“. * En þegar Hitler var að búa sig undir styrjöldina, komust . nazistarnir að raun um, að þá vantaði vinnukraft. Þeir urðu að láta konur vinna bæði land búnaðarvinnu og í iðnaðinum. ’ Að vísu hafa konur verið tekn- ar til karlmannavinnu upp að vissu marki í öðrum löndum, en hvergi hafa þær verið lítil- lækkaðar bæði þjóðfélagslega og menningarlega eins og á Þýzkalandi Hitlers. Hitler hefir einnig neyðst til þess að opna háskólana aftur fyrir kvenstúdentum. Frá upp- hafi höfðu nazistar reynt að loka fyrir þeim háskólunum. Ár ið 1932, áður en Hitler kom til valda, voru 19,600 kvenstúdent ar í þýzkum háskólum. Árið 1938 voru þær ekki nema 8,995, en í júlí 1941 voru þær aftur orðnar 18,300. Hitler þarfnaðist menntaðra kvenna til ýmiskon- ar æðri starfa og jafnvel vísinda legra starfa. Smám saman hefir orðið að taka konur til opinberra starfa á Þýzkalandi. Og nú vaknar spurningin: Hafa þær gleymt þeirri lítilsvirðingu, sem naz- istarnir hafa sýnt þeim? Hafa þær gleymt orðum Hitlers? Það voru þýzku konurnar, sem komu Hitler til valda. Munu þær nú steypa honum? Menn mega ekki búast við því, að þær geri opinbera úppreisn gegn Hitler. Þær gerðu ekki opinbera uppreisn gegn keisar- anum, og dáðUst þær þó minna að honum en Hitler. Þær litu ekki á hann sem Messías, en svo er um Hitler hinsvegar og svo verður enn um hríð. Konurnar á Þýzkalandi eru ekki byltinga- gjarnar. Það eru hinsvegar frönsku konurnar. Þýzku kon' unar eru þröngsýnar og eiga örðugt með að skilja aðrar þjóð- ir. Og Hitler hefir tekizt ágæt- lega að slá á þann strengiim og fylla þær hatri á öllu því, sem ekki er þýzkt. Einnig ber að Frh. á 6. síðu. Stúlkan heitir Miss Rogers og á heima í Palm Springs í Kaliforníu. Hún er í hvítum fötum, en útflúrið er rautt, » blátt og gult. ____________________________ Kúrekastúlkan og hesturinn. Slæna bók er kominn út. Aðgöngumiðakaup, sem vekja gremju. Hvað á að kalla revy? Tillaga Sigurðar Kristjánssonar. NÚ ER VERSTA BÓK ársins komin út — Útsvarsskráin. Allir bíða eftir henni með kvíða- vænlegri eftirvæntingu, og þegar þeir hafa litið í hana, verða flestir reiðir, en aðrir þegja um hana, fæstir eru ánægðir. EN ÞÓ AÐ útsvarsskráin hafi oft vakið gremju og reiði, þá mun aldrei önnur eins gremja hafa orð- ið yfir henni og nú, enda er það von1. í henni sjá þeir afleiðinguna af makki Ólafs Thors og Jónasar — samvinnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. EN ÞAÐ ÞÝÐIR EKKI fyrir fólk að bölsótast út í útsvarsskrána — eða þá menn, sem hafa samið hana — eða fyrirskipað að hafa hana svona. Fólk hefir gefið í- haldinu aðstöðu til þess að geta framið verk, eins og útsvars- skráin ber með sér — og það getur því engan sakað nema sjálft sig. KR. GUÐM. SKRIFAR MÉR: „í dag heyrði ég í hádegisútvarpinu, að leika ætti revyuna „Nú er það svart, maður,“ í kvöld klukkan 8. Aðgöngumiðasala kl. 2—4. Aðeins 2 eða, 3 sýningar eftir. Ég næ mér í pilt til að standa í halarófunni, til þess að reyna að klófesta fyrir mig aðgöngumiða að þessari róm- uðu revyu. Með langri bið tókst piltinum að fá miðana.“ „ÉG OG GESTUR MINN förum í spariflíkurnar, og hlökkum til að njóta góðs kvölds í leikhúsinu. Nú var um að gera að koma ekki of seint. Kl. 8 stundvíslega skyldi byrjað. En þegar við framvísum aðgöngumiðunum hjá dyraverðin- um, skeður undrið. — „Þessir mið- ar gilda ekki fyrr en annað kvöld.“ „ÉG ÞARF EKKI að lýsa því, að ég var bæði sneyptur og reið- ur. Að selja manni aðgöngumiða að leikhúsi, sem gildir einhvern- tíma síðar, án þess að neitt sé tek- ið fram um það á miðanum, né um það getið í auglýsingum, — það er vægast sagt bjáanlegt.“ „ÉG HEFI NÚ AÐ VÍSU ekki komið í leikhús, nema á Norður- löndum og í Vestur-Evrópu, en aldrei rekist þar á svo ónærgæ.tn- islegan ankannahátt. Gæti maður ekki eins eftir þessu að dæma, farið að búast við, að strætis- vagnar seldu farmiða, sem giltu eftir viku. Eða að farseðlar eim- skipafélaganna öðluðust fyrst gildi ári eftir að þeir væru keyptir.“ „SEINT ÆTLAR OKKUR fs- lendingum að takast að venja Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.