Alþýðublaðið - 24.06.1942, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 24.06.1942, Qupperneq 6
6 Árlega er haldin í Madison Square Garden í New York cirkussýning fyrir örkumla born. Hér sést sjö ára gömul blind stúlka, Esther Hussey, vera að þreifa á fíflinu í cirkusleiknum, Emmet Kelly. Hana langar til þess að vifa, hvernig hann lítur út. _________________________________________■ 1 ALÞÝDAN OG ALÞINGIS- KOSNINGARNAR Framh. af 4. síðu. hefir íhaldið ætíð staðið, og reynt að klípa utan úr þeim, allt það sem því hefir verið unnt að gera. Gegn öllum af- komumöguleikum alþýðunnar berst íhaldið, og það sér ekki nokkur ráð til neins, aðeins gróðavegi heildsala og stórút- gerðarmanna. Ég veit að ekki nokkur hugsandi alþýðumaður eða kona, óskar eftir landinu í höndum þessara manna. íslenzk alþýða óskar eftir yfirráðum Alþýðuflokksins, til þess að hann geti framkvæmt þau mál, sem miða til hagsbóta fyrir þjóðarheildina. Það er þetta, sem þjóðin á að velja um í kosningunum 5. júlí n. k.: Hvort við viljum þrælalög eða frjáls verkalýðssamtök. Hvort við viljum kaupkúgun eða aukna kaupgetu alþýðunn- hefi séð tvær: „skopla“ og „sýn'is- leikur.“ Hvorugt líkar mér.“ . I tiíl i „MER VIRÐIST eðli revyunnaf skylt karrikatur-teikningunni, —- sem ekki er heldur heppilegt ísl. heiti á. Skopmyndir og skopleikir sýna eitthvað skoplc-gt, oft án þess að ýkja eða draga fram viss- ar persónur eða atvik, er gerzt hafa. Karrikatur-myndir og rev- yur gera sér mat úr vissum mönn- um eða atvikum, leggja áherzlu á hið skoplega og ýkja það — sýna það í spéspegli, (sbr. heitið á teikn- ingum Stróbls: „Samtíðarmenn í spéspegli.") Því þá ekki að kalla þessar tegundir listar spémyndir og spéleiki?" „MER DATT ÞETTA HEITI í hug og finnst sjálfum það vera athugunarvert. Ef þér sýnist það þess vert, þá kemur þú því á fram- færi, annað hvort ,,á horninu“ þínu eða á annan hátt. Þetta heiti er í samræmi við önnur íslenzk heiti á sjónleikjum: sorgarleikur (tragedia), gamanleikur (komed- ia), gleðileikur (lystspil), skop- leikur (farce), spéleikur (revy).“ Hannes á horninu. Blinda telpan og fíflið. ar. Hvort við viljum atvinnukúg nn eða atvinnufrelsi. Hvort við viljum íhaldið eða viðreisn atvinnuveganna. Hvort við viljum Alþýðu- flokkinn eða algert hrun. Ég er þess fullviss að alþýð- an í landinu sér þennan regin- mun, og að þess vegna mun Alþýðuflokkurinn koma stærri út úr þessum kosningum en nokkru sinni fyr. Veglef ninniagar- gjðf tii Hísnæðra- skóla Hafnarfjarðar. ÚSMÆÐRASKÓLAFÉ- LAGI Háfnarfjarðar hefir borizt 2000 króna gjöf frá Mar- ínu Jónsdóttur og Sigurgeir Gíslasyni á gullbrúðkaupsdegi þeirra, ásamt meðfylgjandi bréfi: HANNES Á HORNINU Framh. af 5 s.íðu. okkur af molbúahætíinum á ýms- um sviðum.“ S. KRISTJÁNSSON, HÚSA- VlK, skrifar mér á þessa leið: — „Út af umræðum og tillögum í blöðum um íslenzkt heiti á þeirri tegund sjónleikja, er kallast „rev- yur“, sendi ég þessar línur. Eg „í tilefni þess, að við undir- rituð höfum fyrir Guðs náð fengið að lifa saman 50 ár í hjónabandi, viljum við hér með færa Húsmæðraskólafélagi Hafnárfjarðar kr. 2000 — tvö þúsund krónur — sem gjöf. Skulu þær vera sérstaklega til væntanlegs húsmæðraskóla í Hafnarfirði, til minningar um ALÞYDUBI-AÐIÐ Miðvikudagur 24. júní 1942. AUt ð sðinu bðkiua lært. LESENDUM blaðsins er minnisstætt, er hér fyrir skömmu var flett ofan af blekk- ingum kommúnista, er þeir í Þjóðviljanum héldu því fram, að Alþýðuflokkurinn hefði lög- leitt sveitaflutning á alþingi 1940. Svo mjög var þar öfugt snúið málum, eins og skjallega var sannað, að fyrir atbeina Alþýðuflokksins voru sveita- flutningar úr lögum numdir, og breytingar þær, er gerðar voru á framfærslulögunum 1940, breyttu engu þar um. Önnur rangfærsla, er komm- únistar hampa nú mjög í blaði sínu, er sú, að á alþingi 1939 hafi verið stofnað til ríkislög- reglu, en áður hafi hún með lög- um verið afnumin. Hér ’er öllu snúið öfugt, eins og með sveita- flutninginn. Sannleikurinn í þessu ríkis- lögreglumáli er sá, að á alþingi 1933 voru sett lög um lögreglu- menn, þqr sem ákveðið var að tiltekinn hluti lögregluliðsins skyldi starfa sem lögreglumenn ríkisins. í þessum lögum var það fram tekið, að lögregluna mætti ekki nota til þess að hafa önnur afskipti af vinnudeilum en að halda þar, eins og annars staðar, uppi friði og afstýra skemmdum, meiðslum og vand-» ræðum. Frá þessum tíma hafa verið til sérstakir lögreglumenn ríkisins og eru það enn. Og lög- i nfrá 1933 stóðu óbreytt í gildi fram til ársins 1939, en þá var þeim lítillega breytt á alþingi. Aðalbreytingarnar voru þær, að lögreglulið það, er ríkissjóður kostaði að einhverju leyti, skyldi gegna lögreglustörfum hvar á landinu sem væri. Sam- kvæmt þessari heimild er lög- ' reglan héðan úr bænum oft á Þingvöllum og annars staðar í nærsveitum bæjarins um helg- ar á sumrum. Einnig skyldi ráð- herra vera heimilt að efna til námskeiða fyrir lögreglumenn og ákveða einkenni og útbúnað lögreglunnar, og að setja með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laganna. Sem sýnishorn af breytingun- um, sem gerðar voru á lögun- um frá 1933 um lögreglumenn árið 1939, auk þeirra, sem hér að framan segir, skulu tilfærðar tvær greinar frá 1933 og til samanburðar eins og þær voru umorðaðar 1939. 6. gr. 1933. Þegar sérstaklega stendur á og ráðherra telur nauðsynlegt öryggi bæjar, að lögregluliðið sé aukið meira en segir í 1. gr., getur hann, að fengnum tillög- um bæjarstjórnar, bætt við varalögréglumönnum, og greið- ir þá ríkissjóður allt að helm- okkar hjartkæru dóttur Mar- gréti Sigurgeirsdóttur, sem and- aðist 14. september 1937. Við teljum að hún hafi haft * mjög mikið gagn af veru sinni á húsmæðranámskeiði , einn vetrartíma í Reykjavík, og lít- um svo á að það sé hverri konu þroska-auki að dvelja á slíkum námskeiðum.“ Beztu þakkir. Stjórnin. ingi þess kostnaðar, sem leiðir af aukningunni, en þó ekki hærri fjárhæð en nemur !4 kostnaðar af hinu reglulega lög- regluliði. 8. gr. 1933. Ríkisstjórninni er heimilt að greiða úr ríkissjóði óhjákvæmi- legan kostnað samkvæmt lögum þessum. 6. gr. 1939. Þegar sérstaklega stendur á, eða rðáherra telur nauðsynlegt öryggi bæjar, að lögregluliðið se aukið meira en segir í 1. gr., getur hann bætt við varalög- reglumönnum, og greiðir þá rík- issjóður allan þann kostnað, sem leiðir af aukningunni, þó ekki hærri fjárhæð en nemur Vz kostnaðar af hinu reglulega lögregluliði. 8. gr. 1939. Ríkisstjórninni er heimilt að greiða úr ríkissjóði allan kostn- að, sem leiðir af framkvæmd laga þessara. Af þessu má vel marka, hve eindæma ósannindi og blekk- ingar kommúnistar bera á borð fyrir lesendur sína í máttvana tilraunum sínum að níða niður Alþýðuflokkinn og störf hans. En skamma stund verður hönd höggi fegin. Og til forna voru það kölluð klámhögg, er óvitrir menn og ófimir reyndu að greiða andstæðingum sínum. Þau högg lenda oftast á tilræð- ismönnunum sjálfum. Og svo mun enn fara um kommúnista. ..4—» « Þýzkar konur og Hitler. Framh. af 5 s.íðu. líta á það, að þúsundir þýzkra kvenna eiga eiginmenn, feður, bræður eða syni, sem hafa kom- izt til valda og metorða fyrir atbeina flokksins. En munu ekki þær óbæri- legu þjáningar, sem lagðar eru á eiginmenn þeirra og aðra vandamenn, vekja þær til um- hugsunar? Fyrir nokkru síðan var frá því skýrt í hlutlausum blöðum, að austuríkskar konur hefðu, vegna þess að þær fengu bæði lítinn og lélegan mat, hróp að: — Þetta eigum við foringj- anum að þakka. Önnur saga hermir frá Berlín, að konur hafi fylkt sér á járnbautarteinana við eina jánbrautarstöðina til þess að koma í veg fyrir, að lest ir kæmust af stað með varalið á rússnesku vígstöðvarnar. Þær harðneituðu að hreyfa sig og S. S.- menn skutu úr vélbyss- um á konurnar. Er þetta upp- hafið á endalokunum? Vissulega er mikill óróleiki og óánægja á Þýzkalandi, en þar með er ekki sagt, að allt sé að fara í hundana. Hlutlausar fréttir herma, að konurnar beri enn þá þolinmóðar hinn þunga kross, sem á þær er lagður — enda þótt þær. geri það ekki með jafnmikilli hrifningu og áður. Þær líta svo á, að hann, hafi gert Þýzkaland að forystu- ríki Evrópu. Hafði hann ekki sent heim dýrmæta loðfeldi frá Rússlandi ásamt sigurfregnum. Og jafnvel þótt engar sigur- fregnir kæmu lengur og kon- urnar yrðu að senda hermönn- unum aftur loðfeldina, urðu naz istarnir ekki ráðalausir. Þeir sögðu, að auðvaldsmenn gyð- ingar og bolsévíkkar hefðu sam- einast gegn þjóðinni og „foringj anum“. Þess vegna yrðu Þjóð- verjar að standa sig hvað sem á dyndi. * Hina bjargföstu trú á Hitler og boðskap hans verður að upp , ræta. En hvernig á að koma því I við? Hefja útvarpsáróður? Það nægir ekki nærri því! Loft- árásir á þýzkar borgir? Það er ekki nóg! Þýzku konurnar verða að læra að þekkja til ! fullnustu ógnir einræðisins, sem „foringinn” hefir komið á. Þær hafa ekki enn þá kynnst hávað anum í risaskriðdrekunum. Þær hafa ekki enn þá séð heimili sín lögð í rústir. Þær hafa ekki séð dýrmætustu og ástfólgnustu eignir sínar eyðilagðar. Þær hafa ekki enn þá orðið fyrir þeim ógnum, sem konur í inn- rásarlöndunum hafa orðið fyr- ir, þar sem þýzkir hermemi hafa vaðið yfir. Þær hafa ekki séð gálga reista í sínum eigin borgum. Það er að vísu grimmd arlegt læknislyf, en það er nauð synlegt, ef á að uppræta trú þýzkra kvenna á þennan Messí as sinn. Og þegar konurnar hafa tapað trúnni, munu karl- mennirnir koma á eftir. Því næst verður að sannfæra þýzku konunar um, að kynþátt- ur þeirra sé ekki hafinn yfir alla aðra kynþætti og eigi þar af leið andi að stjórna öllum heiminum Þær mega ekki halda áfram að trúa á Messíasa, sem aka á und an þjóðunum í brynvörðum vögnum og prédika hatur, of- beldi og rán. Annars munu þær verða jafn' hrifnar af næsta Messíasi, sem „forsjónin“ sendir þeim á stund neyðarinnar. Ilandknattleiksmót Ármanns (úti-handknattleikur með 11 manna liði) hefst í Reykjavík 22. júlí n.k. Öllum félögum innan Í.S.Í. er heimil þátttaka. Keppt verður um Handknattleiksbikar Ármanns, handhafi Knattspyrnu- félagið Valur. Tilkynningar um þátttöku sendist stjórn Ármanns fyrir 10. júlí n.k. Stjóm Glímufél. Ármann.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.