Alþýðublaðið - 24.06.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.06.1942, Blaðsíða 7
JÓtíJJtdkuaagiÍr 24; jiinf 1942. | Bæririii í dag. j Næturlæknir er María Hall- grímsdóttir, Grundarstíg 17, sími 4384. Nætúrvörður er í Keykjavíkur- apóteki. ÚTVARPIÐ: 12,10—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 19,25 Hljómplötur: Söngvar úr óperum. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Draumur æskunnar _ og dagleg störf (Pétur Sig- urðsson erindreki). 20,55 Hljómplötur: fslenzkir kór- ar. / 21,10 Upplestur: Þula og sögu- korn (frú Tfanur Bjark- lind). 2.1,30 Hljómplötur: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 21,50 Fréttir, Dagskráxlok. Knattspyrna í Hafnarfirði. Á sunnudaginn var 1. flokks kappleikur milli Hauka og Fim- leikafélags Hafnarfjarðar. Lauk honum með jafntefli, 1 : :1 marki. Á Suðurlandsbraut vildi það til í fyrradag, að geð- bilaður maður réðst upp í bifreið frá Bandaríkjahernum og réðst á liðsforingja., Gat liðsforinginn sloppið út og komu margir þarna að og reyndu að taka manninn, en það reyndist erfitt, því að hann barði frá sér með ól, sem kopar- hringur var festur við. Loks náð- ist hann þó og var fluttur í bifreið til bæjarins. Hafði hann hlaupið að heiman frá sér eftir að hann hafði brotið þar alít og bramlað. Úlfurinn kemur til hjálpar heitir æsileg leynilögreglumynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðal- hlutverkin leika: Warren William og Jean Muir. Tímarit iðnaSarmanna er nýkomið út og er að þessu sinni helgað Múrarafélagi Reykja- víkur. Efni: Fagnaður á tímamót- um.' Fyrstu múrararnir í Reykja- vík. Kjartan Ólafsson múrari. Fánasöngur múrara. Guðjón Bene- diktsson múrari (mynd). Mynd af ávarpi, fulltrúaráði og stjórn. Nokkur. orð.um stofnun Múrarafé- lags Reykjavíkur. Guðjón Bene- diktsson. Þættir úr sögu Múrara- félags Reykjavíkur. Ólafur Pálsson múrari (myndir). Sjóðir M,urara" félags Reykjavíkur. Ólafur Pálsson múrari. Kaupgjaldsmál Múrarafé- lags Reykjavíkur. Guðjón Bene- diktsson. Þróun múraraiðnarinnar í Reykjavík. Guðbr. Guðjónsson múrari. Frá Sambandsfélögum. Leiðrétting. Meinleg prentvilla hefir slæðzt inn í fréttina um nýja hljómsveit- arstjórann á Hótel Borg í blaðinu í gær. Þar var talinn upp á meðal þeirra, sem í hljómsveitinni væru, Árni Kristjánsson, en átti að vera Árni Björnsson. WORM-MÚLLER (Frh. af % síðu.) frásagnarstíllinn eins og hann sé að segja fallegt ævintýri. En aðalinntakið í orðum prófess- orsins er býsna líkt því, sem haft er eftir Ólöfu ríku: Ekki skal gráta BJörn bónda, heldur safna liði. Fjórir hnefaleikakappar. Hér sjáið þið fjóra af frægustu hnefaleikamönnum heimsins samah. Þeir voru fyrir nokkru heiðraðir af hnefaleikafélagi í New York. Þeir e.ru, talið frá vinstri: Dempsey, Tunney (í flotanum), Joe Louis (í hernum) og Braddock. Dempsey er nú einnig genginn í herinn. .... .. BindiiulSsmannadanurniii: Aukið samstarf ýmissa félags- samtaka. Fimm manna framkvæmda- nefnd feosin. B INDINDISMANNADAG- URINN hófst, eins og til stóð, með virðulegri messu í dómkirkjunni s.l. sunnud. kl. 11 árd. Síra Sveinn Víkingur flutti ræðu. Fyrir altari þjónaði síra Fr. A. Friðriksson, Húsavík. Fundurinn var svo háður í Iðnó frá kl. 1—IV2. Fyrri hlúta tímans voru flutt framsöguer- indi frá hinum ýmsu félagasam- böndum. Frá stórstúkunnar hájfu talaði Friðrik Á. Brekkan og ræddi hann aðallega um nauðsyn þess að komið yrði upp drykkjumannahæli hið bráð- asta. Lagði fundurinn mikla á- herzlu á þetta atriði. Síra Ei- ríkur J. Eiríksson talaði fyrir hönd ungmennafélaganna, Úlf- ar læknir Þórðarson var fulltrúi Í.S.Í., og talaði um íþróttalíf og áfengis- og tóbaksbindindi. Er- indi hans vakti sérstaka eftir- tekt og þótti mjög merkilegt. Frú Ragnhildur Pétursdóttir, forseti Kvenfélagasambands ís- lands, flutti þar og erindi og urðu um það allverulegar um- ræður. Helgi Sæmundsson, for- seti Sambands bindindisfélaga í skólum, talaði um æskulýðinn og bindindisstarfið. Umræður hófust kl. 4V2 og stóðu yfir til kl. rúmlega 7. Tók Innilegt þakklæti tií allra nær og f jær fyrir auðsýnda sam- Úð við andlát og jarðarför eiginmanns og sonar, PÉTURS ÁRNASONAR Maríanna Elíasáóttir/ I ' ÍJuðbjörg Loftsdóttir. þar margur rösklega til máls og voru umræður bæði fjörugar og ákveðnar. Meðal annarra voru þarna þekktir skólamenn og tóku sumir þeirra þátt í umræð- unum. Allmikið var rætt um á- framhaldandi samstarf félaga- sambandanna, og möguleika á því, að þau gæfu út blað í sam- einingu. Mótinu lauk með kaffi- samsæti kl. 9—12. Létu fund- armenn óspart í ljós ánægju. sína yfir þessu samstarfi félag- anna. Eftirfarandi tillögur voru samþykktir á fundinum: „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því samstarfi félaga- kerfanna um bindindismálið, sem þegar er hafið, og telur nauðsynlegt að shkt samstarf geti haldið áfram og orðið sem mest milli þeirra félagakerfa, sem að þessum bindindismanna degi standa og annarra slíkra félagasamtaka. Fundurinn kýs 5 manna framkvæmdanefnd, er vinni að því milli funda að glæða slíkt samstarf og almenn- an áhuga þjóðarinnar fyrir bindindi. Framkvæmdanefnd- inni sé falið að athuga mögu- leika á útgáfu blaðs, sém bind- indismenn í landinu sameinist um og geri f jölþætt og útbreitt^. Fundurinn telur brýna nauð- syn að komið verði upp drykkju mannahæli og skorar á ríkis- stjórn og alþingi að veita til þess á fjárlögum næsta árs hundrað og fimmtíu þúsund krónur. — Fundurinn felur framkvæmdanefndinni að hafa samstarf við framkvæmdanefnd Stórstúku íslands um að hrinda þessu nauðsynjamáli í fram- kvæmd sem allra fyrst. Fundurinn lýsir megnri van- þóknun sinni á hinum tíðu og óþörfu undanþágum um vín- veitingaleyfi, sem ríkisstjórnin hefir veitt síðan áfengisverzlun- inni yar lokað. T.elur fundurinn þessar ;. undanþágur bæði hneykslanlegar ,og si.ðspillandi og. skorar á ríkisstjórnina. að ráða hp% á.þessu. . . , . .. ; Fundurinn skorar á allan al- menning í landinu að , styðja sembeztbindindisstaffið og á Félðgsdómarinn á eiöti ¥erk lýös- féliii Afcnreyrar. Sérafkvæðl Signr« jöns Á. Ólafssonar. u EGAR skýrt var hér í blað- inu frá þeim úrskurði Fé- lagsdóms að dæma kommúnist- ann Steingrím Aðalsteinsson inn í Verkalýðsfélag Akureyr- ar, sem hann hefir barizt árum saman fyrir að eyðileggja, var sératkvæði Sigurjóns Á. Óláfs- sonar ekki birt orðrétt. En hér á eftir kemur það orðrétt: „Það er upplýst í málinu, að stefnandi fullnægir ekki þeim upptökuskilyrðum Verkalýðsfé- lags Akureyrar, að vera ekki meðlimur í neinu öðru stéttar- félagi á félagssvæðinu og með því að þetta ákVæði er óbreytt tekið upp í félagslögin með heimild í 2. gr. laga um stéttar- félög og vinnudeilur, þá verður krafa stefnanda um upptöku í félagið ekki tekin til greina, enda eru hagsmunir stefnanda á engan hátt skertir með þessari niðurstöðu, þar eð hann getur notið fullra vinnuréttinda með því að vera aðeins meðlimur í Verkamannafélagi Akureyrar." 2. gr. laganna, sem Sigurjón vitnar til, hljóðar svo: „Stéttarfélög skulu opin öll- um í hlutaðeigandi starfsgrein á félagssvæðinu, eftir nánara ákveðnum reglum í samþykkt- um féláganna. Félágssvæði má aldrei vera minna en eitt sveit- arfélag." i AIMðnblaðinu allan hátt að glæða sannan þegnskap, er útiloki það meðal annárs, að nnenn leggist svo lágt að leita til erlendra manna um áfengisney^zlu , og . áfengiskaup. VÉLSTJÓRASKÓLINN Frh. af 2. síðu. son formaður — og auk hans: Þorsteinn Árnason, Hafliði Haf liðason, Júlíus Ólafsson, Ágúst Guðmundsson, Aðalsteinn Björnsson og Jóhann Jónsson. St. Frón nr. 227. Fundur annað kvöld kl. 8. — Stúkurnar Gróandi nr. 234, frá Strönd á Rangávöllum, og Verðandi nr. 9 heimsækja. — Dagskrá: 1. Upptaka nýrra fé- laga. 2. Stúkurnar ávarpa. Að Ioknum fundi hefsí sam» sæti. Skemmtiatriði verða þessi: a. Ávörp: Stórtemplar, um- dæmistemplar og þing- templar. b. EinsöngUr með undirleik á guitar: Hr. Karl Sigurðsson c. Einleikur•' á píanó: Ónafn- greindur. d. Dans að loknu samsætinu. Hljómsveit leikur undir dansinum. Reglufélagar, fjölmennið og mætið annað kvöld stundvíslega Hepkápor, Rykfrakksr! Á karlmenn, Á kvenfólk, Á unglinga, Á börn. Verð frá 18.50 stk. VERZL Grettisgötu 57.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.