Alþýðublaðið - 25.06.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.06.1942, Blaðsíða 6
6___________________________________ALÞYÐUBLAÐIÐ .. Guðm. Kr. Ólafsson: Kommúnistarógur um verka lýðssamtökinfá Akranesi. KDMMÚNISTAR boöuðu til stjórnmálafundar á Akra- nesi þann 14. þ. mán. Voru þar mættir auk frambjóðenda þeirra, Steinþórs Guðmunds- sonar, þeir Einar Olgeirsson og Sigfús Sigurhjartarson. Þeim átta sálum, sem kusu frambjóð- anda kommúnista við alþingis- kosningarnar 1937, mun ekki hafa þótt þessi Steinþór líkleg- ur til að afla flokknum fylgis hér á Akranesi og þess vegna þótt ráðlegra að fá Sigfús og Einar til að krydda svolítið þá pólitísku eyrnastöppu, sem fram bjóðandinn hafði fram að færa, þessum áður umtöluðu átta sál- um til andlegrar næringar. Þessir góðu herrar telja, að fylgi kommúnista sé vaxand'i hér í bæ, og það má að vísu kallast vaxandi fylgi, ef þessir tólf, sem gerðust meðmælendur að fram boði Steinþórsf' kæmu allir til skila á kjördag, en stór væri sigurinn ekki. Það vakti nokkra athygli á sunnudaginn, þegar þeir stigu á land, þremenningarnir, hvaða foringi hafði verið valinn til að sjá um móttöku herranna. Þessi foringi kommúnista hér á Akra- nesi mun hafa séð um borðhald- ið, sem sagt er að hafi verið margréttað, og sem eins konar ábætir var ritstjórunum og frambjóðendanum gefin rógtert an um verkalýðssamtökin á Akranesi, og er það haft úr hófi þessu, að þetta góðgæti hafi runnið með hvað beztri lyst of- an í þessa vesalinga, sem telja sig fædda til þess að sameina verkalýðinn, en virðast hafa það að aðalmarkmiði, að vekja sundrung innan stéttarfélag- anna, samanber skrif þessara manna í Þjóðviljann 16. s.l. — Blaðið segir frá kauphækkun, sem átt hafi sér stað á Akranesi nú nýlega hjá verkamönnum, og að þeir hafi fengið hækkun- ina í gegn um stöðvasamtök. Hins vegar hafi leiðtogar verka- lýðsfélagsins, sem séu jafnframt leiðtogar Alþýðuflokksins, tek- ið afstöðu gegn slíkri kauphækk un eða réttarbót, eins og það er orðað. Mér er spurn: Hverjum hefir verið tilkynt slík afstaða félags stjórnarinnar? Og hvar hefir komið fram mótstaða stjórnar Verkalýðsfélags Akraness gegn því að verkamenn á Akra- nesi gætu fengið launabætur? Mér sem starfsmanni Verka- lýðsfélags Akraness er ekki kunnugt um slíkt. Nei, það sem skeð hefir er þetta: Þegar fyrir nokkru er byrjað hér á Akra- nesi á allmiklum byggingafram- kvæmd., verið er að leggja hér vatnsveitu, verð á bræðslusíld hefir verið ákveðið kr. 18,00 pr. jnál. Hér var því um mikla eftir- spurn eftir vinnukrafti að ræða. Því var það, að vatnsveitumenn fóru að tala um það sín á milli, hvort ekki mundi takast að fá kaupið hækkað upp í Dagsbrún artaxta. Þessir menn, sumir að minnsta kosti, gátu farið á síld- veiðar, og þeim var ljóst, að ekkert landvinnukaup gæti jafnast á við það, ef sæmilega gengi. Þeir verkamenn, sem töluðu um þetta við mig, sögðu, að sér væri það ljóst, að Verkalýðs- félagið gæti ekki komið fram sem samningsaðili fyrir þeirra hönd, þar sem lög landsins væru þannig úr garði gerð, að samn- ingsréttur Verklýðsfélags Akra- ness væri ekki frekar fyrir hendi hjá því en öðrum-verka- lýðsfélögum. Verkamenn töluðu síðan við verkstjóra sinn, sem studdi mál' þéirra drengilega. Bæjarstjóri lagði síðan kröfur verkamanna fyrir bæjarstjórn, og mér er ekki kunnugt um annað, en að allir hafi verið sammála um þá afgreiðslu, sem málið fékk þar. Síðan þetta gerðist hafa aðrir atvinnurek- endur á Akranesi tekið að greiða Dagsbrúnartaxta. Þá segir Þjóð- viljinn, að verkalýðsfélagið sé sem næst dautt (ekki samt al- veg), fundir náist vart sanian, og þá sjaldan þeir séu, þá sé dregið úr baráttukjarki verk.a- fólksins. Já, þau eru svo sem eitthvað líflegri þessi félög, sem kommarnir standa fyrir, t. d. Sósíalistafélagið, sem hann Fúsi stofnaði hér á árunum, eða Verkalýðssamband Norðurlands Þar vantaði víst ekki að reynt væri að glæða baráttukjart og vilja verkalýðsins. En hvað hefir skeð? Eru ekki þessi félags samtök bæði dauð? Jú vissulega. Um Verkalýðsfélag Akraness er þetta að segja: Verkalýðsfé- lag Akraness er heildarsamband margra deilda. Eru nú starfandi innan þess sjómannadeild, vél- stjóradeild, verkamannadeild, verkakvennadeild og bifreiða- stjóradeild. Formaður hverrar deildar á sæti í stjórn Verka- lýðsfélagsins, ásamt þremur mönnum, sem kosnir eru í aðal- stjórn félagsins. Allar þessar deildir hafa gert samninga fyrir meðlimi sína um kaup og kjör. Þar sem Akranes er sjó- mannabær og langfjölmennasta stéttin er sjómenn, lætur það að líkum, að þeir hafi sett svip á verkalýðssamtökin á Akra- nesi, enda er það svo, að samn- ingar um hlutaskiptakjör sjó- mönnum til handa munu vera mun betri en víða annars stað- ar, enda var það svo, þegar fé- lögin við Faxaflóa og Vest- mannaeyjar gáfu út taxta varð- andi sjómannakjör á skipum, sem stunda togveiðar og drag- nótaveiðar, var tekinn til fyrir- myndar samningur, sem gilt hafði hér á Akranesi á sams konar veiðum. Um kaup verkakvenna er það að segja, að verkakonur hafa síðan 1937 haft sama dagkaup og verkakonur í Reykjavík og Hafnarfirði. Hins vegar hefir kaup verkamanna verið all- miklu lægra en í Reykjavík, enda hefir andstaða atvinnu- rekenda gegn launabótum til þessara manna verið hvað hörð- ust, og er þá skemmst að minn- ast, hvaða átök það kostaði árið 1937 að fá kaupið hækkað upp í kr. 1,27 í dagvinnu. Um áramót- in 1941 fékk félagið litla grunn- kaupshækkun verkamönnum til handa, aðeins 3 aura á klst. í dagvinnu og 5' aura á klst. í næturvinnu. Það má þó til sam- anburðar geta þess, að verka- lýðsfélög, sem eru talin sterkari en Verkalýðsfélag Akraness, fé-' lagslega séð, fengu enga grunn- kaupshækkun, eins og t. d. Dagsbrún. Verkalýðsfélag Akraness hef- ir reynt af fremsta megni að gera sem mest fyrir félaga sína. Síðan 1936 hefir félagið haft opna skrifstofu, og haft sérstak- an starfsmann, sem hægt væri að snúa sér til, þegar félagsmenn þyrftu á aðstoð að halda. Mjög mikið af félagsstarfinu fer fram í gegnum skrifstofuna, svo sem innheimta félagsgjalda, inn- heimta verkalauna, ýmis konar upplýsingar varðandi kaup og kjör verkafólks og annað þess háttar. Til dæmis má geta þess, að síðan 1936, að skrifstofan var sett á stofn, hefir hún innheimt verkalaun að upphæð tæpar 15 þúsund krónur. Þá hefir verið unnið að ýmsum menningarmá- um, t. d. hefir verkalýðsfélagið haldið sjóvinnunámskeið nokkr- um sinnum, kvennadeildin gengist fyrir nokkrum hús- mæðranámskeiðum, og er nú að vinna að því ásamt öðrum fé- lagssamtökum kvenna á Akra- nesi, að reistur verði hús- mæðraskóli hér á staðnum. Þá skal þess getið, að sjómanna- og vélamannadeildir verkalýðsfé- lagsins fengu það ákvæði sett inn í samninga við atvinnurek- endur fyrir 4 árum, samkvæmt tillögu, sem Guðmundur Svein- björnsson flutti í sjómanna- deildinni, að árlega yrði varið vissri upphæð af óskiptum afla hvers báts til styrktar sund- laugarbyggingu á Akranesi. Fyrstu tvö árin var framlag þetta kr. 150,00 á bát, en var síðan hækkað upp í kr. 200,00. Auk þess hafa svo sjómenn var- ið ágóða af hátíðahöldum sjó- mannadagsins til sundlaugar- sjóðs. Nei, þeir þjóðviljamenn þurfa ekki að vera að hugga sig neitt með því, að Verkalýðsfélag Akraness sé dautt félag, og því síðúr þurfa þeir að gera ráð fyrir, að í þeim átta sálum, sem kusu frambjóðendur þeirra við SÍðustu kosningar, sé fólginn nokkur kraftur til að vinna f þágu verkalýðsfélagsskaparins á Akranesi. Hitt er svo annað mál, að þeir kommúnistar hafa verið sérstaklega heppnir með val á foringja sínum hér á Akranesi, þár sem er Magnús Norðdal, því með tilliti til þeirra baráttuað- Fimmtudagur 25. júní 1942. Nunnur i pjónustu vísindanna. Nunnur úr Svartmunkareglunni starfa í klaustri einu á suður- strönd Bándaríkjanna að stöðugum rannsóknum á dýralífi sjáv- arins þar, með það fyrir augum að finna upp ný ráð við hvers konar sjúkdómum. Á meðal þess, sem þær hafa fundiö upp við þessar rannsóknir, eru smyrsl, sem lækna brunasár án þess að láta eftir nokkurt ör, aðferð til þess að koma vítamíni gegnum hörundið og bættar aðferðir til berklavarna. En mestu varðar þó, að þær hafa gert merkilegar uppgötvanir í þá átt að lækna krabbamein. •— Þessar myndir sýna nunnurnar í sjávardýraleit á ströndinni og eina þeirra að rannsaka frumu undir smásjánni. ferðar, sem Magnús þessi hefir í frammi, frambjóðanda komm- únista til framdráttar í næstu kosningum, má telja víst, að Magnús telji sig allmikinn bar- áttumann, en hitt er svo aftur álitamál, hvort verkalýður Akraness telur viðkomanda ekki hæfari til einhverrar annarrar baráttu, en vera forsvarsmaður verkalýðssamtakanna á Akra- nesi. Að lokum þetta: Ef þeir Þjóð- viljamenn halda, að það verði frambjóðanda þeirra til fram- dráttar við í hönd farandi kosn- jngar, að birta í blaði sínu róg um verkalýðssamtökin á Akra- pesi, þá reikna þeir alveg skakkt. Það mun bera alveg sama árangur og að ætla sér að j toga í eyrun á vissum persónum I til að fá þær til hlýðni. Útkoman yrði sú, að frambj'óðandinn yrði afhrópaður. Guðm Kr. Ól. BJÖRN AÐ BAKI KÁRA Framh. af 4. síðu. sama markinu brend? Ég ,mun í framhaldi þessarar greinar at- huga svolítið það sem Ólafur sagði í síðasta viðtalinu um stefnumál Alþýðuflokksins. MEXÍKÓ Framh. af 5 s.íðu. um. Og þar eð þessi styrjöld er háð í því skyni, að sérhver þjóð geti lifað á þann hátt, sem hún telur sér bezt henta, er engin furða þótt Mexíkóbúar | vilji berjast með frjálsum þjóð I um fyrir frelsinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.