Alþýðublaðið - 25.06.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.06.1942, Blaðsíða 8
o Fimintiulagur 25. júní 1342. ■ ’V 'iirti’' ■fiAXK. Wide Woild Featurc^ 'DU^LAmÐ (UJNA0LE TO 5I6NA. TÖNI WTHÖUT ENPANSERIN6 HER, SCOZCU'/ PLANS T,0 DKOP A mSSAGZ INTO HEK CA« AS 5H£ PASSES THE TRAiLER... Örn er að reyna að gefa Tóní merki, án þess að Dumartin verði var við það. Lillí: Hún er að setja bílinn í gang. Ég skal láta þig vita, þegar hún fer hjá. Dr. Dumartin: Hvað eru þið að gera. Farið þið frá glugg- anum. En í sama augnabliki og Dumartin kemur inn kastar Örn blaðinu út um gluggann. V/-30 Eins og menn muna, las Árni Pálsson prófessor upp kvæði eftir Guðmund Inga Kristjánsson í útvarpinu í vet- ur. í formála, sem Árni hafði fyrir upplestrinum, líkti hann kveðskap skáldsins við kveð- skap Eggerts Ólafssonar. — Fannst m'órgum mikið til um samlíkinguna. Nokkru seinna var kunningi Árna staddur heima hjá honum. „Þú varst að líkja Guðmundi Inga við Eggert Ólafsson í út- varpinu um daginn,“ segir gest- urinn. „Já, en mikið déskotans leir- skáld var Eggert,“ svaraði Árni. * LÍTIÐ stoðar auður án yndis. * FRÍÐUR ER FJÁÐÚR SVANNI Tf-'i AÐ hefir verið ást við fyrstu sýn, vænti ég?“ „Nei, — við aðra sýn. í fyrra sinnið vissi ég ekkert um arfs- vonina hennar.“ * OFT HEFIR hinn frægri kona færri hringa. v * SAGAN um það, þegar Quisl- ing kom í heimsókn á vit- firringahælið, gengur manna á milli í Noregi. Hann snéri sér að einum sjúklinganna og sagði: „Ég er Vidkun Quisling.“ „Það nafn hefi ég aldrei heyrt.“ „Hvað segið þér! Hafið þér aldrei heyrt nefndan Vidkun Quisling, mesta Norðmanninn, síðan Harald hárfagra leið?“ „Takið þér þessu með ró“ sagði sjúklingurinn í meðaumk- unarrómi. „Svona byrjaði það líka í mér.“ * SJALDAN BRESTUR óþrifna konu áhald. * NORÐMAÐUR einn hafði verið stranglega yfirheyrð- ur af Gestapolögreglunni. Að lokum slapp hann með þessa áminningu: „Þér verðið að koma hingað í hvert skipti, sem þér heyrið niðrandi orðum farið um þriðja ríkið og þýzku yfirvöldin í Nor- egi.“ „Mér þykir það leitt,“ svaraði Norðmaðurinn, „en ég hefi bara 1 ekki tíma til að koma hingað ‘ svo oft.“ i vita, hver áhrif orð hennar hefðu. En hann steinþagði. Og það álit, sem ég fékk á henni þá, hefir styrkzt við kynn- inguna. Þér eruð mjög skynug- ur, ef þér gétið komið í veg fyrir að Berta geri það, sem hún hefir áformað að gera. — Ætlið þér að telja mér trú um, að þér ætlið að leggja blessun yðar yfir þetta hjóna- band? spurði doktorinn. Ungfrú Pála yppti öxlum: — Kæri herra Ramsay. Eg hefi sagt yðar, að það skiptir engu máli, hvort við blessum það eða formælum því. Og þetta virðist vera geðugasti ná- ungi. Við skulum þakka okkar sæla, að hún hefir ekki valið verra. Hann virðist ekki vera gersneyddur allri menntutt. — Nei, hann er það ekki. Hann var tíu ár í Regisskólan- um í Tercanbury, svo að hann ætti að vera sæmilega að sér. — Hver var faðir hans? — Hann var bóndi, eins og sonurinn. Hann gekk líka í Regisskólann. — Það eru þessir menn, sem blöðin segja, að séu kjarni þjóð- arinnar, herra Ramsay. — En þeir eiga að vera á sín- um rétta stað fyrir því, sagði doktorinn. — Þér getið gert eins og yður lystir, ungfrú Pála, en ég ætla að koma í veg fyrir þessa heimsku. Þegar alls er gætt, gerði herra Ley mig að fjárhaldsmanni stúlkunnar, og þó að hún sé orðin tuttugu og eins árs, álít ég það skyldu mína að koma í veg fyrir, að hún falli í hendurnar á fyrsta fátæklingnum, sem biður henn- ar. — Þér getið gert það sem yður sýnist, hreytti ungfrú Pála út úr sér, en hún var orð- in leið á þessu nöldri. Yður verður ekki mikið ágengt þar sem Berta er annars vegar. — Ég ætla ekki að tala við Bertu. Eg ætla að tala við Crad- dock og segja honum álit mitt á málinu. Ungfrú Pála. yppti öxlum. — Doktor Ramsay hafði sýnilega ekki gert sér ljóst, hyer var potturinn og pannan í þessu, og hún kærði sig ekki um að skýra honum frá því. Doktorinn kvaddi, og fáeinum mínútum seinna kom Berta inn. — Þú þarft sennilega að fara að hugsa fyrir öllu veizluum- stanginu, vina mín, sagði ung- frú Pála og glotti hæðnislega. — Við höfum hugsað okkur að hafa ekki mikla viðhöfn í sambandi við giftinguna. — Það finnst mér mjög vitur- legt. Flestir, sem gifta sig, — halda, að þeir séu að gera eitt- hvað, sem aldrei hefir verið gert áður. — Eg hefi boðið Edvard til hádegisverðar á morgun. Daginn eftir, að loknum há- degisverði, fór ungfrú Pála inn í lestrarstofuna og fór að opna nýjustu bókasendingu frá Undie. Hún fletti bókunum og las setningu og setningu á stangli, til þess að vita um hvað bækurnar fjölluðu, en jafnframt hugsaði hún um mál- tíðina, sem var nýafstaðin. Eð- varð Craddock hafði verið fremur taugaóstyrkur. Hann var fremur órólegur í sætinu og var ákafur að rétta ungfrú Pálu það, sem hana vantaði, salt og pipar og þess háttar. Það var auðséð, að hann sóttist eftir vinfengi hennar. Jafnframt var hann eins og á nálum og ekki líkur kátum elskhuga. Ungfrú Pála gat ekki varizt því að spyrja sjálfa sig að því, hvort hann í raun og veru elskaði frænku hennar. En hins vegar var ekki vafi á því, að Berta efaðist ekki um það. Hún hafði verið í sjöunda himni og hafði ekki augun af elskhuganum, eins og hann væri það dásam- legasta, sem hún hafði nokkru sinni séð. Ungfrú Pála varð undrandi á því, hversu innileg hún var nú, en áður hafði hún verið köld og laus við alla við- kvæmni. Og henni virtist vera alveg sama, þó að allir sæju viðkvæmni hennar. Hún var ekki einungis hamingjusöm yfir því að vera ástfangin, hún var einnig hreykin af því. — Ungfrú Pála hló upphátt að til- hugsuninni um það, að doktor- inn ætlaði sér að koma í veg fyrir hjónaband þeirra. En ung- frú Pála kærði sig ekkert um að skipta sér af þessu máli og strax að loknum hádegisverði NÝJA BIÓ HH kemir til hjðlpr The Lone Wolf meets a Lady. Spennandi og æfintýra- rík leynilögreglumynd Aðalhlutverkin leika: WARREN WILLIAM, JEAN MUIR. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. sagðist hútt vera þreytt og hafa í í hyggju að leggja sig út af, því næst fór hún inn í lestrarsal- inn. | Hún valdi úr bókasending- unni þá bók, sem henni leizt ! bezt á og fór að lesa. Allt í eini í voru dyrnar opnaðar og þjónn- inn tilkynnti, að ungfrú Glover vseri komin. Ólundarsvipur kom á ungfrú Pálu, en rétt á eftir varð hún vingjarnleg. GAMLA BÍÓ Siinny“ Ameríksk söngmynd með Anna Neagle, John Caroll, Edward Everett Hortonj Sýnd kl. 7 og 9. Framh.-sýning kl. 314-6j DÝRLIN GURINN ENN Á FERÐINNI Leynilögreglumynd með Hugh Sinclair. Bön fá ekki aðgang. — Ó, verið ekki að hafa fyrir því að tanda á fætur, sagði hin nyxomna, þegar ungfrú Pála ! stóð a fætur. Ungfrú Glover var fremur leiðinleg, en það gat ungfrú Póla ■ kki fyrirgeíið. Hins vegar var hún afar góðhjörtuð og ó- eigingjörn. — Hún er yndælismann- eskja, var ungfrú Pála vön að segja um hana — og hún læt- Ql&CfWl, 'mvt/ywcozozcc VERÐLAUiSÍAlOSA daginn. Beta burstaði hana, greiddi henni, gaf henni ný- mjólk kvölds og morgna og keypti á hana fallegan, bláan silkiborða. Loksins leið að sýningardeg- inum. Hann átti að vera næsta dag! En þau fagnaðarlæti í Betu! Og þið hefðuð líka átt að sjá Snotru. Aldrei hafði hún verið jafn glæsileg. Það ar vafamál, hvort nokkurn tíma hefði sézt annar eins köttur, En þá kom ógurlegt atvik fyr- ir. Það bar þannig að: Beta var á gangi með Snotru á flötinni fyrir framan húsið. Þá bar þar að allt í einu illilegan aðkomu- hund. Snotra varð ofsahrædd og flýði út í buskann í dauðans ofboði. Hún stökk upp í tré og beið þar, þangað til hundurinn var kominn úr augsýn. En Eeta sá ekki hvað varð af Snotru. Hún kallaði á Snotru og skimaði alls staðar eftir henni, en allt kom fyrir ekki. Snotra var uppi í trénu, og liún gaf ekki frá sér eitt einasta miálm af ótta við, að hundurinn kynni að koma aftur. Þegar hún áræddi loksins að koma niður úr trénu, vildi svo til, að bíll kom akandi eftir veginum. Fólkið í bílunum sá fallega köttinn, og bíllinn nám staðar. Einn þeirra, sem í bíln- um var, stökk út úr honum, elti kisu uppi og fór með hana upp í bílinn. í sama bili bar þar að Betu, sem enn var að kalla á .kisu. Snotra mjálmaði og brauzt um og reyndi allt, sem í hennar valdi stóð, til þess að komast til Betu litlu. En maðurinn var ekki á því að sleppa henni. Beta kom þá auga á Snotru og þaut af stað í áttina til bílsins. „Þetta er hún kisa mín, sem þið eruð með! Þetta er hún Snotra! Látið þið mig fá hana!“ En vondi maðurinn setti bíl- inn á íulia ferð og ók allt hvað af tók á burt með Snotru! Hann hafði rænt henni. Hann hefir svo sem séð, að hún var af-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.