Alþýðublaðið - 26.06.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.06.1942, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. júní 1942. ALÞYÐUBLAÐ8Ð Her Rommels er kominn 100 km. inn í Egyptaland. ——-------1--------¦'¦¦> "O------------;----------— ¦ ¦ Vígfína Breta er suOur af Merza Matruk, sama og þegar Wavell höf sókn sína. Enn hef ur ekki komið til neinna stórbardaga milli herjanna. LONDON í gær. HER ROMMELS er nú kominn tæplega 100 km. inn í Egyptaland, en enn hefir ekki komið til stórorrustu, f>ví að hersveitir Breta hafa hörfað án þess að leggja til slíks. Þegar mikill þýzkur her hélt suður á hóginn, með- fram víglínum Breta, munu hrezku herforingjarnir hafa álitið það réttara að hörfa til hetri varnarstöðva, en láta Þjóðverjana ekki vaða suður fyrir og koma aftan að Bret- um. Þegar Þjóðverjar sáu, að Bretar hörfuðu, virðast þeir hafa hætt við að fara suður fyrir varnarlínur þeirra, en í þess stað haldið heint austur á hóginn. Bretar hafa þegar yfirgefið Sollum og Sidi Omar, og mun staða þeírra nú vera um það bil sú sama og hún var, er Wavell hóf fyrstu sókn sín gegn ítölum. Eru því her- sveitir þeirra einhvers staðar suður af Mersa Matruh, en sú borg er um 360 km. frá Alexandríu. JÞjóðverjar hafa enn ekki lagt leið sína um veginn meðfram ströndinni, eri farið alllangt inni í landi. Lof tárás Japana á Filipseyjar. Fyrst í stað var sókn Þjóð- verja í þrem fylkingum, tvær að sunnan, en ein nær strönd- inni, en í fyrrakvöld sameinuð- ust þær og halda nú saman austur á bóginn. Búizt er við stórorrustu á hverri stundu, en enn hafa aðeins átt sér stað smábardagar milli framvarða- sveita. Her Egypta hefir enn ekki tekið nokkurn þátt í orrustun- um í Libyu eða vörn landsins, eftir að Rommel brauzt inn í það. Forsætisráðherra egypzku stjórnarinhar hefir tilkynnt, að Egyptar geti lagt til allt að hálfa milljón manna, ef þess reynist veruleg þörf. Nahas Pasha, forsætisráðherrann, hef- ir einnig lýst því yfirs að Bret- ar muni leggja alla áherzlu á að verja landið. Þess má geta hér, að þeir Churchill og Roosevelt hafa átt fund með helztu leiðtogum am- eríkska senatsins. Þegar að fundinum loknum gáfu nokkrir þeirra út yfirlýsingu og sag^i einn þeirra, að rætt hefði verið sérstaklega um Libyu, og hefði Churchill verið hinn öruggasti um það að Egyptaland væri í engri hættu. LOFTÁRÁSIR BRETA Brezki flugherinn heldur á- fram árásum sínum á stöðvar að baki Þjóðverjum. Aðalárásin var gerð á Benghazi og tóku þátt í henni bæði ameríkskar Liberator-sprengjuflugvélar og enskar Wellington-flugvélar. Á- rásin var ein af þeim hörðustu, sem gerðar hafa verið á borg- ina. Enn fremur hafa veriS gerðar rnargar aðrar árásir á stöðvar Þjóðverja nær vígvöll- unum sjálfum. Bretar misstu í þessum árásum fjórar flugvél- ar. UMRÆÐUR I ENSKA ÞINGINU. Umræðurnar í enska þinginu fara fram innan skamms og er búizt við því, að Churchill verði þar sjálfur viðstaddur. Mikil gagnrýni hefir komið fram á stjórnina og herstjórnina í þing- inu og er talið víst, að hvor- tveggja verði að svara allræki- lega til saka, þegar til umræðn- anna kemur. Vantraust á stjórnina virðist hafa allmikið fylgi og er svo að sjá, sem rætt verði ekki aðeins um Libyu- stríðið, heldur og alla styrjöld- ina. Flugmálaráðuneytið hefir fengið allmargar ákúrur nú þegar og er því haldið fram, að illa hafi verið haldið á yfirráð- um í lofti. SÍDUSTU FRÉTTIR: * Fréttir frá Kairo eftir mið- nætti í nótt herma, >að komið hafi til mikillar orrusu í héröð- unum við ströndina milli Sidi Barrani og Mersa Matruh. Chnrehill og Roose- velt ern f ræodur. AMERÍKUMENN hafa nú eftir miklar rannsóknir komizt að raun '• um að þeir Churchill og Roosevelt eru jrændur. Hefir ættfræðifélag eitt í'New York átt mikinn þátt í rannsóknunum, sem hafa leitt í Ijós, að þeir eru frændur í átt- unda lið. Fjögurra mánaða rannsókn hefir sýnt, að fjöl- skyldurnar Jerome og Delano eiga ætt sína að rekja til sam- eiginlegra forfeðra, sem komu til Ameríku á Mayflower. * Að minnsta kosti eitt hund- rað flugvellir hafa verið byggð- Mynd þessi er komin alla leið frá Japan yfir Síberíu, Rúss- land,'til Bandaríkjanna og þaðanhingað. Japanir segja, að hún sé f „brun í loftárás á Filippseyjr", og benda allar líkur til þess, að þáð sé Manila: — Myndin er tekin úr flugvél. Sevastopol er nn í rastom lussar horfaUlkrainu. Hafa yfirgefið Kubyansk, sem er 90 km. suðaustur af Kharkov. LONDON í gærkveldi. • FRÉTTARITARI BREZKA ÚTVARPSINS skýrði frá því í gær, að með hinni ógurlegu; skothríð á Sevastopol hefðu Þjóðverjar nú lagt borgina svo að segja alveg í rústir. Dag eftir dag hefir stórskotalið haldið uppi svakalegri skothríð á borgina, og talið er, að um 1000 flugvélar taki þátt í nær stöðugum á- rásum á hana. Rússar verjast enn í rústunum, en neðanjarðarskýlin munu flest vera óskemmd. Voru þau orðin allmörg og fjölbreytt, síð- ast þegar Vestur-Evrópumenn komu þangað. Sókn Þjóðverja til borgarinn- ar hefir frekar aukizt enhitt síðustu dægrin. Hins yegar er það ekki ódýrt fyrir Þióðverja, þótt þeir nái á sitt vald ein- hverju landssvæði, því að Rúss- ar verja hvert fótmál að heita má. RÚSSAR HÖRFA t UKRAINU Sókn Þjóðverja í Ukrainu heldur áfram og virðist aukast. ir í Ástralíu, síðan Ameríku- menn komu þangað, er hættan \ á innrás var talin sem mest. Hafa Rússar viðurkennt, að þeir hafi orðið að hörfa frá borginni Kubyansk, en hún er um 95 km. suðaustan við Khar- kov. Er búizt við, að þessi sókn Þjóðverja sé hluti af nýrri sókn til Rostov og þaðan áfram til Kaukasus. Er þá sýnilegt, að sóknin til Sevastopol er gerð til þtöC að Þjóðverjar hafi frjálsar hendur á Krímskaga og geti hafið tangarsókn þaðan til Kaukasus að vestan, ef aðrar hersveitir koma að norðvestan frá Ukrainu. Nýr yfirforiofli Aieríkniaflna í Evrópn. Eisenhower sérfræðíngur i véiahernaði. N WASHINGTON í gærkveldi. ÝR YFIRFORINGI hefir verið skipaður yfir hei< Ameríkumanna í Evrópu. Er það Dwight D. Eisenhower, og er hann þegar kominn til Lon- don. Þetta var tilkynnt af ame- ríkska hermálaráðuneytinu í dag. Frétt þessi barst út, meöan þeir Roosevelt og Churchill sátu á fundi Kyrrahafsráðsins í hvíta húsinu og ræddu um hermál bandamanna. Aðalmál fundar- ins er talið hafa verið opnun nýrra vígstöðva í Evrópu. Eisenhower er einn af sér- fræðingum' ameríkska hersins í vélahernaði. Hann er 51 árá gamall og var einn af fyrstu herforingjum Ameríku, sem skildi mikilvægi skriðdreka- hernaðar í stórum stíl. Hefir hahn verið lengi í hernum og átt hinn mesta þátt í myndun véla- hersveita hans. Tók hann þátt í síðasta stríði og var þá í skrið- drekahersveitum Ameríku- manna. Vann hún sér hinn bezta orðstír og hlaut heiðurs- merki f yriri af rek sín. Þegar Eisenhower kom til London, átti hann tal við blaða- menn. Hann sagði meðal ann- ars: „Opnun nýrra vígstöðva í Evrópu er eðlileg afleiðing af samstarf i Ameríkumanna og Englendinga." Eisenhower sagði, að þeir Roosevelt og Churchill hefðu áður hitzt til þess að gera sam- vinnu Bandaríkjamanna og Breta meiri en nokkrU sinni, en nú hafa þeir hitzt til þess að gera samvinnuna enn nánari. Hann kvaðst hafa rætt við þá báða á mánudag. Þá bætii hann því við, að sókn sú, sem; þeir væru að undirbúa, væri stór- kostlegri en nokkúð, sem enn hafi heyrzt um. Hartle, sá sem stjórnar ame- ríkska hernum í Norður-írlandi, verður áfram á þeim stað. Sá, sem áður stjórnaði ameríkska hernum í Englandi, er nú kom- inn aftur til Bandaríkjanna. innað þorp í Tékké- slóvakín lagt í eyði. ........ . I c-^a Allir menn i porpinu vorn skotnir. CT m m LONDON í gærkveldi. LÍTID ÞORP í Tékkóslóvakíu hefir nú beðið sömu örlög og þorpið Lidicy við Prag. Þetta litla þorp, en þar bjuggu um 100 manns, hefir vérið brennt til grunna, þurrkað út af yfir- borði jarðarinnar. Allir karl- menn, sem í því bjuggu, hafa verið skotnir, en konur, börn og gamalmenni hafa verið flutt á Þetta var tilkynnt í útvarp- Frh. á 7. síSu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.