Alþýðublaðið - 26.06.1942, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 26.06.1942, Qupperneq 4
4 ALÞYPUBLAPIP Föstudagur 26. júní 1942. jUjrijðnbUðtó Útgetandi: Alþýðnflokknrinn Rttstjóri: Stetán Pjetnrsson Ritstjórn og aígreiðsla i Al- þýðuhúsinu við Hverfisgðtu Síxnar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Þrjár sporainpr. JÁLFSTÆÐISFLOKK- URINN er í miklum vanda staddur í Reykjavík. Á dþægilegustu stundu, rétt áður en kosningar til alþingis eiga að fara fram, hefir hann orðið að birta nýju útsvörin, hina ó- svífnu, 100% hækkun á út- svörum almennings samtímis því, sem stríðsgróðafélögin fá svo að segja ekkert útsvar — afleiðingamar af hinum sví- virðilegu hrossakaupum Ólafs Thors og Sjálfstæðisflokksins við Framsóknarvaldið og Hriflumennskuna um skatta- málin á kostnað almennings á þingi í vetur. Það er engin furða, þótt Sj álf- stæðisflokkurinn óttist svar kjósenda í Reykjavík á kjör- degi við þessari ránsherferð hans í vasa almennings. Þess vegna reynir Morgunblaðið í gær að draga athyglina frá út- svörunum með langri, smeðju- legri grein um kjördæmamálið og sjálfstæðismálið, þar sem því er haldið fram, að kjósa þurfi Sjálfstæðisflokkinn til þess að þau verði leyst í sumar. Þetta er að því er Reykja- vík og bæina snertir, hrein og bein blekking eins og marg- sinnis hefir verið sýnt fram á hér í Alþýðublaðinu með ó- hrekjandi rökum. Og hún er augsýnilega sett fram í því augnamiði, að rugla kjósendur í Reykjavík og draga athygli þeirra frá útsvörunum og öðr- um þeim brennandi hagsmuna- málum almennings, gerðardóms málinu og gengismálinu, sem Sjálfstæðisflokkurinn óttast, að verði honum að fótakefli í kosningunum. Það liggur í augum uppi, að aðalmál kosninganna geta kjör- dæmamálið og sjálfstæðismál- ið aðeins orðið í þeim kjör- dæmum, sem Framsóknarflokk- urinn, eini andstæðingur þess að þau verði leyst í sumar, hef- ir einhverja möguleika til að halda eða vinna. í Reykjavík og bæjunum yfirleitt hefir Framsókn enga ' slíka mögu- leika. Þar eru þeir flokkar, — sem keppa um kjördæmin og uppbótarsætin, allir yfirlýstir stuðningsflokkar þess, að kjör- dæmamálið og sjálfstæðismálið verði leyst í sumar. Og það er svo langt frá því, að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi haft eða hafi nokkra forystu í þeim málum. Allir vita, að það var þvert á móti Alþýðuflokkurinn, sem flutti kj ördæmabrey tingarfrum- varpið og kom einnig með til- löguna um þá lausn sjálfstæð- ismálsins í sumar, sem nú er fyrirhuguð. Sjálfstæðisflokk- inn varð bókstaflega að toga með töngum til fylgis við bæði þessi mál. Svo fast hélt hann í Kveldúlfssamvinnuna við Fram sókn. Það er því augljóst að bezta tryggingin fyrir því, að kjördæmamálið og sjálfstæðis- málið verði leyst í sumar, er ekki sú, að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn — heldur Alþýðu- flokkinn. En sem sagt: í Reykjavík eru kjördæmamálið og sjálfstæðis- málið ekki lengur nein ágrein- ingsmál milli þeirra flokka, — sem þar geta unnið þingsæti. Þess vegna er, kosið þar um önnur mál, aðalágreiningsmál Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins, átakamálin, sem mest allra snerta nú hag alls al- mennings í höfuðstaðnum: gerð- ardóminn, gengi krónunnar og útsvörin. Þær spurningar, sem kjós- endur í Reykjavík verða að svara á kjördegi, eru því þess- ar: 1) 'Vilt þú, að launastéttirn- ar séu áfram sviptar réttinum til þess að bæta kjör sín með því að knýja fram kauphækk- un, samtímis því, sem atvinnu- rekendur raka saman milljóna gróða? Viljir þú það, þá kýst þú Sjálfstæðisflokkinn. En viljir þú það ekki, viljir þú, að gerðar- dómurinn og kúgunarlögin gegn launastéttunum séu brot- in á bak aftur — þá kýst þú Alþýðuflokkinn. 2) Vilt þú, að lággengi krón- unnar haldi áfram til þess að tryggja áframhaldandi millj- ónagróða Kveldúlfs og annarra stríðsgróðafyrirtækja á þinn kostnað? Viljir þú það, þá kýst þú Sjálfstæðisflokkinn. En viljir þú það ekki — viljir þú, að krónan verði aftur hækkuð og útgerðarfyrirtækin knúin til þess að skila aftur því, sem launastéttirnar lögðu fram til hjálpar þeim á tímum neyðar- innar, þá kýst þú Alþýðu- flokkinn. 3) Og vilt þú, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi áfram aðstöðu til þess, að leggja önnur eins útsvör á almenning og þau, sem nú hafa verið birt — til þess að hægt sé að hlífa Kveldúlfi og öðrum stríðsgróðafyrirtækj um við útsvari? Villt þá láta fé- fletta þig þannig áfram fyrir Kveldúlf? Viljir þú það, þá kýst þú Sj álfstæðisflókkinn. En viljir þú það ekki, viljir þú að útsvars- byrðin á almenningi sé létt, eins og gert var í fyrra, og stríðsgróðafyrirtækin látin greiða það, sem þeim ber, af hinum opinberu gjöldum — þá kýst þú engan annan flokk en Alþýðuflokkinn. Hvaða kjósandi úr launastétt skyldi geta verið í vafa um það, hvorn flokkinn hann ætti að kjósa? Kommúnistaflokkinn er þýð- ingarlaust að kjósa. Hann verð- ur, hvort sem hann fær fleiri eða færri atkvæði, jafnáhrifa- laus á alþingi og hann hefir alltaf verið. Það er eðli þess flokks að geta ekkert nema glamrað. Þeim atkvæðum, sem á hann er kastað, er á glæ kastað. JÓN BLÖNDAL: Magnús Júnsson gegn Olafi Thors. NÝLEGA gerði ég hér í Al- >ýðublaðinu grein fyrir hinná breyttu afstöðu í gjald- eyris- og gengismálunum frá því 1939 þegar gengislækkunin fór fram og sýndi fram á hvaða atriði það eru, sem valda því að Alþýðuflalkkurinn, isem á- kvað að fylgja gengislækkun, 1939, er nú fylgjandi gengis- hækkun. Árið 1939 skulduðu bankarn- ir erlendis á 15. milljón kr. í lausaskuldum og þær héldu á- fram að hlaðast upp, atvinnu- vegirnir töpuðu og yfirfærslur á erlendum gjaldeyri voru að stöðvast svo að tekið var að vanta margar nauðsynjavörur, sem kaupa varð frá útlöndum, atvinnuleysi var gífurlegt. Nú er ástandið að öllu þessu leyti gjörólíkt, gjaldeyrisvara- sjóður, sem nemur hátt á annað hundrað millj. króna, atvinnu- vegirnir græða meira en nokkru sinni áður og atvinnuleysi er ekkert. Ennfremur voru nýlega rifj- uð upp ummæli Ólafs Thors for sætisráðherra og formanns Sjálf stæðisflokksins, sem hann við- hafði á alþingi 1941 fyrir einu ári síðan. Þá taldi hann sjálf- sagt að hækka krónuna strax og Bretar vildu leyfa það. Sömu afstöðu tóku þá Magnús Jóns- son atvinnumálaráðherra og Gísli Sveinsson, þeir töldu lög- gengi íslenzku krónunnar frxrm orsök dýrtíðarinnar, sbr. eftir- farandi setningu úr viðtali Magnúsar Jónssonar við Mgbl. 12. júlí 1941: ,,Ég er Gísla Sveinssyni alveg sammála, þar sem hann, í við- tali sínu við Mgbl. telur rangt gengi á íslenzku krónunni frum orsök meinsins. í samræmi við það er það fyrsta, sem sú nefnd stakk upp á, það, að stjórnin leitist við að fá þar gerða leið- réttingu á“. Snúningar Sjálfstæð- flokksins. Þanaig töluðu og skrifuðu, fulltrúar og blöð Sjálfstæðis- flokksins meðan vitað var að gengið var bundið af valdboði Breta. En svo leiðir hervernd Bandaríkjanna til þess að þess- um hömlum er af okkur létt og við fáum leyfi til að ráða gengi krónunnar sjálfir. Þetta var kunnugt nokkru eftir síð- ustu áramót og Alþýðuflokkur- inn lét það verða sitt fyrsta verk á þingi, að leggja fram frumvarp um að gengi krón- unnar skyldi hækkað. Það var vitað að ýmsir Framsóknar- menn myndu andvígir gengis- hækkun, en hitt kom mönnum á óvart eftir allt sem á undan var gengið að Sj álf stæðisflokk- urinn myndi algerlega bregðast í þessu máli. Þegar gengismál-' ið var afgreitt í fjárhagsnefnd neðri deildar lýstu allir full- trúar Sjálfstæðis- og Framsókn arflokksins sig mótfallna frum- varpi AlþýcJuflokksins uim hækkun krónunnar. Kommún- ---------........--- istar höfðu vitanlega ekkert annað um málið að segja, frek- ar en önnur hagsmunamál ís- lenzkrar alþýðu, en skæting um Alþýðuflokkinn. Sýndi það hug þeirra til málsins. í viðtali, sem Ólafur Thors átti við Mgbl. s. 1. laugardag tekur hann eindregið afstöðu gegn tillögunum um krónu- hækkun, svo að ekki verður lengur villzt um afstöðu hans til málsins. Hann tekur meira að segja svo til orða að Alþýðu- flokkurinn vilji ræna framleið- endur um eina krónu af hverj- um fimm með gengisbreyting- Unni. Ef þessi hugsanagangur Ólafs Thors væri réttur mætti alveg eins segja að flokkur Ólafs Thors hefði 1939 stolið einum fimmta af tekjum launþeganna með gengislækkuninni. Auðvit- að er hvorttveggja fáránleg fjarstæða, en svona röksemda- færslu leyfir forsætisráðherra íslands sé að nota í umræðum um örlagaríkustu jnál þjóðar- innar. Skulu nú „rök“ Ólafs Thors athuguð lítillega. Hverjir tapa og hverjir græða á gengisbækfcnn? Það er óneitanlegt að íslenzka þjóðin sem heild hvorki græðir eða tapar á gengisbreytingum, nema að því leyti sem um ó- beinar verkanir hennar er að ræða á framleiðslu þjóðarinn- BLAÐ KOMMÚNISTA, Þjóð- viljinn, birti í gær stóra kosningagrein um húsnæðis- vandræðin í Reyjavík. Fyrir- sögn hennar hljóðaði þannig: „Húsnæðisleysið í Reykjavík veldur hörmungum, sem ekki verður við unað. Krefjist tafar- laust róttækra aðgerða í hús- næðismálunum. Mótmælið van- rækslu þjóðstjórnarflokkanna. Fylkið ykkur um kröfur Sósíal- istaflokksins!“ í greininni sjálfri segir meðal annars: „Ástandið í húsnæðismálunum er orðið algerlega óþolandi. Sós- íalistaflokkurinn hefir látlaust barizt gegn þeirra glæpsamlegu vanrækslu, sem átt hefir sér stað í húsnæðismálunum. En það, sem hægt hefir verið að knýja yfir- völdin til að framkvæma í þessum málum, er svo gersamlega ófull- nægjandi, að auðséð er, að fólkið verður sjálft að taka í taumana. . Kröftugustu mótmælin gegn ófremdarástandinu í húsnæðismál- unum er glæsilegur sigur C-listans við kosningarnar. Það er um leið eitt lielzta ráðið til að knýja fram þær aðgerðir gegn húsnæðisleys- inu, sem Sósíalistaflokkurinn hef- ir barizt fyrir: Byggingar íbúðar- húsa, skömmtun húsnæðis og aðr- | ar slíkar.“ ar þegar frá líður. Hinsvegar valda gengisbreytingar tilfærslu á milli hinna einstöku stétta þjóðfélagsins. „Töpin“ í sam- bandi við gengishækkunina, sem talað er tnn, eru því að sama skapi „gróði“ annarra innlendra aðilja. Spurningin er aðeins hvemig á að skifta þessum töp- um og gróða niður á landsins börn. Tillögur Alþýðuflokksins gera ráð fyrir að töpin séu bor- in af stríðsgróðanum, ,að tekið sé nokkuð af þeirri eignaaukn- ingu stórstríðsgróðamannanna, sem orðið hefir beinlínis til við það að erlendur gjaldeyrir hef- ir verið keyptur af þeim of háu verði. Þessa peninga vill Al- þýðuflokkurinn nota til þess að bæta bönkunum upp þau töp, sem þeir verða fyrir og geta ekki sjálfir á sig tekið, og þeim fáu framleiðendum, sem fá svo lágt verð. fyrir vöru sína að þeir geta ekki borið gengishækk unina. Það er þessi skattlagning stríðsgróðans, sem Ólafi Thors er svo illa við, að hann fullyrð- ir að hún sanni að frmnvarp- Alþýðuflokksins sé aðeins fram horið til þess að sýnast. Rðksemdir Magnús-' ar Jónssonar. Það vill nú svo vel til að í áðurnefndt^ viðtali Mgbl. við Magnús Jónsson (meðan Bretar Framh. á 6. síðu. Svo mörg eru þau orð Þjóð- viljans. En í gær, sama daginn og þau birtast, var upplýst, að hlutafélög, skipuð áhrifamönn- um úr flokki kommúnista, eða Sósíalistaflokknum, eins og þeir kalla hann, þar á meðal að minnsta kosti einum manni úr miðstjórn hans, hefðu keypt tvö hús hér í Reykjavík, breytt í- búðarhúsnæði í öðru í skrifstofu þannig, að fjölskylda, sem þar bjó, varð að þrengja sér saman inn í eitt eldhús, en hrakið fjölskyldu, sem bjó í hinu, burt úr því, og leigt það Bretum! Þetta getur maður nú kallað samræmi milli orða og athafna! Þetta getur maður nú kallað umhyggju fyrir því að leysa húsnæðisvandræði •bæjarbúa! Það er ekki að furða, þótt kom- múnistar skori á þá að fylkja sér inn flokk þeirra, „Sósíalista- flokkinn“! * Vísir ber sig í forystugrein sinni í gær illa yfir þeim „post- ulum sundrungarinnar“, sem nú vinni hér í Reykjavík að óein- ingu og ósigri Sjálfstæðisflokks- Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.