Alþýðublaðið - 26.06.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.06.1942, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Samþykktir prestastefnunnar: Lýsti yfir samúð sinni með bárátta lorsku kirkjunnar. ^ * sUppskurður á Bataanskaga.i < ___:_____________■ 5 * S $ ! s s \ s s s s s s N í s s s s \ S s s $ S N f s s s s * s s s s s s s Þetta er ekki í nýtízku sjúkrahúsi í London eða New York; það er í tjaldi á Bataanskaga. Þekktur ameríkskur herlæknir, Schwarz, er að gera uppskurð á hermanni, sem fékk skot í hálsinn og varð máttlaus í öllum líkamanum af því. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. ins í kosningunum. Vísir segir meðal annars: „Flugumenn frá andstæðingum Sjálfstæðismanna ganga nú manna á milli í bænum og reyna að sá frækorni sundrungarinnar meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins til þess að veikja aðstöðu flokksins í kosningunum. Þeir reyna að etja einni stétt móti annarri, þeir reyna að rægja suma og lofa aðra, þeir reyna telja mönnum trú um ýms- ar kviksögur. Ef þeir einhvers staðar finna óánægðan kjósanda, er gengið á lagið og óánægjan not- uð til að færa sönniu’ á að rógur andstæðinganna um Sjálfstæðis- flokkinn sé á rökum byggður. ' Þessir rógberar skáka óspart fram, að formaður flokksins vinni aðeins fyrir sig og sitt fyrirtæki, að hann styðji þá til framboðs, sem honum séu fylgjandi, að nýj- um mönnum sé haldið til baka, að vissum stéttum sé ætíð haldið niðri, að sumir fái allt, en aðrir ekkert, og þar fram eftir götun- um. Allt þetta er prédikað nú hærra en áður til þes að dreifa eitri sundrungarinnar rétt fyrir kosningar og til þess að fá Sjálf- stæðismenn til að verða óánægða með sinn eigin flokk, í þeirri von að það geti dregið úr aðsókn að kosningumnn." Ekki er nú lýsingin falleg á ástandinu á kærleiksheimilinu því, sem kallað hefir verið Sjálf- stæðisflokkur. Enda þykir Vísi nú mikið við þurfa. Hann segir að endingu: „Samheldni, samheldni og ekk- ert annað en járnföst samheldni verður að vera orðtak hvers ein- asta Sjálfstæðismanns við þessar kosningar.“ Eitthvað er nú farið að hrikta í böndunum, sem halda þessum „bandaríkjum“ eða „flokki allra stétta“ saman, þegar slíkt neyð- aróp stígur upp frá brjósti for- sprakkanna! HANNES Á HORNINU Framh. af 5 s.íðu. skeyti um, að þetta sé um það bil að fást — og get ég glatt ykkur hér á Álftaneáinu með því, að þið munið fá rafmagn mjög fljótlega, eftir að búið er að stækka Sogs- stöðina, en það er ekki hægt fyrr. ER ÞINGMAÐRINN sleppti síðasta orðinu, var kallað úr saln- um: „Vill þingmaðurinn ekki kveikja?" Ólafur leit í kring um sig og síðan upp í loftið — og sjá: Úr loftinu héngu fallegar raf- magnsljósakrónur! — Álftnesing- ar , eru búnir að fá rafmagn frá Sogsstöðinni fyrir alllöngu síðan! ÞAÐ VIRÐIST sannarlega vera rétt, sem nú er viðkvæðið víða í Gullbringu- og Kjósarsýslu — og Guðmundur í. Guðmundsson sagði á Keflavíkurfundinum, að það veitir ekki af, að Ólafur hafi með sér vekjaraklukku á næstu þing- um. Hannes á horninu. HERNAÐARLEG ÞÝÐING FLUTNIN GANNA (Frh. af 5. síðu.) alls mannkynsins. Það er ljóst, að landamæri eiga ekki lengur að aðskilja ríki þannig, að hvert hokri út af fyrir sig, þegar um sameiginleg hagsmunamál get- ur verið að ræða. Og ef Banda- menfn læra alf relynslu þessa stríðs, geta þeir notað skip sín, járnbrautarlestir, vagna og flug vélar til þess að flytja þjóðirn- ar nær hver annarri, sameina þær í stað þess að stmdra þeim — til þess að búa mannkyninu frið og gæfu. 100% ÚTSVARSHÆKK- UN á launastéttunum — og bann við kauphækkun þeirra! — Lækkun á eignaskatti milljónaeigendanna! Mót- mælið slíku ranglæti! — Kjósið A-listann! PRESTASTEFNAN, sem nýlega er afstaðin hér í Reykjavík minntist norsku kirkjunnar og þeirra erfiðleika, er hún tti við að stríða. Sam- þykkt var svohljóðandi samúð- arkveðja, er send skyldi norska ræðismanninum hér í Reykja- vík: „Prestastefna íslands sendir norsku systurkirkjunni inni- legar árnaðarkveðjur, og um leið og hún lýsir yfir samúð sinni í yfirstandandi þrenging- um, biður hún hinni norsku kirkju, þjónum hennar og þjóðinni í heild blessunar guðs og bjartrar framtíðar.“ Tillaga frá séra Jakobi Jóns- syni, varðandi sjómannastofur, var samþykkt svohljóðandi: „Prestastefna íslands álykt- ar: a) Að full nauðsyn sé á stofnun ísl. sjómannastofu í enskum hafnarbæ og lýsir gleði sinni yfir þeim undirbúningi, sem þegar er hafinn að fram- kvæmd málsins. b) Að hin sama nauðsyn sé á sjómanna- stofu í Reykjavík og í helztu verstöðvum landsins. c) Að kirkjulegt starf sé sjálfsagður þáttur í starfsemi sjómanna- stofu bæði hér heima og er- lendis. d) Að það sé skylda íslendinga að fara að dæmi annarra þjóða og styrkja eftir megni þjóðræknisstarfsemi landa sinna erlendis. Með skírskotun til þessarar ályktunar, beinir prestastefnan þeirri ósk til kirkjustjórnar- innar, að hún athugi möguleika á því að ráðinn verði prestur til þjónustu við hina væntan- legu sjómannastofu í Englandi, og hafi hann jafnframt á hendi guðsþjónustustörf meðal landa í London, eftir því, sem við vrður komið. Prestur þessi sé launaður af ísl. ríkinu. Ennfr. athugi kirkjustjórnin mögu- leika á stofnun sjómannastofu í Reykjavík og hvernig rekstri hennar verði bezt fyrir komið. Sér það gert í samvinnu við aðra hlutaðeigandi aðila og á- hugamenn, sem áður hafa unn- ið að þessum málum.“ Tillaga varðandi æskulýðs- starfsemi var og samþykkt, er hljóðar svo. „Með því að prestastefnan telur kristilegt starf meðal æskulýðsins einna þýðingar- mesta þáttinn í starfi kirkjunn- ar og telur sjláfsagt, að hver prestur beiti sér fyrir því eftir megni innan verkahrings síns — ályktar hún að kjósa tvær 3ja manna nefndir til þess að vra til aðstoðar í því efni. 1. Suhnudagaskólanefnd, er aðstoði og leiðbeini þeim, er þess óska, að því er snertir lexíuval fyrir skólana og útveg- un mynda og annarra tækja. Nefnd, er sé þeim, er óska, til aðstoðar við útvegun bóka og annars hentugs efnis til efnis til notkunar er í sam- bandi við starfið fyrir ungt fólk um dg yfir fermingaraldur. Avarp presíastefa- ■aoar íi! isieazki pjóðariinar. P RESTASTEFNA hinn- ar íslenzku þjóðkirkju vill beina því til þjóðarinn- ar allrar, að aldrei hefir verið brýnni þörf á því en nú á þessum viðsjálu og háskalegu tímum, að þjóðin skilji gildi kirkjxmnar bæði í trúarlegum og menning- arlegum efnunt og styðjí málefni hennar með áhuga- sömu starfi innan safnað- anna, þar! sem vér erum fullvissir þess, að andi Jesú Krists og kraftur starfandi trúar eru þess einir megn- ) ugir , að skapa íslenzku þjóðinni þann samhug og siðferðilegu festu, sem er skilyrði farsældar og gró- andi þjóðlífs. Ennfremur skorar presta- stefnan á alla, sem aðstöðu hafa að beita sér fyrir því, að krist- indómsfræðslu í skólum lánds- ins verði komið í það horf, sem vera ber. Varðandi bindindismál var þessi tillaga samþykkt: Prestastefna íslands heitir á alla góða íslendinga að vinna gegn áfengisnautn í landinu og skorar á ríkisstjórnina sérstak- lega með tilliti til ríkjandi á- stands og dvalar erlends hers í landinu að sjá um, að áfeng- isverzlun ríkisins verði ekki opnuð á ný.“ Erlendir prestar heimsóttu prestastefnuna sem snöggvast síðari daginn, sem hún starf- aði. Voru það 6 ameríkskir prestar og einn norskur prest- ur. Sá, er orð hafði fyrir þeim ameríksku prestunum, lagði fram ávarp á íslenzku, er hér fer á eftir: „Háæruverðugi biskup, Sig- urgeir Sigurðsson og meðlimir Synodus íslands. Mætti mér leyfast fyrir hönd hershöfð- ingja míns, Major-General Charles H. Bonesteel og presta hans í her Bandaríkjamanna, að bera yður, virðulega sam- koma, vorar einlægustu kveðj- ur og árnaðaróskir um gæfu- ríkt starf fyrir köllun yðar. Bandaríkjaþjóðin er stolt yf- ir trúararfi sínum, sem hún að nokkru leyti hefir hlotið fyrir brautryðjendastarf íslenzku þjóðarinnar, en með henni hafa mótazt hugsjónir slíkar sem — frelsi, réttlæti og miskunn- semi, háleit markmið kristinna þjóða um víða veröld. Hugðar- efni vor, vonir og bænir eru sprottnar af hinu sama kristna þeli, og ásamt yður munum vér glaðir fagna þeim degi, er friður og góðsemd drottnar á Föstudagur 26. júní 1942. Magnús Jónsson neon Ólafi Thors Framh. af 4. síðu. bönnuðu hækkun krónunnar) er að finna svar við öllum þeim mótbárum, sem Ólafur Thors kemur nú með gegn gengishækk uninni. Er því réttast að leiða hann sem vitni gegn Ólafi Thors, þar sem áður er búið að leiða Ólaf sem vitni gegn sjálf- um sér. Mgbl. spyr Magnús Jónsson: „En bankarnir? spyrjiun vér. Þola þeir skellinn af verðfalli á þeim milljónum punda, sem þeir eiga nú? M. J. yptir öxlum(!): Það er búið sem búið er. Það er búið að kaupa milljónir punda fyrir 26.22 og það verður ekki aftur tekið. Nokkuð af þessu hefir líka verið „bimdið“ í Englandi á reikningi útflytjenda, og þeir fá hallami á því. En það er ÓBIFANLEG sannfæring mín, að af þessu kemur skellur fyr eða síðar, hvernig sem að verð- ur farið. Það þýðir ekki að bíða þess vegna“. iSíðan ræðip Magnús Jónsson hvernig eigi að bera skaðann og segir: Sanngjarnt væri, að þeir bæru skaðann, sem hafa haft hagnaðinn af þessari röngu skráningu pimdsins“. Þarna koma fram nákvæm- lega sömu sjónarmiðin, sem liggja til grundvallar frumvarpi Alþýðuflokksins. Það má vera að Ólafur Thors vilji segja að þetta hafi- allt saman verið loddaraleikur hjá Magnúsi Jónssyni samráðherra og flokksbróður hans, í því skyni sendur að blekkja kjósendur. Ég held þó að svo sé alls ekki. Ég held að Magnús Jóns- son hafi meint þetta ærlega þeg- ar hann skrifaði þetta og ætlað að berjast fyrir þessu í flokki sínum. En hann hefir bara ver- ið algerlega ofurliði borinn af Ólafi Thors og klíku hans. Hags munir stórútgerðarinnaú hafa sem fyr haft yfirhöndina í Sjálfstæðisflokknum; hagur launastéttanna og sparifjáreig- enda hefir verið fyrir borð bor- inn í æðsta ráði flokks „allra stétta“ — eins og ver julega — og þess vegna þegir Magnús Jónsson nú um gengismálið, síðan hægt var að hækka krón- una. MUNIÐ 15% SKATTINN, sem íhald og Framsókn ætl- uðu að setja á laun verka- manna í setuliðsvinnunni. — Alþýðuflokkurinn stöðvaði þá fyrirætlun í bili. — Kjós- ið A-listann! GLEYMIÐ EKKI AÐ MÓTMÆLA kúgunarlögun- um! Kjósið A-listann! ný yfir hjörtunum, og hand- leiðsla hins mikla læriföður tengir oss í eitt bræðralag. Megi ráðstefna yðar bera ávöxt og stuðla að því, að kristin trú og hugsjón falli öllum í skaut. Verið þess viss- ir, að dvöl vor hér, sem hefir leyst yður undan óþægindum alheimsstyrjaldar, er í því einu skyni, að friður og hamingja megi senn á ný ríkja um allan heim.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.