Alþýðublaðið - 26.06.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.06.1942, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. júni 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 Framboðsfundur í Mafnarfirði verður haldinn í leikfimishúsi Barnaskólans laugardaginn 27. þ. m. kl. 8V2 eftir hádegi. Fr amb j óðendur. iBkrifstofa Alþýðuflokksins í Hafnarfirði er í Austurgötu 37, sími: 9137. Látið skrifstofuna vita um Alþýðuflokksfólk, sem dvelur utan bæjar eða sem verður að heiman á kjördag. Hjartans þakklæti færi ég öllum þeim, sem heim- sóttu mig og sýndu mér vináttu á margvíslegan hátt á sextugsafmæli mínu 22. þ. m. — Dagurinn varð mér ógleymanlegur. — Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Jónsdóttir. íslandsmótið: Frana wann K. R. með 2 mðrkum gep 1. \ Bærinn í dag. \ Næturlæknir er Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. ÚTVARPIÐ: 12,10—13,<O0 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 10,25 Hljómplötur: Harmóníku- lög. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Um sprengiefni (Bjami Jósepsson cand. polyt.). 20,55 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett. Op. 74, nr. 2, F- dúr, eftir Haydn. 21,10 Erindi: Frá Hornströndum fyrr og nú, I (Þorleifur Bjarnason kennari). 20,30 Hljómpjötur: Endurtekin lög. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Maria Gerharda, príórinna við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, andaðist nýlega. Hafði hún verið príórinna við spítalann í Hafnarfirði í ’fjögur ár. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofim sína Oddný Guðmundsdóttir, Ás- vallagötu 17, og Pétur Steinsson, Hringbraut 52. Fimmtugur er á morgun Finnbogi Jónsson, Hellisgötu 3, Hafnarfirði. Finnbogi hefir stundað verkamannavinnu í Hafnarfirði mörg undanfarin ár og er trúr og dyggur verkamaður og sómi sinnar stéttar. TÉKKNESKT ÞORP Framh. af 3. síðu. inu frá Prag í gær. Er svo að sjá, að ógnaröldinni hafi ekki létt, þótt nazistar hafi fundið banamenn Heiderichs (að því er þeir sjálfir segja). íbúamir í þorpi þessu, sem nú er ekki lengur til, voru ákærðir um að hafa hjálpað fallhlífar- hermönnum, sem áttu að hafa aðstoðað við dráp Heiderichs. Auk þessa fjöldamorðs hafa Þjóðverjar drepið 18 manns í Prag og 12 öðrum stöðum í landinu. Er áreiðanlegt, að yfir 1000 manns hafa varið drepnir, síðan Heiderich var drepinn utan við Prag. SÉRA SVEINBJÖRN (Frh. af 2. síðu.) fyrir störf í byggingarnefnd Há- skólans. Það sýnist vera orðin full þörf á því fyrir sra Sveinbjörn að fara að losa sig við þetta „mjólkurklerks“ embætti, þar sem þetta bætist nú við þann árangur af starfi hans þar, að honum hefir tekizt að espa alla neytendur og viðskiptamenn Samsölunnar gegn fyrirtækinu. Vanhagi hann um eitthvað ,,bí- starf“ í staðinn, sýnist vera til- valið að stofna handa ,honum nýja nefnd, siðgæðis- og bind- indismálanefnd, þár sem hann ætti að hafa nærtækara starfs- svið. Æfing í kvöld kl. 7 hjá meistara-, Í. og 2. flokki. — Mætið allir! Skattar Kveldnlfs. Frh. af 2. síðu. því upp í opið geðið á Reykvík- ingum, sem verða almennt að greiða allt að 100% hærri út- svör nú en í fyrra, að skattar og útsvar Kveldúlfs í ár nemi þó meiru, en þeir hefðu numið ef lagt hefði verið á hann eftir sömu reglum og þá var gert, þegar 4—5 milljónum af gróða hans var skotið alveg undan tekjuskatti og útsvarið ákveðið mikið meira en einni milljón lægra en það átti að vera! Fyrr má nú vera blygðunar- leysi hjá Morgunblaðinu og S j álfstæðisflokksf orsprökkun- um, en að þeir séu að þakka Kveldúlfi það, að hann skuli nú greiða svo að segja nákvæmlega sömu upphæðina og í fyrra, þegar aðrir verða að greiða allt að 100% hærra útsvar en þá! Vettiingatokin á stríðspróðanum. En í þessurn samanburði á skatta- og útsvarsgreiðslum Kveldúljs 1941 og 1942 kemur einmitt jram aðalatriðið í öllum umræðunum um skattlagningu stríðsgróðans. í jyrra var stór- útgerðinni leyjt að sajna tugum milljóna í varasjóði. Maður skyldi því halda, að tími hejði nú verið kominn til þess, að skattleggja stríðsgróðann, sem stöðugt heldur ájram, svo um munaði. En hin nýju skattalög Ólajs Thors og Eysteins Jóns- sonar eru bara þannig, að það eru ekki nema í hæsta lagi 60% stríðsgróðans, sem tekin eru í skatta og útsvar samanlagt. Það eru allar ejndirnar á lojorðun- um um að taka hann úr umjerð. En því rækilegar er almenningi látið blæða, eins og útsvörin í Reykjavík í ár sýna. Sjálfstæðisflokk- urinn hefir ekki til einskis ver- ið í flatsænginni hjá Framsókn, og hann efir sannarlega kunn- að að notfæra sér hinn hreina meirihluta, sem hann hefir nú í fyrsta sinn í niðurjöfnunar- nefnd. En Reykvíkingar munu á kjördegi líka kunna að kvitta fyrir það, sem að þeim hefir verið rétt. Krlstilegt möt ð Akranesi. 400 fastir Oátttabendnr. KOSNING framkvæmda- nefndar Stórstúkunnar fór fram á þingfundi í fyrra- kvöld, og hlutu kosningu: Kristinn Stefánsson stór- templar. Árni Óla, stórkanzlari. Þóranna Símonardóttir frú Stvt. Jóh. Ögm. Oddsson stórritari. Jón Magnússon stórgjaldkeri. Hannés J. Magnússon Stgu. Petur Sigurðsson stg. löggjafar- starfs. Margrét Jónsdóttir st. fræðslustjóri. Sigfús Sigurhjart- arson Stkap. Gísli Sigurgeirs- son st. þegur. Dómnefnd var endurkosin og eiga allir nefndarmenn heima á Akureyri, , nema stórtemplar, sem er oddamaður. í fjármálanefnd voru kosnir Þórður Bjarnason, Gissur Páls- Skaðabðíamáliö. Frh. af 2. síðu. leggjast í götuna. Þá og þar kippti Ólafur með nýju átaki vinstri hendi Lárusar upp á bak í þeim tilgangi, að því er hann segir, að fá Lárus til að rísa upp og halda áfram, en Þorkell hélt jafnframt hægri hendi Lárusar upp á bak. Við þetta átak brotn- aði vinstri handleggur Lárusar rétt fyrir ofan olnboga, og var Lárus síðan fluttur í sjúkrahús. Brotið reyndist mjög erfitt við- fangs — og var þarna um svo kallað vindubrot að ræða. Varð Lárus að liggja í sjúkrahúsi frá 21. janúar til 10. marz. Lárus hélt því fram í málinu, að handtakan hefði verið ólög- mæt og meðferðin á honum hrottaleg. Hinir stefndu héldu því hins vegar fram, að brotið skapi ekki rétt til skaðabóta, þar sem lögregluþjónarnir voru að skyldustörfum sínum — og að Lárus yrði því sjálfur að bera tjón sitt. Við málsmeðferðina skýrði Lárus svo frá, að hann hefði dvalið í Hótel Heklu og beðið eftir manni þennan dag. Frá kl. 2Vá—6 kvaðst hann hafa drukk- ið sem svaraði 1 pela af brenni- víni, kl. 6—7Vá, sem svaraði hálfum lítra af útlendu öli og loks nokkra íslenzka ,,bjóra“. Kl. 11 um kvöldið, þegar mað- urinn kom ekki, fór Lárus út, en þá varð á vegi hans amer- íkskur sjóliði, sem var að gefa viðstöddum dollara. Vildi Lárus hjálpa sjóliðanum og fá hann heim með sér til þess að gefa honum kaffi. Reisti Lárus sjó- liðann við, en í því kom amer- íkski lögregluþjónninn. Lárus kveðst sjálfur hafa að- eins lítils háttar fundið á sér — en lögregluþjónarnir héldu því fram, að hann hefði verið áber- andi drukkinn. Lárus gat þess í málinu, að þegar hann hefði verið hand- tekinn, hefði hann sagt við lög- regluþjónana: „Er ykkur ljóst að þið eruð að fremja lagabrot? Munið þið eftir dómnum í máli Karls Jónssonar læknis?“ í niðurstöðum dómsins er á það bent, að í „dagskipan“ lög- reglustjóra sé m. a. brýnt fyrir lögregluþjónunum að fara var- lega. Enn fremur sé það upp- lýst, að Valtýr Albertsson lækn- ir, sem undirbýr lögregluþjón- ana í starfi þeirra, hafi brýnt fyrir þeim að nota ekki baktök, nema í neyðarvörn. Leit dómarinn svo á, að fram- ferði lögregluþjónanna hefði verið harðneskjulegt úr hófi fram — og að þeir hefðu gerzt brotlegir í starfi sínu. Hins veg- ar voru þeir ekki dæmdir fyrir það að hafa tekið Lárus Jóhann- esson hæstaréttarmálaflutnings mann úr umferð. Félagsblað K.R. er nýkomið út. Efni: Fimleika- sýning K.R., Frá sundflokknum, Handknattleiksmót íslands, Létt- ara hjal, Tveir íþróttagarpar þrí- tugir, Bezta met íslendinga, Frétt- ir frá Í.S.Í. o. m. fl. 51 árs er í dag Eggert Th. Grimsson, verkamaður, Hverfisgötu 104 C. 1 / sön Hjörtur Hansson, Jón Haf- liðason og Þorst. Þorsteinsson kpm. FRAM vann K.R. með 2 : 1 í bráðskemmtilegum leik í gærkveldi. Öll mörkin vord sett í fyrri hálfleik og bæði mörk Fram úr hornspyrnu. Virtist dómarinn þó vera í vafa um annað til að byrja með, því að hann dæmdi ekki mark-fyrr en knötturinn var kominn aftur út á völl. Þennan hálfleik lék Fram undan vindi og var í harðri sókn. í síðari hálfleik lék K.R. und- an vindi og var í stöðugri sókn. Gerðist meiri hluti leiksins við vítateig Fram. Lá oft nærri, að mark yrði hjá Fram. K.R. fékk í þessum hálfleik* tvær horn- spyrnur á Fram, en þær mistók- ust báðar hrapallega. Björgvin Schram lék nú með K.R. í fyrsta skipti í sumar. Var hann miðframherji í stað Þórðar Pétúrssonar og gerði enga lukku. Dómarinn var mjög óviss, en það mun að mestu hafa verið að kenna öðrum línuverð- inum, sem ekki var starfi sínu vaxinn. Nú standa leikar svo, að Fram hefir 6 stig, K.R. 4 stig, Valur 4 stig, Víkingur ekkert stig. Á sunnudaginn keppir K.R. við Víking og á mánudagskvöld Valur við Fram. Ef K.R. vinnur Víking og Valur Fram, verða fé- lögin 3 jöfn og verða að keppa aftur, en ef Fram vinnur Val, þó ekki væri nema með jafn- tefli, hefir Fram unnið mótið. VERÐL AUNIÐ EKKI hina neikvæðu pólitík kom- múnista! Kjósið Alþýðu- flokkinn — A-listann! Worm-Miiller pré- fessor flytar fjöra fyrirlestra. W)RM-MULLER pró- fessor byrjar fyrir- lestra sína á sunnudags- kvöld. Þá gengst „Normannslaget“ hér fyrir fyrirlestri, sem pró- fessorinn flytur í kvikmynda- salnum á horni Barónsstígs og Skúlagötu kl. 9. Talar prófessor- inn um „Þróun ófriðarins og þær kröfur, sem styrjöldin ger- ir'til Norðmanna“. Allir Norðmenn og vinir Noregs eru velkomnir. Norræna félagið hér hefir fengið prófessorinn til að flytja þrjá fyrirlestra á þess vegum. Verða þeir allir fluttir í Hátíða- sal Háskólans. Á mánudagskvöld talar pró- fessorinn um: Innrás Þjóðverja í Noreg og tímabilið þar til Quisling tók við völdum. Á þriðjudagskvöld talar hann um: Tímabilið frá því að Quisling tók við völdum og til þessa dags. Á miðvikudagskvöld talar hann um: Skipulag norska hersins ut- an lands og þýðingu hans og kaupskipaflotans. Aðgöngumiðar að öllum þess- um fyrirlestrum verða seldir í einu í Bókaverzlun Eymund- sonar og ísafoldar. Aufllýsið i AiÞýðublaðinu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.