Alþýðublaðið - 26.06.1942, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 26.06.1942, Qupperneq 8
AM>r«WSlAD»P Föstudagur 26. júní 1942» T VETUR var skyndilega * tekið upp á því, að lesa þingfréttir í hádegisútvarpinu. Maður nokkur kom að máli við Helga Hjörvar og spurði, — hverju þessi nýlunda sætti. ,pað er gert jyrir þingmenn- ina,e' svaraði Helgi, „til þess að þeir fái líka að vita, hvað ger- ist í þinginu.“ * NORÐMARÐUR SEGIR FRÁ: NOKKRUM árum fyrir stríðið sátu Breti, Norð- maður og Þjóðverji við glas og sögðu sögur. Þeim kom saman um það, að sá, sem segði fjar- stæðustu lygasöguna, skyldi fá whiskyflösku í verðlaun. Þjóð- verjinn fékk að byrja og sagði: „Það var einu sinni þýzkur séntilmaður......“ Þá ýttu Bretinn og Norð- maðurinn til hans flöskunni: „Gerið þér svo vel. Þér haf- ið unnið verðlaunin.“ BLEFKEN, sá er samdi hina illræmdu íslandslýsingu (um 1600), segir m. a.: „Á ís- landi eru hvítir úlfar og hvít- ir birnir; fuglar eru þar fáir nema sjófuglar og hrafnar, sem stundum eru hvítir. Þar eru á- gætir fálkar, og eru sumir hvít- ir, og veiða Spánverjar og Portúgalsmenn þá með miklum kcstnaði. Ár eru margar og fiskisælar, og veiðast í þeim laxar, silungar og styrjur.“ (Þorv. Thoroddsen). * FORNAFN Blefkens var Dithmar. Um hann voru ort ógrynnin öll af níði, m. a. þetta: Dithmar Dithmar Dythmar Dithmar Dithmar Dithmar Dithmar Dithmar dári vottast, lygapyttur, dreggjapottur, frjósi og svitni, drussi réttur ' innan slitni, drafni og rotni, eigi rytmum. HALLUR lögmaður Björns- " son (á fyrri hluta 17. ald- ar) kastaði fram þessari stöku við ekkju manns, sem honum hafði ekki alls kostar líkað við: Kroppurinn liggur í kistu af tré kann ei lengur bramla. En hvar heldurðu’ að sálin sé, . seimaþöllin gamla? ur margt gott af sér leiða hér í sveitinni. En reyndar er hún fremur lítið gefin og ekki ýkja skemmtileg. — Hvernig líður bróður yð- ar? spurði ungfrú Pála. Herra Glover var aðstoðar- prestur í Leanham, sem var um mílu vegar frá Court Leys við Tercanbury Road, og ungfrú Glover hafði verið ráðskona hjá honum frá því hann tók við embættinu. — Honum líður ágætlega. Auðvitað áhyggjufullur út af klofningnum í sókninni. Þér vitið, að verið er að byggja nýja kapellu í Leanham. Það er hræðilegt. — Herra Craddock var eitt- hvað að minnast á þetta við hádegisverðinn. — Ó, var hann hérna. Eg átti ekki von á, að hann va ri svona mikill kunningi ykkar. — Eg býst við, að hann sé hérna enn þá, sagði ungfrú Ley —- hann hefir að minnsta kosti ekki komið inn til að kv éja. Ungfrú Glover horfði á hanr með töluverðri undrun. Er. ung- frá Pála kærði sig ekkert um að flýta sér aö útskýra málið. — Og hvernig líður Bertu? spurði ungfrú Glover, sem aldrei ræddi um annað en al- gengustu hluti. — Auðvitað er hún í sjöunda himni af gleði. — Ó, sagði ungfrú Glover og botnaði ekki neitt í neinu, hafði ekki minnstu hugmynd um, — hvað ungfrú Ley átti við. Hún var dálítið smeyk við ungírú Pálu, enda hafði bróðir hennar látið í ljós ótta um, að hún væri heimskona. En ungfrú Glover gat ekki annað en borið virðingu fyrir konu, sem bæði hafði verið í London og á megin- landinu, sem hafði hitt Dean Farrer og séð ungfrú Maríu Cor- elli. — Auðvitað, sagði hún. — Berta er ung og kann að njóta lífsins. — Eg vona, að hún verði hamingjusöm. — Þér híjótið að láta yður mjög annt um framtíð hennar, ungfrú Ley. — Alls ekki, sagði ungfrú Páia. — Hún er sinn eigin hús- bóndi og fyllilega sjálfri sér ráðandi. Og auðvitað á hún mest á hættu sjálf. — Eg skil yður því miður ekki, sagði ungfrú Glover. — Hvað er það, sem ungfrúin á á hættu? — Hjónabandið, vina mín! — Ætlar Berta að fara að gifta sig? Ó, kæra ungfrú Pála, lofið mér að óska yður til ham- ingju. En hve þér hljótið að vera hamingjusamar! — Kæra ungfrú Glover. revn- ið að vera rólegar. Og ef yður ’angar Lí að óska einhverjum | t:' hamingju, þá óskið Bertu til liamingju, en ekki mér. | —- Fn múr þykir svo vænt um það, ungfrú Pála, að Berta skuli vera að gifta sig. Charles verður glaður, þegar hann fréttir það. — Öún ætlar að giftast Eð- varði Craddock, sagði ungfrú Pála þurrlega, til þess að koma í veg fyrir þetta orðaflóð. — Ó, það var eins og and- litið dytti af ungfrú Glover, og hana setti dreyrrauða. Þegar hún hafði náð sér, sagði hún: — Yður er ekki alvara, vona ég- — Þér virðist verða undrandi, kæra Glover, sagði ungfrú Pála og glotti meinlega. — Eg er undrandi. Eg hélt, að þau þekktust ekki. Og auk þess .... ungfrú Glover hætti í miðju kafi. — Og auk þess hvað? spurði ungfrú Pála byrst. — Jæja, auðvitað er herra Craddock ágætur maður, og mér geðjast ágætlega að hon- um, en mér hefði ekki fundizt hann samboðinn Bertu. — Það er undir því komiðy hvað þér eigið við með orðinu „samboðinn,“ sagði ungfrú Pála. — Eg var að vona, að ungfrú Berta a;tlaði að giftast herra Brarderton frá Towers. — Hm, sagði ungfrú Pála, sem var ekki sérlega hrifin af þessum nágranna i sínum. — Eg veit ekki hvað sá góði maður hefir fram yfir aðra menn ann að en sérstaklega heimska for- feður, og tvær eða þrjár þús- undir ekra iands, sem ekki er hægt að gera sér neitt verð úr. — Auðvitað er herra Crad- a NÝJA Bfð ■ ðlfnriat kemur til bjðipar |The Lone Wolf meets a Lady Spennandi og æfintýra- rík leynilögreglumynd Aðalhlutverkin leika: WARREN WILLIAM, JEAN MUIR. Sýnd klukkan 5, 7 og 9.| Síðasta sinn. ■ OAMLA Bfð „Sunny** Ameríksk söngmynd með Anna Neagle, John Caroll, Edward Everett Horton Sýnd kl. 7 og 9. dock mætur maður, hélt ung- frú Pála áfram, sem nú var farin að óttast, að hún hefði sagt of mikið. — Og ef þið eruð ánægðar, ætti öðrum ekki að þurfa að koma það við. — Eg er alls ekki ánægð, — sagði ungfrú Pála, en ég er ekki svo heimsk, að ég fari að fetta fingur út í það. Konur, sem ekki þurfa að vera upp á aðra Framh.-sýning kl. 3Vz-6Vz DÝRLIN GURINN ENN Á FERÐINNI Leynilögreglumynd með Hugh Sinclair. Bön fá ekki aðgang. komnar, ættu ekki að skipta sér af hjónaböndum. — Nei, það er hlutverk kirkj- unnar. Iljónabandið er guðleg stofnun. — Eg hefi alltaf haldið, að hjónabandið væri stofnun, sem aðallega snertir dómarana, — þegar skilnaður fer fram. Þessu svaraði ungfrú Glover engu. — Haldið þér, að þau verði VI8ÐLAÐNAK1SA bragð ánnarra katta og hann gæti selt hana háu verði og fengið mikla peninga fyrir hana. Var það ekki óbærilegt? Beta viási ekki, hvað nú skyldi taka til bragðs. Hún hljóp heim grátandi og stökk rakleitt inn í eldhús, þar sem mamma henn- ar var að baka kökur með kaff- inu. „Mamma, mamma! Það er búið að stela Snotru. Þeir fóru með hana burt í bílnum! — Ó, mamma! Kisa lítur aldrei glað- an dag eftir þetta! Og svo er sýningin á morgun!“ Mamma tók Betu í fang sér og huggaði hana. Hana tók þetta líka mjög sárt, því að henni þótti vænt um Snotru ekki síður en Betu. „Vertu ekki að gráta, góða mín,“ sagði hún. „Við höfum einhver ráð með að ná henni aftur. Eg skal hringja á lög- reglustöðina og segja lögreglu- þjónunum allt um Snotru. Og þeir hafa uppi á þrjótunum og. færa þér Snotru þína aftur.“ „En heldurðu að þeir finni hana í tæka tíð fyrir sýninguna,. mamma mín?“ spurði Beta. „Ég veit það ekki, væna mín, en við skulum vona það,“ sagði mamma hennar. „En tókstu eft- ir númerinu á bílnum?“ „Æ, mamma, ég athugaði ekki að gæta að því,“ sagði Beta. „Eg var alltaf að hugsa um Snotru og gleymdi öllu öðru. Æ, skelfing var ég heimsk að taka ekki betur eftir bíln- um! Eg man ekki einu sinni,, hvernig hann var litur.“ „Þetta var nú verri sagan,**1 sagði mamma hennar. „En sjá- um nú til. Nú fer ég og hringi á lögreglustöðina.“ Beta var alveg eirðarlaus. — Hún hafði ekki einu sinni lyst á kökunum, sem mamma henn- ar var að baka. Hún gekk úr einum stað í annan og var allt- af að hugsa um Snotru og brjóta heilann um, hvar húra væri niður komin. Ora eia Ae TONI PASSES THE WINPOW, SOORCHY’S /HISSILE CATCHES H£l? ÖN THE HBAD. \ HTNDASAai Þegar Tóní fer fram hjá glugganum, lendir samanbrotið blaðið, sem Örn kastaði, í höfð- inu á henni. Tóní: Hvað er þetta? Tóní (hugsar): Er Vilbur að leika sér, eða húsbóndi hans að gefa mér merki um að flýta mér? Tóní (hugsar): Það þarf ekki að reka á eftir mér héðan burt. Hver veit hvað karlinn hefir ætlað sér?

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.