Alþýðublaðið - 27.06.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.06.1942, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. júní 1942. ALI> YÐUBLADIÐ Mennirnir í Hvíta húsinu. Enn engin stórorrusta í Egyptalandi, Þýzki herinn i | 50 km. frá Merza Matrnh. Loftárás á Tobruk. LONDON í gær. ENN HEFIR EKKI komið til stór- orrustu milli aðalherja Breta og Þjóðverja í Egyptalandi, en aðeins framvarðasveitir hafa átzt við. Her Rommels var í gærkveldi um 50 km. vestur af Mersa Matruh, eða 140 km. innan við landamærin. Nálgast hann borgina stöðugt. Aðalher Þjóðverja er skammt á eftir framvarðasveitunum, og er hann í ná- munda við járnbrautina meðfram strönd inni. Bretar fá nú liðsauka frá 9. hem- um, sem hefir aðsetur sitt í Palestínu og Sýrlandi. Flugherir beggja hafa haft sig mjög í frammi og gert margar árásir á her- Mennirnir, sem ræðast við í Hvíta húsinu í Washington dag og nótt, eru án efa að taka ák varðanir, sem eru vísir að við-burðum, sem lengi verður minnzt í sögunni. — Þessi mynd v ar tekin af þeim Roosevelt og Churchill á síðasta fundi þeirra. Þúsund flugvélar gera árás á Bremen. Izyum á valdi Þjóðverja ? LONDON, í gærkveldi. ÞJÓÐVERJAR hafa skprt frá því í útvarpsfréttum sínum, að her þeirra í Ukrainu hafi náð borginni Izyum á sitt vald. Er hún við ána Donetz, skammt suðaustan við Khar- kov. Her sá, sem sækir fram undir stjórn von Bocks í Ukra- inu, mun vera allt að hálfri milljón manna. Þjóðverjar sækja hægt og hægt að Sevastopol, en vörn Rússa er hin sama og er mann- tjón Þjóðverja geysilegt. Þeir hafa sent þrjár nýjar herdeild- ir inn í bardagana og er ein þeirra rúmensk. Rússneski Svartahafsflotinn hefir enn aðstoðað setuilðið í Sevastopol á margan hátt. Flug- herir beggja aðila hafa haft sig mjög í frammi og gert fjölda- margar árásir í allstórum stíl. Litvinov teknr Játt í viðræðunam í Borgin brann enn í nött, tólf klukkustundum eftir árásina. Bretar misstu 52 flugvélar. LONDON í gær. YFIR 1000 BREZKAR, pólskar, tékkneskar, hollenzkar og kanadiskar sprengjuflugvélar gerðu í fyrrinótt þriðju stór- árás þessa stríðs á þýzku hafnarborgina Bremen. Árásin stóð að- eins 75 mínútur, en fjöldi flugvélanna svo mikill, að þær fyrstu urðu að leggja af stað, áður en dimma tók, en hinar síðustu komu ekki úr árásinni fyrr en í aftureldingu. Veður var ekki eins gott og það hefði getað verið, skýjað en þó tunglskin. Þegar sumar flugvélarnar komu yfir borgina, sáu flugmenn þeirra aðeins rautt eldhaf í gegn urn skýjarofin. Geysilegir eldar komu upp í borginni, og tjónið var óskaplegt. Þegar brezkar könnunarflugvélar flugu yfir Bremen seint í gærkveldi, logaði enn í borginni, þótt þá væru liðnar meira en 12 klukkustundir frá árásinni. WASHINGTON, í gærkveldi. STEVEN EÁRLY, einkaritari Roosevelts forseta, hefir sagt frá því, að Rússar hafi tek- ið þátt í öllum viðræðunum, sem farið hafa fram í Washing- ton undanfarið. Hefir Litvinov, sendiherra Sovétríkjanna í Bandaríkjunum, tekið þátt í þeim fyrir hönd lands síns. Veðrið var hagstætt fyrir orrustuflugvélar Þjóðverja, enda notuðu þær sér það óspart og komu í stórhópum til árása á sprengjuflugvélarnar. Sumar þessar orrustuflugvélar voru skotnar niður af skyttum sprengjuflugvélanna, en oft var líka leikurinn öfugur. 52 af á- rásarflugvélunum komu ekki aftur til stöðva sinna. Bremen er önnur stærsta hafnarborg Þýzkalands og hin mikilvægasta iðnaðarborg þar að auki. Þar eru hinar frægu Focke-Wulf flugvélaverksmiðj- ur, sem framleiða bæði hinar nýju FW—190 orrustuflugvélar og Kondor fjögurra hreyfla sprengjuflugvélar. Þá eru í Bremen einhverjar mestu kaf- Einnig skýrði Early frá því, að sérfræðingar frá öllum þrem ríkjum hafi átt mikilvægar við- ræður um her-, flota- og flug- mál Bandamanna. bátasmíðastöðvar í heimi og munu þær h^fa orðið fyrir mörgum sprengjum. Allar stærstu sprengjuflug- vélategundir Breta tóku þátt í árásinni, og auk þeirra amer- íkskar Hudson flugvélar, sem venjulega eru yfir úthöfunum í leit að kafbátum,- en í þetta skipti heimsóttu þá. Þótt Bremen sé ein bezt varða borg Þýzkalands, var flugvélatjón Breta hlutfallslega ekki mikið. 52 flugvélar af yfir 1000 er tæplega 5%, sem ekki er talið vera hættulega mikið tjón. Meðan á stórárásinni stóð á Bremen, fóru margar Beufort- orrustuflugvélar til árása á flug velli í Hollandi. Var það ber- sýnilega gert til þess, að draga athygli orrustuflugvélanna þar frá aðalárásinni. í gærdag gerðu 200 Spitfire- flugvélar ásamt mörgum Bost- on sprengjuflugvélum árás á Le Havre. Amerikumenn fram- Ieiddn 4000 flug- vélar í mai! WASHINGTON í gærkveldi. ROOSEVELT FORSETI hélt í dag fund með blaða- mönnum í Hvíta húsinu og gaf þar út fyrstu opinberu tölurnar um hergagnaframleiðslu Banda- ríkjaima, sem fram hafa komið, síðan árásin var gerð á Pearl Harbor. Forsetinn sagði frá því, að Bandaríkin hefðu í maírnán- uði framleitt yfir 4000 flugvél- ar, yfir 1500 skriðdreka, næst- um 2000 fallbyssur og loft- varnabyssur, yfir 50 000 vél- byssur, og ef vélbyssur flug- vélanna og kafbátanná væru taldar með, yrðu vélbyssurnar um 100 000! Forsetinn sagði: ,,Ég er ekki vanur að gefa út tölur um fram- leiðsluna, því að það getur orðið óvinunum að gagni, en í dag gef ég ykkur nokkrar, sem munu varla gleðja óvini okkar. Þær sýna, að við erum á góðri leið að framleiðslumarki því, sem á að færa okkur sigurinn.“ Roosevelt varaði þó við of mikilli bjartsýni: „Nú er ekki tími fyrir ameríksku þjóðina til þess að vera of örugga. Við megum ekki draga af okkur, við þurfum miklu meiri vopn, og við munum gera miklu fleiri vopn.“ KAFBÁTAR BRETA SÖKKVA ÍTÖLSKUM SKIPUM Kafbátar Breta hafa enn ver- ið á ferðinni í Miðjarðarhafi og sökkt mörgum skipum ítala. , Einn þeirra hefir sökkt stóru flutningaskipi, og annar hefir stöðvar að baki víglínunum. Brezkar og ameríkskar sprengju flugvélar hafa gert margar og allmiklar árásir á Tobruk og Benghazi. í fyrrinótt gerðu þær harða árás á Tobruk, bæði höfnina og borgina sjálfa. Ameríkskar Liberatorflugvélar köstuðu sprengjum á höfnina, en brezk- ar Wellingtonflugvélar á borg- ina. Þetta mun vera í fyrsta sinn í langa tíð, sem bandamenn hafa gert árás á Tobruk. Einnig gerðu flugvélarnar á- rás á flugvöll á Sidi Barrani, þar sem allmikið tjón var gert. Þýzkar flugvélar hafa gert á- rás á flugvöll í Sidi Barrani, Mersa Matruh. ■ EA'—> I ! i ! 1 Brezkn konongs- hjónin í Norðnr írlandi. LONDON, í gærkveldi. BR E Z K U konungshjónin fóru fyrir nokkru í heim- sókn til ameríkska hersins í Norður-írlandi. Voru þeir Win- ant, sendiherra Bandaríkjanna, \ og Hartle, yfirforingi hersins í Norður-írlandi, í fylgd með þeim. Haldin var hersýning fyr- ir konunginn, en hann var klæddur einkennisbúningi brezks marskálks. Enn fremur 4 voru haldnar heræfingar, þar sem allar deildir hersins háðu orrustu. Konungshjónin óku um „vígvöllinn“ í dvergbílum. sökkt einu stóru skipi, drekk- hlöðnu af birgðum til Romm- els, og litlu skipi, sem var hlað- ið skotfærum. Brezkar flugvélar, sem hafa | stöðvar sínar á Malta, hafa gert ' árás á ítalska skipalest undan | Taranto.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.