Alþýðublaðið - 27.06.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.06.1942, Blaðsíða 5
Xaugardagur 27. júní 1942, ALÞYÐUBLAÐiÐ B Það má segja, að Ameríkumenn hafi vaknað við vondan draum og óþægilega uppgötvað japani í annað sinn, þegar árásin var gerð á Pearl Harbor. — Myndin var tekin á Hickhamflugvellinum, er verið var að veita 141 heiðursmerki fyrir hreystilega framgöngu, meðan á árásinni stóð. í baksýn sjást „Fljúgandi virki“, en orrustuflugvélar fljúga yfir. Bfte. Þegar Ameríkumenn uppgötvuðu Japani. oí» V • TJ' LOTAFOEIN GINN Matt- hew Calbraith Perry, sem * „opnaði Japan“ áríð 1853, lét Japani ekki leika á sig. Hann skoraði á þjóð sína að veita því .athygli, að öll hennar pólitík væri gagnsýrð af njósnum og „svikræði. Perry var valinn til þess að fara til Japan ekki eimmgis vegna þess, hversu glöggskyggn og laginn stjórnmálamaður hann var, heldur og vegna þess, hversu mikill baráttumaður hann var. Hann var stór maður vexti og stórskorinn í andliti, hermaður að atvinnu og einhver hinn slyngasti sjómaður, sem til var í öllum flotanum. Jap- anir voru þegar kuínnir sem hinn svarti sauður meðal þjóð- anna. Um tvær aldir höfðu jap- önsku eyjarnar verið stórhættu legar öllum sjófarendum. Sjó- menn, sem urðu þar skipreika, urðu tíðum fyrir misþyrming- um, þeim var varpað í fangelsi eða þeir voru myrtir. Skipin og íarmurinn var hvorttveggja tekið herfangi. Arið 1831 strönduðu hálfsoltn ir fiskimenn skipi sínu við mynni Columbiafljóts. Amer íkumenn hjúkruðu þeim og gerðu út skip, til þess að flytja þá heim. Og til þess að sýna að skipverjar færu með friði, voru þeir vopnlausir. Þegar það kom inn í Tokioflóa, komu strandverðir um borð, og þegar þeir komust að raun um, að skipið yar vopnlaust, sneru þeir í land aftur og hófu skothríð á það úr fallbyssuvirkjunum. Árið 1848 hafði Biddle flota- foringi heimsótt Japan með tvö ameríksk orrustuskip og reynt að komast að vinsamlegu sam- komulagi við Japani, en það mis tókst. Perry hafði ákveðnar hug- myndir um það, hvaða tökum hann ætti að taka Japani. Hann fékk Fillmore forseta til þess að láta sig hafa fjögur skip. Flotadeild þessi fór með bréf frá fosetanum til Japanskeis- ara, þar sem, óskað var eftir „vináttu, viðskiptum, birgðum handa skipum og vernd til handa skipreika mönnum“. Perry sagði mönnum sínum, að þeir mættu búast við því, að Japanir tækju þeim með bukti °g beygingum og brosi á vör, en slægð í hjarta. Allir áttu þeir að vera vel á verði gegn svipum og samblæstri. Byssurnar áttu ......» .......... aldrei að vera mannlausar. Eng- um Japana átti að hleypa á skipsfjöl, án leyfis flotaforingj- ans. Þannig sigldi flotinn inn í Tokioflóa 8. júlí 1853. Fallbyssustæði á ströndinni sendi skipunum fáein viðvörun- arskot. Perry lét skotin sem vind um eyrun þjóta, en bjó sig undir það, að geta hleypt af öll- um fallbyssum sínum, ef á þyrfti að halda. Hajnn hafði naumast varpað akkerum, þeg- ar fjölda smábáta var ýtt á flot úr landi, og voru þeir allir full- ir af vopnuðum mönnum. For- inginn sem stóð í fremsta bátn- um, veifaði möiktu sverði og reyndi að komast upp á skip Perrys. En honum leizt ekki á blikuna, þegar hann sá röð af byssuhlaupúm friam með öll- um bohðsltokknum. Japanir reyndu að komast um borð, en allsstaðar sáu þeir byssuhlaup. Þeir sneru heim aftur við svo búið, en komu þó aft- ur, til þess að spyrja, hvert erindið væri. Foringjanum var gefið í skyn, að hann væri of lítill' kall til þess, að flotafor- inginn kærði sig um að tala við hann. Hann yrði því að fara heim aftur og senda tign- asta manninn, sem þar væri í nágrenninu. Þá var undirland- stjórinn sendur, en honum var sagt, að ekki þýddi að senda annan eh landstjórþnn sjálf- an. Samtölin fóru fram á Hollenzku, því að það var eina vestræna málið, sem Japanir gátu talað. Daginn eftir kom landstjór- ixm um borð og krafðist þess, að skipin færu. Honum var sagt, að ef ekki yrðu gerðar öruggar ráðstafanir til þess að koma bréfinu í hendur keisar- anum, myndu skipin sigla upp fljótið og Ameríkumennirnir myndu/ sjálfir fá keisar,anum það í hendur. Landstj órinn varð hræddur og bað um fjög- urra daga umhugsunarfrest. Perry veitti honum þriggja daga frest og sendi herskipið Missisippi upp flóann, til þess að ógna Japönum. Áhrifin voru furðuleg. Þegar í stað kom landstjórinn aftur óg til- kynnti; að tveir prinsar myndu taka við bréfinu. Á tilteknum degi gekk Perry í land með stórt fylgdar- lið vopnaðra manna. Bréfið var afhent með tilheyrandi hirðsið- um og kreddum, og flotaforing- inn sigldi burtu og lofaði að UM LÍKANIÐ og Hallgríms- kirkju hef ég fengið enn nokkur bréf. Flestir eru bréfritar- arnir stórhrifnir af því, en einn líkir stafni þess við „mörgæs.“ Annar segir, að hvað sem hægt sé að segja um teikninguna sjálfa, þá sé ekki hægt að vera ósammála um'það, að líkanið sjálft sé lista- vel gert — og spyr hver hafi gert það. AXEL HELGASON hefir búið líkanið til. Hann er fyrir löngu orðinn landskunnur maður fyrir hin upphleyptu kort sín af land- inu. ÁRNÝ SKRIFAR MER: „Ný- lega var mér sagt, að maður nokk- ur, hér í bænum, hálf áttræður að aldri, og sem mjog er farinn að tapa sjón, væri í sífelldri vinnu hjá setuliðinu. Er haft eftir vinnu- félaga hans, að þegar hann þurfi að taka til verkfæris, þurfi hann að þreifa og þukla fyrir sér. Eitt- hvað af ómögum mun hann hafa á höndum sér.“ „NÚ FYLGIR sögunni, að á þenna mann, sem í rauninni telst sjúklingur, sé lagt yfir 200 kr. útsvar. Ef hér er rétt skýrt frá, er þarna um að ræða einn smán- ar blettinn ó stjómarfari og hugs- unarhætti 'þeirra manna, sem nú ráða í Reykjavík. Þó öll mannúð krefjist þess, að maður þessi, sem hér um ræðir, væri ekki í erfiðri átakavinnu, ætti hann að vera í friði með þá aura, sem hann þræl- ar fyrir, í sömu svifurp og hann er að ganga inn í hinzta skútann og skila af sér lífinu.“ koma aftur um vorið eftir svari. í febrúarmánuði kom Perry aftur með tíu skip. í fyrstu neit- uðu Japanir að semja, en þeir ) endurskoðuðu afstöðu sína, þeg ar hann sigldi þegar í stað öll- um flotanum inn á innri höfn- ina. Ameríkumennirnir gengu í land og sýndu gjafir forsetans til keisarans: Kúlubyssur, skammbyssur, stutt járnbraut og talsímatæki með símaþræði, B. G. SKRIFAR: „Eg fer oft með strætisvögnunum og get ekki stillt mig um að benda þér á hegðun karlmannanna. Eg sá um daginn grein hjá þér frá stúlku, sem, sem var gröm kynsystrum sínum vegna þess, að þær þökkuðu ekki fyrir sig, þegar þeim var boð- ið sæti. Eg hefi aftur á móti marg- oft orðið þess var, að karlmenn „hlunka“ sér niður og sitja sem fastast, þótt kvenfólk komi inn og horfi vonaraugum í kringum sig. Eg hefi oft haft löngun til að þrífa í hnakkadrambið á þessum herrum og kippa þeim upp úr sæt- unum, því svona menn eiga skilið að fá duglega ofanígjöf.“ „SVO ER ÞAÐ ANNAÐ, sem ég ætla að minnast á við þig. Finnst þér ekki ófært, að í sjálfri höfuð- borg þessa lands skuli ekki vera til hótel, þar sem við íslendingar getum komið saman og dansað, án þess að fullt sé af erlendum her- mönnum í kringum okkur?“ „EG HEFI heyrt, að Hótel Ak- ureyri, þar sem áður voru mest- megnis hermenn, sé nú eingöngu fyrir íslendinga. Þurfum við Reykvíkingar alltaf að vera á eftir öðrum bæjum í öllum umbótum?" „VÆRI EKKI HÆGT að koma því svo fyrir, að danssalurinn á Hótel Borg væri opinn eingöngu fyrir íslendinga a. m. k. 2—3 kvöld í viku. Eg er viss um, að allir Reykvíkingar, að undanteknum nokkrum „ástandsmeyjum“, myndu fagna því.“ Hannes á horninu. Kaffidukar njög fallegir — margir litir nýkoiBnir liaiigaveg 46 Frh. á 6. síðu. Enn um líkanið af Hallgrímskirkju. Hver bjó það til? Dæmi um aldraðin verkamann. Um hegðun manna í strætisvögnum — og skort á danssal.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.