Alþýðublaðið - 27.06.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.06.1942, Blaðsíða 6
6 IauþvpublaðipI Þoriteinn Þorsteinsson bagstofustjóri: Hjálparstöð. Ameríkumenn hafa, síðan stríðið6 brauzt út, komið upp fjölda hjálparstöðva um öll Bandáríkin. Hér sést mynd frá einni slíkri. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. samkomulag hefir nú náðst milli aðilja.“ Það má vel lesa það á milli línanna, hve Vísi hefir létt við þetta. Það er um hann eins og manninn, sem sagði forðum: „Það lá við slysi, en varð ekki af.“ Degar Iraeríka nppgðtvaði Japan. (Frh. af 5. síðu.) sem var um míla á lengd. Jap- anir skoðuð allt með mestu ná- kvæmni jafnvel Ameríkumenn- ina. Hnappamir á fötum þeirra voru taldir. Njósnarar eltu þá, hvert sem þeir fóru. Þegar Perry krafðist þess, að hætt væri 'að láta njósnara elta sig, brostu Japanirnir og hneigðu sig. Flotaforinginn var undrandi á því, hve slyngir Japanir voru að skilja og þræða hinar krók- óttu leiðir sainninganna. Hann vissi ekkí, að þeir nutu aðstoð- ar njósnara sem kunnu ensku. Maður þessi hét Nakahama Manjuro. Hann hafði fimmtán árum áður orðið skipreika og verið bjargað af ameríksku skipi, sem fór með hann til San Franciskó. Þar átti hann heima í nokkur ár. Þegar hann kom aftur til Japan, sagði hann trölla sögur af öllum þeim furðuverk- um og veraldarundrum, sem hann hefði séð í Ameríku, og yf- irvöldin hnepptu hann í fang- elsi. En þegar Perry kom gerðu þeir hann að njósnara. Man- juro faldi sig inni í herbergi, þar sem hann gat hlustað á ráð- stefnu Ameríkumannanna. Þrátt fyrir margskonar undir- ferli og blekkingar af hálfu Japana, var samningunum hald- ið áfram, og loks vann flotafor- inginn sigur. Hinn 31. marz 1854 voru samingarnir undirrit- aðir, þar sem Japanir skuld- bundu sig til að opna tvær hafn- ir fyrir ameríkskum skipum, ef þau vildu verzla eða kaupa birgðir, ennfremur til að veita skipreika Ameríkumönnum að- hlynningu, eins og tíðkaðist meðal siðaðra þjóða.- Skömmu seinna lagði flotadeildin af stað frá Japan. Næstu árin eftir för Perrys „uppgötvuðu“ Ameríkumeim Japan. Aðvörunum flotaforingj ans var ekki sinnt. Ameríku- menn vildu heldulr hlusta á skröksögur ferðalanga um hina sérstæðu töfra Japana. Róman- tískar bækur um Japan hlutu geysilega útbreiðslu. Með ótrúlegum flýti tileink- uðu Japanir sér vestræna tækni og klæddust vestrænum bún- ingi. Það var auðvelt að hugsa sér, að þeir hefðu einnig til- einkað sér vestrænan hugsunar hátt. En það fór á annan veg. Aðeins fjórum áum eftir brott- för Perrys lýsti japanski for- sætisráðherrann yfir stefnu keisaradæmisins: „Að leggja grundvöll að yfirráðum alls heijnsins.“ Japanir háfa ekki blekkt Ameríkumenn. Þeir hafa blekkt sig sjálfir, þrátt fyrir ítekáðar aðvaranir Perys flotaforingja. Gjafir til nýja Siúdentagarðsins. HAFNARFJÖRÐUR Og Siglu fjörður hafa gefið sínar 10 þúsund krónurnar hvor kaup- staður til Stúdentagarðsins nýja Eru það fyrstu kaupstaðirnir utan Reykjavíkur, sem hafa gefið til Stúdentagarðsins. Hins vegar hefir Gullbringu- og Kjósarsýsla áður gefið 5 000 krónur. AÐ gefnu tilefni leyfi ég mér að biðja „Alþýðublað- ið“ að birta niðurlagið úr út- varpserindi um vísitöluna, er ég flutti síðastliðinn vetur, en það hljóðar svo: „Það er skammt síðan, að nú- verandi grundvöllur vísitölunn- ar var lagður og þá vandað til hans eftir föngum. Þó að byggt væri á tillögum Hagstofunnar, var hún þar ekki ein að verki, því að Kauplagsnefndin, sem á-. byrgðina ber á vísitölunni, hafði þar úrskurðarvaldið. En í henni eru fulltrúar fyrir verka- menn, vinnuveitendur og hæsta rétt. Hvernig nefndin er skip- uð, ætti að vera trygging fyrir því, að ekki hafi ráðið nein ein- hliða sjónarmið, þegar grund- völlur vísitöluhnar var lagður. Ef einhver veruleg missmíði finnast í honum, er auðvitað sjálfsagt að lagfæra það, svo sem kostur er á. En vafasamar umbætur ætti að forðast. Það er ekki heppilegt að vera að hringla til með grundvöll vísi- tölunnar að nauðsynjalitlu frá ári til árs, svo sem í tilrauna- skyni, því að við allan saman- burð er það mikilvægt atriði, að grundvöllurinn undir honum raskist sem minnst. Og það er auðvitað alveg óverjandi að breyta grundvelli vísitölunnar aðeins með það fyrir augum að gera vísitöluna annaðhvort hærri eða lægri, til hagsmuna fyrir annanhvorn aðilann í kaupgjaldsmálunum, launþega eða kaupgreiðendur, enda gætu slíkar breytingar brugðizt til beggja vona, því að það er svo erfitt að sjá fyrir, hvernig verðbreytingarnar kunni að haga sér í framtíðinni, að vel getur svo farið, að þær breyt- ingar, sem miðuðu að því að gera vísitöluna hærri nú, yrðu til þess að gera hana lægri síð- ar.“ Kafli sá, sem hér hefir verið tilfærður, sýnir afstöðu mína til brey tinga á núverandi vísi- tölugrundvelli, enda er það ekki fyrir mína tilstuðlun, að Kaup- lagsnefnd hefir gert ráðstafanir til endurskoðunar á honum nú, en að sjálfsögðu mun ég veita aðstoð mína við þá endurskoð- un eftir þörfum. Þorst. Þorsteinsson. Athngasemd Alþýðu» blaðsins. Þorsteinn Þorsteinsson hag- stofustjóri hefir sent Alþýðu- blaðinu undanfarandi yfirlýs- mgu varðandi afstöðu hans til endurskoðunar á útreikningi vísitölunnar. Kemur þar greini- lega fram það, sem Jón Blöndal sagði í grein sinni í Alþýðublað- inu í fyrradag, að hagstofu- stjórinn er því andvígur, að út- reikningi vísitölimnar sé breytt sem stendur og að hann hefir því ekki átt frumkvæði að þeirri endurskoðun vísitöluút- reikningsins, sem nú fer fram. Morgunblaðið reyndi á dög- unum að láta líta svo út, sem Ölafur Thors hefði efnt loforð visitölunnar. sín um endurskoðun vísitölunn- ar með því að fela hagstofu- stjóranum að gangast fyrir slíkri endurskoðun. Geta menn nú hér séð á orðum hagstofu- stjórans sjálfs, hvað hæft er í slíku fleipri blaðsins. Kommúnistar. EIM er órótt innanbrjósts um þessar mundir, kunn- ingjum okkar kommúnistum. Daglega kasta þeir í blaði sínu taðkögglum að Alþýðuflokkn- um og einstökum forystumönn- um hans. Eru þeir sýnilega slegnir ótta og það ekki að á- stæðulausu. * Margt kemur einkennilegt fram í Þjóðviljanum. Einar OÍ- geirsson var meðal annars að tala um menn, er langaði á þing, en oft hefðu fallið í kosn- ingum. Sjálfur gerði hann þrjár tilraunir á Akureyri, en féll í öll skiptin. Þá snéri hann sér til Reykjavíkur og flúði frá Akur- eyri. Og loks 1937 rættist hans langi draumur um þingsetu. Þá tróð hann sér á lista upp fyrir formann flokks síns. Hið sama gerir hann nú. Fáa hefir lengur langað og fáir meira olnbogað sig áfram. * Alltaf eru kommúnistar að tala um ást sína á lýðræðinu og réttlætinu. En út í slær þó öðru hvoru. Þannig var veslings Héðni Valdimarssyni hótað því, þegar deilan stóð innan flokks- ins út af árás Rússa á Finna, að ef hann ekki fylgdi Rússum að málum, ætti hann það á hættu að lenda röngu megin við götu- vígin í Reykjavík, þegar komm- únistabyltingin brytist út. Eitt skáld þeirra kommúnista var nýverið að segja kunningja sínum úr öðrum flokki, að ef hann snérist ekki hið allra bráð- asta til Rússadýrkunar, myndi honum ekki hlíft á degi dóms- ins. Þannig lýsti sér lýðræði þeirra og réttlætisást. * Fræg og táknræn er sagan um Brynjólf Bjarnason. Þegar stúdentafélagar hans fyrir nokkrum árum buðu honum þátttöku í minningarhófi félag- anna, er sagt að hann hafi neit- að, með þeirri röksemd, að ekki færi hann að gleðjast með mönnum, sem til væru í þeim hópi, er á tímum byltingarinn- ar þyrfti að fjarlægja mann- legu samfélagi. í huga Brynjólfs voru ríkari þau örlög, er hann hafði fyrirhugað stúdents- bræðrum sínum við valdatöku kommúnismans á íslandi, held- ur en upprifjan endurminninga um gamlan og góðan félagsskap bekkjarbræðranna. Þannig mót ar Stalinisminn hugarfar sinna tryggu þjóna. * Margir í Alþýðuflokknum minnast reynslu þeirrar, en fékkst við tilraunirnar um sameiningu Alþýðuflokksins og Laugardagur 27. júní 1942. Kommúnistaflokksins. Á ein- um fundi í Jafnaðarmannafé- laginu gamla, þegar rætt var um þessi mál, vaf á það bent, að nauðsynlegt væri að halda fastr við meginreglur og höfuð- atriði í fræðikenningum jafnað- armanna, einmitt þar, sem þær rækjust á einræðis- og bylt- ingakenningar kommúnista. Þessu svaraði Sigfús Sigur- hjartarson á þessa leið: „Fjöld- ann varðar ekkert um fræðileg atriði. Ef fjöldinn fær að ráða, verður strikað yfir öll fræðileg atriði.“ Þessi var kenning Sigfúsar. í barnalegri einfeldni og fáfræði vissi hann ekkert réttara og engin rök sterkari. Og nú er hann frambjóðandi „sósíalista“. Svarti listinn. (Frh. af 2. síðu.) á fimmtudagsmorgun. Dags- brún varð þá þegar einnig kunnugt um hann. Tilkynnti hún forstjóra Eimskipafélags- ins og stjórn Vinnuveitendafé- lagsins, að ef þessi svarti listi, sem ekki væri annað en til- raun til verkbanns gegn verka- mönnunum, yrði ekki afturkall- aður, þá myndi Dagsbrún neyð- ast til þess að lýsa yfir verk- banni hjá öllum meðlimum Vinnuveitendafélagsins. Þessi tilraun til að útiloka verkamenn frá vinnu — varð aldrei annað en tilraunin ein. Var listinn afturkallaður. En jafnframt hófust samningaum- leitanirnar ( milli verkamann- anna hjá Eimskip og Ríkisskip og forstjóra Eimskips og Ríkis- skips fyrir milligöngu sátta- semjara ríkisins — og var sam- komulagið undirritað kl. 11 um kvöldið. Ber að fagna því, að sam- komulag skyldi takast — og að verkamenn skyldu ná algerum sigri. Tókst þeim það með vinnustöðva samtökum sínum, alveg eins og verkamönnunum á Akranesi tókst að bæta kjör sín á þann hátt. En félögin eru, eins og kunnugt er, bundin af hinum alræmdu kúgunarlög- um. Með útgáfu svarta listans ætl- uðu stjórnendur Vinnuveit- endafélagsins að koma sama helsinu á verkalýðinn og þeir hafa með hinu pólitíska valdi sínu í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, komið á verkalýðsfélögin í landinu. Af útgáfu hans má sjá fyrir- ætlanir þessara herra, enda er svartur listi eitt af hinum eld- gömlu vopnum Kveldúlfsvalds- ins frá fyrstu árum verkalýðs- hreyfingarinnar. Samtökin sigr- uðust þá á því vopni. Og þau munu einnig nú sigrast á því pólitíska valdi, sem reyra verka- lýðsfélögin í fjötra. En gegn því berst Alþýðuflokkurinn og mun vinna sigur. NAZISTAR KUSU KOM- MÚNISTA við bæjarstjóm- arkosningarnar í vetur! — Lofið þeim að sameinast ó- ánægðum Sjálfstæðismönn- um á lista Þjóðólfs. En styðj- ið þa ekki í einu né neinu!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.