Alþýðublaðið - 28.06.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.06.1942, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 28. júní 1942. Stórútgerðin greiðir ekki lCtvarpsomræður annað kvöld. STJÓRNMÁLAUM- RÆÐUR fara fram annað kvöld í útvarpinu, og eru þær'í þetta sinn fyrir Reykvíkinga eina, enda taka þátt í þeim fulltrúar allra þeirra sex lista, sem í kjöri eru hér í bænum. Fulltrúar listanna tala í þessari röð: Alþýðuflokkur, Þjóðveldismenn, kommún- istar, Sigurður Jónasson, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Tvær umferðir verða hafðar: 20— 25 og 10—15 mínútur. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Ástríður Jónsdótt- ir og Sigurður Kjartansson kaup- maður, Laugaveg 41. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjóna- band af síra Árna Sigurðssyni ung- frú Hulda Bogadóttir og Brynjólf- ur Marel Vilbogason bifreiðarstj. Heimili ungu hjónanna verður" fyrst um sjnn á Þórsgötu 8. nema 18°|0 meiri gjöld til bæjarins en i fyrra. .........»....... En almenningur 1®0°|0 hærri útsvör. K VELDULFUR hefir hingað til verið tekinn sem dæmi um það, hve blygðunarlaust stríðsgróðafyrirtækjun- um hefir verið hlíft við niðurjöfnunina í Reykjavík í ár við sköttum og útsvari á kostnað almennings. En séu skattar og útsvör hinna stórútgerðarfyrir- tækjanna athuguð, þá er útkoman nokkurn veginn sú sama. Ef lagt er saman það, sem öll stórútgerðar- fyrirtækin, að Kveldúlfi meðtöldum, greiðá til Reykja- víkurbæjar í útsvörum pg stríðsgróðaskatti (bærinn fær 45% af honum), þá kemur í Ijós, að það nemur í ár 2 898 215 krónum. í fyrra nam þessi upphæð hins vegar 2456 673 krónum. Það munar því ekkinema 441 543 krónum, sem stórútgerðarfyrirtækin greiða meira til bæjarins í ár en í fyrra. Það er 18% hækkun. En hækkunin á útsvörum almennings nemur allt að 100% og jafnvel þar yfir. Og þetta kallar Sjálfsíæðis- flokksmeirihlutinn í niðurjöfnunarnefnd að jafna niður . „eftir efnum og ástæðum". Npdir í Morgunblaðinu fstaðinn fyrir íbuðlr! _ _ —,—? —. ¦ Það er verið að flytja inn í nýju verka- mannabústaðina, en af bæjaríbúðunum er ekki meira til en myndirnar einar! •-------------- ASAMA TÍMA, sem Morgunblaðið birtir okkur Reyk- yíkingum myndir af væntanlegum fjögurrra hæða byggingum, sem bærinn ætlar að láta reisa, eru húsnæð- islausar fjölskyldur að flytja inn í nýjar og veglegar í- búðir í verkamannabústöðunum í Rauðarárholti. Sama daginn, sem Morgunblaðið útskýrir fyrirkomulag hinna væntanlegu íbúða í stórhýsunum við gamla íþróttavöllinn, taka ung hjón, meðal þeirra tvenn, sem giftu sig í gær, og eldri fjöl- skyldur, íbúðirnar í verkamannabútstöðunum til afnota og koma þar fyrir búslóð sinni. BikiSHtjöri viðstadd- ur fcnattsppitiktpp- leik á morgun. Úrslitaleikir i I slands métinu í kvöltl og annað kvöiil. IKVÖLD kiukkan 8,30 hefst mjög skemmtilegur knatt- spyrnukappleikur á fþrótta- vellinum. Þá keppa K. R. og Víkingur. Ef K. R. vinnur þennan leik, hefir það 6 stig, eins og Fram nú. Á mánudagskvöld keppa svo Valur og Fram. Ef Fram vinn- ur þann leik eða gerir jafntéfli við Val, þá hef ir það unnið mót- ið. Ef Valur vinnur hins vegar Fram, hafa öll þrjú félögin 6 stig. Og þá verða þau öll þrjú «ð keppa aftur til úrslita. Frh. á 6. síðu. I Rauðarárholti hefir nú risið upp eitt fegursta íbúðarhverfi borgarinnar fyrir atbeina lag,- anna um verkamannabústaði, sem Alþýðuflokkurinn kom fram, ihaldið barðist á móti og taldi skaðlegt og kommúnistar notuðu til árása á „burgeisa Al- þýðuflokksins, sem aldrei hugs- uðu, um þá, sem verst væru staddir". Bygging ^þessara nýju bústaða hefði ekki tekizt, hefði málið ekki notið hins mikla stuðnings Stefáns Jóhanns Ste- fánssonar, meðan hann var fé- lagsmálaráðherra, og frábærs dugnaðar stjórnaí Ryggingan- félags verkamanna undir leið- sögn Guðmundar I. Guðmunds- sonar. • Og byggingarnar halda á- fram. Takmarkið er 100 nýjar íbúðir, og að því er unnið sleitulaust. Alþýðuflokkurinn hefir á hverju ári í mörg ár, þegar f jár- hagsáætlun bæjarins hefir verið samin, lagt til, að áætlað væri fé til bygginga, sem bærinn Frh. á 7. síðu. Þessi linkind við stríðsgróð- ann á kostnað almennings er því hneykslarilegri, sem vitað er, að stórútgerðarfélögin áttu að greiða miklu hærri upphæð til bæjarins í skatti og útsvör- um i fyrravor, en þau raunveru- lega voru látin gera. Þeim var þá ekki gert að greiða samtáls í útsvörum meira en 2 080 000 krónur, en hefðu átt að greiða 4 milljónir, ef lagt hefði verið á þau eftir sömu reglum og aðra gjaldendur bæjarins. En fyrir það urðu bæjarbúar þá að greiða 25% hærri útsvör al- mennt en þeim bar. Nú er þessu svindli haldið áfram. Stórútgerðarfélögin eru ekki látin greiða nema auð- virðilega fjárupphæð til bæjar- ins umfram þá, sem þau greiddu til hans í fyrra, þegar þau sluppu við helmingi lægri útsvör en þau áttu að greiða. En fyrir það er öllum almenn- ingi í Reykjavík látið blæða. Hann verður að greiða allt að 100% hærri útsvör. Santtals 20 milljónir ^^ í varasjóðnm! Ennþá blygðunarlausari verð ur þessi linkind við stríðsgróð- ann þó„ þegar litið er á það, að stórútgerðarfélögin eru nú búin að safna í varasjóði hvorki meira né minna en 20 milljón- um króna. Maður skyldi því ætla, að það væri ekki nauðsynlegt að í- þyngja almenningi í*Reykjavík með 100% hækkuðum útsvör- um til þess, að hægt sé að hlífa þessum stríðsgróðafyrirtækjum við sköttum og útsVari til bæj- árins. Enda vantaði ekki, að Ólafur Thors talið nógu digur- barkalega um það í útvarpið í vetur, þegar hann var að reyna að réttlæta kúgunarlögin gegn launastéttunum, að nú skyldi stríðsgróðinn tekinn úr umferð. En hver varð útkoman af (Frh. á 7. síðu.) ar að Alpýðnblaðið færi soonur á fflorg í uoWaðályuar! ALGERLEGA RÖK- ÞROTA í umræðunum um hina ósvífnu, allt að 100% hækkun á útsvörum almennings í Reykjavík sam- tímis því, sem stríðsgróða- fyrirtækjunum er svo að segja alveg hlíft við útsvari, reynir Morgunblaðið í gær að bjarga sér og Sjálfstæðis- flokknum úr klípunni með því að ljúga því upp, að Al- þýðublaðið hafi sagt, að út- svörin væru 100% hærri á SÖMU TEKJUM og í fyrra, og skorar síðan digurbarka- lega á Alþýðublaðið að sanna þessa Morgunblaðslygi! Það, sem Alþýðublaðið hefir sagt, er þetta: að það hafi til þess að fullvissa sig um hækkun útsvaranna, gert samanburð á útsvó'rum margra gjaldenda nú og í fyrra. Voru teknir sömu gjaldendur bæði árin, en at- vinnufyrirtæki ekki talin með, þar sem á tekjum þeirra eru miklar sveiflur. „Þessi samanburður sýndi, að útsvörin höfðu hækkað að með- altali um hér um bil 100%, og getur hver maður, sem er, sagt sér það sjálfur, að tekjur þess- ara manna hafa ekki hækkað um neitt svipaðan hundraðs- hluta á einú einasta ári, enda hækkaði dýrtíðaruppbótin ekki nema um 25% á árinu 1941. Alþýðublaðinu er kunnugt um nokkra gjaldendur, sem hafa haft alveg óbreyttar GRUNN- tekjur síðan í fyrra og þó feng- ið nákvæmlega 100% hærra út- svar nú en þá." (Alþýðublaðið 25. júní 1942.) Og yfir grein Alþýðublaðsins, sem • hér er vitnað í, stóðr „Hækkun útsvaranna á almemi- ingi er margföld á við tekju- hækkun hans árið 1941. Dýr- tíðaruppbótin hækkaði kaupið 1941 um 25%, en útsvörin hækka um 100%,!" Úr þessu gerir Morgunblaðið í gær það, .að Alþýðublaðið hafi sagt, „að útsvor hér í bæ hefðú hækkað fra í fyrra um 100% af sömu tekjum" og skorar á Alþýðu- blaðið að sanna það!! Nei, Morg- uhblaðið getur sannað sínar lygár sjálft. En hitt vill Alþýðublaðið 'segjja Morgunblaðinu, að 25% hækkún á tekjum manna er engiíi" afsökun fyrir því, aðvút- svÖr þeirfa séu hækkuð urh allt (Frh. á 7. síðu.) Pétur Ottesen misti stjórn á sér á Akranes fundinum. PÉTUR OTTESEN aU þingismaður missti al- veg stjórn á sér á frambjóð- endafundi á Akranesi á föstu- dagskvöldið og hellti sér í bræði sinni yfir Sigurð Ein- arsson dósent með soralegum um óhróðri, sem lapinn var upp úr Tímanum og áður hefir verið getið um hér í blaðinu. : Blöskraði fundarmönnum sv© óhefluð ftamkoma alþingis- mannsins og mátti bezt merkja það á því, að þegar Pétur kom næst upp á ræðupallinn var ekki klappað fyrir honum á undan ræðunni, þó að það væri gert hin fyrri skiptin. En þegar Sigurður Einarsson kom upp á eftir fúkyrðaræðu Péturs, kvað húsið allt við af lófataki, bæði á undan ræðu hans og eftir. Fundurinn á Akranesi fór að öðru leyti vel fram og var mjög fjölsóttur. Var frambjóðanda Alþýðuflokksins tekið ágætlega og mátti merkja það á undir- tektum fundarins, að hann þótti mjög bera af hinum frambjóð- endunum um málflutning allan og mælsku, enda er fylgi hans talið fara ört vaxandi. FramsóknarmaSurinn, Sverr- ir Gíslason, og kommúnistinn^ Steinþór Guðmundsson, áttu sáralitlu fylgi að f agna á fund-- inum. Vopnakaup lögreglunnar. Eb* Jaktfb Mðller a$ hlíí a • Hepmanni ? A. BÆJARRÁÐSFUNDI, • .sem haldinn var í fyrrakvöld, sagði Bjarhi Benediktsson frá því, að hann hefði, samkvæmt tilmælum síðasta hæjarstjórnarfundar, spurt Agnar Kofoed Hansen lögreglustjóra um vopnakaup þau handa lögreglunni, sem mikið hefir verið talað um undanfarið og rætt var um á þessum hæjarstjórnarfundi. Sagði borgarstjóri, að lög- reglustjóri hefði skýrt svo frá, að lógreglan hefði ekki annað vopna' en kylfur og skammbyss- ur. Aðrar upplýsingar kvaðst lögreglustjóri ekki geta gefið, nema í samráði við dómsmála- ráðherra. Jákob Möller dómsmálaráð- herra var staddur á fundi bæj- arráðs, þegar borgarstjóri gaf þessar upplýsingar lögreglu- stjóra, en hann vildi ekkert við þær bæta. í sambandi við þetta mál segir „Þjóðviljinn" í gær, að Jón Axel Pétursson hef ði sagt á síðasta fundi bæjarstjórnar, að hann hefði ,,séð þessi vopn", þ. e. gasbombubýssur og hríð- Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.