Alþýðublaðið - 28.06.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.06.1942, Blaðsíða 4
4 ALfrVÐUBLAPiÐ Stmrmdagm- 28» júní 1942. Útgelandi: Alþýðnflokburinn Ritstjóri: Stefán Pjetarsson ttitstjórn og afgfeiðsla 1 Al- þýöuhúsinu við Hverfisgötu Simar ritstjómar: ,4901 og 4902 Simar afgreiðslu: 4909 og 4906 Verð i lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Bnrt með gerðsr- dómiDD! BLÖÐ gerðardómsflokkanna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, hafa rekið upp ramavein mikið út af því, að Eimskipafélagið og Skipaútgerð ríkisins skuli hafa orðið að láta undan sanngjörnum kröfum hafnarverkamanna í Reykjavík og f allast á nokkra kauphækkun þeim til handa. En eins og kunn ugt er knúðu hafnarverkamenn irnir það fram með því að leggja niður vinnu í nokkra daga. Morgunblaðið kvartar og kveinar yfir lögleysum af hálfu haí’narverkamanna í þessari deilu og segir í því sambandi meöal annars: „Um það verður ekki deilt, að vinnustöðvun verkamann- anna hjá Eimskipafélaginu var með öllu löglaus, og það svo, að Verkamannafélagið Dagsbrún þorði hvergi nærri henni , að koma af ótta við sektir og skaða bætur“. Og það situr þá helzt á blaði Sjálfstæðisflokksins að saka verkamenn um lögleysur og vera með frýjunarorð í garð verkalýðssamtakanna fyrir það, að þau skuli ekki gefa á sér þann höggstað, að æíkisstjórn Sjálfstæðisflokksins geti höfð- að mál á hendur þeim með skír- skotun í kúgunarlögin gegn launastéttunum og sölsað undir sig sjóði þeirra, saman sparaða úr árlatuga félagsgjöldum fá- tækra verkamanna! Hverjum er það yfirleitt að kensna, að slíkt ástand skuái hafa skapast í landinu, að verka lýðurinn og launastéttimar yf- irleitt skuli vera neyddar til þess að taka upp nýjar bardaga aðferðir og brjóta lög til þess að geta fengið kjör sín lítillega bætt á tímum ævintýralegasta gróða, sem nokkru sinni hefir fallið atvinnurekendum hér á landi í skaut? Hverjum er það að kenna, nema einmitt Sjálf- stæðisflokknum, sem sveik verkalýðinn og launastéttirnar í vetur, gekk á bak/ orða sinna og atkvæðagreiðslu á alþingi í haust, og tók höndum saman við Framsóknarhöfðingjana um að avifta verkalýðssamtökin samn- ingsréttinum og verkfallsrétt- inum og banna alla grunnkaups hækkun með bráðabirgðalögum, gefnum út í berhöggi við ný- lega yfirlýstan vilja meirihluta alþingis?! Flokkur, sem þannig hefir farið að ráði sínu, flokkur, sem hjálpað hefir til að setja slík ólög til þesa eins að fámenn Hrlstlngnr hinna éá~l nægðu meðal ihaldsins, nazista og kommánista Og sakleysinginn sem giæptist á honnm VIÐ kosningarnar 5. júlí verða tveir klofningslistar í kjöri í Reykjavík, auk þeirra fjögurra, sem bornir eru fram af stjórnmálaflokkunum. Ann- ar listinn er að vísu nú þegar talinn úr sögunni áður en kosið er* svo lítið fylgi hefir hann og svo óvænlegur er hann til að afla sér fylgis. Það er því óþarfi að eyða orðum að honum. ÍNokkru öðru gegnir um hinn listann, lista svokallaðra „Þjóð- veldismanna“, sem nú segjast hafa stofnað flokk, þó að megin uppistaða hans séu drefjar úr flokki þjóðemissinna, sem ekki hefir látið á sér bæra undanfar- in ár, en mikið bar á hér fyrr- um og átti frumkvæðið að því að ögra verkalýð Reykjavíkur fylrsta maí nokkrum sinnum. Sjálfstæðisflokkurinn hefir síð- an tekið það hlutverk að sér, enda hafa liðsmenn þessa flokks unað sér vel undir vængjum Ólafs Thors, þar til nú, að þeir fara á stúfana — og hafa ásamt nokkrum óánægðum Sjálfstæðis mönnum og Kommúnistum bú- ið til einskonar „hristing“ svip- aðan þeim, sem fram kom á ísa- firði við bæjarstjórnarkosning- arnar þar í vetur. Hins vegar reynir þessi listi að dýlja þau einræðisöfl, sem að honum standa. En það geng- ur illa. Að vísu hefir þessu fólki tekist að draga til sín, og fá til að flagga með, nokkrar saklaus- ar sálir, eins og til dæmis Grét- ar Fells, sem alltaf talar fallega og hugsar líkast til líka fallega, en hann og nokkrir aðrir eiga að draga sakleysisskykkjuna yf- ir listann til að blekkja fólkið og svíkja einræðisfyrirætlan- irnar rnn á auðtrúa sálir. Grétar Fells hefir birt sína stefnuskrá í blaði flokksins, en efsti maður listans hefir enn ekkert skrif- aði Hins vegar hefir verið birt af honum falleg mynd, sem hef- ir verið búinn til í þeim sér- staka tilgangi. Það hefir ekki þótt heppilegt að birta af hon- um mynd í nazistabúningi á göngu hér í Reykjavík 1. maí, þó að hún sé eflaust til. Grétar Fells segir í grein sinni, að mennirnir á lista Þjóð- veldismanna séu eflaust ósam- mála um margt í stefnu flokks- ins. Það er áreiðanlega satt. Þeir eru ósammála um margt. Það er ekki líklegt, að Grétar Fells myndi ljá sig til þess vitandi vits að gerast braut- ryðjandi fyrir ofbeldisflokk, en það er jafn víst fyrir því að aðrir menn á listanum eru naz- istar og ekkert annað en naz- istar, og að aðrir hafa verið kjósendur kommúnista, liðs- menn þeirra og stuðningsmenn. Það er eitt af aðalatriðunum í starfsaðferðum nazista og koimpiúJnista, sem eru,! ekkert annað en ranghverfa og rétt- hverfa á sama fatinu, að nota saklaus nöfn, húmanista, friðar vini, auðtrúa prestlinga og aðra klíka milljónamæringa og ann- arra stríðsgróðamanna geti hald ið áfram að raka saman ótak- mörkuðum gróða, hefir engan siðferðislegan rétt til þess, að saka verkalýðinn né launastétt- irnar yfirleitt um lögleysur, þó að þær láti hart mæta hörðu og reyni að rétta hlut sinn á þann hátt, sem vænlegastur er til árangurs. Og því síður hefir Sjálfstæðisflokkurinn nokkum siðferðislegan rétt til þess, sem hann sjálfur hefir fyrir löngu orðið að viðurkenna það í reynd að gerðardómslögin séu ófram- kvæmanleg ólög, með því, að ganga sjálfur fram fyrir skjöldu í því að brjóta þau, þegar hann var búinn að reka sig á það, að ekki var hægt að fá menn til að vera í opinberri vinnu, hjá bæ eða ríki, með öðru móti. * Morgunblaðið getur ekki stillt sig um að láta í ljós gremju sína yfir þeirri gleði, sem Alþýðublaðið hefir sýnt yf- ir sigri hafnarverkamanna. En það er nú hvorttveggja, að Al- þýðuflokkurinn er flokkur launastéttanna, sem fagnar hverjum sigri, sem þær vinna, og að hann vill brjóta þá stofn- un, gerðardóminn, á bak aftur, sem skapað hefir tvennskonar rétt í landinu og fyxr eða síðar hlýtur að leiða til algera öng- þveitis ef hann verður ekki af- numinn. Alþýðuflokkurinn hefir ekki óskað þess, að hér skapist lög- leysisástand. Hann varaði í tíma við setningu bráðabirgðalag- anna um gerðardóminn. Hann barðist á móti þeim innan þjóð- stjómarinnar. Og þegar hann gat ekki hindrað þau lengur, tók hann fulltrúa sinn burt úr ríkisstjóminni og hóf barátt- ■una gegn, kúgunarlögunum í! stjórnarandstöðu. í raun og vem er gerðardómurinn fyrir löngu orðinn að hreinu og beinu við- undri, sem valdhafarnir sjálfir meira að segja leika sér að að brjóta. Hvers vegna skyldu þá heldur verkamennimir beygja sig fyrir honum? En Alþýðuflokkurinn mun ekki unna sér hvíldar í barátt- unni gegn þessum svívirðileg- ustu kúgunarlögum og ólögum, sem sett hafa verið hér á landi, fyrr en þau hafa einnig form- lega verið afnumin ,og smánar- bletturinn, sem þau settu á ís- lenzka löggjöf þannig verið. þurkaður burtu. Þess vegna er eitt aðal kjörorð hans við kosn- ingamar, sem nú fara í hönd: Burt með gerðardóminn! Burt með þá þingmenn, sem greiddu honum atkvæði! Fylkið liði um Alþýði^flokkinn og frambjóð-^ endirr hans — flokk og fram- bjóðendur launstéttanna! Kvenfélag Hallgrímsséknar heldur skemmtun í Hljómskálagarðinum sunnudag- inn 28. júní. Samkoman hefst með guðsþjónustu kl. 2 eftir hádegi. SKEMMTISKRÁ: Stutt ávarp: formaður félagsins, frú Guðrún Jóhannsdóttir. Kl. 3 ræða: próf. Guðbrandur Jónsson. Kl. 9 skemmtir Friðfinnur Guðjónsson leikari. Hljóðfærasláttur allan daginn. Veitingar á staðnum. Merki seld á götunum allan daginn til ágóða fyrir Hallgrímskirk j u. Stjómin. mannvini til að afla sér fylgis, en sparka þeim síðan út í yztu myrkur, þegar þeir hafa unnið sitt hlutverk. Það er því nauðsynlegt fyrir alþýðufólk að láta ekki blekkj- ast af hinum saklausu andlit- um. Hér er á ferðinni hættuleg byrjun að einræðissamtökum, enda kemur það fram í stefnu- skrá flokksins, sem Grétar Fells segir, að flokksmennirnir séu ekki sammála um. Hér er um að ræða samtök, sem stýrt er aðallega af mönnum, sem ekki koma opinberlega fram enn sem komið er, en þeir, sem kunnug- ir eru hnútunum, vita að hverju stefna. Það er líklegt að þessi listi fái töluvert af atkvæðum frá Sjálfstæðisflokknum og kommúnistum, en það má ekki henda að einn einasti kjósandi, sem kaus A-listann við bæjar- stjórnarkosningarnar glæpist á því að kasta atkvæði sínu á hristingslistann. SKRIF Vísis undanfarið um óánægjuna í Sjálfstæðis- flokknum og sundrungarpostul- ana, sem þar séu á ferli, hafa að vonum vakið töluverða eftir- tekt. Þegar annað aðalblað Sjálfstæðisflokksins treystir sér ekki lengur til að þegja um slikt ástand innan hans, þá er ekki nema eðlilegt, að menn álykti, j að meira en lítil brögð séu að sundrungunni. Tíminn gerði þetta að umtalsefni í forystu- grein í gær og segir meðal ann- ars: „Það er engu líkara en einhver hluti Sjálfstæðisflokksins í Reykja vík sé að ærast af hræðslu við sína eigin menn. Það er Þjóðólfs- listinn í bænum, sem veldur íhald- inu svo þungum áhyggjum. Það taldi sig eiga þessa drengi, kall- aði þá fyrir fáum árum, mennina með „hinar hreinu hugsanir.“ í- haldinu líkaði prýðilega við þá óróagjörnu unglinga. Það óskaði aðeins, að þeir fælu ofurlítið bet- ur sitt sanna innræti. Áróður þeirra féll íslending- um aldrei vel í geð. Nú hafa þessir brjóstmylkingar íhaldslista. í framboði við í hönd farandi kosn- ingar. Efsti maðurinn á lista þeirra er fyrrverandi og ef til vill núver- andi formaður hins nazistiska fé- lagsskapar, ef lífsmark leynist enn með hreyfingunni. Nokkru neðar á listanum er gamall og stálharður þingmaður úr íhaldsflokknum. — Maður, sem sagði, er hann fluttist til Reykjavíkur, að kraftur Sjálf- stæðisflokksins og íramtakssemi væri svo lítil, linka hans svo mik- il og ræfildómur, að þar gæti hann ekki unað sép. Og nú hefir jþessi fylking skot- ið meginhemum skelk í bringu. Foringjamir skelfast, og merkis- berar, eins og ritstjéiri Vísis, ær- ist af óttanum og ekipar þessum gömlu samflokksmönnum og and- legu bræðrum í einhverju dauð- ans fáti yfir í Framsóknarflokk- inn. Jónas Kristjánsson læknir á nú að dómi Vísis að vera orðinn Framsóknarmaður. Þjóðemissinnuðu ungmennin, sem Jón Þorláksson kepptist við að innbyrða í flokkinn, eru nú allt í einu í dálkum Vísis orðin hættulegir Framsóknarmenn, sem ritstjórinn er að reyna til að ýta fyrijr borð íhaldsskútunnar. Það er heldur ekki hikað við að láta rótgróinn flokksmann og þingbróð ur fara sömu leiðina .Það er ekki annað vitað, en að Jónas Kristj- ánsson læknir sé enn í Sjólfstæðis- flokknum." Já, er ekki von að Tímanum þyki það hart, að nazistar og „notorískir“ íhaldsmenn skuli vefa kallaðir Framsóknar- menn? En svona vinsæla er nú Tíminn búinn að gera Fram- sóknarmenn hér í höfuðstaðn- um, að það þykir vænlegast að setja á einhvern Framsóknar- stimpilinn ef með þarf til að fæla iólk frá honum! * En það eru fleiri en Sjálf- stæðismenn, sem nú eru tauga- óstyrkir út af Þjóðólfslistanum, ef trúa má Vísi. í forystugrein hans í gær er sálarástand kom- múnista sagt heldur bágt út af þeim keppinauti. Vísir segir um það meðal annars: „Það er nú fyrst að telja, að þessir menn, sem kalla sig „Þjóð- veldismenn“, þeir hafa gerzt svo djarfir, að ætla sér að ganga á rekafjörur kommúnista í kosnlng- um þeim, sem nú fara í hönd með því að reyna að sanka að sér ein- hverju af þeim „óánægðu" í land- inu. Að þeim reka sátu kommún- iatar einir í bæj arstj órnarkoaning- Prk. á 6. aMu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.