Alþýðublaðið - 28.06.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.06.1942, Blaðsíða 5
Sunnudagur 28. júní 1942. ALÞYDUBLAÐIÐ 8 Kosningaannáll. Útsvörin. ÐAL umræðuefni Reykvík- inga síðustu vikuna hefir án efa verið útsvarsskráin. Hafi menn ekki áður trúað því, sem Alþýðublaðið hafði sagt fyrir, að yrði útkoman af hrossakaup- um Ólafs Thors og Framsóknar í skattamálunum á síðasta þingi, þá veit almenningur í Reykja- vík nú hið sanna í málinu. Út- koman er í stuttu máli þessi: Útsvör almennings, sem ekki situr að stríðsgróðanum, þar á meðal f astlaunamanna haf a hækkað að meðaltali um 100%, á sama tíma, sem kaupið hækk- aði aðeins um 25%. Útsvörin á stríðsgróðafyrirtækjunum eru hverfandi lág og enda þótt .stríðsgróðaskatturinn hafi ver- ið hækkaður nokkuð, þá lætur nærri að stríðsgr.óðafyrirtækin greiði jafn há opinber gjöld sam anlagt og í fyrra, þegar þeim voru veittar stórkostlegar íviln anir um tapsfrádrátt, varsjóðs frádrátt og greiddu helmingi lægri útsvör en önnur atvinnu- fyrirtæki í Reykjavík. Hafi menn haldið að nú ætti að gera alvöru úr því, að skatt- leggja milljónagróðann, eftir að félögunum hafði verið leyft að safna tugum milljóna í vara- sjóði í fyrra, þá skjátlast þeim hrapalega. Hreýstiyrði Ólafs Thors um, að nú ætti að taka 90% af stríðsgróðanum voru bara blekkingar og ekkert ann- að. Til smámuna má telja þær upplýsingar útsvarsskrárinnar að eignaskattur Thorsfjölskyld- unnar hafi lækkað um helming á sama tíma sem útsvör almenn- ings tvöfaldast, og að tekju- liæsti frambjóðandi við kosning amar væri kommúnisti, sem greiðir samtals um 60 þús. kr. :í skatta og útsvör. Sundnmgin í Sjálfstæðisflokknum. LÖÐ Sjálfstæðisflokksins bera þess nú mjög merki, -að flokkurinn er alvarlega kvíð inn fyrir úrslitum kosninganna. Vísir játar það beinlínis, að mik II sundrung sé í flokknum, en huggar sig við að svo muni vera einnig hjá öðrum flokkum, en þó svo væri, sém blaðið treyst- ir sér ekki til að mótmæla, að sundrungin væri mest í Sjálf- stæðisflokknum, þá er það ekki nema eðlilegt, þar sem hann er flokkur allra stétta! Þarna gef ur Vísir einmitt í skyn hina réttu skýringu á því upplausn- arástandi, sem ríkir í Sjálfstæð- isflokknum. Sjálfstæðisflokkur- inn hefir safnað og haldið sam- an fylgi sínu með takmarka- lausu lýðskrumi fyrir öllum stéttum. En þegar flokkurinn fær völdin undir forystu Ólafs Thors þá svíkur hann allar stétt ir fyrir hagsmuni fáeinna stór- útgerðarmanna og stríðsgróða- manna. Það sýndi sig að vera sú eina ,,stétt“, sem hann bar raunverulega fyrir brjósti. Arftakinn. AÐ er líka auðsætt að Sjálf stæðisblöðin óttast að mik- ill hópur af hinum fyrri kjós- endum þeirra fari yfir á lista hinna svokölluðu „Þjóðveldis- manna“, sem aðallega er sam- hristingur af nazistum og kommúnistum. Vísir segir ber- um orðum að framboð Þjóð- veldismanna geti orðið til þess að Sjálfstæðisflokkurinn missi eitt þingsæti í Reykjavík. Þjóðveldismenn ætla auðsjá arilega að tileinka sér bajrdaga- aðferð Sjálfstæðisflokksins og hagnýta sér fortíð hans. Þeir segjast líka vera „flokkur allra stétta“ og beita lýðskrinni sínu jafnt á allar hliðar. Og væri það óeðlilegt þó eitthvað af því fólki, sem trúað hefir því, að Sj áKstæðisflokkurinn vildi vera jafnt flokkur allra stétta, en hafa sannreynt hann að full- komnum svikum í þéssum efn- um, vilji nú heldur halla sér að hinum nýja „allsherjarstétta flokki“, sem enn hefir ekki haft tækifæri til að svíkja hin fögru loforð sín. Þannig hefnir hin óheiðarlega landsmálabarátta Sjálfstæðis- flokksins undan farin ár, síðan Ólafur Thors tók við for- ystu flokksins, sín grimmi- lega á flokknum og það fyrr en hann gat órað fyrir . Jónas Jónsson og kj ördæmamálið. EGAR Framsóknarflokkur- inn var ennþá frjálslyndur flokkur og Jónas Jónsson ætl- aði honum það hlutverk að verða hinn stóri róttæki umbóta flokkur bæði til sjávar og sveita, þá ritaði Jónas bók um stefnu flokksins, sem hann nefndi „Komandi ár“. Ýmsir Framsókn armenn hafa til skamms tíma vitnað í þetta rit, sem einskon- ar biblíu flokksins, enda þótt hugsjóniú hans séu orðnar æði rykfallnar síðan það kom út. „ Jónas gerir í Komandi árum grein fyrir þeim breytingum, sem gera þurfi á kjördæmaskip un landsins og eru þær í sam- iræmi við það hlutverk, sem hann ætlaði flokknum. Jónas segir: „Hinsvegar mætti greiða götu glöggrar flokkamyndunar á ýms an hátt, en með engu fremur en að stækka kjördæmin og beita hlutfallskosningu. Þá koma stefnurnar fram fremur en einstaklingsáhrif, ættarfylgi, eða fjármagn. Ef 3—4 sýslur væru í sama kjördæmi og kosið með hlutfallskosningu, reynir minna á „síðustu atkvæðin“, úr skurð þeirra andlega ómynd- ugu, sem fluttir eru í bifreið- um á kjörstaðinn, eins og sauðir til slátrunar. Hlutfallskosning tryggir rétt minnihlutans. — Með hlutfallskosningum í stór- um kjördæmum má a. m. k. fyrirbyggja algerðan sigur byggðan á dómi þeirra óhæfu“. Þegar athugað er þetta gamla stefmunálarit Framsóknar- flokksins, að því viðbættu að upplýst er, að flokkurinn var reiðubúinn til þess 1933, eftir tillögum Sveinbjamar Högna- sonar og Jónasar Jónssonar að taka . upp hlutfallskosningar í tvímenningskjördæmum, þá er erfitt fyrir Framsókn að fá fólk til þess að taka móðuirsýkisköst frambjóðenda hennar nú, út af kjördæmamálinu, alvarlega. Af staða hennar nú er dæmd til ó- sigurs. Það sá Jónas Jónsson réttilega áður en hann varð gam all íhaldssamur formaður í aft- urhaldssömum 1 sérréttinda- flokki, eins og Framsókn er orð in nú. Samvinna Ólafs Thors og Jónasar. IK L A athygli hefir vak- ið sú yfirlýsing Ólafs Thors á framboðsfundi í Kefla- vík, að Sjálfstæðisflokknum stæði til boða að taka upp aft- ur samvinnuna við Framsókn í haust. Það vekur líka sér- staka athygli, að Jónas frá Hriflu forðast allar deilur við Sjálfstæðisflokkinn við þessar kosningar. Enda þótt Alþýðuflokknum tækist að rjúfa samvinnu íhaldsflokkanna tveggja í bili, með kjördæmamálinu, þá er ekkert líklegra en að þeir skríði saman aftur að kosningunum af- loknum. Þessir flokkar hafa sömu stefnu í öllum öðrum þýðingarmestu dægurmálun- um: í gerðardómsmálinu, í gengismálinu og í skatta pg útsvarsmálunum gengur ekki hnífurinn á milli þeirra. Þegir ekki Tíminn um 100% hækkunina á útsvörum almennings í Reykjavík? Jú, vitanlega, því þetta eru verk Framsóknar og Ólafs Thors í sameiningu. í öllum þessum þýðingar- mestu málum stendur Alþýðu- flokkurinn á öndverðum meið við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Ef kjósendurnir gefa ekld þessum flokkum duglega ráðningu, þá skoða þeir það sem samþykki við stefnu sína í þessum málum, þá verður hert á þrælatökunum í launamálun- um, vinnuskylda upp tekin, lagður á launaskattur, en gengi krónunnar haldið niðri áfram til ágóða fyrir Kveldúlf og önn- ur stríðsgróðafyrirtæki. Þess vegna verða kjósendurnir að taka fram fyrir hendurnar á Ólafi Thors og Jónasi með því að lýsa vanþóknun sinni á ráðabruggi þeirra við kosning- arnar. Það eina, sem komið getur í veg fyrir, að stefna þeirra Jón- asar og Ólafs verði framkvæmd eftir kosningarnar, er það, að Alþýðuflokkurinn eflist við þær, því kommúnistar eru al- gerlega áhuga- og áhrifalausir í baráttumálum alþýðunnar. Frá þeim kemur ekkert af viti og þess vegna geta þeir engin á- EG SE, að „kollegar“ mínir í „Góðviljanum“ eru mér ákaf- lega reiðir um þessar mundir ut af ýmsum bréfum, sem mér hafa borizt og athugasemðum, sem ég hefi gert við þau. Mér datt í hug, þegar ég las síðustu skammir þeirra um mig: Mikið held ég, að þeir yrðu reiðir, ef ég birti þó ekki væri nema helminginn af þeim bréfum, sem mér berast um þá og þeirra framferði. oci NÚ ÆTLA EG að birta það síðasta. Bréf, sem „húsnæðislaus" kom með til mín í gærmorgun. f þvl segir: „Húsabrask kommún- ista kom mér ekki á óvart. Eg vissi um brask þeirra með Tún- götu 6, hlutafélag þeirra keypti það hús og að það seldi húsið með stríðsgróða. Eg vissi líka um Skólavörðustíg 19 og brask kom- múnistanna með það hús.“ „EG VEIT LÍKA um fleiri dæmi, er sýna, að kommúnistam- ir, sem sjálfir ausa auri yfir allt og alla eru sjálfir blettóttir af fleiru en stríðsgróðabralli og húsabraski. En það er allt af létt- ara að brúka munn og átelja aðra, en fara sjálfur eftir þvi, sem mað- hrif haft í baráttunni fyrir auknu, félagslegu réttlæti. Hverju lofaði Ólafur Thors? í MIN N komst nýlega svo að orði um foringja Sjálfstæðisflokksins- í ritstjóm- argrein: „Þeir svífast þess ekki, að ganga á gerða samninga eins og glöggt kom fram í þeirri yfir- lýsingu Ólafs Thors, „að Fram- sóknarflokkurinn hefði haft ástæðu til að ætla, að kjör- dæmamálið yrði ekki tekið upp á þessu þingi.“ Og þessi ástæða getur.naumast hafa verið annað en hans eigin orð eða samn- ingar við ráðherra Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórn“! Það er full ástæða fyrir kjós- endurna að muna það, að ekki hafa allir af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins sýnt jafnmikil heilindi í kjördæmamálinu. — Það er áreiðanlegt, að kjör- dæmamálinu væri engin hætta búin, þótt t. d. þeir Ólafur Thors og Pétur Ottesen fengju að sitja heima við þessar kosning- ar, en í stað þeirra kæmu Al- þýðuflokksmenn. Verkfallið hjá Eimskip. R S L I T verkfallsins hjá Eimskipafélagi ís- lands, þar sem verkamenn unnu glæsilegan sigur og tókst að brjóta algerlega á bak aftur kúgunarákvæði gerðardómslag- anna, ættu að kenna höfundum þeirra, foringjum Sjálfstæðis- flokksins og Framsókn, hversu hættulegt það er, að setja lög, sem eiga sér enga stoð í rétt- lætistilfinningu fólksins, en eru þvert á móti álitin frekasta brot á öllu þjóðfélagslegu rétt- læti og siðgæði, og því sett í fullri óþökk allra þeirra, sem Frh. á 6. síðu. ur predikar. Hræsnin er mest á- berandi á framferði kommúnista, samfylkingarhræsni þeirra, verka- mannahræsni þeirra, húsnæðis- málahræsni þeirra o. s. frv. Það er venjan að fólk sér að lokum í gegnum hræsnishjúpinn — og svo mun einnig fara um kommúnista.“ „NÚ ER VITAÐ MÁL, að hundruð manna; sem kusu komm- únista við bæjarstjórnarkosning- arnar kjósa nú lista Þjóðólfs — enda tala forsprakkar kommúnista í vinnuflokkunum um að allmarg- ir af þeim, sem eru meðmælend- ur að lista Þjóðólfs séu merkt- ir með kommúnistum á kjörskrá þeirra. Það er því ekki furða, þó að þessir herríir hafi dálítinn hroll núna rétt fyrir kosningam- ar.“ ÉG EÆT ÞETTA bréf nægja að sinni handa kommúnistunum. Þeir geta haft það sér til gremju og leiðinda um stund. Ef til vill gef- ur það hinum „falleraða“ rithöf- undi þeirra efni í einn langhund í Jónasarstíl — en langhundar hans eru það helzta, sem fært er fram i þessari kosningabaréttu af hálfu „IUviljans‘,. Undirfðt margar tegnndfr Náttkjólar margar tegnndir Stakir nndlrkjálar nýkomið Langaveg 41 öskureiðir kommúnistar. Hvernig myndu þeir láta ef ..? Aðeins eitt bréf um hræsni þeirra og aðra ónáttúru.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.