Alþýðublaðið - 28.06.1942, Síða 6

Alþýðublaðið - 28.06.1942, Síða 6
6________________________________ALÞYÐUBLAP8D___________________Sunnudagur 28. juní 1942. KIRKJAN Séra Þorgrímur Sigurðssoa: Hallgrímskirkjja. Réttnefnd blómarós. B'inxu>t ^jvjvur nmi eKiú vera réttneinu DioniKvOai xiún heitir Pat Norris og er frá blómalandinu Kaliforníu. Rós- irnar, sem hún heldur á, hafa verið kjörnar „fremstu rósir Ameríku 1942“ og heita „hjarta þrá“. Kosningaannáll Upphaf predikunar fluttrar í Austurbæjarskólanum 21. júní 19421). EGAR gengið er til guðs- þjónustu hér í Hallgríms- sókn getur ekki hjá því farið, að gamalt Hallgrímsvers komi í huga manns: Þá þú gengur í guðshús inn, gæt þess vel, sál mín fróma, hæddu þar ekki herrann þinn með hegðun líkamans tóma. Beygðu holdsins og hjartans kné, heit bæn þín ástarkveðja sé; hræsnin mun sízt þér sóma. En um leið verður maður þess átakanlega var, að stærsti söfnuður landsins á sér enn ekkert guðshús, þar sem hann geti beygt holdsins og hjartans kné. Það er sagt, að í nyrztu hér- uðum Noregs væri sveit, er svo var ástatt fyrir áður fyrr, að ekkert samkomuhús var þar til nema kirkjan. Með því að ekki varð hjá því komizt, að sam- komur færi þar fram aðrar en safnaðarguðsþjónustur, tóku sveitarmenn upp þann sið, að nota kirkjuna sína til almenns samkomuhalds, er svo bar und- ir. Út í frá var á þessu hneyksl- ast. En svarið var á reiðum höndum, ef um það var rætt, að þetta gæti ekki talizt viður- kvæmilegt: „Menn signa sig áður en samkoman hefst.“ Hjá yður, virðulegi Hall- grímssöfnuður, er þessu öfugt farið. Kirkja fyrirfinnst engin. Guðsþjónustan fer fram í sam- komusal. En ef menn gæta þess að signa sig, í líkingu talað, get- ur einnig hér orðið gild guðs- þjónusta. Að signa sig er að gera ser krossins merki ljóst, að lifa sig augnablik inn í anda Krists, að krjúpa á hjartans kné fyrir Kristi. Ungum var oss kennt að gera það méð hendinni. Það má líka gera það í hjartanu. Sign- ing hjartans má oss ekki gleym- ast. Án hennar verður hvorki í kirkju né sýningarsal sannarleg guðsþjónusta. í fyrrakvöld sá ég í fyrsta sinn mynd af framtíðarkirkju Hallgrímssafnaðar. Það var í einu dagblaði bæjarins. Ég hafði um hana lesið og heyrt menn að henni dást. En mynd- in, sem ég sá, var dauf og naut sín ekki til fulls. Og ég lét mér fátt um finnast. En í gærkveldi sá ég líkanið sjálft. Með eigin augum hafði ég tækifæri til að skoða það, virða það fyrir mér bæði tilsýndar og í nærsýn. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að hér væri á ferð glæsileg og ná- lega óviðjafnanleg kirkjuhug- mynd. En bezt virðist hún njóta *) Prédikimartextinn var 1. Jóh. 3, 2. sín, ef kropið er niður til þess að sjá hvílík hún er, ef upp til hennar er horft. Þá fyrst nýtur hinn útbreiddi faðmur fótstall- ' / anna sín til fulls og maður sér, hvílík tign býr í turninum, v bendandi til hæða. — Þannig er um þetta litla líkan: Maður þarf að krjúpa til þess að fá að sjá það eins og það er. En er það nóg að eignast glæsilegt guðshús? Það er vissulega mikils um vert. En kirkjan er þó aðeins hin ytri vébönd andlegs samfélags: sam- félags safnaðarins og samfélags- ins við Krist. Kirkja er guðshús til þess að ganga í, en ekki til þess að dást að og ganga síðan fram hjá. Það, sem mestu máli skiptir, er guðsþjónustan sjálf, hvort sem hún fer fram í kirkju eða samkomusal. Og guðsþjón- usta verður hvergi nema þar, sem kropið er á hjartans kné fyrir Kristi. Því að á þann hátt einan er hægt að sjá hann eins og hann er. Rfkisstjóri við knattspyrnnkeppni. (Frh. af 2. síðu.) Sveinn Björnsson ríkisstjóri hefir ákveðið að vera viðstadd- ur þegar þessi leikur fer fram — og munu allir íþróttavinir fagna þeim heiðri, sem ríkis- stjóri sýnir þeim með þessu. Hvernip á að dæma knaítspyrnn? LEIKNUM milli K.R. og Fram bar það við að dómar- inn þeytti blístru sína til leiks- loka (milli hálfleika) um leið og Fram-maður var að taka horn- spyrnu. Út af þessu reis upp gremja mikil meðal áhorfenda, og varð dómarinn fyrir hrópum. — Um þetta segir í 13. grein knattspyr nulaganna: „Hann (þ. e. dómarinn) skal þeyta blístru sína til leiksloka og leikhlés á nákvæmu augna- bliki, hvort sem knötturinn er í leik eða ekki. í því eina tilfelli má framlengja leiktíma, þegar framkvæma þarf vítaspyrnu.11 í KEFIAVÍK talaði Ólaf- ur Thors um væntanlega stj ómarsamvinnu hans og Framsóknar eftir haustkosn- ingar. Mótmælið þvi þegar við þessar kosningar! Kjósið A-listann! HVAÐA GAGN hafa kom- múnistar unnið launastétt- unum á þingi? Svarið því sjálf við kosningarnar! ■ Framh. af 5 s.íðu. við þau eiga að búa. Þessi úr- slit ættu einnig að kenna þéim, sem með völdin fara á hverjum tíma, að það er algerlega óverj- andi að ætla sér að setja víð- tæk þvingunarlög, sem snerta hag hvers einasta launþega, án þess að leitast fyrst við að ná samkomulagi við þá. Vinnu- brögð höfunda gerðardómslag- anna voru meira að segja, eins og mönnum mun enn minnis- stætt, ‘ með þeim ósköpum, að friðsamlegir samningar milli verkamanna og atvinnurekenda voru beinlínis hindraðir. Von- andi verða afdrif gerðardóms- laganna til þess, að stjórnendur landsins hugsi sig um tvisvar, áður en þeir leggja á ný út í slíka ævintýrapólitík. Og þau hafa a. m. k. orðið til þess, að menn, eins og Olafur Thors og Hermann Jónasson, geta ekki framar villt á sér heimildir hjá öllum þorra launþega, þegar þeir koma til þeirra fyrir kosn- ingar með fleðulátum sínum. Þeir verða fáir, sem láta blekkj- ast til þess að taka þá trúan- lega sem hollvini verkalýðsins. Vopnakaup lögreglunnar. EITT AF ÞEIM mál- um, sem mesta athygli hafa vakið í seinni tíð, eru hin stórkostlegu vopnakaup handa lögreglunni, sem Hermann Jónasson lét gera, áður en hann hrökklaðist úr ráðherrasætinu. Margir íslendingar eru svo gerðir, að þeim finnst þessi saga um vopnakaupin svo ó- sennileg, að þeir trúa henni ekki. En því miður er ekkert um að efast. Vopnakaupin hafa farið fram. Það er afar erfitt að finna neina skynsamlega skýringu á þessu framferði Hermanns Jón- assonar. Að þjóðinni sé nokk- urt öryggi í því gegn hugsan- legum byltinga- eða uppreisn- artilraunum innlendra manna er mesta fjarstæða. Ekkert er líklegra, en að þeir, sem á ann- að borð hugsuðu til þess að taka völdin hér á landi með of- beldi, myndu reyna að afla sér þeirra tækja, sem nauðsynleg væru til þess að geta keppt við útbúnað lögreglunnar. Og þegar vopnin eru komin, þá vill reynslan oft verða sú, að þau eru notuð. Vopnakaup Her- manns Jónassonar eru því eitt hið mesta glæfratiltæki, sem ís- lenzk stjórnarvöld hafa ráðizt í, þó maður tæki það gott og gilt, að ekkert hafi vakað/fyrir Hermanni annað en að tryggja öryggi borgaranna. Röksemdir eins og þær, sem Tíminn var með um daginn, að það þurfi hríðskotabyssur til þess að geta ráðið við drukkna, pólska skip- stjóra, eru ekki boðlegar viti- bornum mönnum. Húsnæðisvandræðin. ÚSNÆÐISVANDRÆÐIN í bænum eru eitthvert al- varlegasta vandamálið, sem þarf að ráða fram úr, en því miður eru þau mál tekin hinum mestu vettlingatökum af forráða- mönnum bæjarins. Húsnæðis- eklan nú er að mjög verulegu Ieyti að kenna gömlum van- rækslusyndum íhaldsins í hús- næðismálunum. Þess stefna hefir í stuttu máli verið — að gert ekki neitt. Alþýðuflokknum tókst eftir harða baráttu að koma í gegn lögunum um verkamannabú- staði og þau eru eina stóra á- takið, sem gert hefir verið í húsnæðismálum alþýðunnar. Á- rangur þeirra er, að nú búa þúsundir verkamanna í ágæt- um íbúðum, sem þeir hafa feng- ið með góðum kjörum, og að verið er að byggja fjölda í- búða í viðbót í flestum kaup- stöðum landsins. Þessa dagana hefir verið boðið út 2 milljóna króna láni til nýrra bygginga. En allar tillögur Alþýðu- flokksins í bæjarstjórn Reykja- víkur um að bærinn tæki að sér að byggja íbúðarhús, hafa verið kolfelldar til skamms tíma, þrátt fyrir ótvíræða þörf á meiri framkvæmdum. Kommúnistar, sem aldrei hafa haft neitt af viti að leggja til í þessum málum, hafa vakið á sér dálítið óskemmtilega at- hygli þessa dagana. Það er upp- lýst, að 6 af miðstjórnarmönn- um þeirra og frambjóðendum hafa stofnað hlutafélag til þess að braska með húsnæði. Hefir félag þetta leigt íbúðarhúsnæði fyrir skrifstofur í einu húsi og annað hús hefir verið leigt Bret- um. Og svo ætla þeir að rifna af vandlætingu yfir framferði annarra húsabraskara. „Háttvirtu kjósendur“. IGURÐUR JÓNASSON gengur ennþá sigurviss um götur borgarinnar og heilsar upp á „háttvirta kjósendur.“ Eitt af því fáa, sem háttvirtir kjósendur þessa bæjar virðast alveg sammála um, er það, að atkvæðin, sem Sigurður fær á kjördegi, verði ákaflega fá. — Flestir spá því, að þau verði undir einu hundraði, en varla nokkur maður telur líkur til þess, að yfir 200 kjósendur eyðileggi atkvæði sitt með því, að kasta því á Sigurð. Eini mað- urinn, sem ekki virðist enn skilja þetta er Sigurður sjálfur. Hann tekur sig allt of alvarlega. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. unum í vetur. Og víst mun hag- ur þeirra hafa hækkað töluvert við það. Það er því ekki svo iít- ið, sem þeir eiga á hættu nú, í þessum kosningum ,ef þeim þjóð- veldismönnum skyldi takast að að ná þessum reka undir sig. ef til vill að miklu eða mestu leyti. Þjóðveldismennirnir hafa að vísu margir eða flestir verið í einhverjum flokkum áður. En þeir hafa sagt skilið við þá, af því að þeir hafa sjálfir gerzt „óánægð- ir“ flokksmenn. Þeir virðast þann- ig með talsverðum rökum geta haldið því fram, að einmitt þeir eigi fyrsta forgangsrétt til allra óánægðra flokksmanna allra flokka, jafnvel einnig, og ef til vill ekki sízt, óánægðra kommúnista. Og með því að segja skilið við flokka sína, hafa þeir þótzt geta losað sig alveg við flokkslega for- tíð sína, og er kommúnistum nokk- ur vorkunn, iþó að þeir öfundi þá af því, eins og háttað er þeirra eigin fortíð.“ Þannig er bollalagt um Þjóð- ólfslistann fram og aftur. Að- eins eitt kemur öllum saman um: Þau efni, sem í þeim „hrist- ingi“ eru, koma visulega frá Sjálfstæðisflokknum og komm- únistum. Og hvaðan skyldu því annars atkvæði hans koma? NAZISTAR KUSU KOM- MÚNISTA við bæjarstjóm- arkosningamar £ vetur! — Lofið þeim að sameinast ó- ánægðum Sjálfstæðismönn- I um á lista Þjóðólfs. En styðj- 1 ið þá ekki í einu né neinu!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.