Alþýðublaðið - 28.06.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.06.1942, Blaðsíða 7
Sunnudagur 28. júní 1942. AÍ-ÞYÐUBLAÍMt) iBærinn-' í dag.1 Nœtuxlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Helgidagslœknir er Úlfar Þórð- arson, Sólvallagötu 18, sími 4411. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. . ÚTVARPIÐ: 11,00 Messa í Dómkirkjunni (síra Bjarni Jónsson). — Sálmar: 36, 46, 394, 250, 647. 15,30—16,30 Miðdegistónleikar plötur): Sjávar- og sjó- mannalög. 19,25 Hljómplötur: Æfingar, Op. 2.5, eftir Chopin. 20,20 Samleikur á orgel og píanó: Eggert Gilfer og Fritz Weisshappel): Hugleiðingar eftir Schumann. 20,35 Erindi: Um Keflavík (Helgi S. Jónsson). 21,00 Útvarpshljómsveitin: ís- lenzk alþýðulög. Einsöngur (Einar Sturluson): a) Sigfús Einarsson: Augun bláu. b) Sigv. Kaldalónsi Vorvindur. c) Sigfús Einarss.: Drauma- landið. d) Pergolese: Nina. 21,30 Hljómplötur: a) Casals leik- ur á celló. b) 21,40 Gamlir dansar. MÁNUDAGUR: . Næturlæknir er Gunnar Cortes, Seljavegi 11, sími 5995. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. ÚTVARPIÐ: 19,25 Hrjómplötur: Danskir þjóð- dansar. . 20,20 Stjórnmálaumræður, Reykjavíkurkvöld: Ræðu- tími fyrir hvern lista 35 mín., tvær umferðir, 20—25 mín. og 10—15 mín. Röð listanna: 1. A-listi (Alþýðu- flokkur). 2. E-listi (Þjóð- veldismenn). 3. C-listi (Sós- íalistaflokkur). 4. F-listi (Frjálslyndir vinstrimenn). 5. D-listi (Sjálfstæðisflokk- ur). 6. B-listi (Framsóknar- f lokkur). MeistaramótiO: met í 4x400 m. boðhlaupi. KR. hljrip á 3:37,8 min. M EISTARAMOT I.S.I. hófst í gærkveldi. K.R. setti nýtt met í 4x400 m. boðhlaupi. Gamla metið átti K.R. Það var sett 1937 og var 3.44.2 mín. Hið nýja met er 3.37.8 mín. Úrslit urðu sem hér greinir: 4X100 m. boðhlaup: 1. Sveit K.R. 46.4 sek. Sveitina skipuðu: Jóhann B., Sverrir E., Sigurður F. og Brynjólf^- ur I. 2. Sveit Ármanns 47.7 sek. Sveitina skipuðu: Sigurjón H., Árni K., Sigurgeir Á. og Baldur M. 3. Sveit K.R. 51 sek. 4x400 m. boðhlaup: 1. Sveit K.R. 3.37.8 mín. Sveit- ina skipuðu sömu menn og í . 4X100 m. 2. Sveit Ármanns 3.41.2. Sveit- ina skipuðu sömu menn og í 4x100 m. að viðbættum Herði H. og fráteknum Sig- urjóni H. Boðhlaup þessi voru mjög skemmtileg, en áhorfendur mjög fáir. Tímarnir eru ágætir, sé tekið tillit til að hlauparar eru ekki komnir í sína beztu æfingu. æ. y. z. Efstí oiaðor l-list- ans segist ætfa ið hjósa Miiiif' S^URNINGARNAR ÞRJÁR, sem Alþýðublaðið lagði fyrir kjósendur í leiðara sínum fyrir fáum dögum: hvort þeir væru með því, að gerðardóms- lögin væru áfram í gildi; hvort þeir væru með því að lággengi krónunnar héldi áfram, og hvort þeir væru með því, að út- svör almennings væru hækkuð eins og í ár, en. stríðsgróðafyr- irtækjunum hlíft við sköttum og útsvari, — þessar þrjár spurningar virðast hafa farið töluvert í taugarnar á Morgun- blaðinu, enda benti Alþýðu- blaðið á það, að það væm ekki nema þeir, sem vildu svara þessum spurningum játandi, sem gætu kosið Sjálfstæðis- flokkinn við í hönd farandi kosningar. Morgunblaðið hefir bersýni- lega strax farið á stúfana til þess að leita uppi einhverja, sem segja vildu já við spurn- ingunum og lýsa á þann hátt yf- ir fylgi sínu -við" Sjálfstæðis- flokkinn. En það gekk erfiðlega. Það varð að síðustu að fara upp í stjórnarráð á fund Magnúsar Jónssonar, efsta mannsins á lista Sjálfstæðisflokksins hér í Reykjavík — D-listanum — og þar fann það loksins manninn, *em var reiðubúinn til að svara spurningum Alþýðublaðsins iátandi. Hann settist niður og skrifaði fyrir Morgunblaðiö nafnlausa grein, sem allir þekkja þó af orðalaginu. Þar lýsir efsti maðurinn á lista sjálfstæðisflokksins því yfir, að hann svari öllum spurning- um Alþýðublaðsins játandi og ætli að kjósa D-listann! Mikið var! Hver ætti annars að kjósa hann? törntoerðiÐ. (Frh. af 2. síðu.) hrcssakaupum hans við Fram- sókn um breytingarnar á skatta lögunum? Hún varð sú, að hann fékk því til leiðar komið, að það, sem stríðsgróðafyrir- tækin urðu að greiða í auknum stríðsgróðaskatti, fengu þau aftur við það, að bannað var að le'ggja nokkurt útsvar á tekjur þsirra, -sem 'voru umfram 200 þúsund krónur. Það var á þenn- an iiátt, sem Ólafur Thors trygí?ði sér það, að útsvar Kveldúlfs í ár var lækkað úr 730 'þúsund krónum, sem hefði átt að vera 2 milljónir, niður í emar 95 þúsundir! Þaö er þýðingarlaust fyrir Morguntkðið að ætla sér að reyna að blekkja Reykvíkinga um niðurjöfnunina í Reykjavík í ár. Þeir kunna fullkomlega að iGsa úr tölum og þ'urfa enga hjálp Mcrgunblaðsins til þess. Þeír flnna líka "hina auknu Lyrði af útsvörununm á sínum eigin bckum, og vita nú, fyrir hverja þeim cr látið blæða. • Morflunblaðslyflar. (Frh. af 2. síðu.) að 100%, og allra sízt, þegar útsvar Kveldúlfs er um leið lækkað úr 730 þúsundum niður í 95 þúsundir og stríðsgróða- skatturinn ekki hækkaður meira en það, að Kveldúlfur greiðir samtals svo að segja ná-. kvæmlega sömu upphæð í skatta og útsvar nú og í fyrra, þrátt fyrir áframhaldandi millj- ónagróa og vaxandi varasjóði. MUNIÐ 15% SKATTINN, 5em íhald og Framsókn ætl- uðu að setja á laun verka- manna í setuliðsvinnunni. — Alþýðuflokkurinn stöðvaði þá fyrirætlun í bili. — Kjós- ið A-Iistanní LoMeytamerín mótmæla elsræi Olafs fhoFs ii tyrggingu skélans. Þeir viija ekki láta by^ja ha* n eftir teikningu SigurðBr Guðmundssonar. FÉLAG LOFTSKEYTA- MANNA hélt aðalfund sinn í fyrradag. Eftir að venjulegum aðalfundarstörf- um var lokið hófust umræð- ur um ýms , hagsmuna- og velferðarmál loftskeyta manna og sjómanna yfirleitt. Var sérstaklega mikið rætt nm hinn fyrirhugaða sjómanna- skóla, og kunnu loftskeytamenn illa einræðisákvörðunum Ólafs Thors í því máli; enda sam- Jþykktu þeir ályktun í því máli. Þá var og rætt um nauðsyn- ina á endurnýjun fiskiflotans, og voru fundarménn mjög óá- nægðir út af úrslitum þess máls á alþingi. Þessar ályktanir voru sam- þykktar á fundinum: - „AðaKundur F. í. L., haldinn 26. júní 1942, mótmælir ein- dregið að fyrirhugaður sjó- mannaskóli íslands verði byggð- ur eftir eða í líkingu við upp- drætti Sigurðar Guðmundsson- ar, sem hlutu hæstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um sjó- mannaskólann, og sem síðan hafa veri birtir.í Lesbók Morg- unblaðsins. (7. júní 1942). Álítur fundurinn, aðs hvorki sé hægt að sætta sig við útlit byggingarinnar, eins og hún er á uppdrættinum, eða þá afstöðu, sem henni er valin á hinni fyrir- huguðu lóð. Enn fremur vill fundurinn mælast til þess, að 10—20 ut- anbæjarnemendum verði tryggð heimavist í skólanum, en ráð gert fyrir heimavistarhusi, er síðar yrði byggt á lóðinni. . Jarðarför okkar .hjartkæru eiginkonu, móður og tengda- móður, MARGRÉTAK VIGFÚSDÓTTUR, fer fram frá fríkirkjunni þriðjudaginn 30. þ. m. og hefst með húskveðju að heimili hinnar látnú, Hverfisgötu 58, kl. 1 e. h. Björn Jóhannsson, börn og tengdabörn. Jarðarför okkar hjartkæra eiginmanns og föður, ÁRNA MAGNÚSSONAR, vélstjóra, fer fram frá fríkirkjunni mánudaginn 29. þ. m. og hefst með húskveðju að heimili hins látna, Ránargötu 32, kl. IVz e. h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Valdís Þorvaldsdóttir og börn. Fundurinn mótmælir einnig þeirjri ákvörðun atvinnumála- ráðherra, að taka ekki til greina ítrekaðar samþykktir og áskor- anir byggingarnefndar sjó- mannaskólans, um að húsa- meistara ríkisins yrði falið að gera uppdrátt að skólabygging- unni, eftir að sýnt var, að eng- inn þeirra uppdrátta, sem borizt höfðu, var af nefndarinnar hálfu talinn hæfiji" til 1. verðlauna." „Aðalfundur Félags íslenzkra loftskeytamanna, haldinn 26. júní 1942, tók til umræðu ný- byggingarmál og endurnýjun togaraflotans. Lýsti fundurinn yfir vantrausti sínu á aðgerðum alþingis í þessum málum, þar sem ekki hafa enn verið tryggð- ir fjárhagslegir mögleikar á endurnýjun fiskiflotans. Telur fundurinn aðgerðir alþingis vera veigalitlar og ná alltof skammt." í stjórn félagsins voru kosnir Friðrik Halldórsson, Halldór Jónsson, Geir Ólafsson, Jón Ei- ríksson og Haukur Jóhanriesson. Mjfndir af ibúðnm. Frh. af 2. síðu. efndi til, og leigði síðan út. Þetta var alltaf fellt. Loksins fyrir ári síðan fékk Alþýðu- flokkurinn allt í einu samþ. tillögu um að málið skyldi at- hugað; og skyldi miðað við það, að byggð yrðu þriggja til fjögra hæða stórhýsi með smáíbúðum, sem síðan skyldu leigðar út eða seldar. Alþýðuflokkurinn ætl- aðist vitanlega til þess, að mál- inu yrði hraðað sem mest, vegna hins ægilega húsnæðisleysis, en menn þekkja hraðann í athöfn- um íhaldsins! Á hverjum einasta bæjarstjórnarfundi, sem hald- inn hefir verið síðan tillagan var samþykkt, hefir verið spurt um, hvað málinu liði, en svarið hefir alltaf verið það sama, að málið væri í „athugun". Um leið og þessar fyrirspurnir hafa var- ið gerðar, hafa fulltrúar Al- þýðuflokksins hvatt til þess, að bærinn tryggði sér byggingar- efni, á meðan verið væri að teikna húsin. Húsameistarar bæjarins hafa um mjög langan tíma unnið að teikningunum, enda hafa þeir mikið að gera, þar sem á sama tíma er verið að vinna að teikningum tveggja barnaskólahúsa. Husameistar- arnir báðu um aðstoð, en fengu hana ekki. Borgarstjóri upp- lýsti þó á síðasta bæjarstjórnar- fundi, að hann hefði keypt byggingarefni og að teikning- arnar yrðu tilbúnar „innan skamms". Loks í gær er svo Morgun- blaðið látið birta myndir af þessum fyrirhuguðu húsum. Og á þessum myndum eiga húsnæð- islausu fjölskyldurnar að lifa fram yfir kosningar! Það var ekki hægt að nota hitaveituna núna! Þess vegna var séð svo um, að teikningarnar að húsun- um yrðu tilbúnar f yrir kosning- ar! En hætt er við, að almenn- ingi nægi þetta ekki. Ef það, sem eftir er, tekur jafnlangan tíma fyrir íhaldið og það, sem búið er, þá munum við ekki sjá þessarlbúðir fyrr en að löngum tíma liðnum.. Alþýðuflokkurinn treystir að minnsta kosti íhaldinu ekki bet- ur eri svo í húsnæðismálunum, að hann trúir því ekki enn, þrátt fyrir teikningarnar og mynd- irnar í Morgunblaðinu og þrátt fyrir hið „keypta byggingar- efni", að hugur fylgi máli. Þessar byggingar gátu verið búnar um leið og þeir verka- mannabústaðir, sem nú er verið að taka til notkunar. Það vant- aði aðeins vilja og skilning Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn — framkvæmdaþrek hans og fyrirhyggju. Vopnakaup logreglunnar. Frh. a£ 2. síðu. skotabyssur „í höndum lögregl- unnar". Þetta er ekki rétt frá skýrt. Hins vegar sagði Jón Ax- el, að hann hefði séð þau vopn, sem keypt hefðu verið handa lögreglunni. Það er ekki sama og að hann hefði séð vopnin í höndum lögreglunnar. En af upplýsingum lögreglu- stjóra, ef upplýsingar skyldi kalla, og af þögn dómsmálaráð- herra, er auðséð, að þau vopna hafa verið keypt handa lögregl- unni, sem skýrt hefir verið frá. Hins vegar virðist eitthvað hár- ugt við þetta, sem almenningur má ekki fá'að vita. Er Jakob Möller að hlífa Hermanni Jón- assyni? Og ef svo er: Hvers vegna er hann að hlífa honum? Hvers vegna má almenningur ekki vita hið sanna í þessu vopnakaupamáli ? Arthur Gook heldur almenna samkomu i kvöld (sunnud.) kl. 8% í Kaup- þingssalnum. (Lyftan í gangi.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.