Alþýðublaðið - 28.06.1942, Page 8

Alþýðublaðið - 28.06.1942, Page 8
AU»ypUBLAÐHp Sunnudagur 28. júni 1942.. Kaupmannahöfn, 23. júní 1866. „.... Nú á að halda Pétri biskupi veizlu hér, officiella veizlu, sem ég og fleiri erum lít- ið begeistraðir fyrir. Ég trúi, að ég eigi að gera kvæði fyrir kóngsins skál, en ef ég fæ ekkt að gefa Dönum púff í því, þá læt ég það ekki. Eg hef ekki séð Pétur nema einu sinni, síðan hann kom hér, uppi á kontori, en áldrei hef ég heimsótt hann. Hann var þurrlegur við mig. Ekki gaf hann mér neinn billet til biskupsvígslunnar, þó hann gæfi öðrum. .. Það mun vera sem von er á, að Pétri þyki ég ekki vera kirkjulegur maður, enda gef ég skít út í allar vígsl- ur og trúi á guð.“ (B. Gröndal, úr bréfi). * MAGNÚS PRÚÐl Jónsson frá Svalbarði átti dóttur, er Elín hét. Hennar bað Sæmundur, sonur Árna Gísla- sonar á Hlíðarenda (1588). — Magnús bjó þá á Bæ á Rauða- sandi. Tók hann dræmt í bón- orðið í fyrstu. Setti hann það upp, að Sæmundur flyttist vest- ur á land, að Hóli í Bolunga- vík, ef hann ætti að fá Elínar. Segir svo í vísu eftir Magnús, er hann kvað þá og lét berast Sæmundi: Fæst ei skjól hjá fáldasól, fyrðar honum það segi, nema eigi hann Hól fyrir höfuðból, hana fær hann eigi. Fór þetta að vilja Magnúsar oq settust þau Sæmundur að á Hóli. * BJÖRN STURLUSON bjó að Þorkötlustöðum í Grindavík nálægt 160Q, skáld og þjóðhagasmiður. Ámundi Orms- son var þá prestur á Kálfa- tjörn. Einhverju sinni hafði prestur beðið Björn að smíða sér aflhólk. Björn sendi presti hólkinn með stúlku og vísu þessa með: Eydd eru kol, en efnið spillt, — ekki fer allt af dá.ðum. Hafðu nú, prestur minn, hvom 1 þú villt af hólkunum þessum báðum. En prestur sendi þessa vísu um hæl: Klerkurinn á Kálfatjörn klausu hefir til búna: Hafðu þökk fyrir hólídnn, Bjöm, hins þarf ég ekki núna. spyr ekki um auð, tign, völd né metorð. Hefði ég nokkru sinni orðið ástfangin, hefði ég ekki gett það fyrir mig, þó að mað- urinh hefði verið sendill. Eg hefði gifzt honum, ef hann hefði beðið mín. — Þetta er skemmtilegt að heyra ,sagði doktorinn ólund- arlega. En nú var ungfrú Pála komin af stað og lét ekki hindra sig. —'Hlutverk konunnar er að ala upp nýja kynslóð, og ef hún er hyggin, velur hún sér hraust- an og heilbrigðan maka. Eg hefi enga samúð með þeim konum, sem velja sér maka ein- ungis eftir eignum. Konan þarfnast eiginmanns, sem er hraustur og heilbrigður. — Ungfrú Pála, sagði ung- frú Glover. — Eg er ekki nógu gáfuð til þess að geta deilt við yður, en ég veit, að þér hafið á röngu að standa. Eg held, að ég ætti ekki að hlusta á yður. Eg er viss um, að Craddock myndi ekki vilja það. — Kæra vina, þér hafið verið alin upp eins og flestar stúlk- ur enskar, það er að segja, eins og heimskingi. Veslings ungfrú Glover blóð- roðnaði. — Að minnsta kosti hefir mér verið kennt að líta á hjónabandið sem heilaga stofn- un. Eg vona, að ég freistist aldrei til þess að líta á hjóna- bandið á sama hátt og þér. Ef ég giftist einhverntíma, vona ég, að það verði ekki af gimd. Eg lít á hjónabandið sem and- lega einingu og að það sé skylda mín að elska, heiðra og hlýða eiginmanni mínum, styðja hann og styrkja og þola með honum súrt og sætt. — Þvættingur! sagði ungfrú Pála. — Mér hafði aldrei dottið í hug, að þér samþykktuð þenn- an láðahag, sagði doktorinn. — Þau geta aldrei orðið ham- ingjusöm, sagði ungfrú Glover. — Hvers vegna? Eg þekkti tigna konu á Ítalíu, sem gekk að eiga þjón sinn. Hún gaf hon- um nafn sitt og þau drukku saman. Þau lifðu í hamingju- sömu hjónabandi í fjörutíu ár, og þegar hann loks drakk sig í hel, varð aumingja konan svo harmþrungin, að næst þegar SB NÝJA Bfð KTíknjndastjara- hún fékk bremiivínsdellu reið það henni að fullu. Það var fyrirmyndar hjónaband, — Eg vona, að þér viljið ekki að frænka yðar hljóti sams kon- ar örlög og þessi ítalska frú, ungfrú Pála, sagði ungfrú Glov- er, sem allt af tók allt alvailega. — Eg á aðra frænku, eins og þér vitið, sagði ungfrú Pála. Systir mín, sem giftist Sir Ja- mes Courte, á þrjú börn. En nú greip doktorinn fram í. — Eg held, að þér þurfið ekki að ómaka yður neitt í sam- bandi við þetta mál, ef yður er það ógeðfellt, því að ég hefi umboð til þess að skýra yður frá því, að trúlofuninni hefir verið riftað. — Hvað eigið þér við? hróp- aði ungfrú Pála. — Eg trúi þessu ekki. — En hve það var gott, hróp- aði ungfrú Glover. Doktor Ramsay néri hökuna ánægður á svip. — Eg vissi, oð ég gat komið í veg fyrir þetta hjónaband. Hvað segið þér nú, ungfrú Pála? Hann var bersýnilega ánægð- ur yfir því, hversu þetta kom henni á óvart. Og henni gramd- ist það. — Hvernig get ég vitað bað, fyrr en þér skýrið málið? — spurði hún. — Hann heimsótti mig í gær- kveldi, og ég skýrði honum frá mínu sjónarmiði. Eg talaði við hann og sagði honum, að hjóna- band þeirra væri óhugsanlegt. Eg sagði, að fólk myndi kalla hann ósvífinn ævintýramann og höfðaði til sómatilfinningar hans. Hann er heiðarlegur og undirhyggjulaus náungi, enda hefi ég alltaf haldið því fram, að svo væri. Eg sýndi honum fram á, að hann hagaði sér ekki eins og heiðarlegum manni sæmdi, og að lokum lofaði hann því að slíta trúlofuninni. — Hann stendur ekki við það loforð, sagði ungfrú Pála. — Gerir hann það ekki? — hrópaði doktorinn. — Eg hefi þekkt hann alla ævi og hann myndi heldur deyja, en bregða heiti sínu. — Veslings maðurinn, sagði ungfrú Pála — hann hlýtur að hafa tekið það nærri sér. — Hann bar sig vel. (Fools for Scandal) Ameríksk gamanmynd, leikin af: CAJROLE LOMBAjRD FERMAND GRAVET ALLEN JENKINS og RALPH BELLAMY — Sýnd kl. 5, 7 og 9. Barnasýning kl. 3: LÖTU MÝSNAiR Aðgöngumiðar að öllum sýningum seldir frá kl. 11 fyrir hádegi. GAMLA BIÚ m Geibllaði læknirlu (The Mad Doctor) Ameríksk sakamálamynd. Basil Rathbone Ellen Drew John Howard Aukamynd: FRÉTTAMYND Frá íslandi og Rússlandi o. fl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. Aðgöngum. seldir frá kl. 1. Ungfrú Pála klemmdi sam- an varirnar unz þær voru eins og hvít strik, en sagði svo: — Og hvenær ætlar hann að fram kvæma þessa hetjudáð? — Hann sagði mér, að hann ætlaði að borða hádegisverð hér , í dag, og þá myndi hann fá | tækifæri til að biðja Bertu að leysa sig frá heiti sínu. — Maðurinn er geggjaður, sagði Pála við sjálfa sig, en þó svo hátt, að það heyrðist. — Mér fannst þetta mjög göfugmannlega gert af honum, sagði ungfrú Glover. — Það var ekki herra Crad- dock, sem ég átti við, hreytti ungfrú Pála út úr sér — það var doktor Ramsay. — Ungfrú Glover leit á hinn tignarlega mann til þess að vita, hvernig hann tæki þessari ó- svífni. En í sömu svifum voru ; VBfiALAIIMAKISA I illi herbergiskytru á efstu hæð hússins. Fólkið lét hana hafa ábreiðu til að liggja á og setti mjólkurskál inn til hennar. Það lokaði glugganum vendilega og sömuleiðis dyrunum, þegar það gekk út. Snotra var fangi. Hún reyndi með öllu móti að finna smugu til að komast út um. Glugginn var harðlokað- ur. Dyrnar vildu ekki opnast, þó að hún stykki upp á sneril- inn og skellti honum niður. — Þeim var læst hinum megin frá. Snotra fór að mjálma. Hún mjálmaði alltaf hærra, hærra, en enginn maður lét sjá sig. | Enginn gaf henni gaum, þar sem hún var lokuð inni á efstu hæðinni. Snotra klóraði í hurðina. — Hún klóraði alla málninguna af, en það bar engan árangur, hún komst ekki í gegnum hurð- ina. Hún var banhungruð, en ! hún vildi ekki bragða á mjólk- inni. Hún var örmagna af þreytu, en henni datt ekki í hug að leggjast til hvíldar. | Hún vildi komast útl En hvernig átti hún að fara að því? Vesalings Snotra! Hún saknaði Betu litlu og fann sárt til einstæðingsskapar og: hræðslu. Enginn var til að gæla við hana og hugga hana. Hún var í óra fjarlægð frá heimili sínu. Eftir langan tíma opnaði konan dymar og kom inn. — Snotra reyndi að smeygja sér út um leið, en þá var konan ekki sein á sér að loka. „Ó, nei, kisa mín, þú sleppur ekki svona auðveldlega,“ sagði konan. „Æ, hefir þá ekki katt- arafmánin klórað alla máln- inguna af hurðinni! Eg skal lumbra á þér fyrir þetta, óhræs- ið þitt!“ Hún laut niður til þess að berja Snotru, en hún brást fljótt til varnar og klóraði kon- una óþyrmilega á annan hand- legginn. „Ó, ó,“ æpti konan skelkuð. „Villidýrið þitt! Eg verð ekki stundinni lengur inni hjá þér.“ Hún þaut út úr herberginu í Ör 7A BXOKEN ALTIMETER. FROM A plane; where in the worlp litue willie pick this HtstTNDAS Tóní: Brotinn hæðarmælir úr ^lugvél! Hvar í ósköpunusm hef- ir Vilbur náð í þetta? Tóní: Ef til vill var það bend- ing um eitthvað, en hún er skrýtin! Tóní: Þessu blaði var kastað út úr vagninum! Ef til vill er þar úrlausnin! Tóní: Það er aðeins nótna- bla#!!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.