Alþýðublaðið - 02.07.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.07.1942, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. júli 1942 AIPYPUBUWP Hver er svo afstaða Svíakon- ungs til styrjalda? Einu sinni var hann spurður að því, hver væri orsök hinna geysilegu vin- sælda hans' í Svíþjóð. Hann svaraði: — Sú staðreynd, að ég reyni að halda þjóð minni utan styrjalda. Og í útvarpsávarpi til þjóðar sinnar 1933 sagði hann: — Dagsverki mínu mim nú senn verða lokið. Guð gefi, að ég geti skilað syni mínum frjálsu og ó- háðu ríki, sem nýtur virðingar og viðurkenningar allra þjóða. Hann reynir ennþá að fylgja sömu stefnu og þá, sem reynd- ist Svíþjóð svo happadrjúg í síðustu styrjöld. Hann var þá hvatamaður að sameiginlegri hlutleysisstefnu Norðurlanda- þjóðanna. Samkvæmt persónulegu hoði hans komu konungar Noregs og Danmerkur til fundar við hann, ásamt utanríkis- og forsætis- ráðherrum sínum, í Mahnö í * Suður-Svíþjóð. Þar urðu þeir á- sáttir um sameiginlega hlut- leysisstefny. * Það er enginn vafi á því, þó að sumir Svíar hafi hallazt að Bretum og aðrir verið hlynntir Þjóðverjum í fyrri heimsstyrj- öldinni, að allur almenningur í Svíþjóð var hlynntur hlutleysi. Auðvitað gátu Svíar ekki kom- izt hjá því að verða fyrir miklu tjóni. Þeir misstu um 280 kaup- skip auk mikilla vöírubirgða, sem voru gerðar upptækar í Englandi. í þrjú ár komust þeir að góðum skilmálum við Breta, sem kröfðust samvinnu við Svía um birgðaflutning til Rúss- lands, en því var lokið með bolsévíkabyltingunni árið 1917. Viðskiptasáttmáli við banda- menn var undirritaður snemma á árinu 1918, þar sem Svíum var leyfður innflutningur gegn vissum sérleyfum. En sjóhern- aðurinn gerði siglingaleiðirnar ótryggax, og Svíar urðu að auka viðskipti sín við Þjóðverja, sem þeir voru neyddir til að fá kol hjá. í lok stríðsins var mikill skortur í S.víþjóð, einkum mat- vælaskortur. I núverandi styrjöld er hlut- leysisstefnan miklu erfiðari í framkvæmd, því að Svíar eru einir um hana. Bræðraþjóðir þeirra á Norðurlöndum eru her- numdar. Og Svíar, sem þurfa að flytja inn mikið af nauðsynjum, verða að halda uppi miklum siglingum. En hlutleysi sínu hafa þeir getað haldið til þessa dags. ❖ i Samúð konungsins ætti að vera með bandamönnum. Móðir hans var lærisveinn Florence Nightinggale, — -sonur hans kvæntist Margaret prinsessu af Connaught. Yngri sonur hans kvæntist stórhertogadóttur frá Rússlandi og dætur hans urðu krónprinsessa Noregs, krón- prinsessa Danmerkur og Ást- ríður heitin Belgíudrottning. Ef til vill hefir það verið hin Gústav Svíakomingur, óbilandi trú hans á hugsjónir lýðræðisins, þær hugsjónir, sem sköpuðu honum nafnið „bezti ráðgjafi ráðgjafa sinna“, sem voru frumhvöt hinnar þing- ræðislegu yfirlýsingar hans: „Hagsmunamál Svíþjóðar, heið- ur þjóðarinnar og friður eru þau takmörk, sem ég hefi jafnan fyrir augum. Með guðs hjálp vona ég, með því að fara þá leið, sem við höfúm þegar valið, að hægt sé að forða þjóðinni frá ógnum styrjaldarinnar.“ Er minni pólitískur áliugi hér í bænum en úti á landi? Ummæli Sjálfstæðismanns á Akranési, sem hitti nagl- an á höfuðið. HVERS VEGNA eru allir svona danfir?“ Ég heyrði pólitískan leiðtoga spyrja kunn- ingja sinn að þessu í gær. Hann var nýkominn utan af landi og hafði tekið þátt í kosningafundum þar. Ég hitti hann og kunningja hans á götu, og af því að hann er ekki sammála mér í pólitíkinni, eða ég ekki honum, fór ég að tala við hann til að heyra í honum hljóðið. ÉG SPURÐI Á MÓTI, áður en kunninginn fékk tækifæri til þess að svara: „Finnst þér að við séum daufir hér í Reykjavík? Voru þeiv áhugasamari úti á landi?“ — Hann sagði: „Mér finnst almenningur tala svo lítið um pólitík hér — það er meira talað um pólitík úti á landi.“ PETTA GETUR VEL VERIÐ. Það eru minni æsingar út úr póli- tík nú hér í Reykjavík en voru til dæmis 1937. Ástæðan er áreiðan- lega sú, að nú eru allir önnum kafnir. Nú hafa allir meiri vinnu en þeir geta afkastað. Kjör flestra eru góð. Menn eru tiltölulega vel ánægðir af því að þeir hafa nóg fyrir sig að leggj,a. En 1937 gengu hundruð manna atvinnulaus. Tóm- stundirnar voru alltof margar — og langar — og æsingafundir, upp- þot og skraf um kosningamálin hafði einhvers konar fróun í för með sér fyrir fólkið. KOMMÚNISTAR halda því fram, að á kreppu- og atvinnuleys- istímum sé verkalýðurinn mót- tækilegastur fyrir byltingakenn- ingar. Ég hygg að það sé rétt. En þeir bæta öðru við. Þeir segja: „Á slíkum tímum er bezt að skipu- leggja verkalýðinn í samtök og efla hann til markvissrar baráttu. Og þetta er alls ekki rétt. Reynslan hefir sýnt að þegar verkalýðurinn þjáist ekki af atvinnuleysi, er hann hæfastur til baráttu fyrir stéttar- hagsmunum sínum. „AKURNESINGUR“ skrifaði mér í gærmorgun á þessa leið: „Þeir háðu einvígi héma á Akra- nesi í gærkveldi Sigurður Einars- son og Sigfús Sigurhjartarson. Ég hygg að þessa fundar verði lengi minhst hér. Kommúnistar höfðu auglýst þennan fund með óskap- legum hávaða og ætluðu sér víst að græða eitthvað á þessum fundl. En þar skjátlaðist forsprökkunum hrapallega. Við Akurnesingar höf- um aldrei fyrr séð nokkurn mann fara aðra eins hrakflör á nokkrum opinberum fundi og Sigfús Sigur- hjartarson á þessum. Þar var bók- staflega engu á bætandi. „EN ÉG SKRIFA ÞÉR þetta bréf sérstaklega vegna eins atviks, sem kom fyrir á fundinum. Þegar Sig- fús var búinn að flytja sína fyrstu ræðu klöppuðu nokkrir menn. Við, sem heima eigum hér, urðum dá- lítið undrandi yfir því að sjá hverj- ir það voru. Það voru kunnir Sjálf- stæðismenn. Maður sneri sér að einum þessara manna og sagði: „Hvað er þetta? Þú klappar fyrir kommunum!“ Sjálfstæðismaðurinn svaraði: „Vitanlega, maður, þeir eru að hjálpa okkur.“ „ÉG ÁLÍT að þetta svar þurfi að komast fyrir augu verkalýðsins, ekki aðeins hér á Akranesi, þar sem kommúnistar eiga ekkert fylgi og engin sundrung er til inn- an verkalýðshreyfingarinnar, held- ur og í Reykjavík og víðar. Hafði Sj álfstæðismaðurinn ekki rétt fyr- ir sér? Er það ekki hlutverk kommúnistanna að hjálpa íhald- inu? Erum við verkamenn ekki veikari til starfsins og baráttunnar fyrir málefnum okkar, ef við erum sundraðir? Og hverjir hafa sundr- að? Því ætti hver að geta svarað sér sjálfur.“ Hannes á horninu. Gústav Sviakonungur. Ameginlandi evrópu, þar sem konungar hafa gufað upp frá því núverandi Iheimsstyrjöld hófst, stendur <ainn konungur eins og klettur úr hafinu — Svíakonungur, sem varð áttatíu og fjögurra ára 16. júní síðast liðinn. Hann hefir verið konungur lands síns um tvær heimsstyrjaldir, og þjóð hans hefir verið hlutlaus í báð- tzm. Gustav er ekki Svíi að ætt- emi. Móðir hans var prinsessa frá Nassau, amma hans var barnabam Jósefínu keisarainnu og langafi hans var sá eini af marskálkum Napóleons, sem hugsaði eins mikið um eigin hag og keisarans. Bemadotte marskálkur, prins af Ponte Carvo^ lét gera sig að ríkiserf- ingja í Svíþjóð árið 1810, og konungurinn viðurkenndi rétt hans til ríkis í Svíþjóð undir nafninu Karl Johan, og af hon- um er komin núverandi kon- ungsætt. Sem krónprins öðlaðist Gustav mikla herfræðilega þekkingu og langa skólagöngu og góða há- :skólamenntun. Hann ferðaðist víða og lærði að lesa og skrifa átta tungumál og talar fimm tungumál. * Hann kom til ríkis eftír föður . sinn, Oscar II., 8. desmber 1907, ,á þeim tíma, þegar þjóðin var farin að hugsa meira um fjár- hagslegt og atvinnulegt frelsi en hirðljóma konungsins. Vegna veikinda föður síns hafði Gustav þegar tekið drjúgan þátt í .stjóm landsins um skeið, eink- um árið 1905, þegar aðskilnað- ur Noregs og Svíþjóðar fór ifram. Hann lét sér vel lynda að leggja niður hina fjögurra alda gömlu kórónu ásamt silfurhá- sætinu í höll sinni. Hann var ó- 'brotinn og alþýðlegur maður og ihikaði ekki við að gerast kon- ungur í lýðræðisríki. Hversu vel honum hefir heppnazt hlutverk sitt má ■znarka á því, að á áttræðisaf- mæli hans hafði Alþýðuflokk- urinn í Stokkhólmi mikil há- ííðáhöld honum til heiðurs, þar .sem því var lýst yfir, að hann væri fyrirmyndarkóngur í lýð- ræðisríki. * í í einkalífi sínu virðist kon- unurinn hafa lagt megináherzlú á að rækta með sér alþjóðlegan hugsunarhátt og efla líkams- hreysti sína. Hann bætti á marg- krossað brjóst Görings stór- krossinum með keðju, æðsta heiðursmerkinu sænska, og ei að síður fór hann í fyrsta skipti í opinbert kvikmyndahús til að horfa á Victoríu drottningu. Sagt er, að hann sé eini mað- urinn, sem hafi borðað kvöld- i verð með Disraeli og hádegis- verð með Hitler — og að þeim hádegisverði loknum vildi hann óvægur fá að leika tennis við pólska Gyðinginn Prenn. Hann er frægur tennisleikari og á það | því að þakka, að hann heldur ; heilsu sinni og kröftum exm þá. Sú saga er sögð um Gustav kommg, að eitt sinn er hann tók þátt í tvímenningskeppni, hafi | Suzanne Lenglen viljað ráð- J leggja honum og kallað til hans: ' Meira til vinstri, yðar hátign, — meira til vinstri! En kommg- urinn á að hafa svarað: — Þetta minnir mig á ráðuneytisfund hjá forsætisráðherranum mín- um. * Auk tennisleiksins fer hann oft á fiskiveiðar og elgsveiðar. Og hann er frægur fyrir prjón og útsaum. Hann fer aldrei svo j í burtu, að hann hafi ekki með sér nálar og ísaumsdúka og er sérfræðingur í frönskum seytj- ándu aldar útsaumi og ítölskum útsaumi. Hann hrósar sér af því, að útsaumur sinn sé jafn- góður á röngunni sem réttunni. Hann hefir glitsaumað altaris- klæði fyrir kirkjuna í Lovo. Eitt sinn var hans getið í fréttum blaðanna í tilefni af hraustlegra framgöngu við að kæfa eld, sem kom upp í höll einni í Stokkhólmi. | Konungurinn spilar bridge nærri því á hverju kvöldi og hefir mjög gaman af að lesa lenilögreglusögur, enda á hann éitthvert stærsta einkasafn lög- reglusagna, sem til er í heimin- um. Loks er hann mikill silfur- munasafnari, leirkera- og postu- línsgripasafnari, og marga slíka muni hefir hann fengið í París og Rómaborg. ♦ Konungshöllin í Stokkhólmi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.