Alþýðublaðið - 02.07.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.07.1942, Blaðsíða 7
FimmtudagTir 2. júli 1942 ALÞVÐUBLAOIP 7 i Bærinn í dag.l Fjfrirtæki verkalýðs- féiaganna. Hjartans þökk fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för konunnar minnar, móður og tengdamóður okkar MARGRÉTAR VIGFÚSDÓTTUR Björn Jóhannsson börn og tengdabörn Næturlaeknir er María Hall- grímsdóttir, Grundarstíg 17, sími 4384. Næturvörður er í Reykjavíkur- Apóteki. ÚTVARPIÐ: ' 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 MiSdegisútvarp. 19.25 Austurlenzk lög. 20.00 SVóttir. 20.20 Stjórnmálaumræður: Ræðutími flokka 30 og 20 mín., tvær umferðir. Röð flokkanna: Sósíalistaflokkur. Framsóknarf lokkur. Alþýðuflokkur. Sjálfstæðisflokkur. Dagskrárlok um kl. 23.50. Vikan, sem kom út i dag flytur m. a. grein um Kristján Jónsson Fjalla- skáld í tilefni af því, að í sumar eru 100 ár liðin frá fæðingardegi hans. Auk þess byrjar í blaðinu ný framhaldssaga,. Rágðáta rauða hússins. Þá er smásaga eftir Willi- am Sommerset Maugham, Herra. Alvitur, myndir, smælki o. fl. Samtíðin, 6. hefti þessa árgangs er ný- komið út og flytur m. a. eftirfar- andi efni: Svefn hefir þrjú hlut- verk, Ætlar Hitler að yfirbuga Japan? Rudolf Nilsen; Númer 13 (kvæði), Merkir samtíðarmenn, Þórhallur Þorgilsson: Um fram- burð og réttritun erleindra land- fræðiheita. Ester Riwkin: Rökk- ur, saga, Hreiðar E. Geirdal: Nokk- ur orð og orðtæki o. m. fl. Kirkjnritið, 5. hefti þessa árg. er nýkomið út. Efni: Hvítasunnusálmur eftir Einar M. Jónsson. Tækifæri til vitnisburðar eftir sr. Fr. J. Rafn- ar vígslubiskup. Sr. Fr. Hallgríms- son dómprófastur sjötugur. Kristn- in á Skotlandi eftir sr. J. Jakobs- son. Dagbjartur Jónsson cand. theol. eftir Á. G. Við útför barns eftir Halldór Benediktsson f. póst. Kringum Hvalfjörð eftir Guð- björgu Jónsdóttur frá Broddanesi. Hin seka kona. Sálmur eftir J. Magnússon skáld. í seinasta sinn eftir Ófeig Vigfússon prófast. Jörð, júní-hefti er nýkomið út, vand- að og fjölbreytt að vanda. Efni er m .a.: Upptök Fúlalækjar, (mynd- ir). Öræfagangan, kvæði eftir Hauk Eyjólfsson; Úr Öræfaferð (myndir teknar af Ing. ísólfssyni). Dýrasti arfurinn eftir Þórodd Guðmundsson; Breiðafjarðarheim- ili eftir Guðm. Eggerz; Bækur 1941 efti rArnór Sigurjónsson; Geðfesti eftir Arnór Sigurjónsson; Um bækur og stíl eftir Stefán Ein- arsson; Hljómleikar 1941 eftir B. Andrésson; Leikhúsið og Jörð eft- ir ritstj.; Þýdd saga eftir Antony Hope; Sólböð eftir frú X; Barna- kjóll eftir frú X; ;Garðarnir í júní eftir R. Á. Um íþróttir eftir Ól. Sveinsson; Þýdd grein eftir Attilo Gatti; Sambúð íslendinga og Bandaríkjamanna eftir Lincoln Mac Veagh, sendiherra; Skyggnzt inn um glugga eftir ritstj.; Hvaða stjórnarfar hæfir siðmenntaðri þjóð? eftir Pétur Sigurðsson; Mar- tröð, kvæði eftir Hauk Eyjólfsson o. fl. í KEFIAVÍK talaði Ólaf- ur Thors um væntanlega stj órnarsamvinnu hans og Framsóknar eftir haustkosn- ingar. Mótmælið því þegar við þessar kosningar! Kjósið A-listann! ÞJÓÐÓLFSLISTINN tek- ur fylgi frá íhaldinu og kommúnistum. — Látið ekki eitt einasta alþýðuatkvæði falla á þann lista. Frh. af 2. síðu. lýðsfélögunum. Meðal þessara félagssamtaka eru: Fulltrúaráð verkalýðsfé- laganna, Sjómannafélag Reykja víkur, Verkakvennafélagið Framsókn, Hið íslenzka prent- arafélag, Bakarasveinafélag ís lands, Stýrimannafélag íslands, Félag jámiðnaðarmanna, Bók- bandssveinafélag Reykjavíkur. Öll þessi félög eru formlegir hluthafar í báðum fyrirtækjun um. En auk þess er Verkamanna félagið Dagsbrún hluthafi í Al- þýliuhúsi Reykjavíkur, og eftir- töld félög eiga aðeins eftir að gera skil á skatti til fulltrúa- ráðsins til þess að fá hlutabréf- in og verða á þann hátt hluthaf ar í báðum fyrirtækjunum: Mat sveina- og veitingaþjjónafélag fslands, Iðja félag Verksmiðju- fólks, Starfsstúlknafélagið Sókn, Félag íslenzkra hljóðfæraleik- ara, Starfsmannafélagið Þór og Bílstjórafélagið Hreyfill. En klæðskerafélagið Skjaldborg hefir þegar greitt skatt sinn og á því ekkert annað eftir en að sækja bréfin. f>að eru hrn sameiginlegu fyr- irtæki þessara verkalýðsfélaga, Alþýðubrauðgerðin og Alþýðu- hús Reykjavíkur, sem hinir kqmmúriistisku húsabýaskariar hafa nú valið sér að árásarefni, í von um að geta leitt athyglina frá hlutafélagi sínu og braski þess með íbúðarhúsnæði í Reykjavík á tímum alvarlegustu húsnæðisvandræða; sem yfir bæinn hafa komið. Læknablaðið, 1. tbl. þessa árgangs er mýkom- ið út. Efni: Um beinkröm á íslandi. eftir Níels Dungal. Læknanámskeið eftir Ólaf Geirsson. Úr erl. lækna- ritum. Fýlnför Sigfnsar til Akraness. (Frh. af 2. síðu.) tryggð sína við málstað verka- lýðsins, svik og undanslátt Al- þýðuflokksins á öllum sviðum, og var málafærsla hans öll vandlega slípuð og þaulhugsuð rógburðarkeðja um faglega og pólitíska starfsemi Alþýðu- flokksins og baráttu hans. Laug hann upp ýmsu er hann þóttist hafa heyrt og séð og „upplif- að,“ sem hreinastur allra hreinna hugsjónamanna, þau fáu ár, sem hann loddi við í Al- þýðuflokknum. . íhaldsmenn klöppuðu drjúg- um fyrir ræðu Sigfúsar og tók frambjóðandinn að aka sér á- nægjulega í stólnum yfir sigri þeim, er honum væri hér með unninn. Sigurður Einarsson kom þá fram á sviðið og var tekið með dynjandi lófaklappi. Hrakti hann ræðu Sigfúsar lið fyrir lið á tæpum hálftíma og hasl- aði honum því næst völl um verkefnið, sameining verkalýðs- og launastéttanna í baráttu kom andi ára. Krafði hann Sigfús sagna um það, hvaða stuðning hann og flokkur hans hefðu veitt slíkum málum allt frá brotthlaupi kommúnista úr röðum hinnar stríðandi fylk- ingar íslenzkrar alþýðu 1930. Markaði síðan fyrir stefnu um það, með hverjum hætti unnt yrði að hefja sameiningarbar- áttu allrar alþýðu á komandi árum í andstöðu við sameinað íhald Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, bæði í löggjöf og verkamálabaráttunni. Var öll ræða Sigurðar borin uppi af ó- hrekjandi dæmum úr þingsögu, stjórnmálasögu, og baráttusögu verkalýðsins á undanförnum árum. Dundi við lófaklappið, þegar Sigurður lauk máli sínu. Kommúnistar sáu nú, að j gnman var fallin af Sigfúsi. — Næsta ræða hans, sem varaði 15 mínútur var ófrjótt pex. Sigurður hrakti pexið á örfá- um mínútum og þröngvaði nú enn mjög kosti Sigfúsar. Sýndi fram á þá ósvífni að krefja Alþýðuflokksmenn yfirlýsinga eins og þeir ættu einir þjóð- málum að ráða í landinu og allt, sem alla meiddi, væri þeim að kenna. Bað hann Sigfús að gera eins sköruleg skil fyrir raun- verulegum sameiningarvilja og heilindum sínum og flokks síns, eins og hann hefði nú gert fyrir sína hönd og Alþýðuflokks ins. Varð Sigfús allur að gjalti í næstu ræðu sinni. En Sigurður herti sóknina og lýsti nú þess- ari baráttuaðferð kommúnisía, þar sem frambjóðandi þeirra sæti eins og sandpoki eða dauð- ur farangur á stóli, en anuar maður væri látinn mæla í hans stað, þar sem sýnt væri, að hann mætti engu til leiðar koma. Féllu þá ýms gamanyrði í ræðu Sigurðar og íhaldsmenn voru hættir að hafa verulega gaman af Sigfúsi og hlógu nú drjúgum á kostnað þeirra tví- menninganna, Sigfúsar og Stein- þórs. Sigurður lauk ræðu sinni með því, að benda á, að Sigfús og Steinþór og flokkur þeirra gætu sýnt sameiningarvilja sinn í verki með því að draga fram- boð Steinþórs til baka fyrir sunnudag, því að í verkalýðsfé- lagi Akraness og alþýðusamtök- um hefði aldrei gætt neinnar sundrungar. Var þeim orðum tekið með heyrhrópum fundar- manna. Á meðan Sigurður lauk ræðu sinni, slokknuðu ljós í salnum. Gall við mikið lófaklapp að ræðunni lokinni. Síðan stóðu fundarmenn upp og gengu út sem einn maður. Steinþór ætlaði að stöðva flóttann, og heyrðu menn það síðast til hans, að hann var að reyna að sannfæra bekkina í húsinu um, að hann væri ekki sandpoki. Má vera, að hann hafi sannfært þá. En Sigfús stóð á ræðupallin- um er síðast sást til og velti vöngum og néri hendur í ákafa. Hann sást ekki fara heim, og er almennt talið, að þeir félag- ar hafi farið fremur fáfarnar götur af þessum eftirminnilega fundi. Ung stúlka neð- gengnr. Frh. af 2. síðu. Báðar þessar stúlkur eru nú í gæzlu í upptökuheimilinu, í Sóttvörn, en þar hafa þær verið síðan á mánudagskvöld, er þær voru handteknar. Yngri stúlk- an játaði á sig þjófnaðinn í gær- morgun. Jafnfram játaði hún að hafa áður stolið fé, en það hafði elcki verið kært til lög- reglunnar og ekki komizt upp. Rannsóknarlögreglan hefir unnið að því að upplýsa þetta þjófnaðarmál allt frá því að það var framið. Og hún fékk ekki grun á þessari 15 ára gömlu stúlku fyrr en nokkrum stund- um áður en hún var handtekin, en þá varð grunurinn strax svo að segja vissa. Eins og kunnugt er, var þjófnaður þessi framinn á tíma- bilinu kl. 9.30—12.30 að morgni í veitingahúsinu. Var peninga- kassinn í lokuðu skrifborði og hafði það verið brotið upp. — Veitingamaðurinn var ekki viss um hvað mikil fjárupphæð hefði verið í kassanum. Taldi hann fyrst, að í honum hefðu verið um 2 þúsundir kfóna, en síðar, að í honum hefðu verið upp undir 6 þúsundir króna. Stúlkan sagðist ekki vita, hvað mikið fé hefði verið um að ræða, því að hún þóttist ekki hafa talið það. 100% ÚTSVARSHÆKK- IJN á lauxiastéttunum — og bann við kauphækkun þeirra! — Lækkun á eignaskatti milljónaeigendanna! Mót- mælið slíku ranglæti! — Kjósið A-listann! HVAÐA GAGN hafa kom- múnistar unnið launastétt- unum á þingi? Svarið því sjálf við kosningarnar! Nú verðrar kosið um mál Aiþýðntl Það verður kosið um breytmgatillöejur AI- þýðuflokksins við kjördæmasklpunlna, sem Alpýðuf lokkurinn neyddi Sjálf stæðisflokkinn til að vera með. Það verður koslð um tll— i lögur Alpýðufiokksins um aðafnema fjötrana á samtökum verkalýðsins: kúgunarlög Fram- séknar* og S|álfstæðisflokksins frá I vetur. Það verður kosið um hækkun krónunnar, sem Alpýðuflokkurinn hefir heimtað, en ihaldið og Framsókn ekki viljað fallast á. Allir sem vilja sigur A-listans verða að kjósa áður en peir fara burt úr bænum. Allir, sem dvelja utan kjörstaðar sins verða að bjósa nú þegar á! næstu kosníngastðð. Allir, sem vilja starfa fyrir Alpýðnflokkinn eru beðnir að hafa nú pegar tal af kosningaskrifstofn A-listans f Alpýðnhúsinn, Simar 5020 og 2931. Hnnið að alt veltnr á pví að við störfum sameinuð og einhnga að sigrinnm fyrir Alpýðnflokkinn 5. júlí.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.