Alþýðublaðið - 02.07.1942, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 02.07.1942, Qupperneq 1
KJÖRORÐIN 5. júlí eru: Með kjör- dæmabrey tingunni! Með krónuhækkun! Á móti gerðardómn- um! KJÓSUM A-listann í Rvík og frambjóðendur Al- þýðuflokksins í kjör- dæmunum úti um land! 23. árgangur. Fimmtudagur 2. júlí 1942. 149. tbl. Hverju hefir Alþýðuflokkurinn kom- ið fram og um hvað er kosið 5. júlí? Eftir Stefán Jóh. Sfefánsson. í . ; Stefán Jóh. Stefánsson talar. FRÁ því að Alþýðuflokkur- inn var stofnaður fyrir rúmum aldarfjórðungi hefir hann, í fullu samræmi við stefnu skrá sína, starfað að því, eftir því sem aðstæður hafa leyft á hverjum tíma, að auka rétt al- þýðunnar í landinu til stjórn- málaáhrifa, með það fyrir aug- um að bæta og öryggja lífskjör hennar, glæða skilning, þroska og menningu hennar til sameig-. inlegra átaka til ummyndunar þjóðfélagsins í anda jafnaðar- stefnunnar og lýðræðisins. Einn merkilegur þáttur í þess ari baráttu, er endurbættur kosningaréttur og kjördæma- skipun. Kjördæmaskipunin var næsta úrelt og óréttlát áður en Al- þýðuflokkurinn kom til sög- unnar. — En hann barðist frá uppafi fyrir breyting- um til bóta á þessu skipu- lagi. Málinu miðaði hægt um sinn, og ástandið versnaði eftir því sem lengur leið og fleira fólk safnaðist saman við sjá- varsíðuna í bæjum og þorpum, þó sérstaklega í Reykjavík. Ár- ið 1921 var þingmönnum í Reykjavík fjölgað úr 2 í 4 og 1931 var Hafnarfjörður gerður að sérstöku kjördæmi. En þetta voru aðeins smá leiðréttingar, sem þó voru góðra gjalda verðar Á árunum 1931—34 stóð höfuð orusta um gagngerðar breyting ar á kjördæmaskipun landsins, og hafði Alþýðuflokkurinn þar forystu. Það endaði eins og alkunnugt er með stjórnarskrár breytingunni 1934. Þingmönn- um í Reykjavík var þá fjölgað upp í 6, hið gamla úrelta lands- kjör var lagt niður, en í stað þess tekið upp nýtt fyrirkomu- lag landskjörs, þar sem 11 þing- menn voru valdir eftir ákveðn- um reglum, til jöfnunar milli þingflokka. Þetta var veruleg réttarbót, þó hún næði of skamt, enda var það ekki sök Alþýðu- flokksins. En það kom á daginn að meira þurfti að gera til lagfær- ingar kjördæmamálinu. Á síð- asta alþingi bar Alþýðuflokkur- inn því fram frumvarp að nýrri breytingu á kjördæmamálinu, og miðaði hana við það, sem lík- legast mætti þykja að hægt yrði að fá samþykt. Það tókst og að nokkru, en ekki öllu leyti: Fjölg un þingmanna í Reykjavík úr 6 í 8, sérstakur þingmaður fyr- ir Siglufjörð og hlutfallskosn- ingar í fvímenningskjördæm- um. Ekki var unt að fá Akranes og Neskaupstað sérstök kjör- dæmi. En þessi breyting er þó ótvírætt mjög mikið í áttina til jöfnunar millli þingflokka, og nokkur leiðrétting á því rang- læti, er fólkið við sjávarsíðuna hefir þurft að sæta. Fyrir harðfylgi Alþýðuflokks ins var hægt að fá þessa breyt- ingu samþykta á áíðasta alþingi, en aðrir flokkar voru ýmist hik- andi, áhugalausir eða málinu al gerlega andvígir. Þegar þetta mál kemur til end anlegra úrslita við alþingiskosn ingarnar 5. júlí n. k., er nauð- synlegt að leggja það ríkt á minni AÐ Alþýðuflokkurinn hefir frá öndverðu barist fyrir umbótum kjördæmamálsins og kosningaréttarins, AÐ hann hef ir haft frumkvæði að málinu nú eins og fyr, og AÐ aðrir flokkar eru því ýmist algerlega and- stæðir eða hikandi og áhuga- lausir. Þeir, sem meta þetta mál mikils, eins og vert er, ættu því ekki að vera í vafa um það, hvaða flokkur fái því bezt borg ið. Alþýðuflokkurinn hefir ekki látið sér nægja að afla almenn- ingi aukinna pólitískra réttinda. Honum er ljóst að það er að- eins meðal til þess að ná mark- inu, Vegna þess hefir hann frá upphafi barizt fyrir endurbót- um á lífskjörum og öryggi al- þýðunnar. En einmitt til þess, að sú orusta bæri árangur, var nauðsynlegt að alþýðan skipaði sér í fylkingar, til varnar og sóknar, bæði á stjórnmála- og verklýðsmálasviði. Alþýðuflokk urinn hefir því orðið samtök þeirra manna hér á landi, sem eftir leiðum lýðræðis og þing- ræðis keppa að endurbótum þjóðfélagsins í dægurmálabar- áttunni, og, hefir ummyndun þess í jafnaðarmannaríki að lokamarki. Qg Alþýðuflokkur- inn hefir einnig lagt allt kapp á, að sameina launastéttir lands ins innan Alþýðusambandsins, til sameiginlegrar baráttu fyrir bættu kaupi og kjörum. Þessi tvíþætta fylking al- þýðunnar liefir á síðastliðnum aldarfjórðungi áorkað miklu, þrátt fyrir það, þó andstaða auð valdsins og þjóna þess hafi í beinni baráttu varið hvern skika á hagsmunasvæði sínu, og að kommúnistar hafi, allt frá því fyrir 1930 og til þessa dags, rekið hina örgustu og óvægn- ustu árása- og klofningsstarf- semi innan samtakanna, og það með all verulegum árangri, sér staklega 1930 og 1938. Kaup- gjald verkalýðsins hefir stór- hækkað og samræmst um land allt, aðbúnaður þess á vinnu- stöðum mikið batnað, og veru- leg vinnutímastytting verið framkvæmd í mörgum vinnu- greinum. En ekki er minna vert um stjórnmálaáhrif Alþýðu- flokksins á þessu tímabili. Það er brotið blað í íslenzkri stjórnmálasögu, er Jón Bald- vinsson komst á þing. Straks á fyrsta þinginu, sem hann sat á, 1921, voru samþykt togara- vökulögin. Síðan hefir haldið áfrarn látlausri umbótalöggjöf, og vaxið því meira, sem áhrif Alþýðuflokksins hafa verið meiri á alþingi. Yrði of langt mál upp að telja öll þau afrek, er unnist hafa. Nefna má aðeins alþýðutryggingarnar, verka- mannabústaðina, endurbætur á framfærslulöggjöfinni, stríðs- tryggingar sjómanna, fyrirmæl- in um öryggi skipa og báta, stór kostlega endurbætta heilbrigð- ismálalöggjöf þar á meðal berklavarnalögin nýju, miklar endurbætur á iðnaðárlöggjöf- inni, síldarverksmlðjurnar og hraðfrystihúsin? atvinnubæturn ar og auknar verklegar fram- kvæmdir. Þannig mætti næst- um endalaust áfram telja, og um hvern málaflokk fyrir sig rita langt mál. Og bak við fram- kvæmd hverrar einstakrar um- bótar, liggur langt stríð og mikil vinna. Saga Alþýðuflokksins hefir verið viðburðarík og óvenjuleg á marga lund. Stefna flokksins hefir frá öndverðu til þessa dags verið hin sama. En eftir aðstæðunum og breytilegum tímum hefir orðið að hnika til starfsaðferðunum. Á góðum tímum hefir verið unt að taka stórstíg skref áfram. Á örðug- um tímurn hefir orðið að reisa varnarvirki og láta sér nægja smá útrásir og áhlaup. Þá hefir stundum orðið að beita orkunni aðallega til varnar árásum and- stæðinganna. En ekki hefir markið gleymst né stefnan breytst. * Nú standa fyrir dyrum al- mennar alþingiskosningar eftir 5 ára kjörtímabil. Það tímabil hefir verið örðugt á marga lund og vandasamt. Fyrst geysar at- vinnukreppan, síðan kemur heimsstyrjöldin. Alþýðuflokk- urinn sýndi það þá eins og endra nær, að liann hagaði starfsað- ferðum sínum eftir aðstæðun- um. Þegar augsýnilegt var að ekki var komið í veg fyrir lækk un krónunnar, lagði hann allt kapp á að tryggja launastétt- unum það öryggi og bætur, sem u'nt var. Þegar kreppan breyttist í ævintýyalegt góð- æri atvinnuveganna, heimtaði hann Iaunastéttunum til handa bætt kjör og fékk það hlutverk með höndum að standa á erfið- um verði gegn síendurteknum árásum andstæðinganna. Þessi vörn hindraði margar árásir, en að síðustu mönnuðu andstæð- ingarnir sig upp til lokaáhlaups á launastéttirnar með setningu hinna illræmdu gerðardómslaga, sem orðið hafa allt í senn, rang- látur f jötur um fót margra, skap að misrétti og um leið orðið að hlægilegu viðundri í löggjöf landsins, og þau lögin, sem mest eru brotin og minnst virt, bæði af alrtienningi og ýmsum vald- höfum. Alþýðuflokkurinn hefir einnig freistað þess, að koma á gengishækkun, sem áreiðanlega er bezta og varanlegasta dýr- tíðarráðstöfunin. En bæði Fram sókn og Sjálfstæðisflokkurinn hefir lagst á móti, og kommún- istar verið með öllu áhuga og aðgerðalausir í því, eins og öll- um umbótamálum og skynsam- legum ráðum. Og þegar farið var að reka atvinnuvegina með miklum gróða, og peningar voru yfirfljótanlegir í landinu, krafð ist Alþýðuflokkurinn endurbóta og aukningar á félagsmálajög- gjöf landsins, svo sem með setn ingu laga um orlof Iaunastétta og fleira. En andstæðingarnir sýndu eins og oft áður, ýmist tómlæti eða beinan fjandskap. Þær alþingiskosningar er nú fara fram eru næsta merkileg- ar. Alþýðuflokkurinn berst á- fram á sömu brautinni, sem hann í upphafi markaði. Hann heitir á alþýðu landsins til stuðnings réttlátari kjördæma- skipun, afnámi gerðardóms- laganna, hækkun íslenzku krónunnar, endurbótum á alþýöu fryggingunum, löggjöf um orlof Baunastéttanna, auknum verkamanna bústöðum, verndun Sýðræðis og mannréttinda: Með lokatakmarkinu: Island fyrir alþýðuna!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.