Alþýðublaðið - 02.07.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.07.1942, Blaðsíða 4
ALÞÝPUBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. jrtlf 1942. Hversvegna ég er með Alpýðuflokknum. V erkamaðurinn. Verkamaðurinn segiri n ARÁTTA OKKAR verkamanna er svo hörð, að engin stétt þjóðfélagsins mundi til lengdar standast þær árásir, sem stefnt er gegn okkur. Við erum kúgaðir og ofsóttir á all- an hátt, sem valdhafar afturhaldsins geta látið sér detta í hug. Því er það lífsspursmál okkar verkamannanna, að sá flokkur, sem afturhald- ið óttast mest, og sá flokkur, sem hefir verið og mun verða aðalbaráttuflokkur okkar verka- mannanna, verði það stór, að hann geti fram- kvæmt vilja og stefnuskrá jafnaðarmanna, af- numið kúgunar- og þrældómslögin, útrýmt arð- ráninu og einstaklingsbraskinu, komið á rétt- látu þjóðskipulagi, og byggt upp þjóðfélag hins frjálsa vinnandi manns. Þess vegna er ég Alþýðuflokksmaður. Helgi Þorbjörnsson. Sjómaðurinn segir: A LÞÝÐUFLOKKURINN hefir ávallt beitt sér fyrir menningar- og hagsmunamálum sjómannastéttarinnar. Hann hefir skapað stétt- inni þolanleg lífskjör með launabaráttu sinni. Hann hefir hafið og komið í höfn stórfelldum slysa- og dánarbótum. Með baráttu sinni hefir hann knúið í gegn öryggi fyrir sjófarendur, eft- irlit skipa, vitabyggingar, tal- og loftskeyta- tæki um borð í skipum. Ég tel Alþýðuflokkinn hinn eina flokk, sem vinnur markvisst að bættum kjörum allrar al- þýðu, og aðferðir hans í þeirri baráttu heilla- vænlegastar til framgangs jafnaðarstefnunnar í landi voru. Því fylgi ég honum að málum. Garðar Jónsson. Sjómaðurinn. Menntakonan. Menntakonan segir: Z7 G AÐHYLLIST JAFNAÐARSTEFNUNA ' vegna þess, að ég veit, mér liggur við að segja, að það sé náttúrulögmál, að meðan auð- valdsskipulagið ríkir, muni styrjaldir og við- skiptakreppur þjá heiminn til skiptis og með æ styttra millibili eftir því, sem tæknin verður fullkomnari. Það hefir nú komið iljós, svo enginn getur um það villst, að íslendingar muni í framtíð- inni eins vel geta orðið fyrir hörmungum styrj- aldarinnar eins og böli atvinnuleysisins. Það er von mín, að Norðurlandaþjóðun- um, gagnmenntuðustu þjóðum heimsins, muni takast að koma hinu sósíalistiska skipulagi á hjá sér án byltinga og blóðsúthellinga, í samræmi við stefnuskrá Alþýðuflokksins. Theresia Guðmundsson. Verkakonan segir: íf G FYLGI ALÞÝÐUFLOKKNUM af því ' að mér finnst að stefna hans, jafnaðar- stefnan, sé sú sannasta og réttasta. Væri henni komið í framkvæmd, mundi fólkið lifa rétt- látara, heilbrigðara og friðsamara lífi en nú. Við vitum hve Alþýðuflokkurinn hefir barizt ótrautt fyrir rétti vinnandi stéttanna, bæði kvenna og karla. Við vitum, að það er samtök- um alþýðunnar, sem við eigum að þakka allar kaup- og kjardbætur, sem við nú njótum. Ég veit, að ef Alþýðuflokkurinn ræður, batnar hagur bæði vinnandi fólksins og líka sjúklinganna, gamalmennanna, ekknanna og allra munaðarleysingjanna. Alþýðuflokkurinn verður því alltaf flokk- unnn mmn. Þuríður Brynjólfsdóttir. . Verkakonan. Bakarinn. Bakarinn segir: EGAR ég ætla að fara gera mér það P Ijóst og kryfja það til mergjar, af hverju ég er Alþýðuflokksmaður, þá finnst mér það svo eðlilegt og sjálfsagt, að ég veit varla, hvaða svar ég á að gefa, þau eru svo mörg. Það, sem mestu skiptir er, að Alþýðuflokkurinn er róttæk- ur umbótaflokkur og starfar til hagsbóta fyrir alþýðuna í landinu. Hefir hann sýnt það með stuðningi við félags- leg samtök iðnaðármanna og annarra laun- þega, og ekki sízt þeirra, sem þyngstan hafa átt róðurinn í lífsbaráttunni. Það er bjargföst trú mín, að hefðu frumvörp og tillögur, sem Alþýðuflokkurinn hefir borið fram á alþingi og í bæjarmdlum, náð fram að ganga, þá værum við betur á vegi staddir, bæði félagslega og efnalega. Þorgils Guðmundsson. Húsmóðirin segir: L RÁ ÞVÍ FYRSTA, að ég man eftir mér, ■* hef ég fundið til óréttlætisins og mis- munarins á kjörum mannanna. Frá því að ég var lítið barn, hef ég verið á móti allri kúgun. Ég skildi þá ekki sjálf, hvers vegna; en þegar ég eltist, skildi ég það, faðir minn átti 9 börn og var bláfátækur. Æfikjör mín síðan, sem húsmóðir á mann- mörgu verkamannsheimili, kenndu mér, að þó að erfið sé lífsbarátta húsbóndans, sem á að vinna fyrir heimilinu út á við, þá er þó helmingi erfiðari barátta konunnar, sem deila þarf litlu þannig, að allar þarfir barnanna og heimilisins verði uppfylltar. En lífsreynsla mín hefir sýnt mér, að fyrir öllu því, sem ég hef þráð og farið á mis við um ævina, berst Alþýðuflokkurinn. Gíslína Erlendsdóttir. Húsmóðirin. Menntamaðurinn. Menntamaðurinn segir: E* NGINN STJÓRNMÁLAFLOKKUR hefir unnið jafndyggilega að því og Alþýðu- flokkurinn á undanförnum árum, að þeir, sem skapa verðmætin, fái notið þeirra og lifað menningarlífi. Enginn stjórnmálaflokkur hefir barizt jafn ótrautt fyrir bættri menntun alþýðunnar í landinu né stutt drengilegar skólamál, mennta- og menningarmál. Að vísu er mikið starf að vinna á þeim sviðum enn. En engum flokki er treystandi til að leiða þau mál til farsælla lykta nema Al- þýðuflokknum, sem berst fyrir aukinni mennt- un eins og öllum öðrum umbótum og fram- förum á grundvelli jafnaðarstefnunnar og lýð- ræðisins. Bjarni Vilhjálmsson. • Prentarinn segir: A LÞÝÐUFLOKKURINN var stofnaður af mönnum, sem fundu þörfina á -**• því, að bindast samtökum til að koma í framkvæmd hagsbóta- og mann- réttindamálum vinnandi stéttanna. Fyrir slíkmu málum hefir flokkurinn barist. Sú baráttá hefir oft verið hörð^ En með baráttuþreki þess, sem trúir á sigur góðs mál- efnis, hefir flokkurinn komið fram mörgum og stórum málum fyrir launastéttir landsins. Reynslan hefir sýnt, að Alþýðuflokknum er bezt treystandi til að bera fram til sigurs mál þeirra, sem unna góð- um málstað. Sveinn Helgason. Prentarinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.