Alþýðublaðið - 04.07.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.07.1942, Blaðsíða 4
 ALÞTÐUBLAÐIÐ Lmugutdmgur 4. júlí 1942 fUjrijðnblaðtó Útgefaoði: Alþýöiiflokkurinn BUBtlóri: Stefán Pjetursson Rltstjórn og afgreiðsla 1 Al- þýðuhúainu vlð Hverfisgötu Símar ritstjómar: 4901 og 4903 Síxnar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verb i lausasölu 25 aura. Alþýðnprentsmiðjan h. f. Attaviti, sem óhætt er að tressta. KOSNINGABARÁTTAN er nú brátt á enda. Síðustu átökin milli flokkanna á sam- eiginlegum, opinberum vett- vangi hafa þegar farið fram í útvarpinu. Og að eins einn sól- arhringur er eftir þar til kjós- andinn gengur að kjörborðinu. Sennilega eru flestir búnir að gera það upp við sig, hvaða flokk þeir ætla að efla með at- kvæði sínu. Má þó vel vera, að mörgum finnist þeir ekki vera miklu nær eftir kosningabarátt- una. Því að enda þótt einn flokkur flytji heiðarlega mál .sitt, gerir annar það ekki. Og í ;augum margra, sem ekki hafa tíma eða tækifæri til þess að sannprófa það, sem sagt er, stendur aðeins staðhæfing á móti staðhæfingu. í slíku moldviðri kosninga- baráttimnar er ekki nema eðli- legt, að ýmsum verði villu- gjarnt. En þá er gott fyrir þá að minnast þess, að þeir hafa átta- vita, sem óhætt er að treysta: Það eru staðreyndirnar, verkin, sem eftir flokkana liggja. Þær eru mælikvarðinn á sannleiks- gildi þess, sem sagt er í hita ikosningabaráttunnar. * Og hvaða flokkur er það þá, þegar staðreyndirnar eru at- hugaðar, sem alþýða og launa- stéttir þessa lands geta treyst til þess að berjast fyrir hags- munum þeirra, nema Alþýðu- flokkurinn? Hver stofna.ði samtök verka- lýðsins og launastéttanna og byggði þau upp ásamt meðlim- um þeirra? Alþýðuflokkurinn. Hver hefir frá því fyrsta haft forystuna í baráttu verkalýðs- ins og launastéttanna fyrir hækkuðu kaupi, bættum vinnu- skilyrðum og styttri vinnu- tíma? Alþýðuflokkurinn. Hver barðist fyrir því og fékk því framgengt, að hinir illræmdu sveitaflutningar fátæklinga, sem leita urðu á náðir hins op- inbera, voru afnumdir? Al- þýðuflokkurinn. Hver átti frum kvæðið að því, að kosningarétt- urinn var veittur öllum,sem náð hafa 21 árs aldri, fátækum jafnt sem ríkum? Alþýðuflokkurinn. Hver fékk lögskipaða 8 stunda hvíld á sólarhring fyrir togara- sjómennina? Alþýðuflokkurinn. Hver hefir barizt fyrir eftirliti með skipum og vélum og auknu öryggi sjómanna og verkamanna á Öllum sviðum? Alþýðuflokk- urinn. Hver knúði fram lögin Yfirlýsing Stefáns Jóhanns: Alþýðnflokfenirlim á enga samleið með ná- verandi stefnu Framsðknarflokksins og SJálfstæðisflokksins nna stjérn landsins. ÞAÐ leiðir af stefnu og starfsaðferðum Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisfloklísins, eins og hún hefir birzt á síðari tímum, að Alþýðuflokkurinn getur enga samleið átt með þeim um stjórn landsins.“ Þetta sagði Stefán Jóhann Stefánsson, formaður Al- þýðuflokksins í útvarpáræðu sinni á fimmtudagskvöldið. í ræðu sinui lýsti Stefán Jó- hann þeim átökum; sem til sam- vinnuslita hefðu leitt í þjóð- stjórninni, svo og þeim málum, sem kosið er um á morgim. Hann sagði m. a.: „Illræmdar eru hinar marg- endurteknu tilraunir þessara flokka til árása á launastéttirn- ar yfirleitt, samtímis því, sem ekkert var aðgert til þess að halda niðri dýrtíðinni og taka hinn sívaxandi og óhugnanlega stríðsgróða úr umferð. Alþýðu- flokknum tókst að hrinda 10% launaskattinum og síendurtekn- um tillögum um kaupbindingu. En loks í byrjun þessa árs sameinaðist Framsóknar- og Sjálfstæðisfl. um hin illræmdu þvingunarlög — gerðardóms- lögin. Alþýðufl. sleit þá tafar- laust stjórnarsamvinnunni og hóf harða andstöðu, bæði gegn þvingunarlögunum og öðrum afturhaldstilræðum hinna sam- einuðu íhaldsflokka. En með of- forsi voru þessi þvingunarlög samt rekin í gegnum þingið, og eru nú allt í senn, óeðlilegur og ranglátur fjötur um fót margra launamanna, en þó meira brotin en dæmi eru til um- önnur Iög. Eru lög þessi og framkvæmd þeirra verðugur minnisvarði um samstarf Framsóknar- og S j álf stæðisf lokksins. Þó að leiðir hafi nú skilið í bráð á milli Framsóknar- og Sjálfstæðisfl. vegna kjördajma- málsins, þá er það vitað, og styðst við yfirlýsingar margra frambjóðenda og blaða þessara flokka, að ekkert sé líldegra en þeir taki höndum saman á ný að afstöðnum haustkosningum, eða jafnvel fyrr. Og ef sami andi og sama stjórn er ríkjandi í báðum flokkunum, eins og verið hefir undanfarið, og bezt kom í ljós í gerðardómslögun- um, er ekkert líklegra en að til samstarfs þeirra muni fljótlega draga. En af stefnu og starfsað- ferðum þessara flokka, eins og hún hefir birzt á síðari tímum, leiðir það, að Alþýðuflokkurinn getur enga samleið átt með þessum flokkum um stjórn landsins. Á síðasta alþingi lagði Al- þýðuflokkurinn fram ýtarlegt frumvarp um ráðstafanir gegn dýrtíðinni, annað um gengis- hækkun, þriðja um lækkun tolla á nauðsynjavörum, fjórða um orlof launastétta, auk margra annarra endurbóta- mála. Hækkun krónunnar er án efa áhrifaríkasta ráðið gegn verðbólgu, og bezta tryggingin fyrir Iaunastéttir og sparifjár- eigendur, en þessa hækkun þarf að framkvæma, eins og Alþýðu- flokkurinn Iagði til, á kostnað stríðsgróðans. En gegn öllum þessum málum risu Framsókn- ar og Sjálfstæðisflokkarnir, eða þá sýndu þeim algert tómlæti. í stað þess afgreiddu þeir gerðar- dómsiögin og skattalög, sem í framkvæmdinni verða stórkost- leg ívilnun fyrir stríðsgróðann. Við þessar kosningar hefir Alþýðuflokkurinn barizt og berst, eins og alltaf áður, á grundvelli mála, og með áfram- haldandi umbóta- og lýðræðis- stefnu, andvígur öllu byltinga- brölti og einræði. Hann berst fyrir umbótum á kjördæmamál- inu, og hefir haft þar einarða forystu og frumkvæði. Hann berst gegn gerðardómslögunum og heimtar tafarlaust afnám þeirra. Hann berst fyrir gengis- hækkun og skynsamlegum og réttlátum dýrtíðarráðstöfunum og fyrir afnámi tolla á lífsnauð- synjum og endurbótum á fé- um verkamannabústaði og hefir síðan staðið fyrir byggingu þeirra? Alþýðuflokkurinn. Hver kom á alþýðutry ggingunum: sjúkratryggingunum, slysa tryggingunum, elli- og örorku- tryggingunum? Alþýðuflokkur- iún. Hver fliitti kjördæmaskip- unarfrumvarpið, frumvarpið um aukið jafnrétti kjósenda, á al- þingi í vetur? Alþýðuflokkur- inn. Hver flutti frumvarpið um gengishækkun krónunnar á al- alþingi í vetur? Alþýðuflokk- inn. Og hver flutti frumvarpið um lögskipað orlof, 12 daga lág- markshvíld með fullum launum fyrir alla launþega landsins, á alþingi í vetur? Alþýðuflokk- uriim. Þannig mætti endalaust telja. En hvað hafa þá Sj álfstæðis- I flokkurinn og Kommúnista- flokkurinn, sem sí og æ í þessari kosningabaráttu hafa verið að bregða Alþýðuflokknum um svik við verkalýðinn og launa- stéttirnar, lagt eftir sig þeim til hagsbóta og aukinnar menning- ar? Ja----hvað liggur eftir þá? Hvað annað en fjandskapurinn við þær umbætur, sem á undan hafa verið taldar, og tilraunirn- ar til þess að sundra samtökum alþýðunnar? Sýni þeir sjálfir fram á eitthvað annað, ef þeir geta! Hvaða verkamaður, hvaða launþegi yfirleitt, getur á morg- un, að athuguðum þeim stað- reyndum^ sem hér hefir verið, bent á, verið í vafa um það, hvaða flokk hann á áð kjósa? Alþýðuflokkurínn hvetur liðsmenn sína til starfa. KOSNINGASKRIFSTOFA Alþýðuflokksins — A-list- ans — verður í Iðnó á morgun. Þangað ber öllu starfsfólki að koma stundvíslega klukk- an 9 fyrir hádegi. Þá verður skrifstofan opnuð og verður hún opin til klukkan 12 á miðnætti. Kjörskrársími skrifstofunnar verður 5020, en bílasímar verða: 1915, 2931 og 3980. En þess er fastlega vænzt, að flokksfólk biðji ekki um bíl, nema brýn nauðsyn beri til. Alþýðuflokkurinn þarf á öllu liði sínu að halda við störf- in á morgun. Þeir, sem enn hafa ekki gefið sig fram eru beðn- ir að koma á skrifstofuna á hinum tilsetta tíma og taka þar til starfa. Fram til starfa Alþýðuflokksmenn og konur! Fram til sigurs fyrir málstað alþýðufólksins í landinu! lagsmálalöggjöf landsins. Ekki eitt, heldur öll hans mál eru réttlætismál. Alþýðuflokkurinn skorar á alþýðuna til sjávar og sveita að veita sér brautargengi til fram- kvæmda þessara mála, til fram- kvæmda á umbótum á þjóðfé- laginu, fyrir frelsi, jafnrétti og lýðræði.“ J&MZO iy»x • VÍSIR, sem annars hefir ekki látið kosningabarátt- una mikið til sín taka síðan Birni Ólafssyni var sparkað úr fjórða sæti Sjálfstæðisflokksins hér í Reykjavík; fer allt í einu á stúfana í gær til þessað bregða skildi fyrir Ólaf Thors, og má af því marka, að mikils þykir nú við þurfa til þess að rétta við kosningabaráttuna fyrir Sjálfstæðisflokkinn með slíkan mann í broddi fylkingar. Ber Vísir sig aumlega yfir því, að Ólafur Thors skuli ekki fá að þjóna fjölskylduhagsmunum sínum í friði í formannssæti Sjálfstæðisflokksins fyrir öðr- um flokkum, og segir í því sam bandi meðal annars: „Hvernig sem þessir flokkar hafa verið margkeyrðir upp að vegg rökþrotanna í sjálfum stefnu- málunum, þá sleppa þeir ekki tök- um á þessu haldreipi sínu: Thórs- urunum, sem þeir nefna í óvirð- ingarskyni, brigzla þeim um að þeir reyni að nota flokksaðstöðu sína í eiginhagsmunaskyni. . . “ Ja, hvílík ósannindi! Og enn segir Vísir: „Jafnvel nýju flokkamir, sem nú eru að reyna að ná sköpulagi, grípa sama fangaróðið, að hafa Thorsarana fyrir einn aðalrétt á borði sínu.“ Nei, hér er nú skotið yfir markið, e£ Vísir heldur að nokkura hinna eldri flökka langi til þess að leggja sér Thors arana til munns. Það væri þá, að hinir nýju Þjóðveldismenn væru slíkar pólitískar mannæt- ur. Þjóðviljinn var enn einu sinni í gær að reyna að veiða atkvæði á hræsnisskrifum um húsnæðisvandræðin í Reykja- vík, rétt eins og aðstandendur hans séu ekki fyrir aðeins örfá- um dögum orðnir uppvísir að samvizkulausu braski með hús- næði fólks í eiginhagsmuna- skyni, eins og verstu húsnæðis braskarar bæjarins. Þjóðvilj- inn segir meðal annars: „Ástandið í húsnæðismálunum fer dagversnandi.... Vestur á Melunum, við sömu götu og þá, sem á að reisa sambyggingar bæj- arins, býr barnafólk í tjöldum. — Þar getur móðir með hvítvoðung í fanginu glaðst yfir „teikningaí- búðum“ Bjarna Ben. — Þar eru ehgin gólfteppi, enda engin gólf. Fólk býr í tómum kössum utan af hljóðfærum og bílum. Fólk býr í verkfæraskúrum og litlum kál- garðshjöllum. — Þannig er ástand- ið í húsnæðismálum Reykjavík- ur.“ Já, þetta er víst allt saman rétt. En í einu húsi upp á Skóla- vörðustíg býr líka fjölskylda í einu eldbúsi af því, að hinir kommúnistisku húsabraskarar keypfu hú§|6 og tóku íbúð henn 6 fc ðRu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.