Alþýðublaðið - 05.07.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.07.1942, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBUÐIÐ Sunnudagur 5. júlí 1942. Hvað liggur eftir komm- únista eftir 12 ára starf? -----«$>——. - Ekki eitt nýtllegt verk: Hvert atkvæði, sem peir £á er éisýtt. Ummæli Jóns Blðndals í úvarpinu. fHjrijðttblaðið Útgefandl: AlþýSuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pjetursson Eitstjórn og afgreiðsla i Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjómar: 4901 og 4902 Simar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Kosnmgarnar í dag. ÆR alþingiskosningar, sem fara fram í dag, hljóta að verða örlagaríkar fyrir framtíð íslenzku þjóðarinnar. Ekki að- eins vegna þess, að í þeim á að gera út um það, hvort kjör- dæmabreytingin nær fram að ganga, sem ein út af fyrir sig myndi nægja til þess að marka tímamót í íslenzkri stjórnmála- sögu; heldur óg í öðru lagi vegna þess, að í kosningunum verður gert út um það, hvort meirihluti fæst á alþingi fyrir því, að ganga þegar á þessu sumri frá fullnaðarlausn sjálf- stæðismálsins. Og í þriðja lagi er það fyrirsjáanlega imdir úr- slitum kosninganna í dag kom- ið, hvort áframhald verður eða ekki á þeim tilraunum til þess að kúga launastéttir landsins í þágu fámennrar stríðsgróða- mannakliku, sem hófust með bráðabirgðalögunum uþa hinn svokallaða gerðardóm í kaup- gjalds- og verðlagsmálum, fyrir hálfu ári síðan. Það var Alþýðuflokkurinn, sem knúði fram kosningar til alþingis á þessu siunri. Og í raun og veru hófst kosninga- baráttan þegar á þeirri stundu, er bráðabirgðalögin gegn launa- stéttuxp landsins voru gefin út af fulltrúum Framsóknarflokks ins og Sjálfstæðisflokksins í rík isstjórn í vetur, þvert ofan í mótmæli Alþýðuflokksins og þá nýlega yfirlýstan þingvilja. Allt það, sem síðan hefir gerzt, stend rir í meira eða minna sambandi við, er meira eða minna afleið- ing þess, sem þá var gert. Al- þýðuflokkurinn gat ekki sætt sig við það, að launastéttir lands ins, þær stéttir, sem hann hefir frá upphafi verið fulltrúi fyr- ir á alþingi og í ríkisstjórn, þegar hann hefir átt sæti í henni, væru gerðar að réttlaus- *um þrælum fámennrar, en gráð ugrar stríðsgróðamannaklíku. Haim fór því tafarlaust úr stjóm og hélt baráttunni gegn kúgunarlögunum áfram í stj.órn arandstöðu með þeim fulla á- setningi, að unna sér engrar hvíldar fyrr en þau væru brotin á bak aftur og launastéttirn- ar aftur búnar að ná rétti sín- um. * Það var ekki hvað sízt með tilliti til sigurvænlegs árangurs í baráttunni gegn kúgunarlög- n|num, sem Alþýðuflokkuxinn ákvað að taka upp kjördæma- málið og flytja frumvarp sitt um breytingar á kjördæmaskip- JÓN BLÖNDAL fór í út- varpsræðu sinni á föstu- dagskvöldið eftirfarandi orðum um kommúnista og kosningarn- ar: Það er vitað mál, að við þess- ar kosningar e; fjöldi óánægðra kjósenda, sem áður hafa fylgt Sjálfstæðisflokknum eða Fram- sókn. Þeir eru óánægðir með hin pólitísku hrossakaup Ólafs Thors og Framsóknar, áónægðir með það, hvernig stríðsgróða- mennirnir eru látnir vaða uppi af þessu bandalagi, óánægðir.yf- ir aðgerðarleysinu í dýrtíðarmál unum, ofbeldinu gegn launastétt unum, yfir húsnæðisvandræð- unum, öngþveitinu í mjólkur- sölumálinu. Og þannig mætti lengi telja. En geta kjósendur gert sér nokkrar tyllivonir um það, að þetta fáist leiðrétt, ef þeir í reiði sinni kasta atkvæði sínu á kommúnista? Ég get fullvissað þá um það, að það er vísasta leiðin til þess að spillingin hald- ist í sama horfinu. HUGSIÐ ÞEÐ ÚT í ÞETTA: Kommúnistar hafa starfað í landinu í 12 ár. Eftir þá liggur ekkert. Þeir hafa engu máli komið fram á alþingi, meira að segja mjög fáar tillögur lagt þar fram, sem takandi væru alvar- lega. Berið saman árangur Al- þýðuflokksins fyrstu 12 árin, sem hann starfaði með engu meira fylgi en kommúnistar hafa nú. uninni, sem í dag er kosið um, þegar á alþingi í vetur. Enda kom það fljótt í ljós, að það var rétt ráðið. Stjórn hins sam einaða íhalds, sem að kúgunar- lögunum gegn launastéttunum stóð, stjóm Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins, klofnaði og féll á kjördæmamál inu. Og þó að meira tækist ekki að vinna með því í fyrstu at- rennu, þá er augljóst, að ekki getur hjá því farið, að hið aukna jafnrétti kjósenda, sem að er stefnt með kjördæmabreyting- unni, og þar af leiðandi aukin áhrif Alþýðuflokksins á þingi, skapi launastéttunum harla beitt vopn í baráttunnni fyrir því að brjóta kúgunarlögin til fulls á bak aftur. * Alþýðuflokkurinn leggur nú i1 dag stefnu sína og baráttu í þessu máli undir dóm þjóðarinn ar. Hann skorar á kjósendur að greiða atkvæði þannig, að þau verði hvort tveggja í senn:Krafa um það, að kjördæma- breytingin nái fram að ganga, og að kúgunarlögin verði af- numin. En það geta kjósend- urnir aðeins með því, að kjósa Alþýðuflokkinn, sem einn allra flokka hefir háð baráttuna fyr- Þetta er ofur skiljanlegt. Kommúnistar vilja engar um- bætur, ekkert „kák“, eins og Katrín Thoroddsen orðaði það. Umbótastarfið veikir aðeins baráttuhuga verkalýðsins að þeirra dómi. Þess vegna varast þeir að leggja fram nokkrar raunhæfar tillögur. Þeirra póli- tík er að mótmæla, að finna að, að rífa niður. Þess vegna afreka 5 kommún- istar á alþingi nákvæmlega jafnmiklu og 3, það er að segja engu. Nei, þeir afreka minna en engu. Fylgisaukning kommún- ista þýðir að sama skapi lakari aðstöðu fyrir þá sem vilja koma fram umbótum, vilja lækna meinsemdir, án þess að drepa sjúklinginn. Þess vegna er fylgisaukning kommúnista sama sem gróði fyrir íhaldið. „Við höfum talað lítið um kommúnista í þessari kosningabaráttu,11 sagði Morg- unblaðið í gær. Af hverju bein- ir íhaldið ekki þangað vopnum sínum? Hvers vegna voru aðeins fáein orð helguð kommúnistum í gær í ræðu Ólafs Thors? Af því hann skilur, að þeir eru hans bandamenn, með eða móti vilja sínum. Af sömu ástæðu hafa kommúnistar getað fengið Bjarna Benediktsson fyrir bandamann í verkalýðssamtök- unum. Af sömu ástæðu studdu nazistarnir kommúnista í Frh. á 6. síðu. ir hvorutveggja. Alþýðuflokkur inn veit vel, að kjördæmabreyt ingin hefir gildi fyrir hið vinn- andi fólk í landinu langt út yf- ir það, að vera vopn í barátt- unni fyrir því að brjóta kúgun arlögin á bak aftur. Og hann. veit einnig, að lausn sjálfstæðis málsins, sem með kosningunum í dag á að tryggja þegar á þessu sumri, er sameiginlegt hags- muna- og tilfinningamál allr- ar þjóðarinnar, sem hafið ætti að vera yfir allt dægurþras. En það myndi Alþýðuflokkurinn telja óvirðulegt upphaf hins sjálfstæða, íslenzka lýðveldis, ef það skyldi þrátt fyrir kjör- dæmabreytinguna og þá jafn- réttiskröfu, sem í henni er við- urkennd, byrja á því, að kúga launastéttir landsins í þágu fá- mennrar stríðsgróðamanna- klíku. Þá smán vill Alþýðu- flokkurinn ekki, að þjóðin þurfi síðar meir að lesa í sögu sinni. Þessvegna skorar Alþýðu- fl. á kjósendur að hjálpa til þess með atkvæði sínu í dag, að brjóta kúgunarlögin á bak. En það geta þeir aðeins með því, að kjósa frambjóðendur Alþýðu flokksins um land allt, og hér í Reykjavík A-llstanií. HafnlirðiDgar! Fjflgið efíir kosningasigrinum frá i vetur! KOSNINGIN í Hafnarfirði fer fram í Barnaskólanum og hefst kl. 10. Gætið þess, að það er ekki kosið um lista. At- kvæðið er greitt með því að setja kross fyrir framan nafn þess frambjóðandans sem kjós- andinn fylgir. En ekki má gera neitt merki við hina framhjóð- endurna, því þá verður atkvæð- ið ógilt. Fjórir menn eru í kjöri, einn frá hverjum flokkanna fjög- urra: Alþýðuflokknum, Fram- sóknarflokknum, Sjálfstæðis- flokknum og Kommúnistum, og er þeim raðað þannig á kjörseð- ilinn: Emil Jónsson. X Emil Jónsson, frambjóðandi Alþýðuflokksins. Jón Helgason, frambjóðandi Framsóknarflokksins. Sigríður Eiríksdóttir, framhjóðandi Sameiningarfl. alþýðu. Þorleifur Jónsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins. A-landlisti Alþýðuflokksins. B-Iandlisti Framsóknarflokks- ins. C-landlisti Sósíalistaflokksins. D-landlisti Sjálfstæðis- flokksins. Hafnfirðingar! Kjósið frambjóðanda Alþýðuflokksins! Setjið kross fyrir framan nafn Emils Jónssonar! Hin „gamansama lerðasagau. . ...♦....— Svívirðingar Magnúsar Jónssonar um baráttuna fyrir öryggi sjómanna. —..........-. ♦------ MORGUNBLADH) var í gær mjög taugaóstyrkt út af því að Stefán Jóhann Ste- fánsson skyldi í útvarpsræðu sinni á fimmtudagskvöld rifja upp ummæli, er Magnús Jóns- son efsti maðurinn á lista Sjálf- stæðisfloksins, hafði um örygg- ismál sjómanna í grein, er hann reit í Lesbók Morgunblaðsins. Kallar blaðið þessa grein Magn- úsar aðeins hafa verið „gaman- sama ferðasögu". Þessi „gamansama ferðasaga“ er fyrir löngu fræg orðin, og .svo fræg varð hún, að þegar þessi ferðasöguxithöfundur gerðist atvinnumálaráðherra, neituðu sjómenn að hann talaði á hátíðisdegi þeirra, á sjómanna daginn, en það hefir verið venja, að atvinnumálaráðherra flytti eina aðalræðuna þennan dag. Það var margt „gamansamt“ fyrir sjómennina í þessari ferða- sögu, og nú skal það „gaman- samasta“ rifjað upp fyrir sjó- mönnum, konum þeirra og að- standendum. Það er rétt að gera það einmitt í dag, þegar á að velja menn til þess að hugsa um og endurbæta öryggi sjó- mannanna okkar. í hinni „gamansömu“ ferða- sögu stendur meðal annars: ('Lesbók Morgunblaðsins 18. júní 1,939, en þá var höfundur- inn, Magnús Jónsson, efsti maður D-listans, á ferðalagi til Landsins helga á norskum flutn- ingadalli, sem hét ,,Fulton“.) „Já5 Fúlton. Hvernig er Fúl- ton? Hann er eitt af hundruðum skipa, sem Norðmenn nota til þess að sigla um allan heim. Hann er 1500 smálestir, gamall og hvergi fínn. Járn er á þilfari og annað ekki, nema á brú og fram á. Stýrt er með stóru ratti án vélakrafts, nema þegar mest liggur á snöggum vendingum. Vélin gerir sína 65 snúninga og hrúkar ekki of mikið af kolum. EKKERT RAFMAGN, HELD- UR OLÍULAMPAR. Engin mið- stöð, heldur kabissur. Engin loft skeytatæki með loftskeyta- manni, hálfdauðum úr leiðind- um. Engin miðunarstöð né dýpt- armælir. Einn skipstjóri, tveir stýrimenn, 2 vélameistarar hryti og vikadrengur, 5 hásetar og 4 kyndarar = 16 manns alls. Ekkert öryggi á sjónum! hróp ar Sigurjónskan. En miklar sigl- ingar. Hér er gömul og seig menning að veði, siglingamenn- ing Norðmanna. Svona geta þeir keppt um siglingar við aðrar þjóðir. Með þessu sigla þeir inn hundruð milljónir króna á ári hverju. Á svona skipi sigla þeir með farm, sem gefur jafn mikið í aðra hönd eins og farmur, sem fluttur er með miklu dýrari út- gerð þeirra, sem halda að þeir séu miklir menn í krafti fínheit- anna.“ „fslendingar hafa allt nema vitsmuni og menningu til þess að gera eins og Norðmenn £ Ah. á «. sfðtt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.