Alþýðublaðið - 07.07.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.07.1942, Blaðsíða 3
l*j:iðjudagur 7. júlí 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ hefur ehkert áfram í sex lap i Eoiptalandi. Her BAssa hðríar fyrir sökn Þjóð- verja aatsan við borgina Knrsk. Bretar taka sterka varð- stöð vestan við E1 Alamein. Ameríkumenn í orrustunum í Libyu. - '' O—..— — LONDON í gærkveldi. SJÖTTI DAGUR orrustunnar um Egyptaland er liðinn og enn hafa brezku hersveitirnar ásamt bandamönnum þeirra hrundið öllum árásum Rommels og meira að segja hafið gagn- áhlaup. Áttundi herinn undir stjórn Auchinlechs heldur velli, en enn er þýzki herinn ósigraður og er því vafalítið, að enn eru miklar orrustur fram undan. Bretar hafa gert árás á harðlega víggirta herstöð, sem Þjóð- verjar höfðu á sínu valdi, og tókst þeim að hrekja Þjóðverjana þaðan burt. Það er pú ljóst, að Þjóðverjar hafa verið hraktir frá mikilvægum hæðum, sem eru sunnan við veginn meðfram ströndinni og eru hinar mikilvægustu. Aðalher Þjóðverja er nú suðvestan við E1 Alamein. Amerískír hafbátar sðkkva |rem jap- ÍDskHia tnndnr- spillnm. Washington, 6. júlí. Flotamálaráðuneytið hefir tilkynnt, að kafbátar amer- ameríkska flotans hafi á laug- ardaginn, þjóðhátíðardag Am- eríkumanna sökkt þrem japönskum tundurspillum við Alaska. Sukku þeir allir, en hinn fjórði, sem gerð var árás á laskaðist allverulega. Árásin var gerð við Kirska, þar sem aðalherstyrkur Japana í Aletuteyjum er saman kom- inn. Árásin á fjórða tundur- spillinn var gerð við Agatu og kom upp mikill eldur í honum. Ameríkskar flugvélar hafa enn gert árásir á stöðvar Jap- ana í Kiska, en það er erfið- leikum bundið, vegna mikilla þoku og rigninga, sem legið hafa um þessar slóðir undan- farið. Japanir hafa enga frek- ari tilraun gert til þess að ná á sitt vald frekari löndum við Alaska. Hótstaða Dana. Washington, 6. júlí. Danska ameríku- FÉLAGIÐ tilkynnir, að Danir hafi eyðilagt sín eigin samgöngu og iðjufyrirtæki svo að nazistar geti ekki notað þau gegn þjóðum Bandamanna. Félagið segir, að mörg dönsk dagblöð tilkynni óvænta elds- voða. í bruna, sem kom upp á járnbrautarstöðinni í Aarhus á Jótlandi urðu Danir fyrir 6V2 milljón króna tjóni. Allar járn- brautaviðgerðir stöðvuðust um, óákveðinn tíma. Hejmdal, dagblað Suður- Jótlands tilkynnir dularfull- an eldsvoða sem var í aðal járnbrautarstöðinni, sem eyði- lagði útbúnað til að selja far- þegum far með járnbrautinni, ■Það var tilkynnt í Washington í gær, að Ameríkumenn hefðu tekið þátt í orrustunum á landi í Libyu. Var það 11. og 12. júní síðastl., er nokkrir ameríkskir * skriðdrekamenn tóku þátt í bar- dögunum og voru þeir í ame- ríkskum skriðdrekum. Þessir hermenn hafa verið í Egypta- landi nokkra hríð, ekki sem hjálparhermenn, heldur sem hernefnd, sem hefir fylgzt með ameríksku hergögnunum, notk- un þeirra og mögulegum endur bótum. Þeir eyðilögðu þessa tvo daga, sem þeir tóku þátt í bar- dögunum, marga skriðdreka Þjóðverja. Sjálfir urðu þeir fyrir nokkrum skotum, en lösk- uðst ekki alvarlega. Ný-Sjálendingar hafa enn lát- ið til sín taka í bardögunum. Þeir hrundu fyrir nokkru mik- illi árás á norðurhluta E1 Ala- mein vígstöðvanna. Þýzk véla- hersyeit gerði árásina, og varð hún fyrir svo miklu tjóni, að hún varð að draga sig í hlé og ítölsk hersveit varð að taka við stöðvum Þjóðverjanna, þótt ekki gerðu þeir áhlaup. LOFTÁRÁSIR ENN ' Brezki flugherinn heldur á- fram hinum miklu árásum sín- um á allar stöðýar Þjóðverja, jafnt framvarðasveitir sem sam- gönguæðar að baki þeim. Bret- ar hafa eyðilagt 14 flugvélar á jörðu niðri og að minnsta kosti 6 í bardögum. Flugher brezka flotans hefir gert árás á Mersa Matruh og gert allmikið tjón á skipum. einnig reyndu þeir þannig að stofna þýzkum birgða-járn- brautum í hættu. Hassing járn brautarstöðin var einnig brennd. Félagið tilkynnir einnig að hundruð þúsund króna virði af veiðarfærum hafi brunnið í Esbjerg. Nazistar gera mest- allan fisk upptækan sem fiski- menn afla. í miklum eldum nálægt járnsteypuverksmiðju í Skive eyðilagðist for.ði af full- gerðum vélahlutum og einnig íkast Herning stór prjónaverk- smiðja, öll byggingin ásamt öllum vélaútbúnáði brann til ösku. George Marshall. George Marshall, yfirhershöfð ingi Ameríkumanna, hefir oft komið fyrir í fréttum undan- farið, bæði er hann fór til Englands til viðræðna við brezku herforingja og nú síð- ast, er hann átti viðræður við herforingja, sem fóru til Aru- eríku með Churchill. Það er hýggja margra, að svo komi, að hann standi fyrir meiru en viðræðum. Eitt ár, síðan U. S. i. tók við verisd tsiands. Yfirlýsiiag Tfs©a* Thors 'Ð ITT ÁR er liðið frá því er ameríkskar hersveitir komu fyrst til íslands. í tilefni af því hefir sendiherra íslUnds í Bandaríkjunum gefið út yfir- lýsingu, þar sem hann segir meðal annars; að Ameriku- menn hafi fullan hug á því að standa við allar skuldhinding- ar þeirra við íslendinga. 1 yfirlýsingunni segir m. a.: „Fyrir einu ári, hinn 7. júlí, komu ameríkskar hersveitir til íslands til þess að taka við verndun landsins. Enginn ís- lendingar efaðist þá um að mikilvægur viðburður var að eiga sér stað, en árið, sem liðið er, hefir sannað, hversu sögu- legur hann var. Komandi ár munu sýna það, svo að ekki verður um villzt, hversu mikil- vægur viðburðurinn var fyrir örlög og velferð íslendinga, ef til vill um alla tíð. Þá rekur sendiherrann við- burði þá, er urðu fyrir ári síð- an, er Ameríkumenn tóku að sér verndun íslands, og þá Þjóðverjar stefna til járn- brautaborgarinnar Voronezh Þjóðverjar segast innikróa Rússa viðDon LONDON í gærkveldi. ÞRÁTT FYRIR mikil gagnáhlaup hefir Timosjenko ekki tek- izt að stöðva sókn Þjóðverja, og sækja þeir stoðugt í áttina til árinnar Don og hinum megin við hana til borgarinnar Voro- nezh, sem er mikilvæg stöð á jámhrautinni milli Moskvá og Rostov. Er það vafalaust, að sú járnhraut var takmark sóknar Þjóðverja. Rússar tilkynntu í gærkveldi, að bardagar væru miklir í ná- munda við borgina Stari Oskol, sem er 130 km. austan við Kursk. Segja Rússar, að Timosjenko hafi teflt þar fram stærstu skrið- drekum sínum í gagnáhlaupum til þess að reyna að stöðva sókn Þjóðverja. Það hefir þó ekki tekizt og sækja þeir stöðugt á, en Rússar hörfa til nýrra stöðva. Þjóðverjar skýra frá því, að mikill rússneskur her sé inni- króaður á svæðiriu skammt vestan við Don og eigi hann sér stjórnmálalegu forsögu, sem það mál átti. Hann heldur á- fram: „íslenska stjórnin setti nokk- ur skilyíði. Af þeim hluta samn ingsins er það bersýnilegt, að hann var undirbúinn vel og viturlega. Það er mér sönn ánægja að segja ykkur, að ég hef ávallt fundið það í starfi mínu hér, að Bandaríkjastjórn hefir fullan vilja á að halda öll skilyrðin. Það mun ekki koma fyllilega í Ijós fyrr en eftir stríðið, hvort Ameríkumenn halda öll loforð sín. Þetta á við loforðið um að Bandaríkin munu kalla allt herlið frá íslandi þegar í stað í stríðslok, og einnigg loforð þeirra u mað viðurkenna fullt frelsi og sjálfsstjórn íslend- inga, og beita áhrifum sínum til þess að þau ríki, sem semja friðinn eftir þetta stríð viður- kenni einnig fullt frelsi íslend- inga. Þessi tvö loforð eru með til- liti til framtíðar íslendinga hin mikilvægustu í samkomu- laginu. Ég er þess fullviss, að allir íslendingar sem unna frelsinu, munu ávalt trúa því statt og stöðugt, að þetta mikla lýðveldi —r sem nú beitir öll- um mætti sínum og færir svo miklar fórnir í þessari bar- áttu fyrir frelsinu — muni sjá sóma sinn í því að halda lof- orð sín við litla barnið í fjöl- skyldu hinna frjálsu þjóða. Þá skýrir Thor Thors frá því hversu Bandaríkjamenn hafi gert við íslendinga hagstæða samninga í verzlunarmálum og segir ennfremur frá því, að Bandaríkjamenn hafi nú þeg- ar greitt íslendingum yfir 100 millj. króna fyrir vörur, sem við höfum flutt til annarra landa. Síðustu orð yfirlýsingar- innar náðust því miður ekki, vegna lélegra hlustunarskil- yrða. engar bjargar von, en Þjóðverj- ar þrengi hringinn að honum. Rússar hafa ekki viðurkennt þessa frétt. Þjóðverjar skýra einnig frá því, að Rússar hafi á Offelvíg- stöðvunum gert mikla gagn- sókn, sem í tóku þátt skriðdekar . flugvélar og mikið fótgöngulið. Segja Þjóðverjar, að þessari gagnsókn hafi verið hrundið við mikið tjón Rússa. Fréttir frá Rússum hafa ekkert minnst á þessa sókn. Á öðrum hlutum austurvíg- stöðvanna er lítið u mbardaga og þeir mjög staðbundnir. SÓKNIN Járnbrautin milli Moskva og Rostov er mjög mikilvæg frá hernaðarlegu sjónarmiði, þar eð . mikið af birgðum og hergögnum til hers Timosjenkos fer um hana. Kemur það í Ijós, ef at- hugaður er gangur Rússjlands- stríðsins, sérstaklega í Ukrainu, að þar er að miklu leyti barizt um samgönguæðar. Frá Moskva til suðurhlutar Ukrainu liggja tvær megin-járnbrautarl. Syðri helmingur annarrar er þegar á valdi Þjóðverja, en hún liggur um Moskva-Tula-Oirel-Kursk- Kharkow-Izyum. Hin, sem Þjóð verjar stefna nú til, er um Moskva-Ryasan-RyazhskýV o;ro- nezh-Rostov og þaðan suður eftr Kaukasus til olíuborgarinn- ar Baku. Þjóðverjar sækja nú til Voro- nezh. Hefir brezkur fréttaritari sagt, að fall þeirrar borgar mundi vera álíka mikilvægt og fall Alexandríu. London. —Donald Nelson, yfirmaður ameríksku framleiðsl unnar, mun innan skamms fara til Bretlands til viðræðna við framleiðslumálaráðherra Breta, Lyttleton. Um þessar mundir eru fimm ár liðin frá því, er Kínastyrj- öldin hófst. Hafa mörg heilla- óskaskeyti borizt til Chung- king í tilefni dagsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.