Alþýðublaðið - 07.07.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.07.1942, Blaðsíða 7
I»riðjudagur 7. júlí 1942. ALÞYÐUBLAO»Ð rr-r 7 Kosningaúrslitin > Bærinn í dag. I Næturlæknir er Úlfar Þórðar- son, Sólvallagötu 18, sími 4411. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni. ÚTVARPIÐ:: 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Um sprengiefni (Bj. Jósefsson cand. polyt.). 20.55 Tuttugu ára afmælisminning „Lúðrasveitar Reykjavikur" a) Ávarp: Páll ísólfsson. b) Lúðrasveit leikur. c) Á- varp: Óskar Jónsson prent- ari. d) Lúðrasveitin leikur stjórnandi Karl O. Runólfs- son): 21.35 Hljómplötur: Píanókonsert eftir^ Liszt. 21.55 Fréttir. — Dagskrárlok. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Fríða Guðmundsd. Njálsgötu 106 og Reidar Jörgensen Hof- meistari frá Bergen. Vikuferð í óbyggðum. Ferðafélagið ráðgerir vikuferð í óbyggðum. Lagt á stað laugar- dagseftirmiðdag 11. júlí, ekið að Geysi og gist þar. Farið ríðandi frá Geysi inn að Hvítárvatni, í Karlsdrátt, Þjófadali, Hveravelli, Kerlingarfjöll og víðar. Gengið á Langjökul, Kerlingafjö.U og Blá- gnýpu ef tími er til. Ferðast á hestum um óbyggðirnar og gist í Keiuhúsum F. í. Áskriftarlisti á Frh. af 2. síðu. hann 675 atkvæði, landlisti flokksins 61, samtals 736 (879). Frambjóðandi kommúnista- flokksins ísleifur Högnason fékk 416 atkv., landsl. flokks- ins 45, samtals 461 (489). Fram bjóðandi Alþýðuflokksins Gylfi Þ. Gíslason fékk 240 atkv landslisti flokksins 32, samtals 272 (289) og frambjóðandi Framsóknarflokksins, Sveinn Guðmundsson fékk 120 atkv., landlisti hans 11, samtals 131 (40). Oallbi'Ingu^ og KJós~ arsýsla. í Gullbringu- og Kjósarsýslu var kosinn Ólafur Thors, frambjóðandi Sjálfstæðisflokks- ins, með 1162 atkvæðum, land- list^ flokksins fékk 85, samtals 1247 (1504). Frambjóðandi Alþýðuflokks ins Guðmundur I. Guðmunds- son fékk 474 atkv., landslisti flokksins 74, samtals 548 (593). Frambjóðandi Framsóknarfl. Þórarinn Þórarinsson fékk 310 atkv., landslisti flokksins 24, samtals 334 (86) og frambjóð- andi kommúnistaflokksins 177 atkv., landlisti sþans 38, samt. 215 atkvæði (58). Borgurfjarðarsýslu. landslisti flokksins 6, samtals 26 atkvæði (1). Austur~Múnavatns~ sýsla. í Austur-Húnavatnssýslu var kosinri frambjóðandi Sjálfstæð- isflokksins, Jón Pálmason, með j 591 atkvæði (428). ! Frambjóðandi Framsóknar- flokksins, Hannes Pálsson, fékk 494 atkv. (318), frambjóðandi Kommú.riistaflokksins, Klem- ens Þorleifsson, 29 atkv. (2) og frambjóðandi Alþýðuflokks ins, Friðfinnur Ólafsson", 17 atkvæði (94). MatigáFvalíasýsla. í R.angárvallasýslu vo .u kosn- ir báðir frambjóðendur Fram- sóknarflokksins, Helgi Jónasson með 971 atkvæði og Björn Fr. Björnsson með 873 (946 og 934). Frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins Ingólfur Jónsson og Sigurjón Siguxðsson, fengu 820 og 789 atkvæði (895 og 891). Frambjóðendur Alþýðu- flokksins, Ágúst Einarsson og Björn Blöndal Jónsson fengu 16 og 13 atkvæði (Landlisti flokksins fékk 3 atkvæði 1937). (Sjá leiðara blaðsins á 4. síðu í dag um kosningaúrslitin í Reykjavík og kaupstöðunum). skrifstofu Kr .0. Skagfjörðs, Tún- götu 5 tií kl. 6 á miðvikudags- kvölds. Farfnglar ■ ei'na til viku sumarleyfisdvalar á Þórsmörk síðustu viku júlímán- aðar, og ef næg þátttaka fæst, cinnig til annarrar ferðar á sama stað fyrstu viku í ágúst. í fyrri ferðina mun vera nærri fullskip- að og ganga farfuglar fyrir öðr- um með aþu sæti, sem eftir eru. Elín Maríusdóttir geíur ujpplýs- ingar viðvíkjandi ferðunum í síma 5146, kl. 12—1 á þriðjudög- um með þau sæti, sem eftir eru. anlegir þátttakendur beðnir að gefa sig fram við hana. Hjónaband Gefin voru saman í hjónaband á laugardaginn Áslaug Ágústsd. og Skúli Björnsson verkamaður. Heimili þeirra er á Laugavegi 139. Gættu þín, fagra mær heitir myndin, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika: Deanma Durbin, Franchot Tone, Robert Stack og Walter Brennan. Hjónabönd. Gefin voru saman í hjónaband þ. 3. júlí, að síra Sigurbirni Ein- arssyni, ungfrú Elín Einarsdóttir og Guðmundur Guðgeirsson, rak- ari. Heimil þeirra er á Hverfis- götu 19. Gegin hafa verið saman í hjónaband af síra Sigurbimi Einarssyni, ungfrú Ragnheiður Sveinbjarnard(«ttir, Snonrastöð- um, Laugardal, og Pálmi Pálsson, Hjálmsstöðum. Heimil þeirra er á Hjálmsstöðum. DÁN ARBÆTUR (Frh. af 2. síðu.) að, að greiðsuskylda tryggingar- fjárins hefði ekki verið fyrir hendi. Undirréttur dæmdi Trygging- arstofnunina til að greiða dán- arbúi Jóns kr. 25 000,00 og var sá dómur staðfestur í hæsta- rétt. í Borgarfjarðarsýslu var kos- inn frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins, Pétur Ottesen, með 670 atkvæðum, landlisti flokks- ins fékk 30 atkvæði, samtals 700 (730). Frambjóðandi Framsóknar- flokksins Sverrir Gíslason fékk 349 atkv., landslisti flokksins 13, samtals 362 (398), Fram- bjóðandi Alþýðuflokksins, Sig- urður Einarsson fékk 285 atkv., landslisti 48, samtals 333 (280) og frambjóðandi kommúnista- flokksins, Steinþór Guðmunds- son fékk 51 atkv., landslisti 11, samtals 62 (8). Mýrasýsla. í Mýrasýslu var kosinn fram- bjóðandi Framsóknaýflokksins, Bjarni Ásgeirsson, með 486 at- kvæðum (516). Frámbjóðandi Sjálfstæðis- flokksins Friðrik Þórðarsson fékk 345 atkv. (421), frambjóð andi kommúnistaflokksins, Jóhann Kúld 71 atkv. (8) land- listi Alþýðuflokksins 11 (21). Vestur ~5lúfiiavatns~ sýsfi a. I Vcstar-Siúnavatnssýslu var irajabjc ðanái Framsóknar- flokksins, Skúli Guðmundsson, koímri með 408 átkvæðum; lanáiisíi flökksins fékk 7 atkv., samtals 415 (436). Frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins, Guðbrandur ísberg fékk 244 atkv., landslisti flokks ins 2, samtals 246 (Bænda- flokkurinn og Sjálfstæðisflokk urinn fengu 378 atkv. 1937). P’rambjóðandi Kommúnistafl., Elíasabet Eiríksdóttir fékk 48 atkv., landslisti flokksins 6, samtals 54 (0), og frambjóð- andi Alþýðuflokksins, Arn- grímur Kristjánsson, 20 atkv., Mtofðlt Reykjavikor Frh. af 6. síðu. Það voru hafin samskot, seld merki, betlað og drepið að fé hvar sem til náðist. Bæjarbú- ar brugðumst líka vel við. Ólík legustu menn sendu okkur pen ingagjafir og aðstoðuðu okkur á ýmsan hátt. Eg get ekki látið hjá líða að nefna einn mann sérstaklega. Það er þáverandi borgarstjóri herra K. Zimsen sem á margvíslegan hátt hjálp aði okkur og reyndist okkur hinn besti stuðningsmaður. Það mætti vitanlega nefna marga fleiri sem á drengilegan hátt studdu okkur að þessu en vandinn er þar, eins og víðar, hvar nema skyldi staðar. — Að síðustu komst þó Hljómskál- inn upp. Hann kostaði um 27 þúsund krónur og er nú að mestu skuldlaus. Við sjáum að vísu nú, að fyrirkomulagið hefði getað verið hentugra en Hljómskálinn hefir samt sem áður verið undirstaðan að starfi sveitarinnar á undan- förnum árum, og lausn þess atriðis sem örðugast var við að fást vegna kostnaðarins. — Þá kem ég að síðara atriðinu og því síðasta af framkvæmd- um okkar sem verulegt átak þurfti við. Það var að afla sveitinni nýrra hljóðfæra Flest hinna eldri hljóðfæra voru orð in um og yfir 20 ára gömul. Upphaflega "ekki sérlega vönd- uð og nokkuð sitt úr hverri áttinni. Mjög úr sér gengin eftir mikla notkun og>misjafna meðferð. Nú var því vandinn, hvemig ráða skyldi fram úr því atriði að ná í ný. En þetta leystist Maðurinn minn. EINAR ÞÓRÐARSON, andaðist 5. júlí, nær 86 ára að aldri. Fyrir mína hönd og barna minna. Ingveldur Erlendsdóttir. fljótlega, eins og flest annað fyrir okkur. Og lausn þessa at- riðs er eiginlega sérkenni þess, hvernig ráðizt hefir fram úr flestum okkar vandamálum. Alltaf opnast einhverja leiðir eða einhverjir vakist upp til þess að hjálpa okkur Nú bætt- ist okkur nýr lðsnxaður, Kjart- an Guðmundsson, sem ekki hafði starfað með okkur áður. Hann safnaði á skömmum tíma meðal nokkurra útgerðarmanna °S 'útgerðarfélaga hér í bæ og í Hafnarfirði upphæð, sem nægði til þess, að nú í vor fengum við heila samstæðu af nýjum fyrsta flokks hljóðfærum frá einni af beztu hljóðfæraverksmiðjum Englands. Þau kostuðu hingað komin með öllu um 15 þúsund krónur. Þau eru úr ágætum málmi, silfurhúðuð og öll í vönduðum hylkjum, sem gera það að verkum, að þau endast margfalt lengur en ella. Ýmsir studdu okkur vel að þessu verki svo sem hæstvirtur núverandi fjármálaráðherra, sem kom því til leiðar, að við fengum eftir- gefinn allan toll af þessum hljóð færum. Og var það okkur vitan- lega stórlega- mikils virði. Þetta tvennt voru, eins og ég sagði áðan, fyrstu og síðustu stór-framkvæmdirnar á þessum 20 árum. Þar í milli liggur vit- anlega mikið og margt. — En þetta var líka fortíðin. Við erum ekki enn hættir að skapa okkur verkefni, því að hið næsta er þegar ákveðið. Undanfarin ár höfum við að- allega spilað á Austurvelli. Þar er að ýmsu leyti gott að vera — hús á alla vegu og gott skjól, þó að hreyfi vind. En sá galli er þar á; að fjölfarnar götur liggja umhverfis og umferð hefir farið þar hraðvaxandi. Af þessu staf- ar mikil truflun, bæði fyrir lúðrasveitina og áheyrendur. Og mjög er hæpið að úr þessu dragi í náinni framtíð. Okkur hefir verið bent á Arnarhól. Það er að ýmsu leyti góður staður, en galli er það, að þar er bersvæði, opið fyrir öllum vindum og líka töluverð umferð í kring. En það er annar staður, sem við höfum augastað á, og það er garðurinn við hljómskálann. Þar virðist ætla að verða framtíðarskemmti staður Reykvíkinga. Þar er til- tölulega kyrrlátt, þótt ekki sé fjær miðbænum, skemmilegt umhverfi og þanga leita margir á kyrrlátum kvöldum sér til skemmtunar. Þarna höfum við nú ákveðið okkur stað í fram- tíðinn. En áður en það ^eti orð- i Þarf að koma pp einhverjum ( Palli með skýli yfir. — Og þar er næsta verkefni okkar. Það kostar auðvitað fé, eins og allt annað, en þó varla ýkjamikið. Enda er ég sannfærður um, það leysist á viðunandi hátt eins og allt annað, sem við höfum tekið okkur fyrir hendur. í því efni lítum við mjög til bæjarstjóm- arinnar okkar, enda mundi slíkt skýli koma fleirum en okkur að. gagni, svo sem karlakórunum okkar, sem nú geta hvergi verið, þótt þeir vildu láta heyra til sín úti. Eins og ég vék að áðan, hafa vinsældir lúðrasveitarinnar oft komið glöggt í ljós, svo sem við byggingu Hljómskálans og oft- ar. Hún hefir árlega notið styrks úr bæjarsjóði Rekjavíkur, og ber að þakka þann velvilja og stuðning, sem bæjarstjórnin sem heild og einstakir meðlimir hennar hafa sýnt. Það hefir verið lífæð okkar og er enn. En lúðrasveitin hefir eftir megni reynt að gjalda þá skuld með því að skemmta bæjarbúum með hljóðfæraslætti svo oft sem hún hefr getað. Hún hefir aðstoðað við hátíðahöld og fjársafnanir ýmissa mannúðar- og líknarfc- laga — oftast ókeypis — og yf- irleitt reynt að styðja alla menningar- og framfaravið- leitni, sem hefir haft not fyrir starf hennar, á hvaða sviði sem verið hefir. Enda finnst okkur, sem að þessu vinnum, sem við séum með því að leggja okkar skerf til menningar þessa bæj- arfélags. Og mér þætti ekki ó- líklegt að mörgum þætti miður, ef Lúðrasveit Reykjavíkur hætti að vera til. Þetta er þá í fáum og sundur- lausum dráttum aðalinnihald þessa 20 ára starfs. — Ég hefi að engu getið félagslífsins eða einstaklinganna. En sá þáttur er að sínu leyti engu ómerkari, þó að sú hlið snúi litið við al- menningi. En það vill nú svo til að það hafa aldrei verið neinir einstaklingar í lúðrasveitinni. Ég veit að þetta er það sem kallað er ,,paradox“ (svo ég sletti latínunni). En þetta er nú samt svona. Mennirnir eru auð- vitað misjafnir eins og gengur og gerist og með misjafnar skoð- anir á hlutunum. En í þessi 20 ár hafa þeir getað skattyrzt og kastað hnútum hver að öðrum án ódréngskapar eða undirferli og verið jafngóðir félagsmenn eftir. — Það hafa t. d. verið ó- skráð lög, sem enginn hefir brot- ið, að stjórnmál eða önnur þau málefni, sem venjulega kljúfa menn í andstæður, hafa aldrei verið látin valda varanlegri riaisklíð! — Þetta gefur líka auga leið. Starf, sem e.ingöngu er borið upp af áhuga, varað hefir í 20 ár og gengið jafn vel og starf lúðrasveitarinnar, væri óhugsandi nema með mönnum, sem allan þennan tíma, af dreng skap gegn hver öðrum og ein- lægum áhuga fyrir málefninu hafa fórnað því nær öllum sín- um frístundum, oftast nær eftir erfitt dagsverk við brauðstrit sitt og sinna.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.