Alþýðublaðið - 09.07.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.07.1942, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. júlí 1942. ALÞYÐUBLAÐ10 3 Stórkastlegar orrustur háðar við Don. Rússar neita að Þjóðverj- ar hafi komist yfir ána. Viðurkemna fall Starl Oskol. I LONDON í gærkveldi. KÚSSAR hafa enn ekki viðurkennt, að Þjóðverjar ha£i komizt yfir Don, en segja hins vegar, að þeir hafi . hrundið öllum tilraunum þeirra til þess. Tilkynningar þýzku herstjórnarinnar segja á hinn hóginn, að hersveitir hennar hafi, eftir að þær tóku Voronezh, haldið áfram austur á hóginn og reki flótta Rússa. í miðnæturtilkynningu rússnesku herstjórnarinnar er það viðurkennt, að her Timosjenkos hafi yfirgefið borgina Stari Oskol eftir harða bardaga, en hún er vestan við Donfljótið. Rússar halda því fram, að Þjóðverjar hafi gert tvær stórtilraunir til þess að komast yfir fljótið, en báðum verið hrundið. Enn fremur segja þeir, að smáflokkar hafi náð fótfestu á eystri bökkum árinnar, en allir verið umkringdir -■og þurrkaðir út. ? ~ * Báðir aðilar hafa dregið að Mexikomenn sikkva kaf- Mt. ‘Uep'ðw l©f t árá@ á haiaw við Taiwpie©. AÐ var tilkynnt frá aðal- herstjórn Mexíkó í gær- Ikveldi, að Mexíkómenn hefðu sökkt kafbát skammt undan ströndum lands síns. Segir í til- kynningunni, aðjlugvél hafi vzr ið við strandgæzlu skammt und an olíuborginni Tampico, þegar ' hún sá rák á sjónum, sem benti til þess, að þar væri kafbátur á ferð. Flugvélin lækkaði flugið og kastaði sprengjum á kafbátinn. Önnur flugvél flaug yfir stað- in nokkru síðar, og sáu flug- mennirnir mikla olíu á sjánum. Bendir það mjög til þess að kafbátnum hafi verið sökkt. Þetta er fyrsta viðureign, sem Mexíkómenn eiga í þessu stríði, en þeir sögðu Öxulríkjunum sem kunnugt er stríð á hendur fyrir skömmu. Var það vegna þess, að kaf- bátar ,sem eru í Mexíkóflóa, hafa sökkt mexíkönskum skip- um, og vakti það óhemju gremju í landinu. Voru farnar hópfiarir gegn Öxulríkjunum, rúður brotnar í þýzkum klúþb í Mexikó City og þeim yfirleitt sýndur hvers konar fjandskap- ur. Þótt skip sigli nú að mestu leyti í skipalestum með her- skipafylgd um Mexíkóflóa, er þar enn sökkt all miklu af skip- um. Hefir flotaforinginn Kauf mann nýlega verið skipaður yfir það svæði til þess að reyna að útrýma kafbátunum. Kauf- mann, sem um skeið var flota- fcringi á íslandi, er sérfræðing- ur í kafbátahernaði. New York. — Forsætisráð- herra Belga, Hubert Pierlot, er kominn til Bandaríkjanna. Hann kom frá Bretlandi, en sér ógrynni stórskotaliðs og flugliðs við ána og beita því ó spart gegn aðalherjum hins. Rússar segjast halda uppi stór- kostlegri skothríð á stöðvar Þjóðverja á vesturbökkum ár- innar og hafa gert þar hinn mesta usla. Þjóðverjar hafa aft ur á móti gert hverja árásina á fætur annari á herstöðvar Rússa. Þeir segjast einnig hafa ■gert margar árásir á þorp og samgönguæðar að baki rúss- nesjku víglínunni og ætla með því bersýnilega að koma á ör- vinglan og trufla samgöngur. Orrustan um Don hefir staðið síðan á mánudag og er ekki ann að að sjá, en að Þjóðverjum veiti betur, því að rússnesk blöð og útvarp hafa stöðugt lagt hiná mestu áherzlu á, að ástandið sé mjög alvarlegt fyrir Rússa. Þjóðverjar hafa ekki sagt neitt nánar frá framsókn sinni, en að hún sé austan við Voronesh en þeir eiga það til að nefna fá nöfn er þeir sækja fram. AÐRAR VÍGSTÖÐVAR. Þjóðverjar hafa enn til- kynnt, að Rússar hafi gert sókn norðap og norð-vestan við Orel, en sjálfir hafa Rússar ekkert um þetta sagt. Að vísu hafa fréttastofufregnir getið um bar daga við Briansk, en sú borg er norð-vestan við Orel. Við Kaíin in hafa bardagar nokkuð aukizt undanfarið. Buffalo. — Vitskertur upp- gjafahermaður úr síðustu styrj- öld, Josef Francis, háði í fyrra dag harða orrustu við hóp lög- regluþjóna. Hann hafði gerzt sekur um lítilvægt lagabrot og átti að taka han fastann. Hann var ekki á því, og lokaði sig inni, en varnaði lögreglumönn- unum að göngu með skothríð. Heila klukkustund stóð bardag inn. og særðust tveir lögreglu- þjónar. Loks gerði lögreglan árás á húsið og notaði léttar vél byssur og táragas. Tókst þá að komastinn í húsið, en Frances var þá dauður af skotsárum. .......— ........... 1 .. .1 mun eftir nokkra hríð fara áfram til Belgiska Kongo. , í kafbátnum. Hér sést foringi á enskum kafbáti, og er hann við sjónpípuna Þessi 'sjónpípa nær upp úr sjónum, þegar kafbáturinn er neðan- sjávar, en í henni geta kafbátsmenn séð skip á sjónm og þurfa því ekki að koma upp á yfirborðið til þess að gera árásir. jsnesí á von Tirpits. ttff piið nteð tveSiainr tnndnrskeytnm. LONDON, 8. júlí. RÚSSAR segja frá því í herstjórnartilkynningu sinni á miðnætti í nótt, að einn af kafbátum þeirra hafi gert árás á þýzka orrustuskipið von Tirpitz> og hitt það með tveim tundurskeytum. Mun þetta hafa verið út af Norður- Noregi. Skipið laskaðist alvarlega, segir loks í tilkynning- unni. í þessu sambandi er minnt á þ þdð, að Þjóðverjar birtu í gær aukatilkyningu um að flugvélar þeirra og kafbátar hefðu gert stórkostlegar ái'ásir á eina af skipalestúm Bandamanna á leiðinni til Murmansk. Er . ekki talið ólíklegt' að .von Tirpitz hafi verið að fara til árása á þessa skipalest, þegar rússneski kafbáturinn gerði árásina á skip ið. Síðast, þegar til þess frétt- ist, var það í Þrándheimi. Háfði það þá einu sinni svo vitað sé látið úr liöfn til árása á skipa- lestir, en þá gerðu brezkar tund urspillaflugvéíar árásir á það og hröktu það aftur til Þránd- heims. I tilkynningu Þjóðverja um árásina á skipalestina segir, að sökkt hafi verið bandaríksku beitiskipi og hvorki meira né minna en 28 flutningaskipum. Ennfremur eiga 10 skip að hafa laskazt. Loks segir, að nokkrir ameríkskir sjómenn hafi bjarg- azt og verið teknir til fanga. Washington. — Þær fréttir bárust hingað frá Bern í Sviss, að Per Albin Hanson, forsætis ráðherra Svíþjóðar hafi verið myrtur. Engin staðfesting hefir fengizt á þessu og er sennilegt, að ekkert sé til í fréttinni. Bnrmabúar vorn ekkl svlkarar, Sðflfr brezlsi landstjörinn. LONDON í gærkveldi. SMITH, landsstjóri Breta í Burma, hefir sagt í ræðu, að Burmabúar hafi ekki verið svikarar, eins og almennt sé haldið. < Hann sagði, að þeir hefðu flestir reynzt Bretum tryggir, þótt lítið brot hefði verið á máli Japana og veitt þeim aðstoð. Smith fcagði, að ef þeir hefðu verið' Bretum ótryggir, hefði hvorki brezki herinn né hinir 400 000 flóttamenn, sem nú eru í Indlandi, komizt undan. Hann sagði, að íbúar landsins væru 14 milljónir, og þótt til dæmis 4000 hefðu verið ótryggir, væri ekki hægt að dæma þjóðina alla eftir því. Brezkar flugvélar frá Ind- landi eru að heita má daglega yfir Burma, og gera þær árásir á stöðvar Japana. Eru það Blen- heim flugvélar, sem gera þessar árásir, og er þeim aðallega beint gegn járnbrautarlínum og öðr- um samgönguleiðum. . Tlðindalítið frá Egyptalandi. — ! II! Herir Romanels grafa skotgrafir LONDON' í gærkveldi. KYIÍRSTADAN í Egypta- landi er órofin, en nú fara straumar af flutningalestum, bílar, vagnar og ‘ járnbrautir, gegnum Alexandríu áleiðis til vígvallanna. Þessar flutninga- lestir eru með auknar birgðir og liðsauka til áttunda hersins. Er nú talinn vafi á, hvor hef ji á- rás fyrr, Auchinlech eða Rom- mel. Fréttir, sem borizt hafa frá fréttariturum í Egyptalandi, skýra frá því, að þýzku hersveit- irnar hafi nú byrjað að grafa sér skotgrafir framan við varn- arsíöðvar Breta og Bandamanna þeirra. Litlar vélahersveitir hafa nokkuð átzt við, en þær orrust ur hafa aðeins verið í smáum stíl. Hafa þær aðallega átt sér stað sunnarlega á vígstöðvun- um, þar sem Þjóðverjar hafa verið að treysta aðstöðu sína gegn áhlaupum, sem Bretar kynnu að gera á hlið, ef Rommel reyndi eina árás enn. Búizt er við auknum orustum innan skamms, en báðir aðilar eru að safna kröftum fyrir hana. Það er sérstaklega erfitt fyrir Rommel, vegna hinna löngu samgönguæða hans. Virðist það nú vera að koma í Ijós, sem margir spáðu, að það hefði líka sína góðu hlið, ef Bretar hörf- uðu svo langt inn í Egyptaland. Rommel er eins og maður upp á háfjöllum nestislaus, en Auc hinlech á hins vegar stutt að sækja. LOFTÁRÁSIR ENN. Brezku flugvélarnar gera erm sem fyrr árásir sínar dag og nótt pg elta Þjóðverja uppi, hvar sem þá er að finna. Orr- ustú- og léttu sprengjuflugvél- arnar eru á sveimi myrkranna á milli, en þegar dimma tekur leggja Wellington og Liberator' sprengjuflugvélarnar í árásir á Tobruk og aðra staði, þar sem Þjóðverjar hafa bækistöðvar. , Fréttaritari brezka útvarps- ins, Richard Dimbleby, skýrir frá því, að brezki flugherinn hafi, síðastliðnar sex vikur skot ið niður 124 þýzkar og ítalskar flugvélar, svo að vitað sé með vissu, en um 100 hafi verið eyði lagðar á jörðu niðri. Þar að auki hafi verið laskaðar fjölda margar, sem ekki hefir verið haldin tala á. Loftvarnabyssur hafa á sama tíma skotið niður 50 flugvélar. Bretar hafa sjálfir misst þess ar seX vikur 110 flugmenn, en nokkru fleiri flugvélar. MALTA. Árásir voru enn gerðar á Malta í fyrradag og í allstórum stíl. Skutu orrustuflugvélar Breta niður 12 óvinaflugvélar og í gærdag skutu þær enn nið ur sex. Bretar misstu þessa tvo daga átta orrustuflugvélar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.