Alþýðublaðið - 09.07.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.07.1942, Blaðsíða 5
Flmmtudagur 9. jáií 1942. S ALÞYÐUBUÐIÐ Svii skrifar um: Svípjóð og hlutleysi hennar, Paulette Goddard. Flestir kannast við leikkonuna Paulette Goddard, sem hefir leikið á móti Charlie Chaplin — en hann „fann“ hana — og mörgum öðrum, m. a. Bob Hope. Hún var um skeið gift Chaplin. Það, sem Þórður gamli í Grjóta sagði við mig í gær. — Sumartimglin hafa öll sprungið út í útnorðri. — Bréf frá stúlku um ókurteisi og dónaskap. SÆNSKUR FRÉTTARRIT- ARI skrifaði nýlega í blaðið News Letter, sem er eitt af alaðblöðum brezka Alþýðu- flokksins, eftirfarandi greic um hlutleysi Svíþjóðar og ná- grannalönd hennar: Það er einkennileg stað- reynd, að vinir okkar eiga auð- veldara með að gera okkur gramt í geði en óvinir okkar — eða ef til vill er það ekki svo einikemnilegt, þar eð við vitum að tilgangur óvina vorra er sjaldan góður, en þykjumst þekkja hug vinar okkar og okkur kemur það því á óvart, þegar hann snýst öndverður Þetta á jafnt við um þjóðir sem einstaklinga. Mönnuni hefir oft sézt yfir þetta, þegar menn dæma um viðhorf manna í tveimur löndum, sem ótvírætt telja sig vinveitta Englending- um, en slík afstaða hefir ein- mitt komið fram meðal Svía og Svisslendinga. Af eigin reynzlu get ég að- eins talað um Svíþjóð. En að því er til þessa lands tekur kemur þetta mjög skýrt í Ijós. Þar hefir mönnum runnið í skap við Englendinga vegna þess, að svo hefir stundum litið út, sem Englendingar hafi grunað Svía um svik, þeir hafa gagnrýnt þá og ekki skilið þá, meira að segja grunað þá um hjálp við óvinina. Þetta kann allt að vera ímyndun úr Sví- um, en þessar skoðanir hafa verið uppi, það er staðreynd. Þó má ekki skilja þetta svo, að sökin sé einungis að finna hjá öðrum aðilanum, Englend- ipgar hafa gerfið' ástæðu til slíkra grunsemda. Sum ensku blöðin hafa borið vitni urn því- líkt skilningsleysi á afstöðu Svía, að Svíar hafa tekið það óstinnt upp. Enginn vafi leikur á því, að um níutíu hundruðustu sænsku þjóðarinnar eru hliðhollir Eng- lendingum. Það er enginn vandi að ganga úr skugga um þetta. Þjóðverjar vita þetta, þeir hafa ekki þurft að leggja, sig í líma við að uppgötva þáð, og allir vita, að nazistarnir „treysta ekki Svíum“. Svíum er þetta vel ljóst sjálfum, og þeir hafa engar áhyggjur út af því, þó að nazistarnir treysti þeim ekki. Þá langar ekkert til að vingast við naz- ista. Þeim er sama þótt þeir gruni þá um græsku. En hitt er verra, þegar vinir manns gruna mann um græsku. Svíar eru fúsir að viður- kenna, að vissar athafnir stjórn arinnar ku!nni að hafa gefið tilefni til grunsemda. En þeir staðhæfa, að ef brezku blöðin vildu leggja á sig það ómak að gera sérf grein fyrir stað- reyndunum og setja sig í spor Svía, þá myndu þessar grun- jsemdír hverfa eins og dögg fyrir sólu. Og þeir staðhæfa ennfremur, að árásimar á Sví- þjóð í blöðunum hafi stundum verið ekki einungis óskynsam- legar, heldur einnig blátt áfram heimskulegar, og að þeir hafi enga viðurkenningu fengið fyr- ít ýrnsar athafnix,, sem hafi bjargað Bandamönnum frá stórtjóni. Athugum nú legu Svíþjóðar með tilliti til styrjaldarinnar. Fyrst og fremst verður að gæta þss, að þrátt fyrir stærð landsins og langa og vogskorna strönd telst Svíþjóð með smærri ríkjum í Evrópu, með aðeins rúmur sdx milljónir íbúa. í hernaðarlegu tilliti get- ur engin ógn staðið af þjóðinni, og sízt þar sem það hefir að hálfu leyti verið afvopnað um skeið. Þjóðin á enga löngun heitari en þá að fá að vera í friði fyrir öðrum þjóðum og hafa vinsajnleg skipti við aðr- ar þjóðir. Auk þess vilja þeir styðja norræna samvinnu. Oft hefir verið sagt um smá- ríkin, að þau hefðu átt í tæka tíð að stofna bandalag sín á. milli og halla sér að lýðræðis- ríkjum Yestur-Evrópu. Elorfi maður um öxl til áranna fyrir stríðið, er hægt að skilja það, ef hver og ein þessara þjóða spyr sjálfa sig: „Ég, og hverjar flei|i.“ Það þýðjr ekkert að ræða pólitík á þvílíkum grund- velli. Að minnsta kosti virtust fordæmi vesturveldantna ekki fleiri?“ Það þýðir ekkert að menn um hlutverk LavalS í Abessiniustyrjöldinni og mis- tök Þjóðabandalagsins? Þá má ekki gleyma því, að þegar styrjöldin skall á, hafði ,það ástand skapazt, sem sænsk- ir stjómmálamenn litu á sem hið óheppilegasta, sem fyrir Svíþjóð gæti komið. Þjóðverj- ar og Rússar voru orðnir banda- menn og vinir — að minnsta kosti á ytra borðinu. Þegar Rússar réðust á Finna staðfestist hinn versti grunur Svía. Afstaða Þjóðverja var sú, að þeir studdu kröfur Rússa á hendur Finnum ,svo 'að hægt væri að halda við hinni fölsku vináttju,- svp lengi' sem þöiif þætti, jafnvel þótt yrði stund- um að fórna gömlum vinum. Sænska stjórnin varð að horfa á staðreyndirnar, ef þjóðin átti ekki að sogast út í hringiðuna I— í styrjöld á tveimur víg- stöðvum gegn tveimur stærstu herveldum álfunnar. Þeir urðu líka að líta raunsæjum aug- um á þá hjálp, sem vænta máetti frá vesturveldunum. Þeir mátu ekki þá möguleika mikils. Þeir vissu, að jafnvel þótt hjálparleiðangur yrði sendur af stað, yrði áð flytja hann yfir Norðursjóinn og þvert yfir Noreg og Svíþjóð. Þetta er gríðarleg vegalengd og erfið yfirferðar, og auk þess ■ vafasapit, hversu sá her stæði sig á ókunnugum stöðum við skilyrði, sem hermennirnir voru óvanir. Au,k þess vissu þeir, að Þjóðverjar myndu líta á það sem fjandskap, ef fram- andi her yrði fluttur yfir sænskt land og nota það sem styxjald- arorsök. Þess má geta að Norð- mertn voru þá gersamlega á sama máli. Svíar hafa hlotið ámæli mikið í enskum blöðum, sem hafa borið Svíum á brýn svik við bræðraþjóð, sagt að sænska þjóðin væri á fallanda fæti og þar fram eftir götunum. Þegar horft er um öxl virðist öll þessi barátta hin furðuleg- asta, og það er naumast hægt að tnia því að þetta skyldi: geta borið við. Að fyrir aðems örfáum árum síðan skyldi meiri, en ekki betri hluti brezkra blaða leggjn alla á- herzlu á að fá litla þjóð til þess að hefja stríð gegn hinni risa- vöxn rússn. þjóð og ráðast á hana með hrakyrðum fyrir það, að hún skyldi ekki vilja hjálpa Englendingum til að koma hjálparliði, sem hefði haft þær afleiðingar, að Rúss- land og Þýzkaland hefðu sam- einazt. Þetta er eins og furðu- legir ónar. Að vissu þykjast sumir sannfærðir um, að þetta hefði aldrei borið við. En það verður aldrei hægt að sann- færa Svía um það. Og þeir minnast þess, hvernig fór, þegar Englendingar ætluðu að reyna að skakka leikinn í Noregi. Og enn hlutu Svíar ámæli fyrir, að þeir sameinuðust ekki Norðmönnum í styrjöldinni gegn Þjóðverjum. Hér hefir einnig verið ruglað staðreynd- um. Þrátt fyrir allar ákærur brezkra blaða fyrir litla hjálp til handa Finnum, höfðu Svíar raunverulega gert meira en þeir máttu og gátu. Þá varð einnig að athuga vamarmöguleika Norðmanna, sem voru töluvert minni en Svía, það varð að athuga, hve mikla hjálp Bret- ar gætu veitt og síðast en ekki sízt hemaðarstyrk Þjóðverja, sem sást í bjö.rtustu ljósi eft- ir fall Frakklands. í stuttu máli, það mátti ganga út frá því sem algerlega vísu, að ef Svíar réðu til atlögu við hlið Norðmanna, myndu þeir falla ásamt Norðmönnum, og aðeins leiða hörmungar yfir sína eigin þjóð, án þess að geta gert nokk- urt gagn í hinni sameiginlegu baráttu fyrir frelsinu. Svo kom undanhaldið frá Dunkirk og fall Frakklands. Þjóðverjar virtust hafa á valdi sínu allt meginland Evrópu. Þjóðverjar gerðu hverja kröf- una á fætur annarri á hendur Svíum, og sumar þeirra vora uppfylltar. Þær höfðu ekki mikla raunverulega þýðingu, en þó var Svírtm þvert um geð að uppfylla þær. En Sví- ar vora um þetta leyti í mik- illi klípu. Og ef alls er gætt, hafa Svíar ekki komið ódrengi- lega fram. Samband þeirra var allt í einu rofið við markað- inn, en þrátt fyrir það hefir þeim tekizt að halda iðnaðin- um áfram. En þeim hefir ekki tekizt þrátt fyrir mikið erfiði, að halda Finnum frá meiri hernaðarævintýrum. Frh. á 6. síðu EKKI ER NÚ MIKIL HLÝJ- AN“, sagði Þórður gamli í Grjóta viff mig í gær, „það er held ur engin furða, öll sumartunglin springa út í útnorður. Við fáum ekki hlýju fyr en seinnipartinn í honum ágúst“. Ungur maður stóð hjá mér, þegar gamli maðurinn mælti þetta. Hann glápti steinhissa á liann. En það er oft gott, sem gamlir kveða. Svona var talað í gamla daga, svona talar enginn ungur maður. Hvað skyldu marg- ir hinna yngri, sem ferðast um göturnar hér í bænum vita dags daglega á hvaða átt hann er? Hvað skyldu margir vita um tungl komur, eða hvernig þau „springa út‘V PN ÞÓRÐUR gamli í Grjóta veit lengra, en nef hans nær, en það vitum við ekki yngri menn- imir. Hann er nú rúmlega 77 ára. Hann er mnfæddur Eeykvíkingur og vann að því með öðrum að leggja skólpræsin í Aausturstræti. Okkur yngri mönnunum finst ó- trúlegt að enn skuli vera lifandi maður, sem hefir unnið það verk. Þórður í Grjóta var eitt sinn helzti „músikant“ Reykjavíkur, mesta uppáhald unga fólksins, því að hann spilaði betur á harmoniku en allir aðrir, og hann skemmti með músík sinni á öllum danzleikjum. NÚ ER HANN orðinn gamall og hættur að spila á dansleikjum. En lífsreynsla og speki hins aldraða skýn út úr andlitinu. Hami þekk- I ir stjörnurnar og áttimar í fleir- um eh einum skilningi. Hann get- ur spáð betur um veðrið en Jón Eyþórsson með állan sinn lærdóm og „apparöt“. Hann ferðast nú f strætisvögnunum milli barnanna sinna — og unir vel lífinu. KR. S. skrifar 'mér: „Reykvík- ingum hefir oft gefist kostur á að sjá blaðagreinar, sem fjalla um ósvífni erlendra hermanna, sem gera óp að íslenzkum stiilkum er ganga um göturnar, og kalla á eftir þeim. Og hefir almenningur áfellst þá fyrir, en sérstaklega hafa íslenzkir karlmenn haldið uppi sögum um slíkt. Því er heldur ekki bót mælandi", EN — RETKVÍKINGAR hafa ekki séð blaðagreinar um ruddaleg hróp og köll, og dónalegar aðdrótt anir fslendinga á eftir heiðarleg- um stúlkum, eða finnst þeim að íslendingar hafi rétt til slíks at- hæfis? Ástæðan til að ég skrifa þessar línur, er sú að í morgun um kl. 10 þurfti ég að fara inn í garð, sem er í Kringlumýrinni. Við veg- inn á leiðinni inn eftir voru karl- menn og unglingsstrákar við hús- byggingu. Þegar ég gekk þar fram hjá byrjuðu þeir að kalla á eftir mér, og koma með aðdróttanir gagnvart mér og Ameríkumönn- um, sem voru hinu megin við veg inn, en ég lét mig það engu skipta. ER ÉG KOM TIL BAKA ca. hálfri klukkustund síðar kölluðu þeir entn til mín, og meðal annars æpti eitt unglingskvikindið hvort ég hefði nú fengið afgreiðslu. Ég hef satt að segja aldrei orðið fyrir slíku fyrr, enda átti ég ekki von slíks framferðis hjá íslendingum, sem þeir fordæma mest hjá útlend Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.