Alþýðublaðið - 09.07.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.07.1942, Blaðsíða 8
I 8 AL^YOUBLAOIP ílmmtudagur 9. júlf 1942. S2 NYJA BSÓ tm m 1 I S9 GAMLA BIÖ sm iGættu þín 1 Týndi 1 fagra mærj brúðguminn | (Nice Girl) (BRIDAL SUITE) S Ameríkskar söngvamyndir frá Universal Picture. Ameríksk gamanmynd. 0 Aðalhlutv. leikur og syng- ANNA BELLA úr hin góðkunna söngva- ROBERT YOUNG mær P DEANNA DUEBIN Sýnd kl. 7 og 9. A.ðrir leikarar eru: Franchot Tone Walter Brennan Framhaldssýning kl. 'SVz Robert Stack til 6Vz: ó. fl. HNEFALEIKAKINN Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ensk gamanmynd. LIÐNIR DAGAR. NÚ er það af, sem áður var . . þegar Austurvöll ur var eitt flag með djúpum gryfjum, fullum af vatni, þeg- atj maður óð í klof í myrkrinu hjá Apótekinu og að horninu á maddömu Gvuní Mullers húsi, eða þegar Guðmundur í Trað- arkoti var grafinn; þá voru gleði dagar, því að þá voru þeir brennivínsberserkir uppi, sem þeirra líki hefir ekki verið og mun aldrei verða: Guðmundur í Traðarkoti, Guðmundur fjósa- rauður, Jón Kópi, Hróbjartur og Sigurður skalli, og svo dó Guðmundur, og fjórir brenni- vínsberserkir báru kistuna yf- ir Austurvöll, allir blindösku- fullir, og duttu með kistuna kylliflatir hvað eftir annað, en Gvendur lá kyrr og hreyfði sig ekki“. (Benedikt Gröndal). * ÓBREYTTUR LIÐSMAÐUR SEGIR: SR FORINGJARÁÐSRIT- 4RI er maður, sem alltaf lærir meira um minna og minna, þangað til hann veit að lokum allt um ekki neitt, en herforingjaráðsmeðlimur er maður, sem stöðugt lærir minna um meira og meira, þangað til hann veitt ekki neitt um allt. > # IRLAND á við frið að búa, þó að heimurinn logi í ó- friði“, er skrifað frá Dublin. En það þurfti líka heimsstyrjöld til að koma friði á þar. (Punch). ORVALDUR RÖGN- VALDSSON í Sauðanesi (f. 1596) var maður æðrulaus og ekki sýtingarsamur, þótt á móti blési. Einu sinni höfðu sauðir hans allir farizt í snjó- flóði og bátur hans brotnað í spón. Kvað þá Þorvaldur til konu sinnar, er bar sig illa af missinum: Mas er að hafa Mammonsgrát, þó miðlist nokkuð af auði; nú skal efna í annan bát og ala upp nýja sauði. glæsimennsku eiginmanns síns. Frú Branderton, móðir ráðs- manns Craddocks, brá sjóngler- inu fyrir augað og starði svo sem siður er gamalla hefðar- kvenna. — Ég er að hugsa um að fara og tala við Craddockshjónin á eftir, hvíslaði hún að syni sín- um. — Það mun hafa góð áhrif á fólkið í Leanham. Ég efast um, að veslings Berta hafi hugmynd um, hvernig almenningur lítur á þetta hjónaband. Frú Branderton fann mjög mikið til sjálfrar sín. Allsstað- ar fannst henni hún þurfa að hafa hönd í bagga með og ekk- ert væri hægt að gera, nema hún væri kvödd til ráða og að- stoðar, og væri einhver veikur, sendi hún óðara til hans elda- buskuna sína, til þess að lesa biblíuna, þó ekki væri annað. Hún vildi gjarnan fara sjálf, en henni þótti það ekki virð- ingu sinni samboðið að heim- sækja fólk af lægri stéttunum. Frú Branderton var sannfærð um, að hún og jafningjar/henn- ar væru gerðir úr öðru efni en öll alþýða manna. En þar eð hún var mjög kurteis kona, lét hún það ekki uppskátt við fólk, nema það gæfi tilefni til þess. Hún efaðist aldrei um, að hún ætti að leiðbeina fólki í mál- efnum og framkvæmdum og hún vildi jafnvel ráða yfir skoð unum nágranna sinna, sem höfðu í þrjátíu ár þolað ráðríki hennar. o. Frú Branderton hafði hug- leitt, hvernig hún ætti að haga sér gagnvart Craddockshjón- unum. Henni þótti upphefð að því, að Craddockshjónin höfðu neyðzt til þess að leita á náðir sonar hennar og biðja hann að vera ráðsmaður hjá þeim. — Sannleikurinn er sá, að heldra fólk er heldra flók, og það verður að halda saman í blíðu og stríðu á þessum síðustu og verstu tímum, hugsaði hún. Að guðsþjónustu lokinni, þeg ar fólkið stóð umhverfis kirkju garðinn, gekk frú Branders til Craddockshjónanna og fór Arthur sonur hennar með henni. Hún ávarpaði Craddock skrækri rödd sinni. Um leið gaf hún gætur að Leanhamsbúum. Craddock varð upp með sér af þessari vinsemd. IX. Fáeinum dögum seinna bauð hún Craddockshjónunum til kvöldverðar. Berta las bréfið þegjandi og rétti svo mannin- um sínum það. — Mér þætti gaman að vita, hverjum hún ætlar að bjóða líka, sagði hann. — Langar þig til að. fara? ■ spurði Berta. — Auðvitað! Langar þig ekki? Okkur hefir ekki verið boðið fyrr. — Hefirðu aldrei komið þar fyrr? — Nei, ég hefi oft verið þar í knattleik, en ég hefi aldrei komið þar inn. — Jæja, mér finnst það ó- kurteisi af henni að bjóða þér núna. — Eðvarð sperrti brýrnar og sagði: — Hvað í dauðanum áttu við? — Ó, skilurðu það ekki. Hún býður þér aðeins vegna þess, að þú ert orðinn eiginmaðurinn minn. Það er móðgandi. — Vitleysa, sagði Eðvarð hlæjandi. — Og þó svo væri, hverju skiptir það þá. Ég er ekki svo viðkvæmur fyrir smá munum. Frú Branderton var mjög alúðleg við mig á sunnu- daginn. Það væri ósvífni af mér að neita þ^ssu boði. — Fannst þér hún vera alúð- leg? Varðstu þess ekki var, að hún var að sýna þér umhyggju, eins og þú værir pelabarn. Ég varð fokreið og gat varla stillt mig. Eðvarð hló aftur: — Ég tók alls ekki eftir því. Þetta er í- myndun þín, Berta. — Ég ætla ekki að fara í þetta kvöldboð. * — Þá fer ég einn. Berta hrökk við og náfölnaði. Það var eins og hún hefði snögg lega fengið utan undir. En hann vaf skellihlæjandi. Auðvita meinti hann ekki það, sem hann sagði.. Hún flýtti sér að sam- Þykkja. — Auðvitað kem ég líka. Það var aðeins þín vegna, sem ég vildi ekki koma. — Við verðum að vera góðir nágrannar. Ég vil koma mér vel við alla. Hún sat á arminum á stóln- um hans og vafði handleggjun um háls honum. Eðvarð klapp- aði á hönd hennar, og hún horfði á hann ástríðuþrungnum aug- um. Svo laut hún niður og kyssti á hárið á honum. Hversu DVERGSTÓLLINN. ur haft. Þetta er undarlegur stóll. Langalangamma mín fékk hann hjá dvergi, og hann sagði, að stóllinn væri aðeins ætlaður til skrauts, en ekki til að sitja í honum. Stilltu þig nú, Láki minn, og komdu ekki nærri honum. Mér er sama, hverjum skollanum þú tekur upp á, ef þú- sezt bara ekki í stólinn“. Svó var það eitt kvöld, að börnin komu heim til frú Bíum bömbu heldur í fyrra lagi. Hún var vön að standa í dyrunum og taka á móti þeim, en nú sáu þau hana hvergi. Þau opnuðu samt dyrnar í hálfa gátt og gægðust inn fyrir. En þar var þá engin fóstra! „Ætli hún hafi ekki farið að kaupa súkkulaðikökur handa okkur?“, sagði Jonna. „Við skulum bara fara inn, Láki, og leika okkur að litlu öskjunum“. Börnin tóku rauðu öskjuna niður af arinhillunni og opnuðu heimskulegt var það ekki af henni að láta sér detta í hug, að hann elskaði hana ekki! En Berta hafði líka aðra á- stæðu til þess að vilja ekki fara til frú Branderton. Hún vissi, að Eðvarð myndi verða mjög gagnrýndur, og það þoldi hún ekki. Það myndi verða talað um útlit hans og framkomu, og fólk myndi undrast það, að þau skyldu ganga í hjónaband. hana. En í sama bili heyrðu þau þennan dómadags hnerra, og þau lituðust skelkuð um. Það var enginn sjáanlegur .í kofan- um! „Hver skyldi hafa hnerrað" sagði Láki steini lostinn. „A-tiss-hú“ heyrðu börnin aftur — og hver haldið þið, að það hafi verið, sem hnerraði! Það var enginn annar en dverg- stóllinn! „Nú er mér öllum lokið“, hrópaði Láki steinhissa. „Aldrei hef ég vitað til þess fyrr, að stóll hnerraði!“ „Það er ykkur að kenna, að ég hnerra“ sagði stóllinn, og roddin var hreint ekki blíðleg. Af hverju lokið þið ekki á eftir ykkur. Það er alltof mikill súg ur á mér“. Jonna lokaði dyrunum. Svo stóðu börnin agndofa af undr- un um hríð og horfðu á þennan furðulega stól. „Ættum við að setjast á hann að gamni okkar áður en Bíum- mzn/mxjívnoc. HTHDASA61 Wide World Featuret ' NO' 5EN5E PKlVfNC INTD THE UON’5 J/1W5... f VB 15 4 UOhl/ Í'LL ?ARK H£l?£ ANP 5LIP OVEZ ?0Z AN -*V UWNNOUNCgP VI5IT. . * U00KT5 PEACEFUL... TUST UKE í ~ LEPT lí/ EXCSPT...Í PON'T REMEMEEH 5EE/N6 TH/\T CONTRAPTION 5TIQ0NG 5 THROUOH TH£ ROOp.. •Wnk Wm&leto/mke SENSE OUT OF TH£ MYSTEXV OF THE Mmm PLANE, THE 3Z0KEN ÁLTMÉW? OVEN HEI? 5V 'MLRiR, ANP TWg 5.0,5. IN THg 50-‘-'á SHcET THk’OWN WTO 9ZZ CAZ, TONI m VZCPEP T0 KETLKM TO TH£ TR/.ILEí? FOi? ANOTH0H L OCK... / sC' Tóní: Þetta er allt friðsam- Tóní getur ekki ráðið þetta Tóní: Það er ekkert vit í að Tóní klifrar upp á klettasnös, legt á að sjá, en ég man ekki dularfulla flugvélamál. Hún gana í klær þeirra. Ég ætla að þar sem hún getur litið yfir eftir þessu hlaupi upp um þak- snýr við. koma aftan að þeim . vagninn. ið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.