Alþýðublaðið - 10.07.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.07.1942, Blaðsíða 3
) Fösíudagur 10. júlí 1942. AUÞYPUBLAPIP i ■'■iiiiTiinritiaiwi iAvfö "Mandiesteii *iíS-*hsifáF:f Þetta er ein af hinum nýju sprengjuflugvélum Breta, sem hafa borið hita og þunga dagsins í 1000-flugvéla-árásunum. Það er Avro Manchester. Flugvélin er tveggja hreyfla og getur borið þungan farm af sprengjum. Loftáráslr á Wllfielmstiaven. loltsóka iesjpa kalbðtastöðvnm. löðlar nazista i Pillandi LONDON í gærkveldif ' TÓRKOSTLEGIR BARDAGAR Eald3 áfraisi við Do*- fljótið í Rússlandi, en fréttir af þeim eru óljósar og oft ólíkar frá báðum aðilum. Rússar tala enn um bardaga vestan við Voronezb, en Þjóðverjar sögðust hafa tekið þá borg síðast liðinn mánudag. í miðnæturtilkynningu Rússa var í fyrsta sinn getið um borgina Rossosh, en hún er 160 km. sunnan við Voro- nezh og vestan við Don. Var sagt, að þar geisuðu harðir bardagar. Er það í samræmi við frásagnir Þjóðverja, en þeir segja, að þeir hafi fært út sóknina og sótt fram norður og suður eftir hökkum Don. Hafa Rússar þar hörfað nokk- uð, en jafnframt tala þeir um gagnáhlaup, sem þeir geri á hliðararm þjóðverja. LONDON í gærkveldi. Brezki flugherinn gerði í fyrrinótt mikla árás á þýzku flotastöðina Wilhelms- haven. Fjldamargar flugvélar af nýjustu gerð tóku þátt í á- rásinni, og var sprengjum af stærstu tegundum kastað á ýms- ar herstðvar í horginni. Voru sumar sprengjanna allt að 800 kg. að þyngd, en það er með stærstu sprengjum, sem til eru. Tjón varð mikið í borginni, og komu upp miklir eldar í skipasmíðastöðvum og hafnar- mannvirkjum. Sérstaklegá virð- ist árásum Breta, þessari og mörgum öðrum, nú vera beint að kafbátasmíðastöðvum, hvar sem þær er að finna. Hafa árás- ir verið gerðar á Wilhelms- haven, Bremen, Hamborg, Flensborg, Lubeck og Rostov og meira að segja á verksmiðjur langt inni í landi, þar sem fram- leiddar hafa verið vélar í kaf- báta. Eru þessar árásir einn þátturinn í baráttu bandamanna við kafbátana. Þýzkur flotaforingi, Feifer að nafni, hélt fyrir nokkru fyrir- lestur í þýzka útvarpið um kaf- bátahernaðinn. Hann viður- kenndi, að í ár hefði ekki verið sökkt eins mörgum skipum og vorið 1917. Sagði hann, að það væri meðal annars því að kenna að varnaraðferðir bandamanna væru betri en nokkru sinni, skipalestir þeirra betur varðar og sjómennirnir hittnari á kaf- bátana. Þar að auki, sagði hann, eru flugvélar í fylgd með skipa- Lstum mjög hættulegar kaf- bátunum. New York — Japanir geta barizt í hundrað ár, ef þeim tekst að sigra Kína og hafa full not af auðlindum hollenzku Austur-India, sagði kínverski hershöfðinginn Hsiung Shih Fei, sem nú er staddur í Banda- ríkjunum. * New York — Hinir frægu G-menn Herberts Hoovers hafa. enn verið á ferðinn og tekið fjölda njósnara og skémmdar verkamanna, sem vinna fyrir nazista í Bandaríkjunum, þeir hafa að þessu sinni tekið fasta 57 menn, sem voru víðsvegar um Bandaríkin. — segir Brendon Braehen. LONDON í gærkveldi. MORÐINGJAR NAZISTA í Póllandi munu fá sín verðskuld- uðu láun sem aðrir morðingjar, sagði Brendan Bracken, upplýsingamálaráðherra Breta, á hlaðamannafundi í dag. Með honum voru nokkrir fulltrúar pólsku stjórnarinnar í London, og þeir skýrðu nokkuð frá hörmupgum þeim, sem pólska þjóðin hefir átt við að húa, síðan Þjóðverjar náðu landinu á sitt vald. Bracken hélt áfram: „Ég get sem meðlimur ensku stjórnarinnar fullvissað alla utn, að þeir menn, sem bera ábyrgð á þeim hryðjuverkum, sem hafa verið unnin í Póllandi, munu fá refsingu, ströngustu refs- ingu laganna. Trúið mér; þessir morðingjar, — en það eru þeir —- munu fá ströngustu refsingu Pólverjar, sem voru á fund- ínum, skýrðu frá því, að þau 3 ár, sem liðin væru frá því er Þjóðverjar náðu Póllandi á sitt vald, hafi þeir drepið þar um það bil einn fjórða úr milljón manns. Þar við bætist um 200 000 gyðingar, sem Þjóð- verjar hafa alls ekki í manna tölu. Matarskortur hefir verið gíf- urlegur í( landinu og er talið, að alls hafi 700 000 manns dáið úr hungri, síðan 1939, er land- ið lenti í höndum nazista. í höfuðborginni Warsjá einni, létust síðastliðinn vetur hvorki meira né minna en 50 000 Pól- verjar úr hungri. Grimmd nazistanna hefir verið óskapleg. Oft hafa þeir strádrepið fjölda manns með vélbyssum. Þeir hafa notað gas til þess að lífláta suma og yfirleitt er sú pyntingaraðferð ekki til, sem þeir ekki hafa beitt. í 18 borgum í Póllandi eru til aftökustaðir og er það skylda, þegar einhver er líflát- inn, að allir borgarbúar, menn konur, börn og gamalmenni komi til þess að horfa á aftök- urnar. Þriðju gráðu yfir- heyrsla er mjög algeng. Prófessorar, prestar og biskup- ar hafa verið teknir fastir og margir þeirra líflátnir. Mörg hundruð þúsund Pól- verjar, sem voru fangar í Rúss- landi, hafa verið látnir lausir og myndaður her með þeim. Hefir her þessi verið sendur til Yestur-Asíu og mun vera í Iran. Pólverjar hafa einnig her sem lög mæla fyrir um.“ í Bretlandi og flugsveitir þeirra eru frægar orðnar. Fljúga þær mörgum af stærstu og beztu sprengjuflúgvélum, sem Bretar hafa gert. Bretar íaka ey i Mðsambisuiidl. Franska eyjan Lamayotte. REZKAR HERSVEITIR hafa verið settar á land á frönsku eynni Lamayette, en hún er í Mosambiksundi, milli Madagaskar og meginlands Af- ríku. Þeta var tilkynnt hér í dag. Hertakan átti sér stað síðast liðinn laugardag, og fór hún fram án þess að til nokkurra bardaga kæmi eða nokkur her- maður, franskur eða hrezkur, hiði bana af. Lamoyette er smáeyja, 140 enskar fermílur, og búa þar 12 þús. og 600 mans. Þar er lítill flugvöllur og lítil höfn, en hvort tveggja þó hið mikilvægasta, þar eð eyjan er í sundinu og um það ,fara þýðingarmiklar skipa- lestir til Indlands og Egypta- lands. : Japanskir kafbáta hafa verið í sundinu, og er frá því sagt, að þeir hafi sökkt allmörgum skipum. Síðustu 24 klst. áður en eyjan var hertekin var þremur skipum sökkt þar. Engar fregnir hafa borizt um það, hvernig Vichystjórnin tek- ur þessari nýju hertöku Breta. Bardagarnir hafa verið mjög harðir og tekur fjöldi skriðdreka 'þátt í þeim af beggja hálfu. Á einum stað, segir fréttaritari í Moskva, áttust við um 300 drek- ar á báða bóga, og stóð orrustan lengi, þar til Rússum tókst að hrekja Þjóðverja af staðnum. Þýzkar fréttir segja ,að sókn in nái nú yfir tæplega 500 km. svæði, og er henni alls staðar beint gegn járnbrautinni frá Moskva til Rostov. Þar, sem þeir virðast vera komnir næst henni er við Rossosh. Loftárásir og stórskotahríð er mikil af beggja hálfu á bökkum Donfljótsins. Þjóðverjar senda stöðugt smáflokka yfir fljótið, en Rússar halda fram, að þeir hafi þurrkað þá alla út. Sunnan vin Don hafa verið fluttar fram rúmenskar, ungverskar og slóv- enskar hersveitir. í EYSTRASALTI Rússar segja frá því, að her- skip þeirra í Eystraralti hafi sökkt tveimur flutningaskipum og einu olíuskipi, en þau voru samtals 22 000 smálestir að burðarmagni. Blöð í Moskva hafa sagt nokkru nánar frá því, er rúss- neski kafbáturinn hitti von Tir- pitz með tveimur tundurskeyt- um. Varð hann að brjótast gegn um hring, sem átta tundurspill- ar mynduðu kringum orrustu- skipið. Það tókst, og skaut hann tveimur tundurskeytum, sem bæði komu í skipið. Þá lögðu öll þýzku skipin þegar í stað á flótta og héldu til Noregs- stranda. BandaríkjastjóFn vlð- urkennir De flanlie. WASHINGTON í gærkveldi. ANDARÍKJASTJÓRN hef- ir nú veitt stjórnarnefnd hinna frjálsu Frakka fulla hern- aðarlega viðurkeningu, segir í tilkynningu frá utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna. Hafa þeir Stark, aðmíráll, og Boll, herfor- stjóminni og um leið ráðunaut- ar um öll sameiginleg hermál. ■ í tilkynningu, sem send hefir verið til de Gaulle, segir, að það sé skoðun Bandaríkjastjórnar, að það sé hagstætt stefnu banda- manna, að frjálsum Frökkum Mikill flughernaður við Miðjarðarhaf. Ekkert títt frá Egyptalandí. LONDON í gærkveldi. ÍÐINÐALÍTH) er enn í Egyptalandi og að eins smáflokkar hafa átzt við. Bretar gerðu í fyrrinótt allmikla árás á herstöðvar Þjóðverja, og tókst þeim að taka nokkra fanga og töluvert herfang. Voru þar á lúeðal nokkrar fallbysur. Enn sem fyrr eru það flug- herirnir, sem hafa haldið uppi bardögum, en þó að þessu sinni með minna móti vegna sand- storma. Loftárás hefir verið gerð á flugvöllinn við E1 Daba, og varð allmikið tjón meðal flugvéla Þjóðverja. Þegar brezku flug- vélarnar komu yfir flugvöllinn þar , voru nokkrar þýzkar steypiflugvélar að hefja sig á loft til þess að fara til árásar á stöðvar Breta. Nokkrar Messer- smidt orrustuflugvélar voru einnig að héfja sig til flugs með sprengjuflugvélunum. Bretarn- ir lögðu þegar til orrustu og skutu niður fjórar flugvélar Þjóðverja. Þrjár sprengjuflugvélar reyndu árás á Alexandríu, en ein var skotin niður, önnur lösk- uð, en sprengjur hinnar þriðju gerðu ekkert tjón. Árásum á Malta er haldið á- fram af hinu mesta kappi og hafa færzt í aukana undanfarið. Má nú aftur heita, að þær séu gerðar dag og nótt. Sex voru skotnar niður í fyrradag. Brezkar flugvélar hafa gert árásir á Messina, og varð tjón allmikið. Þá hafa þær einnig gert árás á Benghazi. sé veitt full hernaðarleg að- stoð. Þetta er þó ekki pólitísk við- urkenning á hreyfingu de Gaulles, en það sé mál, sem franska þjóðin muni taka á- kvarðanir um að stríðinu loknuu ingi, verið skipaðir fulltrúar Bandaríkjastjórnar hjá frönsku

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.