Alþýðublaðið - 12.07.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.07.1942, Blaðsíða 3
fjimnudagur 12. júlí 1942. fM'CI luf ALÞYÐUBLAÐiÐ Ensk flugvéla- verksmiðja. Járnbrautin Bretar framleiða nú stærri og sennilega betri sprengjuflugvélar en nokkur önnur þjóð í heím- inum. Þessi mynd var tekin í einni af verksmiðjum þeirra, þar sem framleiddar eru Halifax- sprengjuflugvélar, frægar fyrir þátt þann; sem þær hafa átt í árásunum á Þýzkaland. Þessar flugvélar eru fullhlaðnar 27 smálestir, og eru þar af 5Y2 smálest af sprengjum. Þær geta flogið næstum því 5000 km. með þennan farm. or AueS&inleek neyðir Rommel til orrustu I Egyptaiandi. Bandamenn sækja fram 8 km. Taka járnbrautastöðina el Eila. -----»---- LONDON í gærkveldi. AUCHINLECK varð á undan. í dögun í fyrradag hófu brezkar, nýsjálenzkar, ástralskar og suður-afríkanskar hersveitir sókn og neyddu hersveitir Rommels til orrustu, áður en þær höfðu fengið þann liðsauka, sem þær töldu sig þurfa til þess að halda sókninni áfram. Hersveitir bandamanna sóttu fram við norðurenda víg- línunnar og hafa þegar tekið fyrsta staðinn, sem sókninni var beint gegn. Var það járnbrautarstöð, sem heitir el Eisa, og er hún átta kílómetrum vestan við el Alamein. Miklar orrustur standa nú yfir sunnan og vestan við el Alamein, og hafa bandamenn tekið 1600 fanga, aðallega ítali, og eyðilagt allmarg skriðdrek. Þjóðverjar hafa komið sér fyrir á austurbakka Don. \ . t Sækja austur fyrir Rossosh LONDON í gærkveldi. T-j AÐ ER NÚ BERSÝNILEGT, að Þjóðverjar hafa rof- ið járnbrautina milli Moskva og Rostov, og hafa því Rússar misst eina af mikilvægustu samgönguæðum sínum. Þjóðverjar hafa þegar tekið borgina Rossov, sem er við járnbrautina, og þeir nálgast hana án efa við Voronezh. Hafa Rússar þar viðurkennt, að barizt sé í úthverfum borg- arinnar, en Þjóðverjar sögðust hafa tekið hana fyrir all- löngu síðan. Það hefir nú verið viðurkennt í Moskva, að Þjóðverj- um hafi tekizt að koma sér fyrir á eystri hökkum Don á nokkrum stöðum, og er vart við þvf búizt, að fljótið verði þeim alvarlega til trafala hér eftir. Ástandið er mjög alvarlegt fyrir Rússa. Þjóðverjum hefir nú í júlí tekizt það, sém þeim tókst ekki í maí eða júní, en það er að brjótast í gegn. Þeir hafa nú rofið megin- samgönguæð Rússa til hersins í Suður-Ukrainu, og verður nú afar erfitt fyrir hann að fá birgðir frá norðri og austri, því- að vegir og járnbauti austan við þessa aðaljárnbraut- arlínu eru afar lélegir. Dauðnr í Berlín, en nayrti Heyd- erieb í Prag ! New York 11. júlí. NAZISTASTJÓRNIN hefir sýnilega tekið af lífi dauð- an mann vegna morðsins á Heydrich. Hinn 3 .maí birti „Berliner Lokalanzeiger“ mynd af manni með fyrirsögninni: „Hver þekkir þennan mann? Ef þér vitið hvar hann er tilkynn- ið þá sakamálalögreglunni það“. Hinn 25. júní útnefndu naz- istar Josef Valchik fyrrverandi tékkneskan hermann, sem morðingja Heyderichs. Nazist- arnir sögðust hafa fundið hann í kirkju og drepið hann. Mynd af honum var í dagblöðum í Prag og var það sama mynd, sem birt var af hinum dauða manni í Berlín 3. maí. Myndin var auðsjáanlega tekin úr spjaldskrá í Berlín og látin í dagblöðin í Prag. Y,í Norska kirkjan New York, 11. júlí. — Sænska blaðið ,,Aftontidningen“ skýrði fyrir nokkru frá því, að quisl- ingar í Noregi hafi fyrirskipað norsku blöðunum að leggja á- herzlu á að mikil endurbót hafi átt sér stað í norsku kirkjunni og ennfremur að hvetja presta til þess að vera ekki mótfallnir hinni nýju skipan. Stjórn Quislings virðist undr andi yfir því, að prestarnir skuli sýna hinum nýju skipunum and stoðu. Kirkjustjórn Quislings er óróleg yfir því, að henni hefir ekki tekizt að bæla niður andúð Ina gegn hinum nýskipuðu quislingabiskupum. Það er bersýnilegt, að hér er ekki um sókn að ræða, sem á að sópa Þjóðverjunl út úr Egyptalandi, heldur er aðaltak- mark hennar að neyða Rommel til þess að leggja til orrustu, áð- ur en hann hefir fengið þann liðsstyrk, sem hann þarf til þess að geta haldið áfram sókn sinni. Það getur því verið honum mjög óhagstætt að þurfa að leggja til orrustu. Bretar leggja áherzlu á það í fréttum sínum, að hér sé aðeins um staðbundna árás að ræða. Curtin, forsætisráðherra Ástralíu, hefir skýrt frá því, að ástralskar hersveitir séu komn- ar til vígvallanna og hafi hafið þátttöku í bardögunum á Egyptalandi. I’essar- hersveitir urðu eftir, þegar svq að segja allur her Ástralíumanna í Mið- jarðarhafslöndunum var fluttur heim til Ástralíu til þess að taka þátt í vörn heimaldhdsins, ef til innrásar hefði koxiilð af hendi Japana. Ilersveitirnar, sem nú hafa verið sendar í bardagana, eru vel þjálfaðar og'hafa áður tekið þátt í orrustúm í sand- auðninni. ti \ AÐSTOÐ LOFTHERSINS. Brezki flugherinn veitti í gær • landhernum meiri og betri að- stoð en nokkru sinni. Mörg hundruð flugvélar af öllum teg undum hafa verið yfir vígvöll- unum og gert hverja árásina á fætur annarri á stöðvar Þjóð- verja. í þessum aðgerðum hafa tekið þátt brezkar, ástralskar og suður-afríkanskar flugsveitir. Síðan örrustan um Egyptaland hófst, hafa flugvélar Banda- manna farið í rúmlega 5000 á- rásarferðir yfir stöðvar óvina þeirra. Þjóðverjar flytja nú herlið loftleiðis frá Krít og Grikklandi, til Egyptalands. í gær kom til orrustu milli heillar sveitar af flutningaflugvélum Þjóðverja og brezkra sveita, sem í voru hinir frægu Beu-orrustuflugvél ar. Þegar Þjóðverjarnir sáu brezku orrustuflugvélarnar, lögðu þeir á flótta, því að þeir máttu sín lítils gegn fallbyss- um þeirra. Flugu þeir til hafs, en Bretarnir eltu þá og náðu þeim fljótt. Skutu þeir niður eða löskuðu alvarlega 12 þeirra. Árásum Þjóðverja og ítala á Malta hafa farið greinilega í vöxt undanfarna daga og er það bersýnilega vegna þess, að nú eru þeir að reyna að koma liðs- auka yfir til Norður-Afríku til Rommels. Orrustuflugvélar Breta hafa þó tekið á móti þeim Þjóðverjar hafa þegar byrjað ♦ sókn í suðurhéruðum Ukrainu, og eru þeir komnir í námunda við borgina Lisichansk, sem er alllangt suðaustur af Kharkow. ÞJÓÐVERJAR BIRTA TÖLUR Þjóðverjar segja svo frá, að herir þeirra reki flótta Rússa. Þeir segja frá því í aukatilkynn- ingu, að þeir hafi tekið 88000 fanga, 1688 byssur og 1007 skriðdreka. EYSTRASALT Fregnir frá Svíþjóð herma, að rússneskir kafbátar hafi undanfarið gert margar árásir á. sænsk skip í Eystrasalti. Er talið, að þessir kafbátar hafi komizt út. úr Kyrjálabotni, en síðan ekki komizt inn í hann aftur. Þjóðverjar hafa birt miklar sigurfregnir frá Eystrasalti og segjast þeir hafa sökt mörgum litlum herskipum Rússa. Þýzt stórskotalið hefir hafið skothríð á Leningrad. Þjóðverj ar tala enn um sókn Rússa á Orelsvæðinu og segjast þeir hafa hrundið þar allmörgum smááhlaupum Rússa. Sjálfir hafa Rússar enn ekki minnzt á þessa sókn. Einn af bððlam Bitlers drepinn. Bússaeskir fallhlífaher- menn i Póllandi. NEW YORK, 11. júlí. 1Y| NN EINN af höðlum Hit- ^ lers í herteknu löndunum, foringi Gestapo í Lublinhérað- inu í PóIIandi, hefir verið drep- inn. Varð það í bardaga, sem háður var milli Gestapomanna og pólskra föðulandsvina, en sennilega hafa rússneskir fall- hlífarhermenn verið með þeim. Rússar hafa sent nokkuð af fallhlífailiermönnum til Pól- lands, og hafa þeir gert mikinn usla, rofið símalínur o. fl. Þá hafa Rússar einnig kastað niður í fallhlífum allmiklu af vopn- xun til Pólverja. Pólska stjórnin í London hef- ir skýrt frá því, að háttsettur þýzkur herforingi hafi fyrir nokkru verið drepinn í slíkri viðureign. Þegar skýrt var frá þessu í klausu í blöðnum á staðnum, var sagt, að mennirn- ir hefir látið lífið, er þeir voru að gegna stöðu sinni. Mótstaða Dana t 1 i T- "" 1 t>1 New York, 11. júlí. — Frá Danmörku berast þær fréttir, að skemmdarverk færist í auk- ana þar í landi. Sænska blaðið „Dagens Ny- heter“ segir frá því, að stór sögunarmilli á Jótlandi hafi brunnið til grunna. Er tjónið á- ætlað 200.000 danskar krónur. Þýzk járnbrautarlest, sem var á leið til Grenaa, var grýtt og iðulega hefir það komið fyrir, að. steinar hafa v.erið settir á járnbrautarteinana . Rafmagns- og símavírar hafa oft verið rofnir á Jótalandi. og skutu í gær og fyrradag nið- ur 19 flugvélar þeirra. . Þjóðverjar eru nú farnir að taka kornunga pilta og stúlkur í Belgíu og senda þau til vinnu í Þýzkalandi. Fyrir nokkru köstuðu verka- menn í hergagnaverksmiðju í Briissel sprengju inn í aflstöð verksmiðjunnar og eyðilögðu hana. * Yfirvöldin í Vichy hafa til- kynnt, að 14. júlí, þjóðhátíðar- dagur Frakka, skuli vera al- mennur frídagur, en engin há- tíðahöld mega þó fara fram. London. — Enskar stúlkur á áldrinum 19 ára hafa verið kall- aðar í þjónustu. Eru þá alls 23 milljónir manna í opinberri her- eðá vinnuþjónústu í Brétlandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.