Alþýðublaðið - 14.07.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.07.1942, Blaðsíða 2
3 ÞriSjudagur 14. júlí 1942» AU»YÐUBLAÐ!Ð Valsmenn nrön Islands- 6 meistarar árið 1942. Unnu Fram með 1 marki gegn 0. ♦ — VALSMENN UNNU leikinn við Fram með 1 marki gegn engu og urðu þar með íslandsmeistarar fyrir árið 1942. Það ætl- aði að ganga illa að fá fram úrslit í mótinu, því að Valur og Fram urðu að leika þrjá leiki til þess. Þegar liðnar voru 20 mínútur af síðasta leiknum á sunnudagskvöldið, fóru menn að stinga saman nefjum og segja, að það væri bezt að láta Víking eða K. R. fá bikarinn, úr því að Valur og Fram gætu ekki komið sér saman um, hvor skyldi fá hann. StórtjóB af eldi í Skálholti á Iaag- ardagina. HeyMaða brann með 300 besfam af feeyi. STÓRBRUNI varð í Skál- holti í Biskupstungum s.l. laugardag. Gamla fjósið í Skál- holti og heyhlaða hrunnu til káldra kola. Einnig geymslu- skúr, sem matvæli voru geymd í. í hlöðunni munu hafa brunn- ið um 300 hestar af heyi. Eldurinn kom upp síðari hluta dagsins og um sjö-leytið voru húsin fallin og í gær rauk enn úr rústunum. Blaðinu er enn ekkí kunnugt um upptök eldsins. Jörundur bóndi Brynjólfs- son var ekki heima, mun hafa verið í fjárrekstrum til fjalla. Er þarna um allmikið tjón að að ræða. fiamall maðnr slas- ast á Abranesi. ÞAÐ slys vildi til á Akranesi í fyrradag, að gamall maður, Sigurður Gísla- son, trésmiður, Hjarðarbóli, féll til jarðar úr 6 metra hæð, er hann var að reisa húsgrind, og kom niður í málarbing. Brotnaði hann á vinstri mjöðm og vinstra úlnlið og 2 fingur fóru úr liði. Var talið, að hann hefði annað hvort fengi aðsvif eða farið óvarlega um of, enda er hann djarfur og víkingur til vinnu. Meiðsli þetta er talið alvar- legt. Leikurinn á sunnudagskvöld var daufur og lítið bragð að hon- um. Dálítill hraði sást á köfl- um, eins og venjulega er, þegar þessi félög eigast við, en spenn- andi var leikurinn ekki. Framarar settu sjálfir þetta eina mark, og var það fyrir sam- vinnu klaufaskapar og óheppni. Stóð þannig á, að miðframvörð- uin ætlaði að spyrna knettinum til markvarðar, en tókst það illa og knötturinn rann í mark. — Framarar gerðu allmikið að því, að spyrna knettinum til eigin markvarðar, og getur það oft verið gott, ef um góðan .mark- vörð og öruggan er að ræða, eins og þeir eiga. Hins vegar er venjulega öruggara að stefna knettinum á hlið við markið, ef því verður við komið. Þess gættu þeir ekki, og því fór sem fór. Þannig var það meira eða minna tilviljun, sem réði úrslit- um, og er það mjög í samræmi við allan gang þessa móts, sem sennilega er tilviljanakenndara en nokkurt annað mót, sem háð hefir verið hér í bæ undanfarin ár. Er þar um að kenna því, hversu knattspyrnumenn eru mun lélegri og verr æfðir en þeir hafa verið og áhugi allur frekar minni. Það er án efa hægt að nefna margar ástæður til þess, að þannig er komið. Er þar vafalaust fyrst hin mikla vinna, sem er í landinu og ann- ríki allra. Þar næst má telja það, að síðan stríðið brauzt út hafa knattspymumenn okkar ekki notð kennslu eða tilsagnar erlendra kennara, og hefir það ef til vill mest áhrif á leikina, sem eru bersýnilega verr leiknir en áður var. Það er vonandi, að haustmót- in verði betur leikin og að þar sjáist meiri samleikur og heil- steyptari lið en þetta mót hefir haft fram að færa. Þegar McVeagh var að fara. Um átta hundrnð manns fórn með Sjómannadeginnm til Akraness. Skipaútgerðin gaf sjóferðina. SJÓMANNADAGURINN fór í fyrradag í skemmti- ferð upp á AJcranes og var lagt af stað héðan kl. 10 með Ms. Esju. Þátttakendur voru á 8. hundrað að boðsgestum með- töldum. Lagt var að bryggju á Akra- nesi um kl. 1, en dálítil töf varð á að komast að bryggjunni vegna skipa, sem lágu þar. Lúðrasveit Reykjavíkur var með og spilaði á leiðunum fram og aftur og kl. 2 lék hún úti á Akranesi. Gaf Júðrasveitin skemmtun sína. Kl. 3.30 hófst dansleikur í Framhald á 7. síðu. Photo by U.S. Army Si^nal Corps. Maðurinn í miðið er McVeagh sendiherra. Til hægri á myndinni er Bonesteel hershöfðingi. Bic¥eagh sendiherra Baida- ifkjaDia kallaönr heim. Verður sendiherra í Suður-Afríku. FYRSTI SENDIHERRA Bandaríkjanna á íslandi, Mr. Lincoln McVeagh, hefir nú verið kallaður heim og er hann nýlega farinn af landi burt. Það varð kunnugt fyr- ir nokkru, að hann yrði kallaður heim og sendur til Suður- Afríku. Hafði Roosevelt, forseti lagt til við ameríkska þing- ið, að Mr. McVeagh yrði sendur þangað, og mun nú hafa verðið ákveðið, að hann verði sendiherra Bandaríkjanna þar. Enn hefir ekki verið tilkynnt hver tekur við af Mr. McVeagh hér, en aðstoðarmaður hans, Carlos Warner gegnir nú sendiherra- störfum í hans stað sem Chargé d'Affaires. Þótt sendiherrann væri kall- aður heim skyndilega, hafði Bonesteel yfirhershöfðingi und- irbúið kveðjuathöfn á hafnar- bakkanum. Stóð þar herdeild heiðursvörð, er sendiherrann gekk á skipsfjöl og hljómsveit lék ameríkska þjóðsönginn. — Þegar um borð í skipið kom, stóð skipshöfnin í röð á þilfar- inu. Öllum þeim, sem kynntust Mr. McVeagh, er mikil eftir- sjón í honum, því að hann hafði hinn bezta skilning á málefn- um okkar íslendinga, og þeim vandamálum, sem steðja að. Hann sýndi það, hvað eftir ann- að, að honum var mjög annt um að bæta sambúð okkar við setu- liðið. Mr. McVeagh og kona hans, komu hingað til lands 26. sept. í fyrra, en hann afhenti ríkis- stjórninni skjöl sín tveim dög- um seinna. Þau bjuggu allan tímánn, sem þau voru hér, að Hótel Borg, en um þessar mund ir er verið að ljúka byggingu sendiherrabústaðarins við Laufásveg. Hinn 30. júlí í fyrra tilkynnti Roosevelt forseti Bandaríkja- þinginu, að hann hefði skipað Mr. McVeagh sem sendiherra á íslandi. Var það gert í sam- ræmi við samninga þá, sem stjórnir íslands og Banda- ríkjanna gerðu með sér fyrr í | mánuðinum um herverndina, en þar segir, að Bandaríkin við- urkenni fullt sjálfstæði fslands — og að rxkih skuli skiptast ó sendiherrum. Áður hafði verið hér ræðismaður, Kuniholm. Mr. McVeagh var áður sendi- herra í Grikklandi og var hann ásamt konu sinni og dóttur — staddur í Aþenu, þegar innrás- in var gerð í landið. Þau voru í borginni áfram eftir að Þjóð- verjar náðu henni á sitt vald, en fóru þaðan 5. júlí, um sömu mundir, og Þjóðverjar voru að undirbúa innrásina á Krít. Mr. McVeagh var mjög vin- sæll í Grikklandi og studdi hann fornleifarannsóknir þar mjög, enda hefir hann hinar mestu mætur á sögu og menningu Grikkja. Gríska stjórnin keypti 1938 brjóstlíkan af honum. Menntun sína hlaut Mr. McVeagh í hinum frægu skól- um Groton og Harvard og lauk hann prófi í heimspeki við þann síðarnefnda árið 1913. Síðar stundaði hann framhaldsnám í Frakklandi. í síðustu heims- styrjöld tók hann þátt í bar- dögum þar í landi og var hann fótgöngúliðsforingi. Áður en hann varð sendiherra, var hann bókaútgefandi, og gaf út marg- ar sjaldgæfar bækur. Síðasta bók hans, „Poetry from the Bible“ fæst nú í bókabúðum hér. Trúlofnn. Sl. laugardag oplnberuðu trú- lofun áína ungfrú Þórey BJarna- dóttir, Suð. 22 og Már Rlkarðsson, arkltekt, Gundarst. 1B. Seyðisfjðrðnr Fgefnr r ' -- • - wdfcrify v '^snHRHnHS** 2000 krðnnr til lor- eissöfnunarinnar. — 1 H! BÆJARSTJÓRN Seyðisfjarð ar hefir ákveðið að gefa 2000 krónur úr bæjarsjóði til Noregssöfnunarinnar. Er Seyðisfjörður þriðji bær- inn á landinu, sem lagt hefir fram fé til Noregssöfnunarinn- ar. Fyrstur varð til þess Hafn- arfjörður og þvínæst Reykja- vík. Húsbruni á Seyðisfirði. Sumir ibúarnir nrðn að benðst sér út íini glugga _______ i T FYRRAMORGUN brann hús til kaldra kola á Seyð- isfirði. Fólk, sem bjó í húsinu, varð svo naumt fyrir, að pað varð að kasta sér út um glugga.. í húsinu bjuggu fjórar mann- eskjur, þrír karlmenn og eiu kona. Eldurinn kviknaði á þanst hátt, að einn af karmönnunuffi hafði verið að kveikja á elda- vél um morguninn, en skorpp- ið svo frá. Þegar hann kom aft- ur, var kviknað í og breiddist eldurinn óðara út. Bar þetta svo brátt að, að konan og einn karlmaðurixm urðu að henda sér út um glugga. Eldnr I kvikmynda- húsi I festmanna- eyjom. IÍÐASTLIÐIÐ laugardags- kvöld um klukkan hálf sex kom upp eldur í sýningar- klefa kvikmyndahússins í Vest- mannaeyjum. Varð klefinn á skammri stundu alelda, en slökkvitæki voru í klefanum og tókst að slökkva, áður en slökkviliðið kom á vettvang. Allmiklar skemmdir urðu á sýningarklefanum, filmum og sýningarvélum. Þá urðu og skemmdir frammi í áhorfenda- sal. Sviðnuður þar sætin, sem næst voru sýningarklefanum. Álitið er, að kviknað hafi út frá rafmagni. Laasar barnakenu- arastöðnr. YMSAR nýjar kennarastöðui hafa verið auglýstar lausar til umsóknar, og auk þess skóla- stjórastaðan við barnaskólann í Hrísey. Kennarastöðumar eru við barnaskólann í Grindavík, bamaskólarm V Borgarfjarðar- skólahverfi og við barnaskólanB á Siglufirði. Áður hafa verið auglýstar tvær kennaxastöður við barna- skólann í Vestmannaeyjum, Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.