Alþýðublaðið - 14.07.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.07.1942, Blaðsíða 3
Iförðjudagur 14. júlí 1942. ALÞVÐUBLAÐiP Nýjasta tegund Hurrikaneflugvéla. Hurricane orustuflugvélarnar ensku hafa verið allmjög endurbættar frá því á tímum orrust- unnar um Bretland, þegar þær unnu sér heimsfrægð. Þá höfðu þær átta vélbyssur, en nú hafa margar þeirra fjórar fallbyssur, eins og myndin sýnir. Adolf Hitler frá Hoskva tekinn fastnr i U.S.A.! M .New York, 13. júlí. EÐAL þeirra, sem am- eríksku G-mennirnir hafa tekið fasta undanfarið, er maður nokkur, sem Ad- plf Hitler heitir og er hann frá borginni Moskva í Mic- higanríki, Bandaríkjunum. Hitler er ákærður fyrir njósnir og hefir hann njósn- að urri flugvöll, þar sem flug- vélar ferjudeildarinnar hafa farið mikið um. G-mennirnir hafa verið mjög á ferli undanfarið og iekið 10 menn og 4 konur föst fyrir njósnir eða aðstoð við njósnara. Höfðu margir aðstoðað njósnarana, sem sett ir voru á land af kafbátun- um fyrir nokkru. Siðnstn fréttir. Það var tilkynnt í Kairo eftir miðnætti í 'nótt, að f jöldamarg- ar enskar og ameríkskar fjög- urrahreyfla sprengjuflugvélar hafi í fyrrakvöld gert þriggja klukkustunda árás á Tobrúk. Skipi á höfninni var sökkt og mikið tjón varð á hafnarmann- virkjum. Þjóðverjar brjótast i gegn bjá Voronez. Rússar hafa hörfað nokkuð hjá Rzhev í Mið-Rússlandi, seg- ir í tilkynningu frá Moskva í nótt, Þar hafa Þjóðverjar misst 10 000 manns, en Rússar misstu 7 000 og 5 000 er saknað. Þýzkar hersveiíir hafa brotizt gegnum víglínur Rússa við Voronez eftir geysiharða bar- daga, sem staðið hafa í marga daga. Enskar sprengjufluvélar gera dagárás á Danzig. HINAR RISASTÓRU Lancaster fjögra hreyfla sprengju- flugvélar Breta hafa gera aðra stórárás sína að degi til. Þær hafa flogið til Danzig og kastað sprengjum sínum á kafbátastöðvar og aðrar mikilvæga staði í borginni. Leiðin, sem flogin var, er um 2500 km. og er það ein lengsta loftárás, sem gerð hefir verið í Evrópustríðinu. Flugvélarnar fengu hið * - Þýzki herinn í Sudur-Ukrainu stefnír til Rostov Rússar hörfa frá Kantamirovka og Lisisjansk. Stórkostlegar orrustur við Voronez. 13 ÚSSAR HAFA NÚ viðurkennt fall borgarinnar Lisisjansk í Suður-Ukrainu en Þjóðverjar hafa nú nú byrjað sókn á þeim slóðum, og er henni bersýnilega beint til Rostov, iðnaðarborgarinnar miklu. Nnokkru norðar sækir þýzki herinn til borgarinnar Boguchar, sem er við járnbrautina milli Moskva og Rostov. Þjóðverjar hafa nú um 60 km. af járnbrautinni á sínu valdi. Er það að mestu það, sem hún er vestan við Don, en í nágrenni við Voronez hafa Þjóðverjar komið miklu liði á land og segir í rússneskum fréttum, að stórkostlegar orr- ustur séu háðar á svæðinu milli Vorenez og árinnar. Er þar teflt fram þúsundum manna, hundruðum skriðdreka og flugvéla og býsnum öllum af stórskotaliði. Rússar hafa enn ekki viðurkennt fall borgarinnar, þótt Þjóðverjar segð- ust komnir þangað fyrir meira en viku síðan. Það er álit herfræðinga, að Þjóðverjar tefli fram meira liði og hergögnnm í bardögdnum í SuðuH-Rússlandi en þeir hafa nokkru sinni beitt á svo litlu svæði. Er það álit margra, að Þjóð- verjar tefli fram hvorki meira né minna en 2 000 000 manna her í sókninni við Don og hefir þessi her á að skipa yfir 7 000 skrið- drekum og þúsnndum flugvéla. versta veður á leiðinni, þykkt loft og gekk á með þrumum og eldingum. Voru svo miklar seg- ultruflanir, að allir áttavitar flugmannanna urðu ónothæfir. Neyddust nokkrar af flugvél- unum til þess að snúa aftur, vegna veðursins, en flestar kom ust á áfangastaðinn, Yfir Danzig var lágskýjað og sáu flugmennirnir sinn kost vænstan að fljúga mjög lágt, því að hvorki vildu þeir né máttu kasta sprengjum sínum gegnum skýin, án þess að vera vissir um að hitta það, sem eyði leggja átti. Varð það því úr, að flogið var rétt yfir húsaþökin, svo lágt, að ein flugvélanna rákst á hátt húsþak og rifnaoi við það. Kom gat neðan á hana, en tígulsteinar úr þakinu köst- uðust inn í flugvélina. Hörð loftvarnaskothríð var gerð að brezku flugvélunum og þrjár þeirra skotnar niður. Þetta er önnur árásin, sem hinar risastóru Lancasterflug- vélar gera. Hin var á diesel- verksmiðjúrnar í Augsburg, og er sú árás fræg orðin. Það er nú bersýnilegt, að Bretar eru að hefja stórkost- lega loftsókn gegn kaíbátum Þjóðverja og öllu, sem þeim við kemur, höfnum, smíðastöðvum — verksmiðjum. Er það einn þáttur í baráttu þeirri, sem Bandamenn eiga nú í við kaf- bátana, en skipatjónið hefir farið mjög vaxaridi í vor. Þegar brezku flugvélarnar voru á leiðinni heim frá Dan- zig, komu þær við í Flensburg á landamærum Þýzkalands og Danmerkur og köstuðu þar sprengjum á kafbátas'míðastöð. Hinir stríð- andi Frabbar. Wýtt nafia á Frjálsum Frðkkum. JÓÐHÁTÍÐARDAGUR Frakka er í dag og mun hinn þríliti fáni Frakklands blakta um allt landið, þótt öll hátíðahöld hafi verið hönnuð. Hins vegar halda Frakkar um víða veröld daginn hátíðlegan og ve'rður meðal annars mikil hersýning í London. De Gaulle hefir haldið ræðu, þar sem hann hvatti Frakka til þess að sýna heiminum, að Frakkar væru enn lifandi og að þeir mundu berjast áfram, rísa upp og berjast við hlið Bandamanna^ er þeir ráðast til úrslitaatlögu við Þjóðverja. De Gaulle sagði, að frjálsir Frakkar hefði með samþykki brezku stjórnarinnar ákveðið að breyta nafninu á hreýfingu sinn. og munu þeir framvegis kalla sig ,,Hina stríðandi Frakka“ (La France Combattante, en var áður La France Libre). ■ ' f ♦ New York — Frá því hefir nú verið skýrt, að mikið af birgðum hafi verið flutt til Kína loftleiðis, síðan Burma- brautin lokaðist. Eru það stórar ameríkskar flutningaflugvélar, sem annast þessa flutninga. London — Christiansen, yfir- Imaður þýzka setuliðsins í Hol- landi hefir tilkynnt, að margir Rússar viðurkenna ekki, að Þjóðverjar hafi komið miklu liði yfir Don, á öðrum stöðum en við Voronez, en Þjóðverjar segjast hafa farið yfir ána á mörgum stöðum. Rússar hafa viðurkennt fall borgarinnar Kantamirovka. ÞÝZK AUKATILKYNNING Enn ein aukatilkynning var gefin út frá aðalstöðvum Hitl- ers í gær. Sagði hún frá því, að hinn annan júlí hefði þýzki her inn hafið sókn við Rezhev og hafi orusturnar staðið yfir í 11 daga. Að þessum orustum lokn- um, segir í tilkynningunni, — höfðu Þjóðverjar tekið yfir 300 þúsundir fanga, 218 skriðdreka, 591 fallbyssu, 1301 vélbyssu, og margt annað herfangs. Um vígstöðvarnar í Ukrainu segir í tilkynningunni, að þar hafi Þjóðverjar tekið um 100 þúsund fanga, um 1000 skrið- dreka og tæplega 2000 fallbyss- ur. Þjóðverjar tilkynna einnig, að einn af tundurspillaslæður- um þeirra hafi sökkt rússnesk- um kafbát í Kyrjálabotni. Þá segir í þýzkum fréttum, að rúss neskur kafbátur hafi sökkt sænsku skipi. ÁRÁS Á KYRJÁLAEIÐI Finnar tilkynna, að Rússar hafi fyrir nokkru gert harða á- rás á miðju Kyrjálaeyði. Þeir brutust inn í víglínur Finna, en voru hraktir þaðan burt aftur, segir í tilkynningunni. BRAUCHITSCH Orðrómur hefir komizt á kréik um það, að von Brauch- itsch sé aftur tekinn við stjórn þýzka hersins á austurvígstöðv- unum. Fregn þessi mun eiga rætur sínar að rekja til Svíþjóð ar, en er enn óstaðfest. gíslar verði teknir af lífi, ef skemmdarverkum hætti ekki. menn muna, setti Hitler von Brauchitsch frá cg tók sjálfur við herstjórninni, er Þjóðverjum byrjaði að ganga illa í Rússlandi í vetur. Fedor von Bock hefir þó verið yfir- hershöfðingi í Ukrainu í vor og stjórnað.því, sem af er vorsókn- inni. Brezk herskip skjóta á Mersa Matruh. Áhlaupi Rommels hrundið rið E1 Alamein. í SÐAN HERSVEITIR Auchinlecks hrundu á- hlaupi, sem ítalskt fótgöngulið gerði á el Alamein svæðinu, gerðu brezk herskp mikla skot- hríð á höfnina í Mersa Matruh. Varð þar allmikið tjón og nokk- ur skip öxulríkjanna löskuðust. Brezkar flotaflugvélar gerðu árás á skip úti fyrýf Mersa Matruh og löskuðu það. Þegar svo var komið, gáfu þau enskri flotadeild merki og sigldi hún á fullri ferð á staðinn og sökkti skipinu með fallbyssuskothríð. Skömmu síðar sigldu skipin upp að ströndinni og hófu skot- hríðina á höfnina. Lítið varð um andstöðu meðal Þjóðverja. Brezkar flugvélar hafa gert árás á Tobruk og unnið þar mikið tjón. Sandfok hefir nokk- uð dregið úr flugi yfir sjálfum vígstöðvunum. Egipzka stjórnin hefir nú gert ráðstafanir til þess að hindra starfsemi njósnara og fimmtuherdeildarmanna. Hexir . öllum flóttamönnum frá Þý.zka- Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.