Alþýðublaðið - 14.07.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.07.1942, Blaðsíða 6
Vilja kjásendnr komraún- ista fi kúgun og einræði ? KQMMÚNIBTUM virðdst Vaxa örrt Það er vafamál, að mönnum sé ljóst, hvaða voði er á ferðum, ef á- framhald verður á því. Komm- únistar eru fyrst og fremst byltingarflokkur. Þeir gera enga tilraun til þess að vinna umbótastarf innan þjóðfélags- ins í því formi, sem það er nú. Ætlun þeirra er sú ein að safna utan um sig nægilegu fylgi til þess að ná undir sig ríkisvaldinu og skila því aldrei framar. Sannast að segja er það harla ótrúlegt, að þeim takist það, en það leiðir aftur á móti af sér þá hættu, að borgaraflokkamir efla með sér ofbeldislið og láta sverfa til stáls við vinstri flokkana. En skilyrðið til þess. að slíkt takist, er það, að komm- únistar séu búnirl að plægja jarðveginn. Kommúnistar hafa hlutverk að vinna í þjónustu fasismans, eins og fasistar viðurkenna sjálfir. Það er óvandur eftirleikurinn. Ef við höfum nokkuð lært af atburð- um síðustu tíu ára, þá er það þetta: að fámennur, ósvífinn flokkur ofbeldissinna, sem nær ríkisvaldinu í sínar' hendur, hann getur kúgað margfaldan meirihluta þjóðarinnar og hald- ið henni í heljargreipum. Á þessu eigum við von, ef svo skyldi fara, að kommjúnistar næðu völdum eða upp kæmi fasismi, sem bein afleiðing af eflingu kommúnista. Nú segja ýmsir, að kommúnistar séu horfnir frá byltingarstefnu sinni. Já, sælir eru einfaldir. Nei, þeir eru áreiðanlega sama sinnis og áður var. Þeir hafa aðeins breytt um starfsaðferð. Þeir voru búnir að reyna það (til þi^auttar, að þeim aflaðist ekki nægilegt fylgi með því að hampa byltngunni um of. Þess vegna leggja þeir nú meiri áherzlu á að lýsa framtíðarrík- inu fyrir'mönnum í ræðum sín- um, en ræða minna um aðferð- ina til að ná völdunum. En þeir ætla sér það eitt að ná völdum hér á landi og skila þeim aldrei úr höndufm sér, hvað sem þjóðin segir. Fyrir flokk, sem styður sig við fylgi verkalýðsins er aðeins tvennt að gera: að efna til einræðis (eins og kommúnistar gera) eða að vinna að umbótum á lýð- ræðisgrundvelli (eins og Al- þýðuflokkurinn). Kommúnistar hafa aldrei sýnt af sér nokkurn áhuga á því að gera hér þjóð- félagslegar umbætur. Þeir hafa aftur á móti rægt og nítt sleitulaust þá menn og þann flokk, sem með óþrotlegu starfi hefir bariz't fvrir umbótum og fengið svo miklu áorkaö, að undrum sætir, þegar litið er á það litla fylgi, sem hann hef- ir alltaf haft á baki sér. Bætt kjör almennings kalla kommún istar kák. Það er kák á þeirra máli að útvega fátækum verka- mönnum bjartar, hlýjar og þrifalegar íbúðir í stað kaldra og saggasamara kjallaráíbúða. Það er kák að reyna að tryggja ellihrumiy, sjúku og örkumla fólki sæmilega lífsafkomu. Það er kák að létta því fargi af þeasuim olnbogabörnum þjóð- félagsins að finnast þau vera öðrum til ama og byrði. Það er kák að veita upprennandi kynslóð sæmilega umhyggju og lindijrbúning undir líísstarfið. Það er kák að gera verkalýð- inn að samningsaðila um sín eigin kjör og tryggja honum mannréttindi 1 þjóðfélaginu. Þeir, sem greiddu kommún- istum atkvæði við síðustu kosn- ingar ,ættu að breiða feld yfir höfuð sér og hugsa málin á nýjan leik. Ef þeir eru nokkurs minnugir, þá ættu þeir að rifja upp fyrir sér þá þróun, sem varð í Evrópu í síðustu heims- kreppu. Þeir ættu að bera ræki lega saman ástandið á Norður- löndum og í Þýzkalandi. í Þýzkalandi tókst nazistum að efla óaldarflokk sinn einmitt vegna starfsemi kommúnista, sem gáfu þeim fyrirmyndina og styrk í baráttunni. Það var hægt að telja þjóðinni trú um, að hart yrði að mæta hörðu. Allt landið logaði í óeirðum. Annar hvor óaldarf lokkanna varð að sigra. Engum skynsam- legum ráðstöfunum varð við komið. Á Norðurlöndum fór þetta á annan veg. Kommúnist- ar höfðu ekki náð þar neinni fótfestu að ráði og þessvegna var þar heldur enginn veru- legi^r grundvöllur fyritr naz- ista. Jafnaðarmönnum tókst að tala þjóðirnar til skynsemi. Þeir börðust fyrir ,r|áðstöfun- um gegn afleiðingum kýepp- unnar og gátu afstýrt öngþveiti Fylgi þeirra og traust fór því æ vaxandi, ekki einungis í heimalöndunum, heldur um heim allan. Nú er svo komið, að hið hrellda mannkyn lítur til Norðurlanda, eins og þar var komið málum fyrir stríð, seni þeirrar fyrirmyndar, sem éin geti bjargað heiminum í framtíðinni. Kjósendur kommúnista í Reykjavík. Veltið þið þessum hlutum fyrir ykkur fram að næstu kosningum. Hugsið þið nú skýrt og hugsið nú æsinga- lau,st. Mörg ykkar, sennilega allur þorrinn, viljið vera vinstri menn og eruð einlæg í þeirri trú ykkar, að þið séuð að styðja vinstristefnuna með því að greiða kommúnistum atkvæði. Ef þið ætlizt til þess, að þeir komi einhverri vinstripólitík til leiðar fyrir ykkur á lýðræð- isgrundvelli, þá skjátlast ykk- ur algerlega. En ef það er ætl- un ykkar, að hér verði lýðræð- ið að velli lagt, að allir flokkar verði bannaðir nema kommún- istaflokkurinn og engum leyft að láta í ljós skoðanir sínar um þjóðfélagsmál öðrum en þeim, eða með öðrum orðum, að kdmið verði á flokksein- ræði, þá er það rökrétt að kjósa kommiúnistá. Ilinsvegar er Alþýðuflokkurinri hin einu .pólitísku samtök .ýéfkálýðs og anriára láunþega, sem 'berjást ALf’Y9UBLA»«l> Mfjttdacnr 14. júli 1942.1 Singapore brennur. Þessi mynd var tekin af fréttaritara Associated Press, McDoniels, er hann fór frá Singa- pore. Var borgin þá mjög eyðilögð og miklir brunar geysuðu þar. fyrir umbótum á lýðræðisgrund velli. Um þessi sjónarmið verða vinstrimenn að velja, þegar þeir skipa sér í flokka: Annað- hvort einræði og þar með enda- lok alls frelsins, — eða umbæt- ur á lýðræðisgrundvelli. x+y+z Nýtt sæluhús Ferðafélagsins. FERÐAFÉLAGIÐ er að láta byggja sæluhús við Haga- vatn, og verður smíði þess full- gerð og húsið fært til notkunar fyrir lok þessa mánaðar. Er það vegamálastjóri, sem hefir séð um verkið fyrir Ferða- félagið, og var byrjað á verkinu fyrir hálfum mánuði. í húsinu eru rúm fyrir tíu manns, en margir fleiri geta leg- ið þar í hvílupokum. Frá húsinu og upp að Haga- vatni er um hálftíma gangur, og er búið að byggja tvær litl- ar brýr á áana Farið, svo hægt er að ganga alla leið að vatninu. Bílvegur er alla leið heim að húsinu, sem stendur austanvert við svokallað Einifell. Mjög fagurt landslag er við Hagavatn og ekki ósvipað og við Hvítárvatn. Hagafell skagar út í vatnið, en báðum megin við Hagafell ganga ranar úr Lang- jökli út í vatnið. Lðrns Pðlssoa i npp- lestrarferð tú i iandi. LÁRUS PÁISSON leikari er nú á upplestrarferð úti á lándi. í gærkveldi las hann upp á Akranesi í Báruhúsinu og hófst upplesturinn kl. 9. Flutti hann þar kafla úr GuIIna- hliðinu, leikriti Davíðs Stefánssonar. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlófun sína Sigurbjörg Bjamadóttir, Hvg. 94 og Haraldur Guðmundsson, Kárastíg 3.'' HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. móti lýðræðisþjóðunxun, hinni sameiginlegu sök þeirra á hörm ungum styrjaldarinnar, og ein- blína á það eitt, að Rússar skuli hafa getað varizt Þjóðverjum í eitt ár — þá byrja menn, að dómi kommúnista, fyrst að „sjá og skilja“! Og þá eru þeir vit- anlega heldur ekki í vandræð- um með að „skilja“, hvemig á því stendur að 200 milljóna- þjóðin á Rússlandi hefir getað varizt lengur en t. d. 2 milljóna þjóðin í Noregi eða segjum 40 milljóna þjóðin á Frakklandi. Það á að vera ,,þrekvirki“ eða ,,kraftaverk“ sósíalismans! En meðal annarra orða: Hvað veld ur „þrekvirki" eða „kraftaverk- um“ Þjóðverja? Er það máske líka sósíalisminn? Vilja menn ekki hugleiða það, áður en þeir kyngja alveg falsrökum og Rússlandsáró'+i kommúnista? Og ætli menn mundu þá ekki komast að þeirri niðurstöðu, að eitthvað meira en lítið sé skylt með nazismanum og kommún- ismanum? K. K. vann fyrsta flokks mótið. FYRSTA flokks mótinu . lauk í gærkveldi með kappleik milli Vals og Fram. Unnu Valsmenn með 1:0 og gerðu Framarar markið sjálfir hjá sjálfum sér. Hefir þá K.R. unnið mótið með 4 stigum. Valur fékk 3 st. Víkingur 3 st. og Fram 2 stig. EGYPTALAND Frh. af 3. síðu. landi og Ítalíu verið bannað að vinlna mölrg vgrk, sem gætu gefið þeim aðstöðu til þess að gera landinu ógagn. Sá einkennilegi atburður varð fyrir nokkru yfilr flug- velli Þjóðverja í Egyptalandi, að Hurricaneflugvél kastaði spengju á þýzka ílugvál, sem var að hefja sig á loft. þlitti sprengjan og þýzka flugvélin hrapaði til jarðar. Þetta er í fyrst skifti í sögunni, sem , sprengju er kastað á flugvél og ,hún þa.nnig eyðilögð í, löftinu. HANNES Á HORNINU Framh. af 5 s.íðu. „EN HVAR hafið þið sofið?“ „Við sváfum þama . . . . “ og þeir bentu bara upp á svartar heiðam- ar — og svo brosti sá dökki og nuddaði eitthvað framan úr sér — en sá ljósi í ,,nankinsgallanum,“ lyfti sér á tá og þandi út brjóst- ið og það er sá stærsti brjóst- kassi, sem ég hefi séð. „En hvar átuð þið?“ — Þá litu þeir spyrj- andi hvor á annan. — „O, við át- um á ýmsum stöðum.“ „Vomð þið á dansleik í Gaulverjabæ? — „Gaulverjabæ," sögðu þeir báðir undrandi. „Jú,“ sagði annar, „það var víst það, serri það hét.“ „Eruð þið ekki búnir að senda skeyti heim?“ Þeir þögðu báðir augnablik — en svo sagði sá í brúna sam- festingnum: „Jú, við sendum skeyti í dag.“ „Hvaðan?“ sagði ég brosandi. — „Ja, hvað hét nú bærinn? — o, það var einhver bær.“ EG ER EKKI góður að yfir- heyra menn, en þó fann ég, að það var eitthvert „gat“ í skýrslu þeirra. En ekki gat ég áfellst þá. Báðir eru þeir ungir og hráustir. Þegar þeir ætluðu, eins og ráðsett- , um eiginmönnum og heimilisfeðr- um sæmir, að fara að byggja sum- arbústað og bjástra við moldar- hnausa og fjalir, þá gerði sumar- nóttin þá ölvaða —1 þeir stigu á benzínið og héldu beint af augum. Það er nýbúið að setja þá í hnapp- helduna báða tvo — og þeir slitu sig lausa, að eins einu sinni enn fóru dagfari og náttfari í troginu sínu um byggðir og öræfi, ungir og heitir. Hvernig geta menn svo ætlast til að þeir hafi munað eftir hinu sígargandi útvarpi Jónasar Þorbergssonar — og sporrekjend- um Jónatans, sem allt vilja vita unv alla? V MEÐAN ÞETTA var allt í gangi — og allir töluðu um „stroku- mennina“ í undrandi vandlæting- artón bjuggu þeir tveir um sig ’ í mosarúmum við lyngilm uppi á heiðum og sofnuðu ánægðir við margraddaðán söng sumarfugl- anna. Hannes á horninu. frænði Koeriogs ferst í bardaga. Walter Goering, frændi naar- skálksins, Hermanns Gcerir.gs, hefir farizt í loftorxufstu við enska flugmenn yfir Vestur- Evrópu. Harin var 21 árs gamall og var pridirforingi í orustu- flugsveit:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.