Alþýðublaðið - 14.07.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.07.1942, Blaðsíða 8
8 MMSMUd&fiw Þriðjudagur 14. júlí 1942. DÝRAVINIR. ÁRI var staddur hjá læknin um og var að bera undir hann vandræði sín og fjölskyld unnar: „Já, læknir minn góður“, segir hann „ég er hræddur um, að konan mín sé ekki með öll- um mjalla“. Læknirinn: „Og af hverju dragið þér það?“ Kári: „Hún vill óð og uppvæg kaupa geit“. Læknirinn: „O, lofið þér henni bara að kaupa geitina“. Kári: „En hún vill hafa hana inni í íbúðinni“. Læknirinn: „Látið þér það bara eftir henni að hafa hana inni“. / Kári: „En það er alveg óþol- andi lykt af geitum“. Læknirinn: „Þér skuluð þá bara opna glugga“. Kári: „Opna alla glugga! Ekki nema þao þó! Og láta allar dúf- urnar mína fljúga út!“ .. * BETRI borgari“ kom einu sinni þar að, sem um- renningur var að láta hund sinn leika ýmsar listir. Hafði múg- ur og margmenni safnast þar saman. „Heyrið þér maður minn“, sagði aðkomumaður, „hvernig farið þér að því að kenna hund- inum yðar þessar listir? Ég á hund, og ekki get ég kennt hon- um að gera neinar listir“. TJmrenningurinn leit fyrirlit- lega á spyrjandann og sagði: „Það er velkomið, að ég segi yður, hvað þér þurfið að gera: Þér þurfið að kunna sjálfur svo lítið meira en hundurinn, það er allur galdurinn“. * KONA kom inn á auglýsinga skrifstofu blaðs og bað um að fá birta tilkynningu um lát mannsins síns. „Það kostar tvær krónur fyr- ir sentímeterinn“, var henni „Dýrt verður það“, sagði kon an niðurdregin. „Hann var full ar þrjár álnir á hæð“. — Vitleysa, sagði frú May- ston Ryle. — Hún hafði ágætt vald á sér. — Mér finnst ekki fara vel á því um unga konu, að hún sé svona örugg með sig. — Jæja, hvað finnst ykkur þá um það, sem hún sagði við mig, sagði frú Branderton og baðaði út höndunum. — Ég vár að segja henni, að okkur lítist öllum vel á manninn hennar. Ég hélt, að það myndi gleðja hana ofurlítið og hressa, vesl- inginn, og hún sagði að hún von aði, að hann yrði eins ánægður með okkur. Frú Mayston Ryle varð orð- laus stundarkorn. — En hve þetta var skemmtilegt, hrópaði hún svo og stóð á fætur. Ha! Ha! Hún vonar, að herra Cradd ock verði ánægður með frú Mayston Ryle. Hancockssysturnar hlógu báðar. Þá var sagt, að vagn frúarinnar biði, og hún bauð góða nótt og brunaði á dyr með miklum bægslagangi, svo að brakaði í silkikjólnum. Eftir það fór samkvæmið að leysast upp. * Þegar Craddockshjónin höfðu skilað Gloverssystkinunum af sér, þrýsti Berta sér upp að manni sínum. — Mér þykir svo vænt um, að þessu skuli nú öllu vera lok- ið, hvíslaði hún. — Ég er ham- ingjusöm yfir því, að við skul- um vera orðin ein. — Þetta var skemmtilegt kvöld, fannst þér það ekki? spurði hann. — Mér þykir vænt um, að þú skyldir skemmta þér. — Ég var hrædd um, að þér myndi leið- ast. — Hamingjan góða! Það var þá hætt við því, sagði hann. — Maður hefir gott af því að hlusta á svona samræður ann- að slagið. Berta varð undrandi. — Bacot gamli er mjög fróð- ur maður, eða svo virðist vera. Mér þætti ekki ósennilegt, að stjórnin félli í lok sjötta ársins. Hann reynir alltaf að koma mönnum á þá skoðun, að hann sé trúnaðarvinur forsætisráð- herrans, sagði Berta. — Og herforinginn er allra skemmtilegasti karl, bætti Eð- varð við. — Það var skemmti- leg saga, sem hann sagði um hertogann af Wellington. Þessi athugasemd hafði kyn- leg áhrif á Bertu. Hún gat ekki lengur haft vald á sér fór að skellihlæja. Maður hennar, sem hélt, að hún væri að hlæja að sögunni, fór líka að skelli- hlæja. — Og sagan um biskupinn, sagði Eðvarð og emjaði af hlátri. Því meira sem hann hló, því æstari varð hlátur Bertu, og í kyrrð næturinnar gullu móður- sýkiskenndir hlátrar hennar. X. Og nú hófu Craddockshjónin ferðalag sitt. ■ ; J Vorið kom með allan sinn yndisleik. Berta fylgdist með því; hvernig dagarnir lengdust og hvernig krókusblómin þrosk uðust. Á hinum hlýju, röku febrúardögum skutu rósirnar upp kollinum og þá fjólurnar. Febrúar er mánuður þrárinnar, ólíkur hinu órólega lífi apríls og maí, þegar allt líf er í örum vexti og náttúran þrútnar eins og kona, sem gengur með fyrsta barn sitt. Sæþokurnar komu utan af Norðursjó og huldu héruðin í Kent rakri móðu, hvítri og nær því gagnsærri. Hin blað- lausu tré voru skrýtin í þok- unni. Þau teygðu út greinarnar eins og þau væru að reyna að losa sig úr fjötrum vetrarins. Grasið grænkaði á mýrlendinu, og unglömbin hoppuðu og léku sér umhverfis mæður sínar. Þrestirnir voru þegar farnir að syngja í runnunum. Marz gekk í garð, og skýin sigldu vestur yfir hátt í lofti, sundurtætt af vindum vorsins. Náttúran hvíldi sig, hélt' niðri í sér andanum fyrir hina miklu áreynslu fæð- ingarinnar. Berta kynntist nú manni sín- um betur og betur. Þegar þau giftust, vissi hún í rauninni lítið um hann annað en það, að hún unni honum. Þá höfðu tilfinn- ingarnar einar talað. Þau voru í raun og veru aðeins leikbrúður örlaganna, sem móðir náttúra n nýja Bio n Demaiita- æðid. (Diamond Frontier). Spennandi og æfintýrarík mynd. Aðalhlutverk leika: Victor McLaglcn, Anne Nagel og John Loder. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ðörn yngri en 16 ára fá ekki aðgang. AAINLA Bfð Viralnfa Amerísk stórmynd ,tekin í eðlilegum litum. FRED MACMURRY. MADELEJNE CARROLL. Sýnd kl. 7 og 9. FRAMHALDSSÝNING kl. 3V2—6V2. ifreksveik lækaltiis með Jean Hersholt. hafði dregið hvora að annarri og sameinað til til að tryggja framhald kynstofnsins. Berta hafði varpað sér í fang manns síns, brennandi af þrá, og elskað hann með ástarfuna dýrsins — og goðanna. Hann var karlmaður og hún kvenmaður, og heimurinn ald- ingarðurinn Eden, innblásinn af ástríðu. En aukin kynning vakti aðeins enn innlegri ást. Eftir því sem Berta kynntist Eðvarð bet- ur, uppgötvaði hún sé til mik- illar ánægju, að hann var afar hreinlyndur og hrekklaus. Hún fann, að hann hafði aldrei elsk- að stúlku áður og að hann. þekkti mjög lítið til kvenna. Hún var hreykin af því, að mað ur hennar hafi komð til hennar óflekkaður af eldri faðmlögum, varirnar, sem kysstu hana, voru hreinar. Sál hans var óskipt. BVERGSTÓLLINN. væri á höndum, og hann sneri sér. að Jonnu glaðlegur á svi p- inn. „Já þeir sáu dvergstólinn inni í skóginum“, sagði hann. „Hann hélt kyrru fyrir og hvíldi sig á sínum fjórum fót- um. En hann hélt bróður þín- um ennþá rígföstum. Áfram nú, við skulum hafa upp á hon- um, áður en á löngu líður. Og ef álfur, kanína og tveir brodd geltir geta ekki neytt dvergs- stólræfil til að láta bróður þinn lausan, þá skal hundur heita í höfuðið á mér!“ Og áfram héldu þau og brodd geltirnir ráku lestina. Broddarn ir á þeim stóðu í allar áttir af æsingi. Þau mættu ekki öðrum það, sem eftir var leiðarinnar. Þegar þau höfðu gengið drjúgan spöl og Jonna var farin að kenna þreytu, tók álfurinn í hönd hennar og benti með henni fram á við. Jonna fór að reyna að koma auga á það, sem hann var að benda á, og þá sá hún lítið hús inni á milli trjáa. Húsið var allt gult, með gulum reykháfum, gulum gluggum, gulum glugga- tjöldum, og snotru blómin í litla garðinum voru gul. „Þangað hefir stóllinn farið“, hvíslaði álfurinn. „Guli dverg- urinn á heima þarna. Hann hef- ir gula stóla og gul borð í svefn- herberginu sínu og græn borð: og græna stóla í eldhúsinu sínu. Mér segir svo hugur um, að dvergstólinn hafi langað í þann félagsskap. Við skulum skríða að húsinu og gægjast inn um_ gluggann.“ Þau skriðu öll upp að einum gula glugganum og gægðust, fyrir, Jonna sá allt greinilega. inn um gluggann. Hú sá dverg- stólinn, sem hélt Láka enn þá rígföstum. Dvergstóllinn stóð fyrir framan gulan dverg og talaði án afláts, já, talaði og; hló, óð elginn í ergi og gríð. HT1DA8III Vilbur: Þú komst aftur. Tóní: Já, til þess að þakka þér fyrir gjöfina þína. Það var svo fallegt af þér. Tóní: Hvar fékkstu þetta? Vilbur: F-fannst þér gaman að því? E-ef þú bíður dálítið, skaltu fá annað! Tóní: Annað? Vilbur: Já, þ-það var úr f- flugvélinni, sem doktorinn skaut niður í morgun. Vilbur: Hann er a-að b-búa sig irndir að s-skjóta niður aðra rétt br-bráðum! Tóní: Hann hvað?!!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.