Alþýðublaðið - 16.07.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.07.1942, Blaðsíða 2
Um 160 Þús. mál voru komln á land f gær SAMTALS munu nú vera komin um hundrað og sextíu þúsundir mál síldar til síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði, Rauðku á Siglufirði, Hjalteyrarverksmiðjuimar verksmiðjunnar á Dagverðareyri og verksmiðjunnar á Djúpuvík. Til síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði einna voru komin í gærkveldi 105 þúsund mál, og til Rauðku á Siglu- firði um 7600 mál. Á sama tíma í fyrra höfðu síldarverk- smiðjur ríkisins á Siglufirði fengið 11 þúsund mál, og Rauðka 3 þúsund mál. Síldin veiðist aðallega á Haganesvík, út af Siglufirði, á Héð- insfirði, við Grímsey, á Eyjafirði, á Axarfirði og við Sléttu. Samkomnlao milli sjómanna oy Eimskip. Vinna mun hefjast aftur á skipunum i dag. AMKOMULAG tókst í gærkveldi í deilu sjó- mannanna við Eimskip og mun Eimskip hafa fallizt á kröfur sjómanna, að minnsta kosti í öllum aðalatriðum. Ekki var búið'að ganga form- lega fjfá samningum, én sjó- mennirnir höfðu þegar fallizt á það samkomulag, sem náðst bafði og gefið .Samningamönn- um sínum úmboð til þess að undirrita samninga á grund- velli þess. Var búizt við því í gærkveldi, að því yrði lokið í dag og vinna myndi þá tafarlaust hefjast á ný á Eimskipafélagsskipunum, DA.GANA 24.-27. júní 1942 var haldinn firndur í Reykjavík, sem fræðslumála- stjóri boðaði til með námsstjór- unum, sem á síðast liðnu hausti voru ráðnir af fræðslumála- stjórninni. Til þessa starfa voru ráðnir þessir menn: Aðalsteinn Eiríksson, skólastjóri í Reykja- nesis fyrir Hnappadalssýslu og vestur og norður að Skagaf jarð- arsýslu, Snorri Sigfússon, skólá- stjóri á Akureyri, fyrir Skaga- fjarðarsýslu og austur að Rifs- tanga, Stefán Jónsson, skóla- stjóri í Stykkishólmi, frá Rifs- tanga að V.-Skaftafellssýslu og Bjarni M. Jónson, kennari í Hafnarfirði fyrir V.-Skaftafells sýslu að Hnappadalssýslu. Fund þennan sátu einnig Jakob Krist- insson fræðslumálastjóri, Helgi Elíasson fræðslumálafulltrúi og Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi. Verkefni námsstjóra voru einkum þessi: 1) Að athuga hvort gildandi lögum og fyrirmælum fræðslu- málastjórnar hefði verið fram- fylgt, og hvort þau voru vel við hæfi þeirrar hugsjónar sem ieppt er eftir með skólahaldinu og hinna ytri aðstæðna, sem skólarnir eiga við að búa. 2) AS kynna sér starfsskilyrði Fitumagn síldarinnar er 15— 17%, en söltun hefir ekki verið leyfð enn þá. í byrjun síldveiðitímans í fyrra veiddist síldin meira fyrir austan land og var þá lögð upp á Raufarhöfn. Síðastliðinn sólarhring hefir verið óstilltur sjór, vestan strekkingur og bræla. En í gær- kveldi var veður að lægja og var búizt við, að öll skip myndu fara út með morgninum. Eftirfarandi skip hafa komið inn til Siglufjarðar með afla frá því í fyrrakvöld. Aldan 250 mál, Austri 600, Haraldur 400, Ófeigur 150, ,Meta 550, Heimir 700, Hrefna 700, Huginn I. 650, Þorsteinn kennara, aðbúð þeirra og bam- anna, aðstæður til náms og þroska og árangur kennslu, með það fyrir augum, að ráðnar yrðu bætur á því, sem áfátt kynni að reynast. 3) Að kynna sér aga, stjóm og uppeldisáhrif skóla og heimila eftir föngum og hversu mikið samstarf er þeirra í milli og hvernig það yrði bætt og aukið. 4) Að leiðbeina kennurum, skólanefndum og aðstandendum bama um réttindi þeirra og skyldur og um allt það, er verða mætti börnunum til aukins manngildis og bætts árangurs af skóladvölinni. 5) Að athuga og gera tillögur um sameining skólahverfa, sam starf smærri skóla og vinna að hagkvæmum breytingum á skipum og framkvæmd skóla- halds og menningarstarfsemi frá sjónarmiði uppeldis, fræðslu og fjármála. Á fundinum skýrði hver námsstjóri, fyrir sig frá því, hvemig hann hefði hagað störfum sínum. Á síðast liðnu hausti var samið erindisbréf fyrir námsstjórana til þess að hafa til hliðsjónar við eftirlits- starfið. Enda þátt erindisbréfið hafi verið lagt til grundvallar Framhald á 7. aíðu. 900, Ásbjöm 300, Jón Stefáss- son 150, Auðbjörn 300, Gtmn- björn 550, Brynjar 150, Sæfari 300, Guðný 300, Sæhrímnir 350, Kári 400, Helga 800, Sjöfn 500 og Geir 800. Til verksmiðjanna við Eyja- fjörð eru komin samtals 47 þúsund mál. Til Hjalteyrarverk- smiðjimnar hafa komið 30 þús- und mál, en 17 þúsund mál til verksmiðjunnar á Dagverðar- eyri. Veiði er aðeins að byrja á Djúpuvík og hafa tvö skip komið þangað með síld, Alden með 973 mál og Freyja með 506 mál, Höfðu þau fengið síld- ina á Haganesvík og var þar ágætur afli. í gær var ágætt veður inni á Djúpuvík, en bræla úti á flóan- um. Rýr laxveiði i sumar. UFLIT er á, að laxveiði verði fremur lítil í sum- ar, og hefir hún einkum verið rýr austan fjalls. í Soginu hefir sama og ekk- ert veiðzt og ekki hldur í Brú- ará og Stóru-Laxá. Hins vegar hefir verið meira en meðal afli í Elliðaánum. í Borgarfirði hefir dálítið veiðzt í Langjá og Hvítá og meðalveiði í Norðurá og Þverá. Kaop á iknrejri 5 aaram hærra ð jHnkkntíma en bér. SAMNINGAR hafa nú tekizt milli Verkalýðsfélags Ak- ureyrar annarsvegar og Vinnu- veitendafélags Akureyrar hins- vegar um að kaffitími verka- fólks verði greiddur með einn- ar klukkustundar kaupi á dag fró 1. þ. m. að telja. Áður hafði kaupið verið kr. 1.50 á klukkustund í dagvinnu og var það raunverulegt kaup, þ. e. kaffitími ekki greiddur. Kaupið á Akureyri er því nú 5 aurum hærra (grunnkaup) á klukkustund, heldur en hér í Reykjavík. sem hér liggja. Námstjórarnir: Nýtt eftirlits starf með barnafræðstu. Fyrsti fundur þeirra nýafstaðinn í Rvík. r'biimtadagur 1«; JÚL 1942» Þannig á nýi Stúdentagarðurinn að lita ut samkvæmt teikningu þeirri, sem Sigurður Guðmundsson byggingameistari gerði af honum. Búið er nú þegar að steypa fyrstu hæð hússins og byrj- að á þeirri næstu. En enn hefir ekki safnazt nema helmingur þeirr- ar fjárhæðar, 750 000 krónur, sem talið er að byggingin muni kosta upp komin. Stúdentamir treysta því þó engu að síður, að þeir muni með tilstyrk góðra manna að endingu fá þessa fjárhæð saman. Allsherjarmót I. S. I. hefst á langardaglnn. Fimm^félög ætla að taka þátt i mótinu. ..............—-.-♦ —. Allsherjarmót í. s. í. hefst næstkomandi laugardag hér í Reykjavík og stendur í fjóra daga. Það eru fimm félög sem taka þátt í m,ótinu, þar af eru tvö utanbæjar, þau eru: F. H. og Ungmennafélagið Selfoss. Hin félögin eru Ármann f. R. og K. R. Öll þrjú R-víkurfélögin standa fyrir mótinu, svo ætla má, að undirbúningur allur verði hinn ákjósanlegasti. í mótið eru skráðir flestir beztu íþróttamenn landsins, enda má vænta mikillar og harðrar keppni í ýmsum grein- um mótsins. í 100 m. hlaupi msétast þeir Jóh. Bernhard og Oliver Steinn nú aftur í fyrsta sinn á opinberu m,óti, og verður gaman að sjá, hvor þeirra vinnur nú. 1 400 m. má búast við harð- ari og skemmtilegri keppni er undanfarin ár, þar eð nú eru fleiri menn — og jafnari í þess- ari vegarlengd en áður.Um úr- slit í þessu hlaupi verður engu spáð, en það eitt sagt, að keppn- in mun verða nægilega hörð til þess að skapa nýtt ísl. met. Vafalaust verður líka hörð keppni í hinum hlaupunum, að ógleymdum boðhlaupum, sem alltaf er einhver spenningur í sem ekki er hægt að lýsa með orðum, heldur verður hver og einn að upplifa hann sjálfur. í stökkunum mætast nú 4 af beztu stökkmönnum landsins, Skúli Guðm. KR., Oliver Steinn FH., Sig. Finnss., KR. og Oddur Helgason U.M. Selfossi. Þetta eru allt afburða stökkmenn á okkar vísu, enda má búast við mjög skemmtilegri keppni um fyrstu sætin þeirra á milli. í köstunum er nýrra meta von, ef veður verður gott, og keppnisskapið hið bezta. Huse- j by, sem er ekki aðeins afreks- menni á okkur vísu, heldur á alþjóðamælikvarða, mun nú hafa í huga að gæla við kúluna, svo hún verði honum þæg og fljúgi yfir 141á metra. Allsherjarmót ÍSÍ hefir ætíð vakið mikla athygli meðal Reykvíkinga. Á því móti eru á- tökin hörðust milli félaganna, enda til mikils að vinna, því félagið, sem ber sigur úr být- um, hlýtur sæmdarheitið — ,3ezta íþróttafélag íslands“. — Þessu sæmdarheiti hefir KR haldið í 14 ár, en andstæðing- amir, þó sér í lagi Ármann, munu hafa fullan hug á því, að> gera sitt til þess að vinna mót- ið að þessu sinni, eins og svo oft áður, þótt það hafi hingað til mistekizt. Um gjörvallan heim draga í- þróttamót og útiíþróttir athygli fjöldans til sín. Allar mennt- aðar þjóðir hafa skilið þýðingu þeirra fyrir heilsu þjóðanna og andlegan viðnámsþrótt. Við ís- lendngar höfðum ekki enn til- einkað okkur þessa vissu með nægilegu öryggi. En smátt og smátt með aukinni fræðslu í uppeldis- og heilbrigðismálum munu íþróttir verða hinni ísl. þjóð ómetanleg heilsulind. Kveikt á Snðnrlands- vitnnni í gær. Ekki látið loga á Deim jrflr hásumarið. T GÆR var kveikt aftur á vitunum hér á Suðurlandi en það var slökkt á þeim 1. júnL Á Norðurlandi er slökkt á vitunum 15. maí, en kveikt á þeim aftur 1. ágúst, Yfir hásumarið er nóttin svo björt, a ðekki þykir ástæða til að láta þá loga á vitunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.