Alþýðublaðið - 16.07.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.07.1942, Blaðsíða 3
j%afflati*ð»gur 16. júlí 1942. ALÞYHUBLAOIP Hin nýja JDrottning flotans* , ,,,,;;,; ígi;® &M\ Það er nú álit flestra flotafræðinga, að flugvélamóðurskipið hafi tekið við stöðunni „Drotning flotans“ af orrustuskip- inu. Þykir þetta hafa sannazt rækilega í Midway orrustunni. — Hér er mynd af einu nýjasta og fullkomnasta flugvéla- móðurskipi, sem ,til er, enska skipnu Illustrious. Uoguenar og millerovo ern ú valdi þýzka hersins. Þjóðverjar sækja suður eftir járnbrautinni til Rostov. '... »'„■ Miklir gðfubardagar fi Voronezh .......— "jl4TEÐAJSÍ HARÐIR götubardagar standa yfir í Voronezh, hörfar her Timoshenkos í Suður-Ukraninu hægt aust- ur og suður á bóginn fyrir aukinni sókn Þjóðverja, sem þar stefna að því að taka borgirnar Rostov og Stalingrad og af- króa heri Rússa í Kaukasus. í miðnæturtilkynningu Rússa í nótt segir, að herir þeirra hafi hörfað' frá borgunum Boguchar, sem er við Don, 80 km. austan við Moskva-Rostovjárnbrautina, og Millerovo, sem er við brautina 200 km. norður af Rostov. Sækja Þjóð- verjar þaðan í áttina til Rostov, suður eftir járnbrautinni. Bastllle dagurinnt flópgösgur í Líoo; Aftðknr i Lille. BASTILLUDAGURINN leið ekki viðburðalaust í Frakklandi. í hinum hernumda hluta landsins var gíslum stillt upp bg. böðlasíiir hleyptu af byssum sínum. í hinum óher- niunda hluta landsins voru hóp- göngur, átök við lögregluna og húrrahróp fyrir framan am- eríksku sendisveitina. í Lille voru 6 Frakkar teknir af lífi fyrir það, að einn her- maður hafði verið drepinn. í Lion fór mikill mannfjöldi hóp göngu og kom til átaka við lög- regluna. Mannfjöldinn safnað- ist saman utan við ameríksku sendisveitina og mrópaði húrra. Lyfsali einn í Belgíu, Sou- part, drap fyrir nokkru 11 Ge- stapomenn í orustu við þá, en skaut síðan með seinustu kúl- unni, sem hann átti, sjálfan sig. Hann hlóð stólum fyrir glugga og dyr, þegar lögregla nazista kom til þess að handtaka hann og hóf skothríð á hana með áð- urnefndum árangri. William Bullet, aðstoðarmað- úr ameríkska flotamálaráðherr- ans, er kominn til London og hefir átt viðræður við enska flotamálaráðherrann. Miklar land- gönguæfingar i Bretlandi. ANADISKI HERINN í Bretandi hefir nýlega lok- ið mestu innrásarherfingum, sem farið hafa fram í Evrópu. Tóku auk kanadisku hermann- arina Iþátt í þeirn deildir úr enska flotanum og flughernum. Mikið lið Kanadamanna, allar deildir hersins steig einn fagran morgun á skipsfjöl og sigldi til hafs. En förinni var ekki heitið langt, og innan skamms var snúið við og hald- ið til lands. Flugvélar voru nú komnar til sögunnar og sveim- uðu þær yfir skipunum og ströndinni, steyptu sér, köstuðu gervisprengjum og hegðuðu sér á allan hátt eins og þær væru að undirhúa innrás. Skipin sigldu upp að ströndinni og innan stuttrar stundar voru hraðskreiðir smábátar fylltir af hermönnum og þeir sigldu á land. Orustur, skothríð, loftárásir, meira lið og svo tókst innrás- arhernum að ná fótfestu og til- gangi fararinnar var náð. — Á ströndinni stóðu þeir Mac Naughton, yfirhershöfðingi Kanadamanna í Bretlandi og Mountbatten, yfirmaður Vík- ingasveitanna og horfðu á. Tilkynningin hermir enn- fremur, að harðir götubardagar standi yfir í Voronezh og hafi Þjóðverjar þar ofurefli liðs. — Bardagarnir við borgina og í henni hafa verið ógurlegir og virðast harðna því nær sem dregur henni sjálfri. Er þegar farið að líkja bardögunum um hana við orusturnar um Smo- lensk í fyrra, sem frægar eru orðnar. Þjóðverjar hafa sett lið yfir Don, sunnan og norðan við Vo- ronezh, að því er virðist til þess að umkringja borgina. Hafa Rússar þar gert öflug gagná- hlaup, og segja þýzkar fréttir, að þeim hafi verið hrundið hvarvetna. Nánari atvik eru ekki kunn viðvíkjandi þessum gagnáhlaupum Rússa. RÚSSAR KVÍÐAFULLIR, EN RÓLEGIR Fréttaritarar, sem eru með Rússum, skýra frá því, að þeir seu kvíðafullir um bardagana í Suður-Ukrainu, en þó rólegir. Þeir óttast mjög, að Þjóðverjar vaði austur að Stalingrad og afkrói þannig Kaukasus. Væri þeim ekki aðeins missir í því að geta þá ekki fengið olíu það- an fyrir norðurheri sína, held- ur mundu herirnir þar suður- j frá verða að komast af án vopna og vista frá iðnhéruðun- um í norðri og austri. Þar að auki vill enginn herforingi, að her hans sé skorinn í tvennt, ef hjá því verður komizt. Herfræðingar um víða veröld ræða þessa dagana um sóknina í Suður-Ukrainu og kemur þeim nær öllum saman um það, að nú séu hættulegri tímar fyrir Rússa en nokkru sinni, síðan í fyrrahaust. Sóknin inn í hnésbótina á Don, eins og þeir kalla það, á að færa Hitler draumalandið hans, Kaukasus. Flugstyrkur réði úrslitum við Midway. Washington, 15. júlí. AÐ kemur æ betur í ljós, er fleiri og fyllri upplýs- ingar fást um orustuna við Midway, að Japanir hafa beðið þar stórkostlegan ósigur. Ann- að atriði hefir eftir þessa or- ustu verið skrifað gullnum stöf- um í herfræðina. Það er, að flugvélarnar geta ráðið niður- lögum flugvéla, sem koma frá móðurskipum. Japanir höfðu safnað miklum flota við Formosa. Þar voru her skip, kölluð frá Bengalflóa, — Ástralíusvæðinu og frá holl- ensku Austur-Indíum. Ameríku menn vissu um þennan flota, en hvar átti höggið að falla? Það féll á Midway. Eða rétt- ar sagt, það átti að falla þar. Þegar hinn gífurlega stóri floti Japana birtist, en í honum voru um 80 skip, fóru ameríksku sprengjuflugvélarnaí af stað. Þær komu frá Midway, Hawaii og Johnstonéy. Þar voru tundur- skeytafiugvéíar og steypiflug- vélar og stærstu sprengjuflug- vélar. Þær fóru til árása, þótt þær hefðu aðeins litla von urn að komast til baka. Ekki af því að vörn Japana væri svo vösk. Það var hún að vísu, en þeir urðu að fljúga langt og þeir höfðu aðeins þessar 3 stöðvar að lenda á. Flugvélamóðurskip Ameríku manna fóru einnig á kreik. Eitt þeirra, Yorktown, varð fyrir sprengju, en flugvélarnar lentu á öðru skipi og héldu þaðan á- fram aðgerðum sínum. Japanir misstu fjögur flug- vélamóðurskip, fjögur af dýr- mætustu skipum sínum, fjórar af drottningum flotans. Þeir misstu tvö beitiskip og 3 tund- urspilla og 275 flugvélár og að Áhlaupoggagn áhlaup i Egyptalandi. Þýzkt áhlanp i fyrrakvöld; enskt fi gær. Aðstaðan í Egyptalandi verð- ur nú bezt skilgreind á þann hátt, að Rommel og Auchin- leck keppast um að gera áhlaup og er sennilegt, að þeir séu hvor um sig að beina athygli hins frá liðsflutningum og birgðasöfn un, sem sé undirbúningur undir stærri og meiri sókn, sem geri út um örlög Egyptalands. Það er bersýnilegt, að sem stendur er aðstaða þeirra og styrfcur lík og getur hvorugur hafið sókn, sem megnar að sigra hinn eða hrekja hann til baka. í fyrrakvöid gerðu hersveit- ir Rommels allmikið áhlaup um það bil er skyggja tók. Var það á norðurhluta vígstöðvanna og sennilega beint gegn E1 Eisa. Þótt áhlaupið væri hart og á- kaft, tókst varnarsveitum Bandamanna að stöðva það eftir mikla bardaga. Var orustan um kvöldið og nóttina allævintýra- leg, því að flugvélar köstuðu niður kyndlum í fallhlífum, til þess að lýsa upp vígvöllinn. Talið er, að Þjóðverjar hafi val- ið kvöldtímann, eftir myrkur, til þess að forðast hina ógur- legu sókn brezka flughersins, sem nú vex og margfaldast með hverjum deginum, sem líður. Hafa verið gerðar árásir á To- bruk og Benghazi undánfarnar vikur. í gærdag gerðu Bretar á- hlaup á miðhluta vígstöðv- anna og stóðu yfir bardagar allan daginn í gær. Var lítt kunnugt um árangurinn, en fregnir frá Egyptalandi í gær kvoldi sögðu, að allt gengi áð óskum og allmargt fanga hefði verið tekið. Brezku f lugvélarnar gera daglega stórkostlegar árásir á stöðvar óvinanna og kasta sprengjum á skriðdreka, vagna og herstöðvar. Ein þýzk fylk- ing, sem í : voru 15 skriðdrekar og margt bíla og annarra farar- tækja-, varð fyrir einni þessara árása. Þegar henni var lokið, var einn vörubíll eftir heill. — Allt hitt var gereyðilagt. Sömu sögu er að segja á hverjum degi. Churchill hefir sent Roosvelt bréf, þar sem hann óskar þess, að sendingar á gjöfum frá Bandaríkjunum til - Bretlands verði stöðvaðar. Hann segir í bréfinu, að þörf sé á skiprúm- inu, sem fer undir gjafir þessar fyrir hergögn. London — 200 brezkar örr- ustuflugvélar fóru J gær til árásar á herteknu löndin. Brezk ar fíugvélar sökktu olíufckipi tíndan Cherburg, og löskuðu it éiiihig tvo togara. r* & 1 'Á£-‘í ói -óá- Kanadisku hersveitirnar höfðu öll nýtízku vopn, sem þörf er á. til innrásar og æfð,u hana eins og eðlilega og mögu- legt var. MacNaughton hefír sagt um Kanadaherinn í Bretlandi, að hann sé ekki, þangað kominn til þess að sitja þar um kyrrt, — heldur . muni hann taka þátt í innrás á meginlandið, þegar hún verður gerð. minnsta kosti 4.300 manns. Þar að auki var mikill fjÖldiskipa, orUStuskip, beitiskip og tundur- spillar löskuð méira eða minöa. Ilvað áttu þessi skip áð gera? Það getur enginn vafi leikið á verk, aðalhlutverk x stríðinu Ef til'viil áttu þau að taka Ha waiieyjar? — Hitt ei víst, ai Bandamenn unnu mikinn sigu og Jaþánir enn meiri ósigut '>'> ■■.,.■>;>'ji'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.