Alþýðublaðið - 19.07.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.07.1942, Blaðsíða 7
ALfrYÐUBLAIHÐ ? Sunnndagur 19. júlí 1942. Helgidagslæknir er Ólafur Jó- liánnssan, Vesturvallagötu 61, sími 5979. Naeturlæknir er Gunnar Cortes, Seljavegi 11, sími 5995. ÚTVARPIÐ: 13.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Jón Thorarensen). 15.30 Miðdegistónleikar (plötur): Létt klassisk lög. 19.25 Hljómplötur: Rapsódía eftir Rachmaninoff. 20.00 Fréttir. 20.20 Hljómplötur: Lög eftir Grieg. 20.35- Upplestur: „Katrín í Ási kemur til himnaríkis"; saga eftir Jóhann Bojer (Har. Bj ömsson leikari). 21.00 Hljómplötur: a) Lög sungim af ísl. karlakórum. b) 21.30 Gamlir dansar. 21.25 Hljómplötur: Gamlir dansar. 22.00 Danslög. MÁNUDAGUR: Nasturlæknir er Jóhannes Bjömsson, Sólvallagötu 2, sími 5989. ÚTVARPIÐ: 19.25 Hljómplötux: Sponsk þjóð- lög og dansar. 20.00 Fréttir. 20.30 Sumarþættir (séra Sveinn Vikingur). 20.50 Hljómpl.: Lög leikin á bíó- orgel. 21.00 Erindi: Hvemig hitnar í heyi? (Sig. Pétursson, gerla- fræðingur). 21.25 Hljómplötur: Frægir söngv- arar syngja einsöng. 21.50 Fréttir. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjóna- band að Möðruvöllum í Hörgárdal ungfrú Valgerður Þorsteinsdóttir og Steingrímur J. Þorsteinsson mag. art., Akureyri. Handknattieikamót Ármanns hefst hér á íþróttavellinum n k. miðvikudagskvöld kl. 8. Fjögur félög taka þátt í mótinu og eru það Ármann, Valur, Víkingur og Í.R. Keppt er um handknattleiks- bikar Ármanns og er handhafi hans loiattspyrnufélagið Valur. Mr. Cyril Jackson, sem undanfarin tvö ár hefir ver- ið brezkur sendikermari hér við háskólann, er nú farinn af landi burt. Mr. Jackson er ágætlega að sér í ísl. fræðum og' hefir m. a. skrifað doktorsritgerð um Matth. Jochumsson. Vitar og sjómerki. Auglýsing fyrir sjómenn 1942. Nr. 4. —'1. Nýr viti. Á Þrídrang fyrir vestan Vestmannaeyjar hefir verið kveikt á nýjum vita. Nbr. 63° 29' 18", vl. 20° 31' 0". Ljós- einkenni vitans er langur blossi og stutt leiftur á víxl þannig: Ijós 2.25 sek. + myrkur 3,0 sek. + Ijós 0,75 sek. + myrkur 24. sek., samtals 30 sek. Hæð logans yfir sjó er 36 m. Ljósmagn 1750 H.K. Ljósmál 15.5 s.m. Vitahúsið er hvítt, 4 m. á hæð, með gráu ljós- keri. Vitinn stendur á súðurhluta drangsins. Ljósið er hvítt, en hverf ur á 18° bili frá 188° til 206° fyrir hæsta punkt drangsins. Log- tími verður frá 15. júlí til 1. júní. Stöðug gæzla er ekki á vitanum. 2. Á Stokksnesvita logar ekki fyrst um sinn, vegna bilunar. Reykjavík, 15. júlí 1942. Vitamálastjórinn, Emil Jónsson. Starfsstúlkn vantar á Vífilsstaðahseli. Uppl. hjá yfirhjúkrunarkon- unni, sími 5611 og í skrif- stofti ríkisspítalanna. frá Hsaleigaanefndiamt í Reybjavík, Ákveðið hefir verið að skrásetja pað ioDaobæjarfólk, er telur sig vera húsnæðislaust 1. okt. u. k. Fer skráuíugin fram í Ráðn- ingarstofu Rey kj a vikurb æj ar, Baukastræti 7, dagana 20—25. júlí þ. á.v og verður skrifstofan opin frá ki. 10—12 f. h. og 2— 5 e. h. hvern dag, nema laug« ardaginn 25. júlí, þá aðeins frá kl. 10—12 f. h. • ■ Húsaleigunefndin I Meyfejavilu Hiragtaefni _____ Kápnefni KJélaegni • fyrirliggjandi. * Heildverzlun Kr. Benediktsson (Rapat T, irnason) fiarðastræti 2 — Sími 5844. Afmæli Hákonar 7. ’ (Frh. af 2. sí8u.) skemmta ýmsir listamenn, svo sem söngvarar og hljóðfæra- leikarar. Um kvöldið verður hóf, þar sem prófessor Worm-Muller flytur minni konungs, og um sama leyti verða samkomur í norsku setuliðsstöðvunum hér á landi. MáfáéalaeM ©pleEadis. Mikil hátíðahöld verða í London í tilefni af konungsaf- mælinu og verður aðalveizlan haldin í Albertshöll. Riiser- Larsen aðmíráll stjórnar hátíða göngu Norðmanna í London heim til konungs til þess að hylla hann. í veizlunni í Albertshöll mun Nygaardsvold forsætis- ráðherra Norðmanna flytja ræðu fyrir minni konungs, en konungurinn mun flytja ávarp til Norðmanna. í tilefni af afmæli Hákonar konungs verður gefið út vand- að afmælisrit, myndum prýtt. Titill þess verður „Alt for Nor- ge“, en það er kjörorð Hákon- ar konungs. I ritið skrifa meðal annarra próf. Worm-Muller, um Hákon konung og 1905, próf. Wilhelm Keilhau um ríkissstjórnarár konungsins, Dr. Arne Ording: um konunginn og styrjöldina. í tilefni af þessum hátíða- höldum hefir Nygaardsvold sent út ávarp til Norðmanna víðsvegar um heim, þar sem hann hvetur þá til að koma saman og minnast dagsins alls staðar, þar sem því verður við komið. Landakrofur Rússa. (Frh. af 3. síðu.) Roosevelt forseti hélt því fram, að bezt væri að ákveða landa- mæri Rússlands eftir stríðið. Árangurinn af þessum um- ræðum varð sá, að Molotov fór til England)s og Ameríku og gerði samningana við brezku og ameríksku stjórnina um gagn- kvæma aðstoð. Þegar Eden lagði fyrir Molotov tillögur Roose- velts um að landamæri Rúss- lands yrðu ákveðin eftir stríð- ið, gat hann sagt; að Bandaríkja stjórn stæði á bak við þær. Hann gat einnig sagt Molotov, að Bandaríkin mundu segja Búlgörum, Rúmenum og Ung- verjum stríð á hendur en Rúss- ar höfðu mikinn áhuga á að það yrði gert. Brezka stjórnin var ekki viss um að Rússar myndu fallast á /þetta og taka aftur kröfur sín- ar um loforð um sömu lancLa- mæri eftir stríðið og fyrir inn- rásina. Það kom henni nokkuð á óvart þegar Stalin og Molotov gengu að tillögum Ameríku- manna. Þannig þögguðu Bandaríkja- menn niður einu landvinn- ingakröfurnár sem nokkurt ríki í hópi Bandamanna hefir borið fram í þessu stríði. Minningarorð um: iiilsili AroDsdótt' nr frá Eyrababka. Guðláug aronsðött- IR, frá Mcrkigarði á Eyr- bakka lézt hér í bænum 7. þ. m. og verður hún_ jarðsungin frá- fríkirkjúnni á morgun. Guðlaug Aronsdóttir var fædd 27. ágúst 1866 að Kakka- hjáleigu í Stokkseyrarhreppi og var því tæplega 76 ára, er hún lézt. Fyrstu árin var hún hjá foreldrum sínum, en, eins og þá var siður, fór hún strax að vinna fyrir sér utan for- eldrahúsanna, þegar hún var talin fær til. Það var ekki síð- ur í þá daga að mylja undir fá- tæka og umkomulitla ungiinga — og það fékk Guðlaug líka að reyna, en hún var andlega og líkamlega hraust og tókst því að bera byrðarnar, enda kom það og síðar fram á æfi hennar. Rétt fyrir aldamótin fluttist Guðlaug til Eyrarbakka og nokkru síðar giftist hún Guð- brandi Guðbrandssyni verka- manni. Þau hjónin eignuðust 3 börn:: Þorvarð Óskar, verka- mann, sem er ókvæntur, Eula- líu, sem er gift Olgeiri Vil- hjálmssyni stöðvarstjóra á Að- alstöðinni, og Aron, forstjóra Kauphallarinnar, ókvæntur. Vorið 1924 fluttu þau hjón- in Guðlaug og Guðbrandur af Eyrarbakka og hingað til Reykjavíkur og stundaði Guð- brandur algenga verkamanna- vinnu, þar til hann lézt árið 1936, 68 ára að aldri. Guðlaug átti 15 systkini. 3 systur hennar eru á lífi í Ame- ríku, en aðeins ein hér, Elín. Höfðu þær systurnar varla skilið alla æfi sína — og Elín, i'úmlega sjötug, stundaði syst- ur sína af framúrskarandi kostgæfni hin síðari ár, eftir að henni fór að hnigna. Guðlaug Aronsdóttir var frá bær gáfukona. Hún þráði allt af menntun og fróðleik, en kjör fátækrar alþýðukonu loka þeim hliðum, sem til menntun- ar liggja. Guðlaug las mjög mikið og hlúði að öllum menn- ingarmálum. Fræðimaðurinn Brynjólfur Jónsson frá Minna- Núpi dvaldi á heimili hennar síðustu æfiár sín og hjá henni dó hann. Guðlaug var vel rit- fær og skrifaði ágæta hönd. Hún réð yfir góðum stíl og talaði kjarngott og hreint mál, enda unni hún íslenzkri tungu og íslenzkum fræðum framar öðru. Hún var mjög fátæk á búskaparárum sínum á Eyrar- bakka -— en hún var stolt í sinni fátækt — og viðurkenndi aldrei hinn maðksmogna aldar- hátt auðshyggju og höfðingja- drambs. Hún var uppreisnar- gjörn og hörð 1 skapi, þegar hún barðist gegn kúgun og yf- irgangi, en hún tók þátt í þeirri baráttu af lífi og sál. — Hún var trúrækin kona og bjó yfir mjög ríkri réttlætislund. Hún skipaði sér í sveit með Al- þýðuflokknum þegar austur á Eyrai’bakka og gekk í flokk- inn strax eftir að hún kom hingað. Sótti hún hvern fund í Jafnaðarmannafélaginu og síðar í Alþýðuflokksfélaginu, meðan heilsan leyfði — og þó að líkaminn væri tekinn að bila, var andlega þrekið óskert. Sá er þetta ritar, hitti hana alloft og þá var umræðuefnið alltaf stefnumál Alþýðuflokks- ins. Fylgdist hún með starfi flokksins af lifandi áhuga. Guðlaug Aronsdóttir var styrk og heilsteypt í skapi og störfum. Slíkar konur vinna mikil störf í þágu okkar allra — en litlar sögur fara oftast af fómum þeiri'a. Þessi fáu minn- ingarorð mín í þessu blaði eiga að færa henni þakkir okk- ar og aðdáun. V. S. V. Bindindismót i Vaglaskógi. BINDINIWSMÓT er í Vagla skógi í dag. Er það umdæmistj úkan nr. 5, sem sér um mótið og var búizt við fjölmenni þangað. Engin messa er í Hallgrímsprestakalli í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.