Alþýðublaðið - 21.07.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.07.1942, Blaðsíða 2
1 ALÞYÐUBLA0IÐ Þriðjudagur 21. júlí 1942. Nú er sumar og sól . . . . . og öræfin seiða menn til sín. Óvíða er eins tignarlegt og uppi á öræfunum milli Langjökuls, Hofsjökuls og Kerlingarfjalla. Þar eru þrjú sæluhús, sem Ferðafélagið hefir látið reisa fyrir ferða- langa: eitt við Hvítárvatn, annað norður á Hveravöllum og það þriðja suður við rætur Kerlingarfjalla. Myndin er af sæluhúsirj við Hvítáxvatn. Á bak við það sést Skriðufell suðaustan í Lang- jökli og skriðjökullinn, sem nær alla leið niður í vatnið og jakar brotna úr svo að segja á hverri nóttu. Kmhi skant refinn eftir ai maðurinn hafði misst hais. •------♦ 4)venjulegur atbnrður norðnr í Köldukinn. SÁ óvenjulegi atburður gerðist í byrjun þessa mán- aðar, að kona norður í Köldu- kinn, húsfreyjan á Björgum, sean er næst yzti bærinn þar í sveit, skaut ref. Hafði sonur hennar fyrst orð- ið var við refinn og verið að eltast við hann, en foreldra hans síðan borið þar að, fyrst móður- ina, sem fór að leita að drengn- um, og síðar föðurinn, sem sott- ur var af drengnum og hafði með sér bæði riffil og hagla- byssu. Komst hann í færi við ref inn og skaut á hann úr kúlu- rifflinum, en missti hans. Skömmu seinna vann konan á rebba með haglabyssunni. Atburður þessi gerðist í stór- grýtisurð undir háum hömrum, skamt fyrir norðan bæinn Björg. Frá þessu er nánar sagt í blaðinu Dagur á Akureyri, og fer sú frásögn hér á eftir: Á Björgum í Köldukinn búa hjónin Björg Sigurðardóttir og Sigurbjörn Jónsson. Sigurbjörn HaHdknattleiksmót írmanns annað k¥ðld. ANDKNATTLEIKSMÓT Ármanns hefst annað kvöld klukkan átta hér á í- þróttavellinum. Fjögur félög taka þátt í mót- inu Ármann, Valur, í. R. og Víkingur. Keppt verður með ellefu manna liði. í fyrra fór mót þetta fram í fyrsta sinn og sigraði þá knatt- spymufélagið Valur. er góður smiður bæði á tré og járn og hefir þó hvergi numið smíðar. Hefir hann til margra ára verið mjög bilaður á heilsu og eigi mátt vinna árum sam- an. Kona hans er með afbrigð- um dugleg og útsjónarsöm, svo að orð er á gert. Hefir hún stað- ið fyrir búi í veikindum bónda síns og farizt prýðilega. Eru þau hjón í góðum efnum og þó alið upp 6 börn sín. Hinn 2. þ. m. var drengur, 12 ára gamall, Sigurður að nafni, sonur hjónanna á Björgum, sendur til að líta eftir varpi og sækja hesta. Átti hann alllanga leið að fara í norður frá bæn- um. Þegar hann kemur norður á móts við svokallað % Straums- lækjargil, sér hann hvar refur er á ferð þar norður með fjall- inu, og veit, að hann muni ráð- ast til uppgöngu í gilið, því að bæði norðan og sunnan við það eru ókleifir hamrar, mönnum og skepnum. En sökum þess að drengurinn átti margfalt styttri leið að fara að gilinu, er hann kominn þangað á undan refn- um. Þegar refurinn verður þess var, að þar er manni að mæta, snýr hann frá og bregður sér í stórgrýtta urð, sem er þar norð- ur af fjallinu. Af drengnum er það að segja, að hann sezt að í gilinu og dvel- ur þar samfleytt í 6 klukku- stundir. Vor móður hans farið að lengja eftir drengnum, og var hún búin að fara út og grennslast um komu hans, en varð einskis vör. — Eitt sinn heyrist henni hún heyra hljóð úr sömu átt og drengsins var von. Rennur hún þegar á hljóð- ið. Þegar hún kemur norður á móts við áður nefnt Straums- Frh. á 7. síðu. Tillaga Finns Jónssonar: Ný auknlag á afköstum sfldarverksmlðja ríkfs- ins um 10* 15000 mál. Tillagan borin fram á fundi síldarverk- smiðjustjórnarinnar á Siglufirði í gær. Slitoað npp ér sMningnm rikis- stjórnarinnar og Dagsbrónar. Frá stjórn Verkamannafé- lagsins Dagsbrún barst blað- inu seint í gærkveldi eftirfar- andi tilkynning: TC* YRIR tilstilli ríkisstjórnar íslands hafa viðræWr farið fram undanfarið milli ríkis- stjómarinnar og Vmf. Dags- brún um möguleikana á því að ná samkomulagi um almennan kaup- og kjara-samning. Sem svar við spurningum rík- isstjórnarinnar sendi stjórn Dagsbrúnar henni álit sitt um grundvöll þann að nýjum samn- ingum, er væru í sem fyllstu samræmi við núverandi ástand. Því miður sá ríkisstjórnin sér ekki fært að halda þessum við- ræðum áfram að sinni sökum þess, að hún áleit, að afnám kaupgjaldsákvæðis gerðardóms- laganna væri naðsynlegt skil- j yrði fyrir nýjum samningmn. jP INNUR JÓNSSON lagði á fundi, sem haldinn var í stjórn síldarverksmiðja ríkisins í gær á Siglufirði, fram tillögu þess efnis, að auka afkastagetu þeirra um 10—15 þúsund mál á sólar- hring svo fljótt, sem unnt væri. Tillaga Finns var svohljóð- andi: „Stjórn síldarverksmiðja rík- isins samþykkir að fela forstjóra að gera svo fljótt sem unnt er tillögur um 10—15 þúsund mála viðbót á sólarhring við vinnslu síldarverksmiðja ríkisins á Siglu firði og Raufarhöfn. Sé í tillög- um þessum rökstutt, við hvaða verksmiðjur sé hentugast að framkvæma viðbót þessa og á hvaða hátt. Enn fremur sé lögð áherzla á, að framkvæma þá aukningu, er fært þykir, fyrir næstu síldarvertíð.“ Tillögu þessa rökstuddi Finn- ur með þeirri reynslu, sem þeg- ar væri fengin í sumar, að af- kastageta ríkisverksmiðjanna væri hvergi nærri fullnægjandi og aukning hennar því bráð- nauðsynleg hið allra fyrsta. Rlkísstjórinn I ferða lagi um Suðnrland. Var i Vik i Mýrdal ásunnudagimn og að KIrkjubæ|arklaustri i gær. ÍKISSTJÓRI ÍSLANDS, Sveinn Björnsson, er nú á heimsóknarferðalagi í Vestur- Skaftafellssýslu. Kom hann s. 1. laugardag, 18. þ. m., til Víkur í Mýrdal, en sýslumaður Skaft- fellinga, Gísli Sveinsson, tók á móti honum við Jökulsá á Sól- heimasandi. I Víkurkauptúni blöktu fánar á stöng, er ríkis- stjóri kom þangað. í fyrradag, sunnudaginn 19. þ. m., skoðaði ríkisstjóri með sýslumanni Mýrdalinn, en síðar um daginn þáði hann kaffiboð með nokkrum trúnaðarmönnum fólksins vestan Mýrdalssands svo sem sýslunefndarmönnum, oddvitum hreppstjórum og fleiri starfsmönnum. Um kvöld- ið dvaldi ríkisstjóri á heimili sýslumanns. í dag fer ríkisstjóri austur að Kirkjubæjarklaustri á Síðu með viðkomu að Flögu í Skaptár- tungu, og á morgun, þriðjudag, skoðar hann Síðuna eftir því sem tími leyfir, en kemur aftur til Víkur á miðvikudag. Á eftir heimsókn í Skafta- fellssýslu fer ríkisstjóri um Rangárvallasýslu og Árnes- sýslu. Fjölfflenni á Ding- vðllin nni belgina. ¥7* JÖLDI gesta var á Þing- völlum um helgina, enda var veður þar hið bezta á sunnudag, hlýtt og milt, þó að sjaldan sæist til sólar. Um hádegi kom þangað Karlakór Kjósarsýslu og söng í Valhöll fyrir gestina og þótti það ágæt skemmtun. Seinnipart dagsins fór kórinn upp í Almannagjá og söng þar og fylgdu margir áheyrendur þeim eftir þangað. Afhending sveinsbréfa. Þeir sveinar, sem lokið hafa prófi í einhverri iðngrein, síðan af- hending sveinsbréfa fór fram í fyrra, fá þau afhent í Baðstofu iðn- aðarmanna fimmtudaginn 23. júlí kl. 8 Vz síðdegis. Sjá nánar auglýs- ingu í blaðinu í dag. I Þýzk flngvel ræðst á enskan togara við strendur íslands. jO RÁ fréttastofu setuliðsins *• hefir blöðunum borizt eft- irfarandi tilkynning: Þýzk sprengjuflugvél réðst á enskan togara norðaustur af ís- landi síðastliðinn laugardag. Flugvélin varpaði fimm eða sex sprengjum að togaranum og hóf því næst á hann vélbyssu- skothríð. Togárinn hóf skothríð á móti og hvarf flugvélin þá í austur- átt. Engar skemmdir urðu á tog- aranum og enginn særðist. Verkafélfcið í síldar- verbsffliðjnm riktsins fer frans á 25% áKættupóknun. VERKAFÓLKBE) við síldar- verksmiðjur ríkisins á Siglufirði hefir fari fram á 25% áhættuþóknun til viðbótar við þau laun, sem það hefir nú. Var krafa þessi borin fram við stjórn síldarverksmiðjanna í gærmorgun og jafnframt kjörin nefnd, skipuð fjórinn mönnum úr hópi verkafólksins til ,þess að ræða við stjórn síldarverksmiðj- anna um þetta mál. Lausar far- kennarastöður. EFTIRFARANDI farkenn- arastöður hafa verið aug- lýstar lausar til umsóknar, og þurfa umsóknir að vera komn- ar fyrir 10. sept. næstkomandk í Mosfellsskólahverfi í Vest- ur-ísafjarðarsýslu, Kirkju- hvammsskólahverfi í Vestur- Húnavatnssýslu, Hofsskóla- hverfi í Skagafjarðarsýslu, Ól- afsfjarðarskólahverfi í Eyja- fjarðarsýslu, Skeggjastaðaslíóla hverfi í Norður-Múlasýslu, Fellsskólahverfi í Norður-Múla- sýslu og Andakílsskólahverfi í Borgarfjarðarsýslu. BílstjóraC strætis- vagna krefjast kjarabóta. _____ | ALLIR BÍLSTJÓRAR stræt- isvagnafélags Reykjavík- m: hafa skrifað stjórn félagsins og farið fram á kjarabætur. Krefjast þeir hækkunar á grunnkaupi úr 350 krónum upp í 400 krónur. Enn fremur krefj- ast þeir þess, að afnumin verði aukavinna. Hafa þeir gefið stjórninni frest til 25. þ. m. til að svara .kröfunum. 25 ára hjúskaparafmæli eiga í dag Ólafía Einarsdóttir ag | Pétur Lárusson, skrifstofufulltrúl j AJþingis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.