Alþýðublaðið - 21.07.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.07.1942, Blaðsíða 4
4 ALÞYtUBlAÐIÐ Þriðjtidagur 21. júlí 1242» |U|)V|dnbUM5 Útcataadl: AlþýSiiflokkurmn Kttstjóri: Stefáa Fietansoa Xtttst}6ra og afgreiösla i Al- þýSuhúsuu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4001 og 4803 Sfcnar afgreiðsdu: 4000 og 400« Verð í lausaaölu 25 aura. AQtýÍnpreotaiSjsB fe. f. Stytting vinnu- dagsins. SIGUR bæjarvinnumann- anna í Reykjavík — sú á- kvörðún bæjarráðs, að semja við þá á þeim grundvelli, að þeir fái framvegis sama kaup fyrir átta stunda vinnutíma og þeir hafa undanfarið fengið fyrir tíu’ stundir, og eftirvinnu- kaup fyrir níundu og tíundu klukkustundina, sem því aug- sýnilega er gert ráð fyrir, að þeir vinni eftir sem áður — er þess virði, að á hann sé minnzt nokkru nánar en gert hefir Verið í blöðunum hingað til. íhaldsblöðin hafa ekki haft meira við þennan sigur bæjar- vinnumannanna en að skýra í örfáum orðum frá ákvörðun bæjarráðsins. Og kommúnista- blaðið, sem þó virðist vilja gera sem mest úr honum, fer með blekkingar um hann í mjög verulegu atriði. Hvað er það, sem bæjar- vinnumennirnir hafa unnið? Er það átta stunda vinnudag- urinn, sem svo mikið hefir v'er- ið barizt fyrir af verkalýðs- hreyfingunni um ailan heim, — eða er það bara hækkað grunn- kaup, sem þeir hafa fengið? Að sjálfsögðu myndi hið síð- ara eitt út af fyrir sig nægja til þess, að þeir gætu hrósað miklum sigri, þó að vissulega væri ennþá meira um vert, ef þeir hefðu virkilega náð því eftirsótta bráðabirgðatakmarki verkalýðsins í öllum löndum, að fá vinnudaginn styttan nið- ur í átta stundir. Blað kommúnista túlkar nú sigur bæjarvinnumannanna einmitt fyrst og fremst á þann veg, að þeir hafi fengið átta stunda vinnudaginn viður- kenndan. En við nánari athug- un getur engum þó blandazt hugur um, að þetta er blekking. Vinnudagurinn hefir í raun og veru ekki verið styttur. Bæjar- vinnumennirnir eiga eftir sem áður að vinna tíu stundir. En þeir fá framvegis sama kaup fyrir fyrstu átta stundirnar og þeir hafa undanfarið fengið fyrir tíu, og eítirvinnukaup fyr- ir þær tvær, sem þá eru eftir. Þetta er að sjálfsögðu fyrst og fremst grunnkaupshækkun, þó að segja megi að vísu, að með launamismun þeim, sem gerður er á fyrstu átta stund- imiim og tveimur hinum síð- ustu, felist nokkur formleg viðurkenning á því, að vinnu- dagurixm ætti ekki að vera lengri en átta stundir. En hve- nær það verður viðurkennt í Qnnur grein Stefáns Jóhanns: Jafnaðarstefnan: Rðssnesknr komm- inismi eða norræn jafnaðarstefna? reynd, er eftir að sjá. Sennilega reynist það erfitt að fá vinnu- daginn raunverulega styttan meðan á stríðinu stendur. Eða svo virðist að minnsta kosti mega álykta af reynslu ann- arra þjóða þar sem vinnudag- urinn hefir alls staðar verið lengdur síðan stríðið hófst. En þegar því er lokið, ætti að mega vænta þess, að loksins verði gerð gangskör að því hér á landi, að stytta vinnudaginn, sem af ýmsum ástæðum hefir haldizt lengri hjá okkur í seinni tíð, þrátt fyrir miklar kjarabætur á öðrum sviðum, en hjá nokkurri nágrannaþjóð. Þetta er gert hér að umtals- efni vegna þess, að ef til vill er fyrir verkamanninn enginn ávöxtur verkalýðshreyfingar- innar þýðingarmeiri en ein- mitt stytting vinnudagsins. — Því að hvers virði væru jafn- vel endalausar kauphækkanir fyrir hið vinnandi fólk, ef það þyrfti þrátt fyrir þær stöðugt að þræla jafnlengi í FróSa- myllu framleiðslunnar? Enginn hefir hugsað þetta atriði í lífi verkamannsins og allri ba,ráttu verkalýðsins fyrir frelsi og bættum lífskjörum — eins djúpt og hinn frægi braut- ryðjandi og hugsuður jafnaðar- stefnunnar, Karl Marx, sem fór um það svofelldum orðum í síðasta bindi Kapítálsins: „í raun og veru byrjar ríki frelsisins fyrst þar, sem vinnan fyrir þörfum lífsins er á enda. Það liggur því í hlutarins eðli, að þess getur ekki verið að leita á sviði hinnar eiginlegu framleiðslu. Eins og villimað- urinn verður að berjast við náttúruna til þess að fullnægja þörfum sínum og viðhalda líf- inu, eins verður hinn siðaði að gera það, hvernig sem mannfé- lagsskipulagið er og hvernig sem framleiðsluhættir hans eru. Því meira, sem manninum fer fram, því meira vex ríki þess- arar óumflýjanlegu nauðsynj- ar, af því að þarfir mannsins vaxa. En um leið vaxa líka framleiðsluöflin, sem fullnægja þeim. Frelsið getur á þessu sviði ekki verið falið í neinu öðru en því, að mennimir, — framleiðendumir, komi í fé- lagsskap og sameiningu skyn- samlegu skipulagi á þessi efna- skipti sín við náttúruna, þann- ig, að þeir hafi stjórn á þeim í stað þess, að láta stjórnast af þeim/eins og af blindum nátt- úmöflum, — að þeir leysi þau af hendi með sem minnstu erf- iði og við skilyrði, sem mönn- um eru sæmandi. Og þó lifa mennirnir á þessu sviði stöð- ugt í ríki nauðsynjarinnar. Það er ekki fyrr en utan við takmörk þess, sem maðurinn getur helgað sig þeim hugðar- málum, sem hafa tilgang sinn í sjálfum sér. Fyrst þar byrjar hið raunverulega ríki frelsisins, sem þó aðeins getur dafnað á þeim grundvelli, sem lagður er í ríki hinnar óumflýjanlegu nauðsynjar. Aðalskilyrði þess er stytting vinnudagsins. ..“ Það er frá slíkum sjónarhól, sem ber að Hta á baráttu verka- lýðshreyfingarinnar fyrir átta stunda vinnudegi og fyrir stytt- ingu vinnudagsins yfirleitt. EINS og frá var skýrt hér að framan, klofnuðu alþýðu- samtökin svo að segja um víða veröld, í og upp úr síðasta stríði Mynduðust þá tvær gagnólíkar greinar. Annars vegar komm- únisminn, hinsvegar jafnaðar- stefnan eða sósíaldemokrati. Mest og bezt einkennandi fyrir þann reginmun, sem er á þess- um tveimur samtökum, er annarsvegar Rússland og hins- vegar Norðurlönd. Skal nú vikið að viðhorfunum á þessum tveim stöðum. * Eins og hér á undan hefir verið frá skýrt, brutust bolsé- víkar til valda í Rússlandi 1917 og hafa farið með alla stjórn þar síðan. í afstöðu sinni, fram- kvæmdum og starfsaðferðum, haí'a þeir um hart nær aldar- fjórðungsskeið markað hina kommúnistisku stefnu, svo vart ^etti að þurfa um að villast., Út á við hefir afstaðan verið sú, að þeir hafa stutt með fjár- magni og fyrirskipunum flokka sína í ölljum öðrum l.öndum. • bæði til byltingaraðferða og byltingartilrauna, þó víðast hafi þær mistekizt og leitt til þfárnaðar fyrir alþýðu manna þar í löndum. Samtímis hafa kommímistar hvarvetna haldið uppi sérstakri áróðurs- og aug- lýsingastarísemi fyrir Rúss- land og stjórnarfar þess. Að öðru leyti hefir aðstaða Rússlandsstjórnar út á við mót- ast af talsvert örðugri og sum- staðar fjandsamlegri sambúð við önnur ríki. í því sambandi er þó rétt að geta þess, að mörg önnur ríki hafa einnig af sinni háifu sýnt mikla tortryggni og jaínvel fulla óvild í garð Rúss- lands, cg hafa þau mörg átt sína sök fulla í þeirri einangrun er Rússar áttu lengi vel við að þúa, þó hinu verði ekki neitað, að margar stjórnarathafnir vald Jiafanna í Rússlandi hafi gefið ærna ástæðu til varfæmi og jafnvel andúðar í þeirra garð. En tólfunum kastaði fyrst, er Rússland gerði vináttusamning inn við Hitler-Þýzkaland í ágúst 1939. Og eftir það var skammt stórra tiðinda að bíða. Evropuófriður brauzt út. Rúss- ar studdu Þýzkalanu beint og óbeint. Það skifti Póllandi í milli síix og Þjþðverjþ. Þeþ: . kúguðu smáríkin Eistland og Lettland undir sín yfirráð og kórónuðu aðfarir sínar gegn smáríkjunum með árásinni á Finnland og töku verulegs hluta af því landi. Síðan laun- uðu svo Þjóðverjar hjálp Rússa með árás á hendur þeim, er nú stendur yfir, og hafa Rússar þannig, að því er virð- ist á margan hátt gegn vilja sínum, gerzt bandalagsaðili lýð- ræðisríkjanna, og heyja nú kröft uga og hreystilega varnar- styrjöld, með góðri aðstoð Bandaxnanna, gegn hinu ægi- lega og afburða sterka hernað- arveldi hins illræmda nazista- valds. Saga kommúnistastjórnar Rússlands út á við, er því miður ekki aðlaðandi né líkleg til þess að vekja samúð lýðræðis- og friðarsinna, þó auðvaldsríkin eigi sinn verulega þátt í þeirri harmsögu. Ixm á við hefir stjórn komm- únista í Rússlandi óneitanlega afrekað mörgu mikilsverðu. Iðn aður og ýmiskonar framfarir hafa tekið stórstígum umbótum, og aðbúð margra stétta hefir stórlega batnað miðað við þá eymd, er ríkti þar áður undir ógn zarstjórnarinnar. En alþýða Rússlands hefir undir stjórn kommúnista í 25 ár þó mestan tíma búið við næsta bágborin kjör. Matarleysi, húsnæðisleysi og klæðleysi. hefir þjakað hana mikinn hluta þessa tímabils, þó ekki sé hægt að neita því að ósleitilegá hafi á margan hátt verið unnið að bættum kjörum hennar einkum þess hlutans, er aðhyllzt hafa kenningar komm- únista. Framleiðslutækin, sam- göngutækin, bankarnir og verzl MORGUNBLAÐIÐ gerði í Reykjavíkurbréfi sínu á sunnudaginn stríðsgróðann að umtalsefni á efjirfarandi hátt: „Eftir því sem styrjaldarástand- ið helzt lengur, peningaflóðið verður meira í landinu, verður sérstaða okkar íslendinga meira óberandi, og óviðfelldnari í margra augum. Að vísu hefir íslenzka þjáðin, fram að síðustu tímum, farið varhiuta af ýmsum verald- legum gæðum, og má segja að sjaldan hafi hnífur herniar komið í feitt. Eh skelfing er sú efnalega velgengni ógiftusamleg, sem runn- in er fáá heimsböli hinna stórfelldu manndrápa. í heimsstyrjöldinni fyrri barst okkur snöggvast nokkur velgengni í afurðasölu. Var oft tilfært og hafi að orðtæki sem hámark ó- menningar nýríkidæmis, er kona ein.átti að hafa sagt af vangá að „blessað stríðið“ hefði fært manni hennar björg. Það er ekkert undarlegt, þó þeir menn, sem láta líf og eignir í söl- umar í baráttunni fyrir framtíð þjóðar sinnar, veiti því eftirtekfc, hvernig mörgum íslendingum hættir til að velta sér í peningum á þessum síðustu og verstu tímum. Slík meðferð fjármuna er alltaf ósmekkleg, en ekki sízt þegar þess er gætt, hvernig ó ríkidæminu stendur." Já, ætli það væri ekki óhætt, að taka svolítið meira „úr urn- ferð“ af stríðsgróðanum en gert hefir verið hingað til? Og vissu- lega væri fyrir löngu búið að gera það, ef ekki einmitt Morg- unin hefir að mestu leyti verið þjóðnýtt, eða að nokkru leyti rekin af ríki, bæjarfélögum eða samvinnufélögum; þó mis- brestasamt hafi það oft orðið á tímabilum, og margar villur og mikil mistök og fákunnátta, komið í Ijós. Skólax og ýmsar aðrar mentastofnanir hafa að vísu risið upp. En öll er fræðsl- an þar með sórkennilegum hætti, bundin kenningum kom- múnista, einstrengingsleg og hatursfull að mestu til flestra annarra ríkja og þjóða og ein- sýn með afbrigðum. Það má því draga í efa hvort þessir skólar og menntastofnanir hafi leitt til raunverulega aukinn- ar menntunar, og allra sízt virð- ast þær hafa aukið víðsýni og réttar hugmyndir um það, er skeður innan og utan Rússlands. En góðra gjalda er þó verð sú almenna menntun í lestri og skrift, er kommúnistar hafa komið á og fækkað með því stórkostlega þeim mikla fjölda ólæsra og óskrifandi manna, sem var í Rússlandi. Frh. á 6. síðu. unblaðið og flokkur þess hefðut staðið á móti því. Þess hefði Morgunblaðið vel mátt minnast um leið og það skrifaði hina hjartnæmu hugvekju sína, sem hér að ofan er vitnað í. * Það er rétt eins og Þjóðvilj- inn sé að byrja að búa kjósend- ur kommúnistaflokksins undir það, að árangurinn verði ekki svo ýkjamikill af þeirri þing- mannafjölgun, sem kommúnista flokkurinn fékk við kosningarn- ar. Eða hvernig á að skilja eft- irfarandi vísdómsorð Þjóðvilj- ans á sunnudaginn á aðra leið?: „Varðandi verkefni verkalýðs- flokka á þingi, sem eru þar í al- gerum minnihluta, iþó er augljóst, að þeim ber í senn að gagnrýna stjórnina harðlega og ráðandi flokka og flytja málstað verka- lýðsins í frumvarpsformum. Öll- um heilvita mönnum er ljóst, að þegar stéttabarátlan er komin á það stig, sem hún er nú á hér á landi, þá eru líkumar fyrir fram- gangi slíkra frumvarpa nær eng- ar, en með þessari starfsemi í verkalýðshreyfingunni, á þingi og í bæjar- og sveitastjórnum verður flokkur verkalýðsins að auka fylgi sitt unz hann getur mótað stefnu löggjafar- og framkvæmdavalds- ins, en það gerir hann ekki meS því að semja við andstöðuna um afslátt og xmdanhald í hverju máli.“ Eins og menn sjá er hér fyrir- fram verið að reyna að afsaka Erh. á 6. sí&vl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.