Alþýðublaðið - 21.07.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.07.1942, Blaðsíða 7
ALÞYÐUBLAÐIÐ ? Allsherjarmótið: Gnnnar Museby setur nýtt naet í kúluvarpi. A LLSHERJARMÓTI í. S. í. var haldið áfram í fyrradag og setti þá Gunnar Huseby glæsilegt met í kúluvarpi, 14,79 metra. Gamla metið átti hann sjálfur og var það 14,63 metrar. Þriðjndagur 21. júlí 1S42. \ Bærinn í dag. ■ Næturlœknir er Kristbjorn Tryggvason, Skólavörðustíg 33, sími 2581. ÚTVARPIÐ: 12,10—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 19,25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Frá Sebastopol (Skúli H. Magnússon). 20,55 Hljómplötur: a) Spænska skemmtilagið eftir Rimsky- Korsakow. b) 21,10 Sym- fónía nr. 2 eftir Rachmanin- off. 21,50 Fréttir. Dagskráriok. Skólastjórastaðan við heimavistarskólami í Axar- firði er laus til umsóknar. Um- sóknir eiga að vera komnar fyrir 25. ágúst næstkomandi. . . . í-.^j Sr. Jón Thorarensen biður blaðið að geta þess, að við- talstími hans sé milli kl. 6 og 7 sd. alla virka daga. Húrra Charlie heitir framhaldsýningin á Gamla Bíó. Er það skopmynd með Leon Erroll í aðalhlutverkinu. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Rannveig Kristinsdótt- ir frá Húsavík og Bjarni Jónsson frá Hellissandi. Hitabeltisnóttin heitir mynd, sem Nýja Bió sýnir núna. Er það söngvamynd, leikin af Allan Jones, Nancy Kelly, Ro- bert Cummings og skopleikurun- um Abbott og Costello. Ferðafélagið fór inn á Þórsmörk um helgina og voru þátttakendur 18. Farfugl- ar fóru um 16 saman í Valaból hjá Kaldárseli. Konan skant refinn. (Frh. af 2. síðu.) lækjargil, sér hún drenginn og vitjar hans þegar. Segir hann móður sinni, hvers hann haiii orðið var\ og hvað hafi valdið töf sinni. — Fer húsfreyja þeg- ar á vakt þar í gilinu, en sendir drenginn heim til föður síns, er var í vegagerð eigi langt frá bænum. Er Sigurbjörn bóndi heyrir málavexti, bregður hann skjótt við, fer heim að bæ sín- um, tekur með sér haglabyssu og kúluriffil og heldur þegar að gilinu til konu sinnar. Hyggur konan, að refurinn muni leyn- ast í urðinni, er fyrr getur. Snýr' bóndi þaðan frá. Skilur hann byssuna eftir hjá konu sinni, en fer með riffilinn niður á jafn- sléttu og heldur norður með urðinni. Þegar hann hefir geng- ið um stund, sér haim til refs- ins, er tekur þegar á rás að gil- inu. Sér bóndi að skjótt muni fjarlægjast á milli þeirra, svo að hann sendir skot í áttina til refsins — á mjög löngu færi — en hittir eigi. Sér nú Björg hús- freyja hverju fram fer og til ferða tæfu. Klifrar hún upp bratta skriðu og hefir byssuna með sér. — Þegar henni finnst, að refurinn muni vera kominn í sæmilegt færi, grípur hún til byssunnar og hleypir af skoti. Fellur þá dýrið dautt til jarðar. Loks má geta þess, að dýr- bítur hefir legið í varplandi á Mótið í stigum eftir sunnu- daginn var sem hér segir: K.R. 77 stig, Ármann 66, F.H. 40, l. R. 6 og Ungmennafélagið Sel- foss 1 stig. — Mótinu var hald- ið áfram í gærkveldi. Kúla. Met Gunnars Huseby í kúluvarpi er mjög glæsilegt, en hann mun þó eiga eftir að bæta það allverulega í sumar, ef ekki neitt óvænt kemur fvr- ir. Þeim til uppörvunar, sem stunda aðrar greinar frjálsí- þrótta, vil ég benda á það, að met Gunnars mótsvarar 7,35 m. í langstökki og 4,02,0 í 1500 m. hlaupi. Jóel Sigurðsson er mjög efni- legur kastari, en hann er ekki undir neinu eftirliti og fer hon- um því minna fram en efni standa til. 200 m. hlaup. Jóhann Bern- hard vann 200 m. hlaupið með góðum yfirburðum. Hlaup þetta var að undanskildum úr- slitspretti leiðinlegt, enda ekki við öðru að búast, þar eð skipt- ing hlauparanna í riðla var hin heimskulegasta, t. d. að láta hlaupið fara fram þannig, að allir Ármenningarnir væru í einum riðli, og þeir tveir, sem taldir voru líklegastir til sigurs, saman í öðrum riðli. Réttara hefði verið að draga úr sterk- ustu menn félaganna allra og dreifa þeim niður í riðlana, láta svo þá, sem eftir voru, draga um þá riðla, sem þeirra félagar voru ekki í. Hefði þá orðið einn maður úr hverju félagi í hverj- um riðli og keppnin því orðið skemmtilegri. Brynjólfur Ingólfsson, K.R., og Oliver Steinn hlupu á sama tíma í úrslitum. Vonandi verður bilið stærra á milli þeirra á næsta móti. Hástökk. Skúli Guðmundsson K.R. og Oliver Steinn F.H. urðu jafnir í sjálfri keppninni á 1,71 m. , en í umstökki stökk Skúli l, 76 m., en Oliver felldi. Skúli vann því risann úr Hafnarfirði, en það kostaði hann nýtt drengjamet. Vonandi skapar þessi harða keppni milli Oliver Steins og Skúla, að við förum nú bráðum að sjá aftur stokkið yfir 1,80 m. Afrek Skúla í hástökki mót- svarar 6,75 m. í langstökki. 1500 m. hlaup. Þetta hlaup var með skemmtilegasta móti. Voru það hinir ungu og bráð- efnilegu hlauparar Í.R. Sigur- gísli og Jóhannes Jónsson, er settu nú sinn svip á hlaupið, en urðu þó að lúta í lægra haldi fyrir hinu fræga Ármanns „tríói“ Sigurgeiri, Áma og Herði, að ógleymdum Indriða Jónssyni K.R., sem varð fjórði maður að marki eftir mikið og rykkjótt einvígi í síðasta hring við Jóhannes úr Í.R. í kappgöngu varð 43 ára öld- ír mmna. Grindahlaupið vann Jóhann Jóhannesson, Ármann, sem líka er hniginn á efri ár. Annaðhvort er að leggja nið- ur keppni í þessum tveim í- þróttagreinum nú þegar, eða fá unga menn til að æfa þær. Það er ekki hægt að bjóða áhorfend- , um upp á slíkar íþróttir eins og þær eru nú. Urslit í einstökum greinum urðu sem hér segir: Kúluvarp: \ 1. Gunnar Huseby KR 14,79 m. 2. Jóei Sigurðsson ÍR 12,64 m. 3. Anton Björnss. KR 11,27 m. 4. Jón Hjörtur KR 8,77 m. 200 m. hlaup: 1. Jóhann Bernhard KR 23,8 s. 2. Brynj. Ingólfsson KR 24,5 s. 3. Oliver Steinn FH 24,5 sek. 4. Baldur Möller Á 24,7 sek. Hástökk: 1. Skúli Guðmundss. KR 1,71 m. 2. Oliver Steinn FH 1,71 m. 3. Sigurður Norðdahl Á 1,66 m. 4. Sigurður Sigurðss. ÍR 1,66 m. 5. Jón Hjörtur KR 1,66 m. 1500 m. hlaup: 1. Sigurg. Ársælss. Á 4,21,0 mín. 2. Árni Kjartanss. Á 4,23,6 mín. 3. Hörður Hafliðas. Á 4,24,0 m. 4. Indriði Jónss. KR 4,26,0 mín. 110 m. grindahlaup: 1. Jóh. Jóhannesson Á 18,6 sek. 2. Sig. Norðdahl Á 20,4 sek. 3. Baldur Möller Á 22,7 sek. 10 000 m. ganga: 1. Stgr. Atlason FH 64,07,2 mín. 2. Magn. Guðbjörnss. KR 69 m. 3. Hörður Kristóf.s. Á 69,52,4 m Móíið í gæukveldi. í gærkveldi hélt mótið áfram og var veður kalt og óhagstætt. Úrslit urðu sem hér segir: 4X100 m. boðhlaup: 1. Sveit KR 46,7 sek. 2. A-sveit Ármanns 47,5 selt. 3. FH 47,7 _sek. 4. B-sveit Ármanns 49,4 sek. Spjótkast: 1. Jón Hjartar KR 52,33 m. 2. Jóel Sigurðsson ÍR 49,77 m. 3. Jens Magnússon KR 45,28 m. 4. Anton Björnss. KR 43,25 m. 400 m. hlaup: 1. Sigurgeir Ársælss. Á 53,5 sek. 2. Jóhann Bernhard KR 53,9 s. 3. Brynj. Ingólfsson KR 54,0 s. 4. Hörður Hafliðas. Á 57,2 sek. Þrístökk: 1. Oliver Steinn FH 13,01 m. 2. Skúli Guðm.ss. KR 12,98 m. 3. Jón Hjartar KR 12,65 m. 4. Stefán Jónsson Á 11,41 m. 5000 m. hlaup: 1. Har. Þórðars. Á 17,38,8 mín. 2. Indriði Jónss. KR 17,40,6 m. 3. Árni Kjartanss. Á 17,43,4 m. Sleggjukast: 1. Vilhj. Guðm.ss. KR 42,31 m. 2. Helgi Guðm.ss. KR 37,28 m. 3. Gunnar Huseby KR 36,06 m. 4. Gísli Sigurðss. FH 29,28 m. í gærkveldi stóðu stigin þann ig: Björgum á þessu vori, og eyði- I ungur annar að marki, og hefir lagt það að miklu leyti. I margur verið sæmdur orðu fyr- Móðir okkar, tengdamóðir og amma, PÁLÍNA EINARSDÓTTIR, er andaðist 14. þ. m., verður jarðsungin miðvikudaginn 22. þ. m. Athöfnin hefst með bæn frá heimili hinnar látnu, Undralandi, kl. 1 e. h. Jarðað verður frá Aðventkirkjunni. Enok Ingimundsson. Kristín Björnsdóttir. Pálmi Kr. Ingimundsson. Sveinfríður Á. Guðmundsdóttir og börn. Tengdamóðir mín, GUÐLEIF ERLENDSDÓTTIR, fvrrv. hjúkrunarkona, andaðist 19. þ. m. Pétur Lárusson. 6ðða verkaienn tvo til þrjá, vantar oss til framhaldandi verksmiðjuvinnu. Viknrfélagið, Austurstræti’ 14. StúSkur óskast í skemmtilegan iðnað. Upplýsingar í sím- um 2085 og 1820. Trésmlðir og verkanenn. Vantar nokkra góða trésmiði og verkmenn við byggingu á íbúðarhúsum Reykjavíkurbæjar. Löng vinna. Upplýsingar eftir kl. 7 hjá Einari B. Kristjánssyni, Freyjugötu 37. — Sími 4229. Síldarstúlkur, sem ráðnar eru hjá mér, geta komið dóti sínu með skipi til Siglufjarðar í dag eða á morgun, en farið verður síðar í vikunni. Upplýsingar í kvöld kl. 7—8 í síma 2298. Óskar Halldórsson. KR 131. Ármann 91. FH 51. ÍR 11. UMF Selfoss 1. Svefnpokar Ferðastígvél. Vattteppi, Grettisgötu 57. Bpjað að byggja Ms yflr Gagnfræðaskóla Aknreyrar. AAKUREYRI er nú farið að grafa fyrir grunni gagnfræðaskólabyggingarinnar. Á húsið að verða komið undir þak í haust, en tilbúið til kennslu næsta haust. Húsið er byggt samkvæmt uppdrætti húsameistara ríkisins. Um framkvæmdir allar fyrir hönd .bæjarins sér skólanefnd iðnskólans og gagnfræðaskólans en verkinu stjórnar Gaston Ásmundsson byggingameistari.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.