Alþýðublaðið - 21.07.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.07.1942, Blaðsíða 8
/V,r'*tYr?t»ELADID ------------------ r- Í»ri3judagur 21. júli 1312. C KÁLD var hann gott, og margir álitu hann krafta- skáld. Það mun hann og hafa álitið sjálfur. Sérvitur var hann og afar drambsamur, — einkum af skáldskap sínum. Gjörði hann lítið úr flestum öðrum skáldum. Bjarni amt- maður . Thorarensen var hið eina skáld, sem Níels hrósaði. Enda voru þeir vinir, og gaf Bjarni honum stórgjafir....... Ekki vægði Níels þó Bjama heldur en öðrum, ef því var að skipta. Eitt sinn er Níels lét Bjarna heyra Ijóð eftir sig, setti Bjarni út á og vildi laga hjá honum. Þá kvað Níels: Ljóðagreinum hvar ég hreyfði hef’ og allt skrifað fjötralaus, og ekki neinum lærðum leyfði lögsögn yfir mínum haus. ( Bólu-Hjálmarssaga). * BÓNDI einn kom einu sinni í kaupstað með skyr og bauð lækninum til sölu. Hann vildi ekki kaupa. Þá fór bóndi til prestsins og bauð honum skyrið, en prestur kærði sig heldur ekkert um það. „Það gerir ekkert til,“ sagði bóndi. „Ég fer þá bara til næsta aumingja.“ * ÞÁ DAGA (c: á æskuár- * um Þorv. Thoroddsen) voru enn víðs vegar leifar af hinum gamla flökkulýð hinnar 18. og fyrri alda. Fólk þetta lifði, af beiningum, nennti ekkert verúlega að vinna, settist upp á bæjum og taldi sjálfskyldu, að það væri fætt og klætt, gefið nesti og skæði og matvæli til vetrarforða, var oft heimtufrekt og óskammfeilið. Flökkukerling af Álftanesi kom á bæ í Ölfusi, vildi hús- móðir víkja henni einhverju, en hún bandaði á móti og sagði: „Sussu, sussu, heillin mín, þeg- ar ég ke'm austur yfir fjall, tek ég ekkert nema smjör og pen- inga.“ Sumar flökkukindur lengra uppi í sveitum vildu ekki peninga. Flökkukerling kom að Staðarstað, og gaf frú Sigríður Bogadóttir henni ríksort, en hún leit á peninginn í lófa sín- um með fyrirlitningu og sagði: „Þetta er nú hart undir tönn- ina, góða mín.“ (Minningabók.) Hann tók við fjöldamörgum töskum og bögglum, sem hún hafði meðferðis. Hann bauð líka að leiða hana að vagninumj en þeim heiðri neitaði hún ákveð- ið. — Komdu nú hérna megin og ég skal hjálpa þér upp í. — Farangur þinn kemur á eftir á klárnum. * Hann stjórnaði öllu með ein- beittni og öryggi, og hún sá, að feimni hans, sem að sumu leyti gerði hann aðlaðandi, var nú horfin. Hann var orðinn djarfur og hjartanlegur. Sjálfs- traust 'hans var að vaxa, því hafði auðurinn og hærri staða valdið. Hann var jafnvel breið - ari um brjóstið en verið hafði, fannst henni. — Ef hann heldur svona á- fram, hugsaði hún, verður hann orðinn mesta tröll um fertugt. — Auðvitað Pála frænka, hafði hann sagt og sleppt alveg titlinum „ungfrú Pála“, sem hann hafði stöðugt notað fram að þessu, og þó þessi nýja frænka hans ekki þess háttar kvenmaður, að neinum karl- manni litist það árennilegt að gera sér dælt við hana, — auð- vitað verðurðu hjá okkur leng- ur en í eina viku, þú verður marga mánuði. — Þetta er mjög fallegt af þér, kæri Eðvarð, sagði Pála frænka, þurrlega — en ég er búin að ráðstafa mér annars staðar. — Þá verður þú að breyta þeirri fyrirætlun. Eg vil ekki að fólk, sem kemur í mitt hús, þjóti burtu strax aftur. Ungfrú Pála hleypti brúnum og brosti við. Var hann þegar farinn að kalla þetta hús sitt? Hamingjan góða! — Kæri Eðvarð, sagði hún. Eg dvel aldrei lengur en tvo daga á hverjum stað. Fyrsta daginn lofa ég fólkUað tala við mig, annan daginn tala ég og þriðja daginn fer ég. — Þú hagar þér gagnvart okkur eins og hér sé gistihús, sagði Eðvarð hlæjandi. Þegar þau nálguðust Court Leys, sagði Eðvarð glaðlega: — Hvernig lízt þér á allar breytingarnar, sem hér hafa orðið, síðan þú fórst. Ungfrú Pála svipaðist um og sagði: — Hér er orðið fagurt um- horfs. — Mér datt í hug, að þér myndi lítast vel á yður hér, — sagði Eðvarð hlæjandi. Berta tók á móti frænku sinni í forsalnum og faðmaði hana að sér. — En hve þú ert skynsöm, Berta, sagði .ungfrú Pála, þú hefir enn þá haft lag á að varð- veita fallega vaxtarlagið þitt. XII. Ungfrú Pála hafði mjög gaman af að kynnast hjóna- bandi nýju húsbændanna. — Meðan verið var að borða ár- bítinn, athugaði hún þau gaum- gæfilega. Berta var mjög kát og hress og- mjög ræðin. Hún talaði um nágranna sína, frú Branderton, handavinnu ung- frú Glovers og heimsókn séra Glovers til London. Eðvarð var mjög þögull, nema þegar hann bauð Pálu frænku að fá sér aft ur á diskinn. Hann borðaði mikið, tók stóra munnbita og drakk bjór af ágætri lyst. Þeg- ar hann hafði1 lokið við að matast, ýtti hann stólnum sín- um aftur, rumdi af vellíðan, — stóð á fætur og sagði: — Jseja, þá er víst bezt að fara aftur til vinnunnar. Aldrei er stundarfriður. Hann dró nýja pípu upp úr vasa sínum, tróð í hana, kveikti í og sagði: — Sæl í meðan, ég kem aft- ur til að drekka teið. Ungfrú Pála braut heilann um þetta allt, og hún spurði sjálfa sig, hvort allt þetta skraf og glaðlyndi, og allur þessi hlátur væri til þess að blekkja forvitna miðaldra frænku. — Eftir máltíðina sagði Eðvarð við hana, að hún væri auðvitað ein í fjölskyldunni og hann vonaðist eftir, að hún tæki ekki hart á því — þótt hann væri ekki með neina viðhafnar- siði. Og svo fór hann að lesa í blaði. Þegar Berta fór að leika á slaghörpuna eftir beiðni ung- frú Pálu, var hann þó svo •-•v ÍS NÝJA BIO ItabelíisoðtíiB (One night in the Tropies) Bráðskemmtileg mynd með fallegum söngvum. Aðalhlutverkin leika: Allan Jones Nancy Nelly Robert Cummings og skopleikararnir frægu ABKOT og COSTELLO Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f. h. BH GAMLA Blð B Eg heimta skilnað. (I Want a Divorce) Joan Blondell Dick Pdwell. Sýnd kl. 7 og 9. kurteis, að hann lagði blaðið frá sér, en innan skamms fór hann að geispa. — Það er bezt, að ég hætti að spila, sagði Berta, annars fer Edda að.syfja. Er það ekki — góði? — Ég veit nú ekki, svaraði hann hlæjandi. En sannleikur- inn er sá, að mér gezt aldrei að þeim lögum, sem Berta leikur, þegar gestir eru hjá okkur. — Eðvarð vill ekki hlusta á iFramhaldssýning kl. 8V2-GV2.. IHÚRRA CHARLIE! Skopmynd með Leon Errol. mig nema þegar ég er að leika einhverja húsganga, eins og — ,,The Blue Bello of Scotland“ og „Yankee Doodle.“ Berta sagði þetta brosandi og blátt áfram, en ungfrú Pála dró sína ályktun af þessu. — Eg kannast fúslega við það, að mér er ekkert vel við alla þessa útlendu hljómlist. Eg segi Bertu þess vegna, að hún eigi heldur að fara með ensk lög. — Ef hún á þá að snerta á <3)4^0Ul wow/rux/nmcc. DVER6STÓLLINN. fara,“ sagði Bíumbamba gamla við börnin. „Komið þið nú og verið sæl og blessuð, öll hin. Varastu nú upp frá þessu alla óknytti; guli dvergur, eða ég kem hingað aftur að öðrum kosti. Segðu nú tveimur stólum að koma með mér, dvergur minn.“ Tveir grænu stólarnir gengu út um dyrnar ásamt Bíum- bömbu og börnunum. Dvergur- inn stóð innan við dyrnar og horfði súr á svipinn á eftir þeim. Tárin streymdu niður kinnar honum. Bíumbamba hélt heimleiðis með Láka og Jonnu gegnum skóginn, og ekki leið á löngu, áður en þau voru komin upp á hæðina, þar sem kofinn -henn- ar stóð. Bæði börnin voru orð- in ákaflega svöng, og þau von- uðu fastlega, að gamla konan ætti súkkulaðikökur og eini- berjasultu handa þeim eins og svo oft áður. En þau urðu fyrir miklum vonbrigðum, þegar þau komu inn og sáu, að ekk- ert var til nema ósköp blátt áfram og venjulegt smurt brauð. „Þið fáið hvorki kökur né sultu í dag,“ sagði Bíumbamba gamla. „Þið voruð svo óþæg angarnir mínir, að óhlýðnast mér í gær. Eg var nógu oft bú- in að taka ykkur vara fyrir því að setjast í dvergstólinn. Þið hafið séð, hvað ég hef haft mikið fyrir því að bjarga ykk- ur. í rauninni ættuð þið fyr.ir annarri eins ráðningu og dvergskömmin! “ „Ó, fóstra mín, það var svo fallega gert af þér að bjarga okkur!“ sagði Jonna og hljóp í fang henni og faðmaði hana að sér. „Okkur þykir svo vænt NTIDlSltl Inni í vagninum heyrir dr. Dumartin skotið. Dumartin: Það- er verið að skjóta á okkur! Vilbur, af stað! Dumartin: Flýttu þér, Vil- bur, við erum umkringdir. Tóní: Umkringdir! Bergmál- ið! Ef hann aðeins heldur það áfram! Tóní: Þetta gengur ágæt- lega! Svo breyti ég röddinni og kalla til hans. Tóní: Eg tala með eins djúpri röddu og ég get .... (hún hrópar): Það er úti um þig, Dumartin! Komdu þarna út!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.