Alþýðublaðið - 22.07.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.07.1942, Blaðsíða 8
 $ -^WSI við Latínuskólann í Reykjavtk (d. 1878), var vandlátur kenn- ari, en nokkuð sérvitur. Þorv. Thoroddsen segir um hann: „Með þýðingar var hann á- kaflega vandlatur og vildi hafa alveg sérstdkt orðálag, og sum vanaleg íslenzk orð máttu eigi heyrast. Algeng útlend staða- nöfn þýddi Gísli oftlega, hafði með mikilli sérvizku og löng- um útskýringum á bekkjar- töflunni fundið út uppruna þeirra og þýðingu í ýmsum fornmálum, og vorum við eðli- lega ekki færir um að dæma um, hvað rétt var. Rómaborg hét Styrkborg, Spánn Jarð- smyglaland, Sarcina in TJmbria Böggulstaðir í Flóa o. s. frv. — Spánn, sagði Gisli, að væri komið af púnversku orði, er þýddi „kanína,“ en af því að hann liefði heyrt, að kanínur græfu holur í jörðu, þá kallaði hann: þær jarðsrnygla. Þó voru menn ekki skyldír að nota þess ar þýðingar, það var svona fróð leikur og aukageta við kennsl- una. Piltar settu orðskrípi hans saman í langar þulur sér til skemmtunar, og man ég byrj- un á einni: „Hví skyli ek for- yflask þó himinnafirnar falli of- an á upptyppingana í Jarð- smyglalandi, er svá mikill orð- spori fer af.“ Himinnafir þýðir zenith og nadir, upptyppingar þýðir píramídar.“ * BÓNDI einn í Skagafirði fór einu sinni i kaupstað og fékk meðal hjá lækninum handa öldruðum og lasburða tengdaföður sínum. Næst þegar bóndinn fór í kaupstað, hitti hann lækninn, sem spurði: „Hvernig reyndist nú meðalið?“ , ~ | „Agætlega,“ sagði bóndi, „hann dó við aðra inntöku.“ # "0 RANSKI læknirinn Coué hélt einu sinni fyrirlestur fyrir hjúkrunarkonum spítal- ans, sem hann starfaði við og sagði m. a„ að þær mættu a,ldrei segja við sig,.að sjúklingur væri verri heldur að hann héldi, að hann væri verri. Nokkrum dögum seinna kom ein hjúkrunarkonan til læknis- ins og sagði: „Sjúklingur nr. 107 á stofu 14 heldur, að hann sé dauður.“ hljóðfæri, skaut kona hans inn í. — En hvað sem öðru líður, þá er lag eins og til dæmis: „The Blue Bells of Scotland" ágætis lag, sem maður skilur. — Þarna sérðu einmitt mis- muninn, sagði Berta og sló fyrstu tónana í ,Rule, Britannia1 á hljóðfærið. Mér leiðast slík lög. — Já, en ég er þjóðlegur, — sagði Eðvarð. Mér þykir væni um þessi gömlu og góðu, ensku lög. Mér þykir vænt um þau af því að þau eru ensk. — Eg skammast mín ekki fyrir að segja, að ég tel ,,God save the king“ bezta lag, sem samið hef- ir verið. — Og það er einmitt samið af Þjóðverja, Eðvarð minn góður, sagði ungfrú Pála brosandi. — Það má vel vera, sagði Eðvarð og lét sér hvergi bregða, en það túlkar enskar tilfinn- ingar. — Heyr! Heyr! hrópaði Berta. — Eg held það búi stjórn málamaður og ræðuskörungur í Eðvarð. Ætli það endi ekki með því, að ég verði þingmanns frú? — Eg er þjóðlegur og skamm- ast mín ekki fyrir að kannast við það, sagði Eðvarð. — Rule, Britannia, söng Berta í háði. — Tra-ra-ra- bomm, tra-ra-ra-ra bomm! — Það er sama sagan alls staðar, hélt ræðumaðurinn á- fram. — Hér er allt fullt af útlendingadekri, það er hrein- asta háðung! Ensk hljómlist er ekki nógu góð handa ykkur, — þið verðið að fá hana frá Frakk landi og Þýzkalandi. Hvaðan fáið þið smjörið ykkar? Frá Bretaníu! — Hvaðan fáið þið kjötið? Nýja Sjálandi! Hann sagði þetta með svo mikilli fyrirlitn- ingu, að Berta fann sig knúða til að slá á nokkrar nótur til frekari áherzlu. Og smjörið er ekki einu sinni smjör, það er smjörlíki. Hvaðan fáið þið brauð? Ameríku. Og grænþaet- ið? Frá Jersey! — Og fiskinn úr sjónum, skaut Berta inn í. — Og svona er það alls stað- ar; enski bóndinn kemst aldrei að. Eítir þessa ræðu lék Berta hroðalegt lag, sem hleypt hefði illu blóði í menn, sem hefðu verið tilfinninganæmari en Craddock. En hann hló bara góðlátlega. — Berta fæst ekki til að taka þessu með alvöru ,sagði hann og strauk blíðlega um hár hennar. Hún hæ.tti samstundis . að leika, góðlyndi hans og hið hlý- lega atlot fyllti hug hennar blíðu. Tárin komu í augu henni. ;— Þú ert svo góður, stamaði hún, en ég er hryllileg. — Vertu nú ekki með neina vitleysu, svo að Pála frænka heyri. Hún hlær að okkur. — O, mér er alveg sama, — sagði Berta og brosti ánægju- lega. Hún stóð upp og tók utan um handlegg honum. — Eddi er skapbezti maður í heimi, — hann er dásamlegur. — Það hlýtur hann að vera, sagði Pála frænka, fyrst þú treystir honum svona vel eftir sex mánaða hjónaband. En ungfrúin hafði tekið vel eftir öllu, og fann það á sér, að henni væri það fyrir beztu að hverfa til herbergis síns og láta þau eftir ein. Hún kyssti Bertu og rétti Eðvarð höndina. — Ef þú kyssir Bertu, verð- ur þú að kyssa mig líka, sagði hann hlæjandi. — Það skal ég gera, sagði Pála frænka, og kyssti hann loks á kinnina og roðnaði við. Pála frænka hafði nú komizt að því, að hjónaband Bertu og Eðvarðs^ var ekki eingöngu rós- um stráð. Og nú datt henni í hug, þegar hún lagðist út af á koddann, að nú mundi dr. Ram- say hælast um við hana. — Hann segir auðvitað, að ég hafi komið hjónabandinu af stað. Hann mun hælast um yf- ir ósigri mínum. Hann kemur sjálfsagt á morgun til að storka mér. Eðvarð hafði ekki látið það liggja í láginni, að ungfrú Pála værí komin í heimsókn; og frú Ramsay lét það ekki lengi bíða að fara í bláa kjólinn sinn og aka síðan ásamt manni sínum til Court Leys’. Þau hittu ung- frú Glover og Leanham-prest- inn, sem var á sömu leið. Séra Glover var grennri, þreytulegri S5 NÝJA BfÓ SBS Hitabeltisnöttin <One night in the Tropics) Bráðskemmtileg mynd með fallegum söngvum. Aðalhlutverkin leika: Allan Jones Nancy Nelly Robert Cummings og skonleikararnir frægu gj ABKOT og COSTELLO 1 Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. 1 Aðgöngumiðar seldir frá E kl. 11 f. h. og ellilegri en síðast, þegar ung frú Pála hafði séð hann. Ung- frúin var hins vegar óbreytt. — Sóknin? sagði prestur, — þegar hann var að svara kurt- isisspurningu ungfrú Pálu. — O, það er nú bága ástandið. Hvítasunnusöfnuðurinn hefir komið sér upp nýrri kirkju, og mér er sagt, að Hjálpræðisher- inn sé að reisa skóla, eins og þeir kalla það. Það er ósköp að vita, að ríkisstjómin skuli ekki taka í taumana gegn þessum ó- fögnuði. — Þér virðist ekki hafa mikla trú á frelsinu, sagði ung- frú Ley. — Já, en góða mín, sagði presturinn, þreytulegur í rödd- inni. — Allt verður nú að vera innan ákveðinna takmarka. Eg hélt satt að segja, að þjóð- kirkjan okkar byði mönnum upp á nægilegt frelsi. — Ástandið er að verða skelfilegt í Leanham, sagði ungfrú Glover. — Kaupmenn- irnír hafa nær því allir snúið Miðvikudagur 22, júti 1942, GAMLd BlÖBB Texas-l^reglðB Texas Rangers Ride Again) JOHN HOWARD ELLEN DREW AKIM TAMIROFF Sýnd kl. 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. Framhaldssýning, klj 3V?-6Vz. HÚRRA CHARLIE! Skopmynd með Leon Errol. baki við kirkjunni. Það veldur okkur miklum örðugleikum. — Já, sagði presturinn, og blés mæðilega. — Og mér er sagt, að Walker ætli að hætta að sækja kirkju. — Æ, mikil skelfing er að að heyra þetta! sagði ungfrú Glover. — Walker, er það ekki bak- arinn? spurði Eðvarð. — Jú, og nú er Andrew eini bakarinn í Leanham, sem sækir kirkju. — Já, en varla getum við skipt við hann, Charles, sagði ungfrú Glover. Hann bakar svo slæm brauð. — 'Það verðum við nú samt að gera, góða mín, sagði bróðir hennar. Það stríðir á móti grundvallarreglu minni að verzla við mann, sem snýr baki við kirkjunni. Það verðum við að segja Walker, ef hann vill ekki hverfa frá villu síns veg- ar. — En brauðin frá Andrew eru svo óholl fyrir magann, — Charles, sagði ungfrú Glover. DVERBSTÓLLINM. um þig.“ „Og við iðrumst svo óþægð- arinnar í okkur,“ sagði Láki. „En það er þó alltaf bót í máli, að þú hefir fengið annan in- dælan dvergstól fyrir ekki neitt!“ „Það er alveg satt,“ sagði gamla konan brosandi. „Jæja, jæja, þið eruð nú allra beztu börn inni við beinið, og þið hafið iðrazt afbrota ykkar. Og ég held það sé rétt, þeg- ar öllu er á botninn hvolft, að ég gefi ykkur sú-kkulaðikökur og einiberjasultu.“ Hún tók góðgætið út úr skápnum, og svo snæddu. þau öll þrjú af beztu lyst. Báðir dvergstólarnir stóðu við borð- ið og horfðu á — en þið skul- uð ekki halda, að nokkur hafi setzt á þá! Endir. MTIBlSftll 'ALL mHT/ Ó0ar...iF-you intebpese' WITH M£,l 5H OÖT TH£5E you’RE THpusH, pu;/Mm! ■föuv 'b&rrzR cmz curt víbvb 3PC0T WILBUR V/ I-" 71L COA>£/ '--IHOSTAGBS Tóní: Það er úti um þig, Dumartin! Komdu út strax! Dumartin: Úr því svo er skal ég k oma! Dumartin: En ef þið gerið mér mein, skýt ég þessa gísla! Tóní: Örn! Ö, hvað er hér á seyði? wide World realuret SCORwy/oow. MESSbP 7h/S í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.