Alþýðublaðið - 23.07.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.07.1942, Blaðsíða 3
JFimmtudagur 23. júlí 1942. ALÞÝÐUBLftOIO Brezkir hermenn. Hersveitir Auchinlecks sækja fram á öllum vigstöðvunum i Egyptalandi. Brezkir hermenn berjast nú á suðurhluta vígstöðvanna í Egyptalandi. Þeir þurfa varla að vaða ár þar suður frá, eins og þeir eru að gera á myndinni. Hún var tekin í Bretlandi nýlega. P|éðv@r|ar aðeins 30 km. frá Rostov. Miklir bardagar við Novocherkassk. LONDON í gærkveldi. lyriÐNÆTURTILKYNNING Rússa segir frá því, að barizt sé við borgina Novocherkassk, og eru þá Þjóð- verjar í aðeins 30 km. fjarlægð frá Rostov. Þýzku tilkynn- ingarnar í gær birtu sigurfregnir. Þær sögðu fpá því, að allar skipulagðar varnir væru brotnar á bak aftur við Ro- stov og reki Þjóðverjar flótta Rússa. Enn fremur sögðu Þjóðverjar í gær frá því, að her- sveitir þeirra hefðu komizt yfir ána Don um það bil 80 km. austan við Rostov, eða skammt þar frá, sem áin Donetz rennur í Don. Ef þetta reynist rétt, er hér um að ræða hin alvarlegustu tíðindi fyrir Rússa, því að þeir munu hafa gert sér allmiklar vonir um að geta stöðvað sókn Þjóð- verja við Neðri-Don. 300 flupélaðrðs Breta ð Duisburg. 4000 purada sprenajj um varpað.. London, í gærkveldi. OAA BREZKAR sprengju- flugvélar gerðu í fyrri- nótt mikla árás á Ruhrhéraðið í Þýzkalandi og var þeim aðal- lega beint gegn borginni Duis- burg. Miklir eldar komu upp í ~borginni, en hún er stærsta inn- anlands hafnaborg á megihlandi Évrópu. Er hún tengd við hið mikla skurðakerfi Þýzkalands hana í stórum stíl. í nágrenni <og alls konar varningur fer um við borgina eru einnig miklar verksmiðjur. Skyggni var gott og tókst flugmönnunum án nokkurra erfiðleika að finna borgina. Þeir köstuðu sprengjum sínum á ýms mannvirki og voru flugvél- arnár meðal annars með yfir 50 4000 punda sprengjur. Kalla Þjóðverjar þær ,,block“sprengj- ur, því að þær geta lagt í eyði heilar húsaþyrpingar. Flugmennirnir sögðu, er heim kom, að „fyrirtaks eldar“ hefðu komið upp. Einn þeirra sá tvö stór og mikil bál og kastaði sprengjum sínum á milli þeirra „til að gera dálítinn hasar“ eins og hann sagði eftir á. Þetta var 50. árásin, sem Bretar gera á Duisburg. Bretar misstu í árásinni 13 flugvélar. Stokkhólmur. — Tveir Norð- menn, sem hafa verið í fangelsi Þjóðverja, hafa framið sjálfs- morð til þess að komast hjá pyntingum til sagna. Annar þeirra var kona. * London. — 25 000 manns hafa verið kallaðir til skyldu- vinnu við víggirðingar á vest- urströnd landsins. Blaðið Rauða stjarnan í Moskva skýrir frá því, að Þjóð- verjar þeir, sem stefni til Stalin grad, séu um það bil að fara yfir landamæri Stalingradhér- aðsins, en frá landamærunum til borgarinnar eru rösklega 100 kílómetrar. Það virðist enn svo við Ro- stov, að Rússar hafi hörfað og lagt aðaláherzluna á að koma her sínum undan ósigruðum, í þeirri von, að þeim megi takast að hörfa til stöðva, þar sem þeir geti stöðvað sóknina. Landið, sem barizt er á, er flatt og hefir því iðulega farið svo, þegar Rússar vildu verja einhvern stað að Þjóðverjar reyndu að um- kringja hann, en þá urðu Rúss- ar aftur að hörfa, til þeSs að forða sér frá innikróun. Rússum veitir enn betur á víg- stöðvunum við Voronezh. Þjóð- verjar hörfa og hafa á ýmsum stöðum brennt að baki sér brýrnar, er þeir hörfuðu yfir Don aftur. Sunnan við borgina, þar sem Þjóðverjar reyndu að umkringja hana, hafa þeir verið hraktir til baka allt að fljótinu og yfir það. Skipsmenn af firaf fon Spee flýja í Argentíau. SKIPSMENN af þýzka vasaorrustuskipinu Graf von Spee, sem sökkt var utan við La Plata eftir viður- eign við brezk beitiskip 1939, hafa strokið í Argentínu, þar sem þeir hafa verið í haldi síð- an. Menn þessir hafa verið að miklu leyti frjálsir í landinu, fengið að vinna hjá bændum og víðar og ganga að miklu leyti lausir. Bretar mótmæltu þessu og heimtuðu, að þeir yrðu hafð- ir í fangabúðum. Ekki er um það getið í frétt- inni, sem um þetta hefir borizí frá Buenos Aires, hvort menn- irnir hafi farið úr landinu eða ekki. Meðal þeirra, sem strokið hafa, eru 29 af 36 liðsforingjura af skipinu. Hófu sókn á mlðvfgstððv- unum í fyrrakvðld. Miklir bardagar í gærdag. LONDON í gærkveldi. XJT ERSVEITIR AUCHINLECKS eru í sókn á allri víg- *- ■* línunni í Egyptalandi, allt frá ströndinni suður að Quattara lægðinni. Sókn þessi hófst á miðhluta vígstöðv- anna í fyrrakvöld og breiddist í gær út til norður og suður hluta þeirra. Hersveitirnar hafa náð fyrstu áfangastöðum sínum á sitt vald og hrundið öllum gagnáhlaupum Rom- mels. Um það bil, sem rökkva tók í fyrrakvöld, hóf stór- skotalið Breta á miðhluta vígstöðvanna mikla skothríð á stöðvar Þjóðverja, og bergmáluðu gífurlegar sprengingar um alla eyðimörkina. Þjóðverjar vissu mætavel, að þetta var fyrirboði áhlaups, en þeim gafst ekki tími til þess að hafast neitt að, því að stærstu sprengjuflugvélar Breta' komu í sama mund og köstuðu mörgum smálestum af þung- um sprengjum til viðbótar við stórskotahríðina. Þegar hér var komið, þustu fótgönguliðar frá Nýja Sjá- landi og Indlandi fram til áhlaups á stöðvar Þjóðverja. Þýzku hermennirnir svöruðu með ákafri vélbyssuskothríð og notuðu sprengj ukastara sína óspart, en það dugði ekki til að stöðva áhlaupið. Lá jafnvel við um tíma, að til byssu- stingjabardaga í návígi kæmi, en svo varð ekki og Þjóð- verjar hörfuðu. Náðu hermenn Auchinlecks innan skamms fyrsta áfangastað sínum á sitt vald og héldu honum þegar síðast fréttist til í gærdag, þrátt fyrir mikil gagnáhlaup þyzku hersveitanna. I gærmorgun var orrustunum haldið áfram á miðvígstöðvun- um og á suður- og norðurhlut- unum færðist fjör í tuskurnar. Við Tel el Eisa geystust ástr- alskar hersveitir fram og hafa þegar á sínu valdi hæðirnar umhverfis staðinn, en þær hafa verið í höndum Rommels síðan um síðustu helgi. Á þessum slóðum eru einnig hersveitir frá Suður-Afríku. Á suðurhluta vígstöðvanna, suður undir klett unum, sem afmarka Quattara lægðina að norðan, eru her- sveitir frá Bretlandi og hafa þær einnig sótt fram. í gærmorgun lá svo mikið sand- og rykský yfir vígvellin- um, að ekki var mögulegt að sjá úr lofti, hvað fram fór á jörðunni. Þegar leið á daginn barst rykið burt og flugvélarnar komu aftur til sögunnar. Var það aðallega af hendi Breta, en Þjóðverjar biðu hið mesta af- hroð í árásum Breta á flugvell- ina við el Daba og Fuga fyrir nokkru. Var flugvélatjón þeirra svo mikið þar, að ekki ein ein- asta þýzk flugvél sást á lofti í fyrradag. SKRIÐDREKÁR Þegar leið á daginn í gær, komu brezkir skriðdrekar fram á vigvöllinn á miðvígstöðvun- um. Þjóðverjar sendu þegar fram sína skriðdreka og kom til orrustu, en nánari fregnir af því, hversu mikil hún er eða hvar hún er hafa ekki borizt. Allmiklir bardagar hafa átt sér stað í lofti, en nánari fréttir af þeim vantar. Brezkar flugvélar hafa gert árás á skip Öxulveldanna á Sudaflóa á Krít. Tvö skip af meðalstærð löskuðust mikið, en eitt stórt skip smávegis. Verið er nú að gera marga og mikla flugvelli í Egyptalandi og eru flestir þeirra gerðir fyrir Ameríkumenn. Munu þeir hafa 1 hyggju á næstunni að flytja mikið fluglið til landsins. Þeir hafa þegar eina flugsveit þar, sem flýgur Liberator flugvél- um. Þar að auki hafa Bretar notað þar allmikið af amer- íkskum flugvélum. Japanir og Bania- ríbjamenn sklla sendiherrnm. Skiptin fara fram í Portúgiilsku Austur- Afriku. London, í gærkveldi. D E N , utanríkismálaráð- herra Breta, tilkynnti í þinginu í dag, að samkomulag hefði náðst við japönsku stjórn- ina um skipti á föngum. Er hér um að ræða 1800 manns, þar á meðal marga sendiherra og aðra embættismenn. Þrjú skip eru nú komin til portúgölsku Austur-Afríku og eru menn þeir, sem skipzt verð- ur á, í þeim. Eru þetta skipin Gripsholm (sænskt), Conti Verdi (ítalskt) og Asama Maru (japanskt). (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.