Alþýðublaðið - 23.07.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.07.1942, Blaðsíða 5
Fimxntudagur 23. júlí 1942. AU»YOU.BLAOTP 9 ÞEGAR Japanar voru að nálgast hlið Indlands þóttust Amerfkumenn geta bent Englendingum á örugga leið út úr ógöngunum. Vanda- mál Indlands váeri hægt aS ieysa á einni nóttu með því að gefa Indverjum fullt frelsi og svo mundu þeir verja lönd sín gegn árásum óvinanna. En sannleikurinn er sá, að Indlandsmálið er því miður ekki svona einfalt. Því að því fer fjarri, að Indland sé ein heild, heldur margir kynflokkar og trúflokkar, og hver höndin upp á móti annarri í stjórn- málum. Þjóðin er 390 000 000 að tölu, en skiptist í 45 kyn- kvíslix, sem aftu(r gpreinast í 2400 ættir og kynflokka. Tungu málaflokkarnir eru 225 og aðal- trúarbragðaflokkaiinir níu. Milli þeirra ríkir mikil óvin- átta, sem jafnast þó ekki á við það hatur, sem sértrúargrein- araar innan hvers aðaltrú- bragðaflokks bera hver til annars. Indlandi er skipt í 11 fylki, sem hafa einskonar sérstjórn — „Hið brezka Indland“ — og 562 ríki, sem stjórnað er að innlendum þjóðhöfðingjum. Baráttan vun sjálfstæði er oft- ast mál, sem við kemur þrem- ur aðilum, brezku stjóminni, indverska Kongress-flokknum, sem Hindúar standa að, og Múhameðtrúarmönnum. Þó er ekki allt sagt með þessu, því að báðir þessir aðalflokkar Indverja eru klofnir í deildir, sem eigast illt við. Undir brezkri stjóm hafa þó þessi andstæðu öfl eitt sam- eiginlegt. Ef Bretar leggja nið- ur völdin kemur til kasta þess- ara ósamstæðu flokka að bræða sig saman í eina þjóðarheild. Hlutlausir áhórfendur fullyrða að koma myndi til blóðsúthell- inga áður en það tækist, og Stúlkurnar á Bataanskaga Nokkrar ameríkskar hjúkrunarkonur voru með hernum, sem varðist Japönum á Bataanskaga. Þær áttu, eins og allir aðrir á skaganum við hin hörmulegustu kjör að búa. Meðal annars urðu þær að þvo sér og baða sig í smátjörn, eins og myndin sýnir. nýir leiðtogar gætu náð yfir- ráðum. Bretar telja ekki, að um sameiningu geti verið að ræða að svo stöddu. Allur þorri Indverja eða 90 af hundraði er ólæs og ómennt- aðux og blásnauður og hefir engan áhuga á þessari bar- áttu. Orðin frelsi og sjálfstæði eru jafn fjarlæg þeim og orðin nazismi eða fasismi. Þeir hugsa aðeins um hrísgrjónaskammt til næsta máls. Bæði Bretum í Indlandi og Indverjum sjálfum má kenna um, hve Indverjar eru óvirkir í yfirstandandi styrjöld, Og nú er enginn tími til að deila um það hvorum það sé fremur að kenna. Það er nær að ákveða sem skjótast, hvað gera skulL Þrjú dýrmæt ár hafa liðið hjá án þess að hafzt væri að. Ef Japánar og nazistar taka Indland setjast þeir í sannkall- aða birgðaskemmu Asíu. Járn- birgðir Indlands standa ekki að baki neinum nema Bandar.íkj- anna. Indland framleiðir þriðj- ung af mangani heimsins og kola- og aluminium-framleiðsla er geysimikil. G BEIN sú um Indland, af- stöðu þess í ófriðnum og sjálfstæðisbaráttu, er eftir ameríkska blaðamanninn Al- lan A, Michie og birtist ný- lega í „The American Mer- e«ry“. Indland og gula hættan. o 200 j MILE& JUBBL'LPORE CALCUTTÁ' INDIA BHAMO 7 CHINA PURI ÁKYAB’tV ..... & J ^MANDALAY BURMA < CUTTAC wf°° PRQMe|ÁN (l^ 'AÓAPATAM l|jtͧnl||t^Sp:jl|jiiiÍHj|||n^ V, ^oc^ADA!!iSl|!!!:§!|R^GaoN^y^ r?aBAN KA8ikAL(rR.> negapatamÍ!!;!Í! :£feJAFFNÁiÖ*??‘ ÁNDÁMÁN | síPORT !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!;!;!''•!* ^BLAIRiiiÍijijiilpUiHH? i^J^INCOMALEEÍÍiiiÍ!|jj!Í||||Í|HÍÍ|ÍyiÍÍ||i|Í||iÍiyi|ÍíypÍjÍjjjjj|!fÍjijlÍ!iÍjjjjjj|jijji;; ÍÍÍÍÍ!ÍÍÍÍÍ!ÍÍÍÍÍÍÍÍÍ!!;ÍÍÍ:ÍÍÍÍ;ÍÍ:;ÍÍ!!ÍÍNícÖbÁr|ÍÍÍÍ!ÍÍÍÍÍ!ÍÍ!Í!!!!!’bhuk£x aatfá&taAaí í I?I ii iiiiih m m iim^miwiiiiwi Japanir eru við bæjardyr Indlands, eins og kortið sýmr. Þeir hafa.Burma og Andamaneyjar á sínu valdi og geta þaðan, þegar þeim þykir tími til kominn, hafið innrásina. Indverjar (Sérstaklega Kongressflokkurin) virðast ætla að nöta sér þetta ástand til þess að neyða Breta til þess að gefa þeim sjálfsstjórn. Svar Breta kemur vel fram í orðum enska blaðsins Daily Herald, er það segir: Vinir, Þið ráðizt aftan að okkur! Of lítið hefir verið gert úr framleiðslu Indlands, Verk- smiðjurnar þar framleiða mikið af hergögnum, til dæmis vél- byssurnar handa indverska hernum, smærri skotfæri og einkennLsbúninga. Tata, járn- og stálveksmiðjurnar, sem eru stærstar af því tagi í brezka heimsveldinu, framleiða léttar brynplötur. sem eru ómissaqdi fyrir brynvélar, þær búa til byssuhluti, kúlur og önnur skotfæri. Ameríkskar verk- smiðjur hafa verið settar upp í Indlandi og framleiða maTgt til hernaðarþarfa. En þrátt fyrir þessa mikils- verðu framleiðslu er hinni geysimiklu þörf ekki fullnægt. Þyngri hergögn verða Indverj- ar að fá frá Ameríku og Bret- landi. Kongressflokkurinn ásak- ar Breta réttilega um það, að þeir hafi ekki greitt nógu mik- ið fyrir iðnaði Indverja, þrátt fyrir geysilega nauðsyn á hernaðarframleiðslu. Þar hafi Bretum gengið til ótti við sam- keppni eftir stríðið. En Kon- gressflokkurinn hefir þó sjálf- ur gert lítið meira að því að ýta undir þessa framleiðslu. Hreyfing Gandhis, sem barð- ist fyrir svokallaðri þorpafram- leiðslu, byggðist á því að hverfa aftur að framleiðslu í smærri stíl, sem tryggði hinum eintöku stöðum og þorpum iðn- aðarsjálfstæði. Nýliðar hafa streymt í ind- verska herinn eins ört og hægt var að tryggja þeim útbúnað. Indverski herinn er !nú, auk brezka hersins í Indlandi, 1 250 000 manns, , alltsaman sjálfboðaliðar. Þegar ég var í Indlandi heyrði ég sagt frá ungum mönn- um, ísem gengið höfðu þing- mannaleiðir til að innritast í herinn. Margir þeirra höfðu aldrei heyrt getið um Kongress- flokkinn og hina óvirku and- stöðu hans gegjn. aiajíðL, Þeir vildu ákafir gerast hermenn, ekki af ást á Bretum, heldur af ást á hemum. Þeir sem séð hafa Indverja í hernaði í Líbýu, Sýrlandi og á Malakkaskaga, segja, að þeir séu áreiðanlega einhverjir beztu hermenn í heimi. Bar- dagahugur þeirra, hlýðni og leikni, hafa ekki hlotið þá við- urkenningu, sem verðugt er. Enn er verið að æfa megin- hluta indverska hersins. Fyrstu tvö ár stríðsins voru hersveit- irnar látnar fara til Egypta- lands Irak og Iran óðíira og þær höfðu fengið æfingu og útbúnað. Og hvorki indverski herinn né sextíu þúsund manna her Breta í Indlandi hafa nægileg véla- hergögn. Um indverska flotann er varla hægt að tala. í honum eru fáeinir tundurduflaveiðarar og varðskip. En hinsvegar hafa Bretar flotastyrk mikinn í flota höfninni Trincomalee á Ceylon, en sú ey drottnar yfir innsigl- ingunni í Bengalsflót. Ekki er látið uppi hve mikill sá floti sé. Trincomalee (eða Tranca, eins og Bretar kalla höfnina) hefir verið byggð með mikilli leynd á síðustu árum. Hinn koínung|egi flugher í Indlandi hefir verið sorglega veikur fram til skamms tíma. í árslok 1941 var hann aðeins tvær flugsveitir og 300 flug- menn í æfingu. Állar flugvél- arnar voru fornlegar Hawkers- flugvélar frá árunum eftir 1930 og voru gersamlega gagns- lausar gegn Zero-flugvélunum, hinum nýju f lotaf lugvélum. Japana. En síðan Japanar réð- ust inn í Burma hefir verið gengið að því með oddi og eggju að efla loftvarnir Ind- lands. Brezkar Blenheim sprengjuflugvéltar, Huxricane- og Spitfire-orrustuflugvélar, amerískar P-40 og fljúgandi virki? hafa streymt inn í land- ið. Einn af reyndustu flug- stjórum Breta, Sir Richard Peirse, flugmarskálkur, hefir verið settur yfir loftvarnir Indlands. Hann stjórnaði loft- sókn Bífeta gegn Þjóðverjum 1941. * I vor, þegar Japanar höfðu fengið fótfestu í Burma, bauð brezka stjórnin Indverjum þau fríðindi, sem ekki hafði orðið samkomulag um síðustu árin fyrir stríðið. Samningamaður Breta var hinn hámenntaði og brosleiti Sir Stafford Cripps, sem lengi hafði verið vinveittur Indlandi og ,var heppilegasti maður, sem Bretar gátu valið. Brezk-indverskir samningar höfðu jafnan farið fram með miklu viðhafnarsniði. En nú steig Cripps, án alls tilhalds, út úr herflugvél í Dehli, bar töskur sínar sjálfur, ferðaritvél og skjalatösku. Hann bjó ekki í höll undirkonungsins í New Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.