Alþýðublaðið - 23.07.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.07.1942, Blaðsíða 6
•.. MacArthur og frú MacArthur hershöfðingi og kona hans, sem sjást á mynd þessari, ■ eru nú í Astralíu, þar sem hann er hershöfðingi. Þau voru bæði ■ á Filipseyjum, þegar Japanar réðust á þær, og var hún þá eina hermannskonan, sem eftir var á eyjunum, því að allar hinar höfðu verið fluttar á brott. Þau hjónin og sonur þeirra, Arthur, voru fyrst í Manila, s'íðan á Bataanskaga og loks á Corregidor, ■ þar til McArthur var kallaður til Ástralíu til þess að taka við her- stjórn þar. Indverjar og éfrlðurlnn Framh. af 5 s.íðu. Dehli, heldur kom sér fyrir í óbrotnu húsi. Áætlun Cripps var í stuttu ináli þessi: Á meðan stríðið stendur yfir skulu Bretar stjórna vörnulm Indlands, en Indland átti að tilnefna full- trúa í stríðsstjórn. En þau fríð- indi höfðu samveldislöndin ekki hlotið þá. í stríðslok skulu fara fram kosningar til fylkis- þinga, og neðri deildir þeirra skulu, eftir hlutfalli, kjósa full- trúa til sameiginlegs þings, Þjóðhöfðingjaríkjunum verður boðin þátttaka í þessu þingi. Til þess að taka tillit til Mú- hamedstrúarmanna lögðu Bret- ar til, að þau ríki eðá fylki, sem ekki geta sætt sig þessa stjórn- skrá, megi hafa sérstakar stjórn arskrár, sem Bretar geri jafnt undir höfði. Jawsaharlal Nehru^ hinn snjalli foringi Congressflokks- ins, tók þessum stjórnmálafyr- irætlunum Breta með þegjandi samþykki. Hinsvegar krafðist hann þess eindregið, að settur yrði indverskur hervarnarráð- herra, sem stjórnaði vígbúnaði og hervörnum Indlands. Bretar voru tregir til að ganga að þessu skilyrði, og var það af tveim- ur ástæðum. Fyrst og fremst þótti enginn af , stjórnmála- mönnum Indlands hæfur til að takast þetta ábyrgðarmikla starf á hendur. I öðru lagi neit- aði Mahatma Gandhi, einn hinn áhrifámesti maður í Ind~. landi, að hætta því að boða hina svokölluðu óvirku andstöðu. Gandhi hefir viðurkennt, að Indland verði að snúast til varn- ar gegn árás, en aðferðir hans munu varla stöðva japanska Skriðdreka og steypiflugvélar. Samt lagði Cripps til, að stjórn Churchills gæfi honum heimild til að samþykkja .kröfu Nehrus um indverskan hervarna ráðherra, en þó átti Wavell að vera herfræðilegur ráðunautur. En Nehru og Congressflokk- ur hans vísuðu þá öllum tillög- um Cripps á bug, vegna þess, að óánægðir minni hlutar máttu standá utan við allsherjarsam- bandið. Og Múhameð Ali Jinnah, leiðtogi Múhameðs- trúarmanna lagðist líka gegn tillögum Breta, vegna þess að ALÞWJBUtW það var hvergi gert ráð fyrir því, að Múhameðstrúarmenn í Indlandi hefði með sér sérstakt ríki. Cripps mistókst. En samninga umleitanir hans gerðu þó að minnsta kosti svo mikið gagn, að þær sannfærðu heiminn um það, hversu gífurlegir örðug- leikar eru á því, að Indland verði sjálfstætt. ❖ Það mundi verða ómetanlegt gagn fyrir málstað Bandamanna í Austurlöndum ef hægt yrði að veita milljónum Indlands frelsi. Það mundi sanna Asíu- þjóðunum, að bandamenn væru í raun og veru að berjast fyrir málstað frelsisins, og það mundi í sömu svipan eyðileggja áróð- ur Japana um „Asíu fyrir Asíumenn.“ En það er ómögulegt að verja Indland með því einu að gefa því frelsi. Margir Ameríku- menn halda því fram. að sjálf- stæði Indlands sé eitthvert töfra orð, sem muni í skjótri svipan skapa öflugan og fullbúinn ind- verskan her, sem hrindi árás Japana. En því miður er þessu ekki þannig farið. Hinar miklu borgir og hafnir á ströndum Indlands eru algerlega varnar- lausar gegn árás Japana, þegar frá eru teknar léttar loftvarna- byssur. Það er ómögulegt að verja alla strandlengju Ind- lands, og Japanar geta lent hvar sem þeim sýnist. Hins- vegar þyrfti gífurlegt hernað- aðarátak til þess að leggja allt landið undir sig, og Japanar hafa hvorki nægilegan her né vígbúnað til þess að svo stöddu. Indland þarf að fá aragrúa af bryndrekum, byssum og flug vélum frá Ameríku og Bret- landi, og það þarf að vera fljótt. Þessi tæki hefðu öll verið hægt að framleiða í Indlandi sjálfu, ef Bretar og Indverjar hfðu getað orðið á eitt sáttir fyrir tíu árum síðan. En nú er komið fram á elleftu stund og Japan- ar eru á næstu grösum. Kúgun sem er miklu verri en kúgun brezka heimsveldisins, nálgast með hverjum degi, sem líður. Indverjar — og Bretar — átta sig ef til vill innan skamms, —en svo getur farið, að það verði um seinan. Berjabókin eftir dr. Gunnlaug Claessen og Kristbjörgu Þorbergsdóttur, mat- ráðskonu á Landsspítalanum, er nú komin út aftur endurbætt. Er hþn um hagnýtingu berja og ágætur leiðarvísir handa húsmæðrum. Páll Sigurðsson. Páll SignrOsson læknir flintugnr. ’CJ® KKI kæmi mér á óvart þótt ýmsum veitti erfitt að trúa því, að Páll Sigurðsson læknir verði fimmtugur í dag, svo mörg einkenni æskunnar fylgja honum enn, bæði í sjón og raún. Páll er fæddur að Völukoti í Flóa 23. júlí 1892, sonur hjón- anna Sigurðar Gunnarssonar og Ingibjargar Þórðardóttur, Páls- sonar bónda í Brattsholti. En ekki er það tilgangurinn með þessum línum að segja hér ævi- sögu Páls í líkræðustíl, heldur aðeins minnast hins glaða og góða manns á þessum tímamót- um. Engum, sem þekkir Pál, dylst að heilsa hans hefir orðið fyrir alvarlegu áfalli, en þó finnst mér að sterkasta einkennið í fari hans sé einmitt heilbrigði. Sú hin sterka andlega heil- brigði, sem verður til þar sem saman kemur víðsýni þroskaðs og hleypidómalauss manns, vakandi og gagnrýninn hugur, sem leitar, velur og hafnar og vill ævinlega hafa það eitt, er sannast reynist, drenglyndi, sem kemur til liðs hverju góðu máli, og glaðværð, sem lyftir yfir alls konar erfiði og amstur daglega lífsins og gerir léttbær- ari hinar þyngri byrðar lífsins. Allir þessir eiginleikar koma fram í læknisstörfum Páls, ekki síður en daglegri umgengni, á- samt sérstakri alúð og yfirlætis- leysi. Það er því ekki að undra þó að Páll sé vinsæll meðal sjúklinga sinna eins og annarra. Sennilega á hann þessum eigin- leikum sínum líka að þakka hve vel honum hefir tekizt að sigr- ast á þeim erfiða sjúkdómi, löm- unarveikinni, sem um eitt skeið ævinnar lék hann hart. En bar- átta Páls á því sviði, viljaþrek, kjarkur og stilling, er rómuð af öllum, sem til þekkja. Páll er fróður maður um marga hluti utan sinnar fræði- greinar, sérstaklega sögu ís- lands og önnur „forn fræði“, og er þar eins og annars staðar gagnrýninn og athugull. Hann er bókamaður mikill, skilningsglöggur og smekkvís, og greinir þar vel í sundur kjarnann og hismið. Páll er kvæntur ágætri konu, Maríu Kjartansdóttur kaup- manns á Flateyri. Hefir hún reynzt honum hinn tryggasti förunautur bæði í blíðu og stríðu, og hefir það ekki sízt komið í ljós í baráttu Páls við Born, ungjlinga, fnllorðna Vantar til að bera blaðið til kaupenda. Há laun í boði. Komið strax í dag. AlÞýðublaðið. Fimmtudagur 23. jútí 1&42. Gétur austur og norður mætzt? Framh. af 4. síðu. fylking jafnarmanna og komm- únista geti sameinast hér á landi. Og sporin frá 1937 hræða. Allur grautur, eins og þá var soðinn, myndi aðeins leiða til tjóns og vanvirðu fyrir íslenzk alþýðusamtök. En enginn getur sagt hváð v framtíðin ber í skauti sínu við stríðslokin. Vera má að ein- ræðiskerfinu rússneska verði steypt af stóli og þar komist á lýðræði til framkvæmda jafn- aðarstefnunnar. Annað kynni einnig að ske, eins og varð í Noregi, að aðalhópur úr röðum þeirrar fylkingar, er haldin var rússneskri ofstækistrú, brytust undan yfirráðunum og hneigð- ust til eðlilegra norræna aðfara í framkvæmd og kenningum. Þá geta jafnaðarmenn gengið til móts við þá fylkingu. Þess vær'i óskandi, vegna framtíðar manrfcynsins, að hið austræna ofstæki hyrfi með öllu úr sögunni, en í stað þess kæmi í Rússlandi og annars- staðar framkvæmd jafnaðar- stefnunnar á grundvelli fulls frelsis og lýðræðis. Þá getur austur og norður mætzt, en ekki á annan veg. (Fjórða og síðasta greinin í þessum greinaflokki Stefáns Jóh. Stefánssonar birtist í blað- inu á morgun.) HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. þeir að vera færir að sjá. Geti þessir menn ekki séð um að út- varpsefni sé frambærilegt eru þeir eklti starfanum vaxnir, og éiga að fá lausn í náð,' — víkja fyrir þeim mönnum öðrum, sem færari munu reynast.“ ❖ í langri grein í Þjóðviljanum í gær, dftir einn af spekingum hans, gat að lesa eftirfarandi Vandlætingarorð: ,,Það hefir verið svartur blettur á verkalýðshreyfingunni síðastlið- inn áratug, að verkamennirnir í sumum kaupstöðum skuli hafa verið sundraðir í tvenn félög. Samt er þessi sundrung ennþá við líði í bæjum eins og Akureyri, Vest- mannaeyjum og Norðfirði.“ Það er alveg rétt. Þetta er svartur blettur á verkalýðs- hreyfingunni. En hver hefir sett hann á hana, néma kommúnist- ar, menn af tegund greinarhöf- undarins sjálfs? Framarar: Meistara-, fyrsti og annar flokk- ur. Æfing í kvöld kl. 8,30. Mætið vel og stundvíslega. veikindin, eins og hún hefir líka skapað honum fagurt og næðis- samt heimili. í augum alþýðu manna mun jafnan nokkur ljómi yfir lækn- isheitinu. Það er ef svo mætti segja endurskin af samanlögðji starfi margra íslenzkra lækna fyrr og síðar. Það mun og jafn- an verða bjart í kringum Pál Sigurðsson í hugum allra, sem þekkja hann. S. J.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.